Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Síða 8
8;
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
Viðskipti
Um 40 gjaldþrot á mánuði
í hverjum mánuöi eru um 40 til 50
fyrirtæki og einstaklingar úrskurö-
aðir gjaldþrota hjá skiptarétti borg-
arfógetans í Reykjavík. Þaö eru ekki
til 'samanteknar tölur um gjaldþrota-
úrskurði en Gréta Baldursdóttir,
settur borgarfógeti, sagöi aö embætt-
ið hefði mánaðarlega til meóferðar
150-200 beiðnir um gjaluþrotaskipti
og af þeim færu um það bil 40 til
úrskurðar. Aðeins í undantekninga-
tilfellum er kröfum um gjaldþrot
hafnað með úrskuði.
Kröfur um gjaldþrot eru settar
fram þegar lánadrottnar hafa árang-
urslaust reynt að fá greiddar sínar
skuldir. Miklu sjaldnar kemur það
fyrir að skuldarar biðji um gjald-
þrotaskipti þótt ljóst sé að eignir
hrökkva ekki fyrir skuldum.
Á undanförnum árum hefur fjöldi
gjaldþrota margfaldast. í töflunni hér'
til hhðar sést aö fjöldi gjaldþrota,
hlutafélaga hefur rúmlega þrefaldast
á tíu ára tímabili.
Að sögn Grétu er meirihluti gjald-
þrotabúa eignalaus þannig að lána-
drottnar fá ekki krónu upp í kröfur
sínar. í lögum um gjaldþrot er kveðið
á um að bókhaldsskyld fyrirtæki
skuli biðja um gjaldþrotaskipti þegar
ljóst er að þau geta ekki greitt skuld-
ir sínar. Það virðist því misbrestur á
að lögin séu virt.
Vilhjálmur Árnason, prófessor í
viðskiptadeild Háskólans, segir það
gerast allt of oft að lánadrottnar
hleypi skuldurum of langt, þannig
að skuldir verða langt umfram eign-
ir.
Gjaldþrotalögin í sinni núverandi
mynd eru 10 ára gömul. Ein megin-
ástæðan fyrir því að þeim var breytt
er sú að óánægja var með það hve
litið fékkst úr gjaldþrotabúum upp í
skuldir. Þrátt fyrir lagabreytinguna
hefur ástandið ekki lagast. Bú fyrir-,
tækja og einstakhnga fara oft ekki
til gjaldþrotaskipta fyrr en í rauðan
dauðann og þegar allar bjargir «eru
bannaðar.
Það er marklaust lagaákvæðið um
að fyrirtækjum sé skylt að biðjast
gjaldþrotaskipta þegar séð er fram á
að ekki takist að greiða skuldir. Eins
og gefur að skilja eru þess yfirvöld
þess ekki umkomin að ganga úr
skugga um skuldastöðu fyrirtækis
og engin refsing hggur við broti á
þessu ákvæði.
Þegar lánadrottnar krefjast gjald-
þrota verða þeir að leggja fram trygg-
ingu upp á 6000 krónur, sem gengur
upp í kostnað fógetaembættisins við
að ganga frá gjaldþrotaskiptum. Ef
gjaldþrotabúið er eignalaust, eins og
meirihluti þeirra er, tapar lánadrott-
in 6000 krónunum að hluta eöa öllu.
Finnist hins vegar eignir í búinu eru
þær látnar standa straum af kostnaði
Gjaldþrotum fjölgar jafnt og þétt og sér ekki fyrir endann á þróuninni. Töl- við skiptingu.
urnar eru fengnar frá Stefáni Aðalsteinssyni, en hann vinnur að lokaritgerð
í viðskiptadeild Háskóla íslands. pv
Gjaldþrot hlutafélaga
200i Fjöidi 1977-87
100
Ár
77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87
Penmgamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 25-26
Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 24-28 Sp.Ab,- Sb
6 mán. uppsögn 26-30 Sp.Ab,- Sb.Vb
12 mán. uppsögn 26-33 Úb.Ab
18mán. uppsogn 39 Ib
Tékkareikningar, alm. 9-15 Ib.S- b,Ab
Sértékkareiknmgar 10-28 Vb.Ab
Innlán verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsogn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Úb.Bb,- Ib.V- b.S- b.Ab
Sterlingspund 9-9,75 Lb.Ab
•Vestur-þýsk mörk 3.75-4,25 Vb.Sb,- Ab.Úb
Danskarkrónur 7,25-8,50 Vb.Ab,
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv) 38,5-39 Sp
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 41 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(-.'firdr) 41-42 lb,
Bb.Sp
Utlan verötryggö
. Skuldabréf 9,25-9,50 Ib.Vb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 36-41 Úb
SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb
Bandarikjadalir 9,75-10,50 Úb.Sp
Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp.
Vestur-þýsk mork 5,25-7,25 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán .5-9
Dráttarvextir 56,4 4,7 á mán.
MEÐALVEXTIR
överötr júlí 88 38,2
Verótr. júlí 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala ágúst 2217 stig
Byggingavísitala ágúst 396stig
Byggingavísitala ágúst 123,9 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% 1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1,7401
Einingabréf 1 3,191
Einingabréf 2 1,833
Einingabréf 3 2,037
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,488
Kjarabréf 3,188
Lifeyrisbréf 1.604
Markbréf- 1,670
Sjóðsbréf 1 1,551
Sjóðsbréf 2 1,369
Tekjubréf 1,529
Rekstrarbréf 1,2625
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
Iðnaóarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf 123 Tcr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaöar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
Góðærið gjaldþrota
Á næstunni verður grisjun í ís-
lensku atvinnulífi. Fyrirtæki, sem
blómstruðu í góðærinu undanfarin
misseri, standa mörg hver höllum
fæti. Málsmetandi menn hafa lýst
því yfir í fjölmiðlum að í nánustu
framtíð verða gjaldþrot tíð og
rekstur margra fyrirtækja stöðvist.
íslendingar hafa það orð á sér að
vera neysluglaðir og sýna htla fyr-
irhyggju þegar peningar eru ann-
• ars vegar. Þegar efnahagur fólks
batnar sjást þess strax merki í við-
skiptum og verslun, en síður í
bankainnistæðum.
Rugluð verðbólguár
Óráðsíuna má að hluta rekja th
þess að í hálfan annan áratug bjó
þjóðin við efnahagskerfi sem bók-
staflega brenndi upp sparifé fólks
í bönkum. Vextir voru lægri en
verðbólgan og geymt fé var tapað
fé. Á sama tíma fékk atvinnurekst-
ur lán sem aldrei voru borguð
nema að hluta vegna þess að þau
voru ekki verðtryggð. Slík lán eru
eitt form ríkisstyrkja.
Með blessun stjómvalda og mihi-
göngu banka og sparisjóða voru
spariíjáreigendur látnir borga fyr-
irtækjum styrki. í atvinnulífinu
vöndust menn á niðurgreidd lán
og þegar verðtryggingar fjárskuld-
bindinga komust smátt og smátt á
reyndust margir ekki í stakk búnir
til að greiða fyrir það sem áður
fékkst ókeypis.
Góðærið bjargar
Það er ekki fyrr en síðustu tvö til
þrjú ár sem áhrifa verðtryggingár
á inn- og útlán banka fer að gæta.
Á sama tíma fékkst hátt verö fyrir
íslenskar fiskafurðir og skráningu
Fréttaljós
Páll Vilhjálmsson
gengis krónunnar var hagað þann-
ig að útlenskur neysluvarningur
var tiltölulega ódýr. Fólk vildi
kaupa fyrir aurana sína og þeir
voru margir sem tilbúnir voru til
að selja hvers kyns vöru og þjón-
ustu.
Fyrirtækjum fjölgaði og þau sem
fyrir voru juku umsetninguna.
Fiskvinnslan varð núna að borga
raunvexti fyrir lánin en hátt fisk-
verð brúaði bilið á mihi styrkja-
kerfisins og raunvaxta.
Flotið að feigðarósi
Góðærið stóð hins vegar ekki
lengi og í vetur bámst fregnir um
lægra afurðaverð á helstu mörkuð-
um íslensks fisks. Gengi krónunn-
ar var fellt í tvígang í vetur og vor
og mátti flestum vera ljóst hvert
stefndi. Sinnaskiptin tóku samt of
langan tíma og tækifærið rann úr
greipum landsmanna til að mæta
versnandi efnahag meö áhrifarík-
um aðgerðum.
Þetta er álit manna eins og Guð-
mundar Magnússonar, prófessors
í viðskiptadeild Háskólans, og þess-
um skoðunum má finna stoð í
reynslu síðustu mánaða.
Landsmenn urðu áþreifanlega
varir við umskiptin þegar bifreiða-
umboð auglýstu útsölur í vor og
sumar. Hingað th hafa útsölur á.
nýjum bílum ekki tíðkast. í kjölfar-
iö fylgdu útsölur á ódýrari neyslu-
varningi. Þrátt fyrir tilboð um
kjarakaup lét almenningur sér fátt
um finnast og freistaðist ekki.
Vandkvæðin sögðu th sín og jafn-
vel gróinn atvinnurekstur hélt ekki
velli. Skemmst er að minnast ör-
laga Veltis hf., en það fyrirtæki var
selt þegar gjaldþrot var á næsta
leiti.
Fiskvinnslan í þrot
Öllu alvárlegri er sú staða sem
er komin upp í fiskvinnslunni. Úr
þeirri starfsgrein berast fréttir um
fjöldauppsagnir og gjaldþrot. For-
svarsmenn frystihúsa lýsa því yfir
í fjölmiðlum að fyrirtæki þeirra séu
á síðasta snúningi og að grípa verði
til örþrifaráða ef takast á að halda
starfseminni áfram.
Sá frestur sem góðærið gaf fisk-
vinnslunni til að aðlaga sig verð-
tryggingu lánsfjár er nú útrunn-
inn. Fiskverð fellur og er núna
nálægt því sem eölilegt getur tahst.
Viöbrögð forsvarsmanna fisk-
vinnslunnar eru þau að krefjast
þéss að gengið verði fellt og verð-
bólgan látin éta af launum verka-
fólks. Samt sem áður eru svo að
segja allir sammála því að gengis-
felling og verðbólga eru engin
framtíöarlausn á vanda fiskvinnsl-
unnar.
Frystihúsamenn segja helsta
vanda sinn þann að vextir á lánum
séu of háir. Raunextir af afurðalán-
um til fiskvinnslunnar eru núna
um 9 prósent. Það hefur komið
fram að fiskvinnslan treysti sér til
að búa við 2-4 prósent raunvexti.
Það hefur hins vegar ekki komið
fram hvernig á að takast að færa
raunvexti niður í þessar tölur.
Málið er í nefnd hjá ríkisstjóminni.
, ’ tlffn
Gamanið er farið að kárna i fiskvinnslunni eftir góðærið undanfarin misseri.
Verðbréfaþing
íslands
- kauptilboð vikunnar
FSS= Fjárfestingarsjóður Slátur-
félags Suðurlands, GL= Glitnír,
IB = Iðnaðarbankinn, Lind = Fjár-
mögnunarfyrirtækið Lind, SIS =
Samband íslenskra samvinnufé-
laga, SP = Spariskírteini ríkissjóðs
Einkenni
FSS1985/1
GL1986/1
GL1986/291
GL1986/292
IB1985/3
IB1986/1
LB1986/1
LB1987/1
LB1987/3
LB1987/5
LB1987/6
LB:SIS85/2A
LB:SIS85/2B
LIND1986/1
LYSING1987/1
SIS1985/1
SIS1987/1
SP1974/1
SP1975/1
SP1975/2
SP1976/1
SP1976/2
SP1977/1
SP1977/2
SP1978/1
SP1978/2
SP1979/1
SP1979/2
SP1980/1
SP1980/2
SP1981/1
SP1981/2
SP1982/1
SP1982/2
SP1983/1
SP1983/2
SP1984/1
SP1984/2
SP1984/3
SP1984/SDR
SP1985/1A
SP1985/1SDR
SP1985/2A
SP1985/2SDR
SP1986/1A3AR
SP1986/1A4AR
SP1986/1A6AR
SP1986/1D
SP1986/2A4AR
SP1986/2A6AR
SP1987/1A2AR
SP1987/2A6AR
SP1987/2D2AR
SP1988/1D2AR
Hæsta kaupverð
Kr. Vextir
139,03 11,9
162,59 11,4
112,61 10,4
101,82 10,5
175,67 10,0
149,31 9,8
114,55 10,2
111,69 10,0
104,33 10,2
99,81 10,0
120,22 10,6
179,65 10,1
159,74 10,4
133,19 10,7
107,62 11,2
236,67 10,9
149,44 10,8
17182,78 9,0
12012,41 9,0
8967,23 '9,0
8290,84 9,0
6586,52 9.0
5878,39 9,0
5081,31 9,0
3985,66 9,0
3246,18 9,0
2695,08 9,0
2108,37 9,0
1824,92 9,0
1460,78 9,0
1208,51 9,0
921,65 9,0
836,38 9,0
639,45 9,0
485,94 9,0
325,77 9,0
321,70 9,0
325,05 9,0
313,80 9,0
290,55 9,0
278,29 9,0
206,23 9.0
217,33 9,0
181,59 9,0
191,82 9,0
199,09 9,0
202,78 9,0
163,05 9,0
171,69 9,0
171,71 9.0
154,79 9.0
124,81 9,0
136,92 9,0
122,16 9,0
Taflan sýnir verð pr. 100 kr. nafn-
verðs og hagstæðustu raunávöxt-
un kaupenda i%á ári miðað við
viðskipti 8.8. '88. Ekki er tekið
tillittil þóknunar.
Viðskipti á Verðbréfaþingi fara
fram hjá eftirtöldum þingaðilum:
Fjárfestingarfélagi Islands hf.
Kaupþingi hf., Landsbanka Is-
lands, Samvinnubanka Islands
hf„ Sparisjóði Hafnarfjarðar, Út-
vegsbanka Islands hf„ Verðbréfa-
markaði Iðnaðarbankans hf. og
Verslunarbanka Isiands hf.