Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. Fréttir Dagpeningar: Ekki skattskyldir - innan ákveðins ramma í deilu flugmanna Landhelgis- gæslunnar og íjármálaráöuneytisins hefur skattur á dagpeninga orðið eitt mesta hitamálið. Flugmennirnir gera kröfu um að greiða ekki skatt af dagpeningum enda beri flugmönn- um hjá Flugleiðum ekki að gera slíkt og kveðið sé á um þaö í samningum þeirra. Kristján Jónasson hjá ríkisskatt- sfjóra upplýsti okkur um að þær reglur giltu um dagpeninga innan- lands skv. lögum nr. 591 frá 1987, grein nr. 6, aö heimilt sé að halda utan staögreiðslu greiðslum launa- greiðanda á feröakostnaði launa- manns á hans vegum. Ennfremur sé heimilt aö halda utan staðgreiðslu Þær eru ekki margar konurnar sem setjast upp í þotu tii að hefja vinnudag sinn. Sigriður Einarsdóttir flugmaður hefur starfaö hjá Flugleiðum í tæp fjög- ur ár og í vor fiutti hún sig úr Fokker Friendship vélunum yfir á Boeing þotur og flýgur nú milli Evrópulanda. Enn fækkar í Regína Thorarensen, DV, Ströndum: Fækkað hefur um 15 manns á þessu ári í Árneshreppi á Ströndum og fleiri- eru að hugsa sitt ráð hvað viðvíkur flutningum úr hreppnum. Fólki þykir dýrt aö kosta sín börn á skóla strax eftir fermingu því 9. Ámeshreppi bekkur er ekki kenndur í Finnboga- staðaskóla. Það er dýrt aö kosta börn í skóla i vaxandi veröbólgu og minnkandi búskap. Sl. tvö haust hef- ur ríkisstjórnin minnkaö þessi litlu bú norður í Árneshreppi frá þremur upp í tíu af hundraði. Það er ansi . mikið. dagpeningum og hhðstæðum endur- greiðslum á ferða- og dvalarkostnaði vegna launagreiðanda, enda sé fjár- hæðin innan þeirra marka sem leyf- ist til frádráttar samkvæmt reglum ríkisskattstjóra. Fjárhæðir dagpeninga frá 1. júní sL, sem draga má frá skatti, eru eftir- farandi: fyrir gistingu og fæði í einn HafnarQöröur: Brotist inn í pósthúsið Brotist var inn’*í pósthúsið í Hafnaríirði í fyrrinótt. Að sögn ranhsóknarlögreglunnar var rót- aö mikið í póstinum sem þar lá. Var ekki ljóst hvað eða hvort eitt- hvað hafl veriö tekið eða hver hafi veriö að verkL -hlh sólarhring 4.665 krónur, gisting í 1 sólarhring 1.195, fæði í einn dag (minnst 10 klst. ferðalag) 2.750, fæði í hálfan dag (minnst 6 tíma ferðalag) 1.375 krónur. Ef vinnuveitandi greið- ir launþega á ferðalagi á hans vegum dagpeninga sem ekki fara fram úr þessum fjárhæðum, eftir því sem við á, eru þeir ekki skattlagðir. Það sem Regina Thorarensen, DV, Ströndunx Talsverð vinna hefrn- verið hjá Kaupfélagi Strandamanna í sumar eins og undanfarin sumur, unnið meðal annars við bryggjuna á Norð- urfirði. Það hefur verið uppbygging síðustu árin hjá Guðsteini Gíslasyni kaupfélagsstjóra sem sá loks að Ár- neshreppsbúar lifa ekki eingöngu af rollubúskap. Hann hefur látið byggja móttöku- hús fyrir fisk, íbúðarhús fyrir verka- er umfram er skattlagt. Launþegi, sem fer á vegum vinnu- veitanda síns sem hans launþegi og í hans þágu en ber sjálfur kostnaðinn af því ferðalagi, getur fengið þá fjár- hæð endurgreidda sem dagpeninga, skattfijálst, svo fremi sem kostnaður fer ekki fram úr áðurgreindum fjár- hæðum. -akm fólk, sem vinnur hjá kaupfélaginu, en áður var það siður að það væri í fæði hjá kaupfélagsstjórafrúnni. Þá var nú bara um slátrun að ræða á haustin. í sumar er verið að byggja vatnsþró vegna vatnsöflunar hjá kaupfélag- inu, sem rekur sláturhús og fiskimót- taka en fékk ekki sláturhúsleyfi nema byggja áðurgreinda þró. Hún kostaði margar milljónir, að því er mér er sagt. Hótel KEA: Aukning alla mánuði ársins Gyifi Knstjánason, DV, Akureyii: „Þaö hefur orðið aukning á gist- ingum hér alla mánuði ársins, og að sjálfsögðu getum við ekki kvart- að þegar þannig árar,“ segir Gunn- ar Karlsson, hötelstjóri á Hótel KEA á Akureyri. í byrjun júní voru tekin í notkun 22 tveggja manna herbergi á Hótel KEA og voru herbergin á hótelinu þá orðin 72 talsins með rúm fyrir 135 gesti. „Þetta er endanlegt, þaö er ekki hægt að stækka hótehð meira," sagði Gunnar Karlsson hótelstjóri. Hann sagði að sumarið hefði ver- ið mjög gott. Fullbókað var allan júnímánuð og fyrri hluta júlí. ,,Þá kom lægð í þetta hjá okkur, við fengum talsvert af afbókunum seint, tíðarfarið var erfitt og ekki nógu mikil lausaumferð til að fylla upp það sem hafði dottiö út. Ágúst- mánuður er hins vegar mjög góöur það sem af er og iítur vel út með framhaldið. Þá er september einnig vel bókaður, og m.a. erum við þá með sex ráðstefhur hér á hótelinu og stóra hópa í gistingu í tengslum viö þær,“ sagði Gunnar Karisson. Næg atvinna á Norðuifirði í dag mælir Dagfari Breiðfylkingin Það dúkkaði allt í einu upp í frétt- um um daginn að sjálfstæðiskonur vildu bjóða fram DD-lista. Þetta var ein af fréttunum frá kvennaráð- stefnunni í Osló en þar munu nokkrar flokksbundnar sjálfstæð- iskonur hafa verið staddar. Þær hafa greinilega þurft að fara út fyr- ir landsteinana til aö uppgötva þennan vilja sinn, eða þá að þær hafa ekki þorað að segja frá honum hér heima. Enda kom það á daginn að flokksforystan brást hin versta við og hefði sennilega tekið í lurg- inn á sjálfstæðiskonunum ef ekki hefði verið vík milli vina. Nú segir maður bára aö vonandi fari konur og reyndar flokks- bundnir karlar allra flokka sem oftast til útlanda til að safna hug- rekki til að bjóða flokkunum sínum byrginn, og spuming er hvort sjálf- stæðiskvennafélögin eigi ekki að opna flokkskrifstofur ytra til að senda frá sér upplýsingar um fram- boð og losna þannig við þá kúgun sem kemur í veg fyrir sjálfstæð framboð á þeirra vegum hér heima. Formaður Sjálfstæðisflokksins setti ofan í við konurnar þegar þessi fregn var borin undir hann um DD- hstann og hann gerði meira. Hann skammaði konumar fyrir að sitja fundi með hægri kon- um á Norðurlöndum og lýsti yfir því, að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki hægri flokkur heldur borgara- leg breiðfylking allra þeirra sem ekki væm til vinstri. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur stundum verið að halda þessu fram áður, aö hann væri ekki til hægri, þótt honum hafi gengið erfiölega að útskýra það nánar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki vinstri flokkur og ekki miðju- flokkur og heldur ekki hægri flokk- ur þá vefst það fyrir mörgum að átta sig á hvaðan þessi flokkur kemur og hvert hann er aö fara. Konurnar í Sjálfstæðisflokknum em hins vegar meö það á hreinu aö þær em til hægri og þess vegna sitja þær prívatfundi með stall- systrum sínum á Norðurlöndum sem ekki fara í felur með það að vera til hægri í pólitíkinni. Kannske er það ástæðan fyrir því, að sjálfstæðiskonur vilja bjóða fram sérstakan DD-lista til að und- irstrika að fylla þurfi tómarúmið til hægri á íslandi úr því að Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að af- sala sér því hlutverki. Þaö getur jafnvel faijð svo, að enginn vilji lengur kannast við að vera í Sjálf- stæðisflokknum og enginn fáist til að bjóða fram D-hsta vegna þess að enginn veit lengur hvar í htróf- inu sá flokkur stendur. í síöustu kosningum tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn þriðja hverju atkvæði sínu og er ekki nema von þegar flokkur bíöur sig fram án þess að skilgreina sig öðm vísi en einhvers konar breiðfylkingu sem hvorki er til hægri né vinstri. Hitt er annað mál að ef Sjálfstæð- isflokkurinn er sú breiðfylking sem formaðurinn talar um þá sýnist það skynsamlegt að haga sér sam- kvæmt því og bjóöa fram í breið- fylkingu. Ekki aðeins méð D-lista og DD-hsta heldur DDD- og DDDD- listum. Þetta getur hka verið hag- kvæmt ef kjósendur eru orðnir frá- bitnir D-hstanum eins og fram kom í síðustu kosningum. Þá geta þeir fært sig yfir á DD-istann eða alla hina D-istana og þannig getur formaðurinn sannað breiðfylking- arkenningu sína og leyft sjálfstæð- iskonum að borða með hægri kon- um án þess að það komi að sök. Með þessu fyrirkomulagi geta hægri menn í Sjálfstæðisflokknum boðið fram sér, konur boðið fram sér, óánægðir boðið fram sér og formaðurinn boðið fram sér. Og enginn spyr um bægri eða vinstri því breiðfylkingin spannar þetta allt saman og kannske endar D- hstaflóðið með því að hægt er að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður í núverandi mynd. Þá mundi hann samanstanda af klofingsframboð- um hópa og einstaklinga innan gamla flokksins og flokkurinn sjálfur þyrfti ekki lengur að bjóða fram. Það er út af fyrir sig ágætt því vinsældir hans hafa dalað og formaöurinn veit ekki lengur hvort flokkurinn er til hægri eða vinstri. Þá yröi þetta einhvers konar breið- fylking í tómarúmi og póhtíkin eft- ir því. Þá væri líka öruggt að eng- inn vissi hver þessi flokkur er eða hvert hann er að fara, eins og góð- um stjórnmálaflokki sæmir. Hvers vegna eiga líka flokkar að hafa stefnu sem gerir ekkert nema skapa óánægju hjá þeim sem fylgja stefnunni? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.