Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sfjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Vesturför Þorsteins
í dag hittast þeir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu. ís-
lenska forsætisráðherranum hafði borist boð um þessa
heimsókn í vor en þurfti þá að afþakka heimboðið vegna
óvæntra og erfiðra efnahagsráðstafana.
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum stjórn-
málamönnum er boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Was-
hington. Sumir hafa haft þessa Bandaríkjaferð Þorsteins
Pálssonar í flimtingum og nú síðast hafa framsóknar-
menn sent forsætisráðherra tóninnn fyrir að vera fjar-
staddur þegar umfangsmiklar efnahagsaðgerðir eru í
deiglunni. Það vantar verkstjórann, segir Steingrímur.
Þetta eru óviðeignadi glósur og ekki sæmandi, enda
hefur Steingrímur verið manna iðnðastur við utanferð-
ir í sinni ráðherratíð og Halldór Ásgrímsson er einmitt
staddur í opinberri heimsókn í Noregi á sama tíma og
framsóknarmenn nöldra út af fjarvistum Þorsteins. Var
það ekki Steingrímur Hermannsson sem lagði til að
sett yrði ferðabann á Pál Pétursson, formann þingflokks
Framsóknar? Þeir eiga ekki að kasta steinum sem búa
í glerhúsum.
íslendingar eiga að meta það þegar stórveldi á borð
við Bandaríkin sjá ástæðu til að bjóða íslenskum forsæt-
isráðherra í opinbera heimsókn. Þorsteinn Pálsson er
fulltrúi þjóðarinnar og með því að sýna honum virðingu
er Bandaríkjaforseti að sýna íslendingum öUum virð-
ingu. Það er heldur enginn vafi á því að slíkar heimsókn-
ir gera sitt gagn þótt stuttar séu. Menn skiptast á skoð-
unum, kynnast persónulega og eru viljugri til að leysa
vandamál sem upp kunna að koma þjóðanna í milli.
Þrátt fyrir traust vináttubönd og sterk tengsl milli
íslands og Bandaríkjanna hefur sú kennd verið áber-
andi hér á landi að Bandaríkjamenn líti niður á okkur
og taki lítið tillit til hagsmuna okkar. -Einkum hefur
þessa gætt í sambandi við hvalamálið og fragtflutning-
ana fyrir varnarliðið. Einnig hefur langvarandi tor-
tryggni ríkt hér á landi vegna dvalar varnarhðsins og
samstarfsins í Atlantshafsbandalaginu.
Um þessar mundir er mjög að rofa til í kalda stríðinu
miUi austurs og vesturs og miklar hræringar í afvopn-
unarmálum. Þessi ánægjulega þróun mun auðvitað hafa
áhrif hér á landi og á varnarsamstarfið og tilhögun þess
og þess er að vænta að Bandaríkjaforseti og Þorsteinn
Pálsson skiptist á skoðunum þar að lútandi. Forsætis-
ráðherra mun einnig hitta varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna og orð eru tU alls fyrst. Hver veit nema að því
komi fyrr heldur en síðar að íslendingar geti búið einir
í sínu eigin landi, án þess að þurfa að styðjast við erlend-
an her. Báðar þjóðir hafa hagsmuni af því að öflugar
varnir verði á og umhverfis ísland en það er yrði báðum
tU gagns ef ekki þyrfti að standa styr um fyrirkomulag
varnanna.
íslendingar eru evrópsk þjóð en lega landsins í At-
lantshafinu færir okkur nær Bandaríkjunum en margar
aðrar Evrópuþjóðir. Við vUjum hafa gott samstarf við
Bandaríkjámenn, útverði frelsis og lýðræðis. Bandarík-
in eru stórveldi sem í eðh sínu eiga erfitt með að setja
sig í spor smáþjóða. Þess vegna er það af hinu góða
þegar íslenskir stjórnmálamenn sækja stjórnvöld þar í
landi heim. Þannig eykst skUningur og velvUd, þannig
má styrkja þau bönd sem eru og verða vonandi áfram
miUi íslands og Bandaríkjanna.
EUert B. Schram
„Samfara taprekstri undirstöðuatvinnugreinanna jókst eyðsla einstaklinga og ríkisins með tilheyrandi ríkis-
sjóðshalla m.a. vegna launahækkana og umframeyðslu,“ segir greinarhöfundur.
Borgaraflokkurinn
ogvextirnir
A undanlomum mánuðum hefur
ágreiningsefni ríkisstjórnarflokk-
anna verið hvernig taka á á hinni
gífurlegu hækkun vaxta sem verið
hefur aö undaníomu og hvaða leið-
ir væru færar úr þeim ógöngum
sem fjármagnsmarkaðurinn er
kominn í. Allir gera sér grein fyrir
því að ekkert heimih eða fyrirtæki
getur borið til langs tíma raunvexti
af lánum sem em í bankakerfinu
enda sést það vel að hvert fyrirtæk-
ið og hvert heimilið á fætur öðru
er að missa tök á fjármálum sínum
og gjaldþrot blasir við. Talað hefur
verið um það að hundrað fyrirtæki
veröi gjaldþrota á þessu ári og enn-
þá fleiri á næstu árum að óbreyttri
stefnu. Reynist sú spá rétt liggur
ljóst fyrir að sama komi til með að
eiga sér staö á heimilunum því
rauntekjur þeirra koma til með að
rýma á þessu og næsta ári. Erum
við þingmenn Borgaraflokksins
uggandi vegna þessarar þróunar.
Sé tekið mið af spádómum sér-
fræðinga ríkisstjómarinnar átti
vaxtafrelsið að leiða til lækkunar
raunvaxta. Það sem hins vegar
hefur gerst er aö raunvextir hafa
hækkað, nú síðast hjá Iðnaðar-
bankanum og Verslunarbankan-
um, úr 9,5% í 10,75% til að mæta
þeirri miklu eftirspurn sem enn er
til staðar í þjóðfélaginu. Vextir á
hinum frjálsa verðbréfamarkaði
hafa hækkað frekar en lækkaö.
Jafnvægi á peningamarkaði
Forsenda þess að vextir geti
lækkað er að dregiö sé úr eftir-
spum í hagkerfinu og sparnaður
sé aukinn þannig að jafnvægi geti
myndast milli framboðs á pening-
um og eftirspumar. Þá fyrst, þegar
framboðiö er meira en eftirspurn-
in, má búast við vaxtalækkun. Það
horfir hins vegar þannig viö nú að
þetta jafnvægi er ekki fyrir hendi
og mikið vantar á að svo sé. Það
takmarkaða fjármagn, sem fyrir
hendi er á peningamarkaðinum, er
bitbein margra; heimilanna, fyrir-
tækjanna og ríkisins, og hver kepp-
ir viö annan með yfirboðum á vöxt-
um og því kemur markaðurinn
ekki til með að jafna sig fyrr en
dregið hefur verið úr eftirspurn
þessara aðila. Eins og sakir standa
virðast alhr þessir aðhar vera
hungraðir í lánsfé og skeyta engu
hverjir vextirnir eru, Hækkun á
vöxtum ein sér dregur ekki nema
að htlu leyti úr þessari eftirspurn-
arþenslu. Skýringin er röng stefna
í öðrum þáttum efnahagsstjórnun-
ar sem kahað hefur á aukna eftir-
spum eftir lánsfjármagni.
Á meðan tekjumar voru settar
fastar með fastgengisstefnunni
hækkaöi tilkostnaður fyrirtækja
því viðnám var htiö gegn innan-
landshækkunum og veröbólgu.
Leiddi þetta af sér taprekstur hjá
útflutnings- og samkeppnisaðilum
sem brúa urðu tapið með lántök-
um. Samfara taprekstri undir-
stöðuatvinnugreinanna jókst
Kjallarirm
Guðmundur Ágústsson
alþingismaður
eyðsla einstaklinga og ríkisins með
tilheyrandi ríkissjóðshalla, m.a.
vegna launahækkana og umfra-
meyðslu. Kallaði eyðslan á erlend-
ar lántökur því þjóðartekjur dugöu
ekki fyrir eyðslunni og þenslan
varð gífurleg. Innlendi
lánamarkaðurinn minnkaði og stór
hluti hans fór til fjármögnunar
nýja húsnæðiskeríisins sem
sprakk.
Aðgerðir núverandi ríkis-
stjórnar
Með aðgerðum núverandi ríkis-
stjórnar, þ.e. stórauknum skattaá-
lögum til að minnka ríkissjóðs-
hallann, átti að draga úr eftirspurn
í hagkerfinu. Á sama tíma var
stefnt að minni erlendum lántök-
um til að koma í veg fyrir fjárfest-
ingar og kaup fólks og fyrirtækja á
vörum og þjónustu og til að draga
úr viðskiptahaha. Höfðu aðgerðir
þessar frekar í fór með sér að vext-
ir héldust háir en aö þeir lækkuðu
eins og að var stefnt. Má þar um
kenna öörum aðgerðum sem ríkis-
stjórnin greip th og ástandinu í
þjóðfélaginu. Fyrirtækin í undir-
stöðuatvinnugreinunum voru hla
keyrð eftir viðvarandi taprekstur
og í öðrum greinum voru ofijárfest-
ingar. Þá bættist það við að heimh-
in voru ekki viðbúin þessum um-
skiptum né heldur fyrirtæki sem
mörg hver höfðu sett sig 1 skuld-
bindingar vegna góðæris undan-
genginna ára. Nú keppa þessir aöh-
ar á markaðinum um það takmark-
aða fjármagn sem th er. Á meðan
eftirspumin er svo mikil er ekki
von á að vextir lækki heldur hækki
eins og raunin hefur orðiö og nýleg
dæmi sanna.
A að lögbinda vexti eða láta
markaðinn ráða ferðinni?
Th þess að vextir geti lækkað er
tvennt th; annars vegar að aðstæð-
ur séu þannig í þjóðfélaginu að eft-
irspum minnki og spamaður auk-
ist og hins vegar kveða vexti niður
með lagaboði. Fyrri kosturinn er
æskilegri því lögbinding vaxta er
ekki lausn á vandamálinu heldur
kæfing og myndi annaðhvort beina
spamaðinum frá bankastofnunun-
um yfir th fjárfestingarfélagarina
eða draga úr spamaði og ýta undir
eyöslu og auka ásókn í lánsfé. Sama
myndi gerast og gerðist hjá hús-
næðismálastofnun þegar peningar
vom þar settir á útsölu með þaki á
vöxtum, ásóknin í þau lán var
miklu meiri en stofnunin gat sinnt.
Fyrri kosturinn, þ.e. að draga úr
eftirspurn, er því vænlegri til ár-
angurs í baráttunni th lækkunar
vaxta. Til þess að sú leið sé hins
vegar fær þarf að skapa þannig
skhyrði að raunhæft sé aö ætla að
markaðurinn geti jafnað sig. Draga
verður úr verðbólgu, skrá gengið
rétt með tilliti th útflutningsat-
vinnugreinanna, minnka við-
skiptahalla, reka ríkissjóð með
hagnaði, draga úr erlendum lán-
tökum ríkis og einkaaðila og stöðva
seölaprentun umfram verðmæta-
sköpun. Ef ekki er unnið að öllum
þáttum samtímis er vonlítið að tak-
ist að draga úr því meini sem háir
vextir eru. Líta verður á efnahags-
lífið sem eina hehd en ekki hta á
einn afmarkaöan þátt þess eins og
því miður er allt of oft gert. Efna-
hagslífið er samsph margra og
ólíkra þátta og sé einn þeirra heftur
eða takmarkaður og aðrir- þættir
gefnir frjálsir myndast ójafnvægi
og heildarmyndin skekkist. Gæta
verður því þess að lækkun vaxta
komi ekki út á öðru sviði, t.d. með
aukinni verðbólgu éða atvinnu-
leysi.
Borgaraflokkurinn til þjón-
ustu reiðubúinn
Borgaraflokkurinn hefur gagn-
rýnt á málefnalegan hátt vaxta-
stefnu ríkisstjórnarinnar og lýst
því yfir að róttækra aðgerða sé
þörf th lausnar aðkallandi vanda.
Er hann því tilbúinn th að vinna
með stjórnarflokkunum að mark-
vissum aögeröum í efnahagsmál-
um til að koma í veg fyrir gjaldþrot
fyrirtækja og einstakhnga sem
skipa undirstöður þjóðfélagsins.
Guðmundur Ágústsson
„Forsenda þess að vextir geti lækkað
er að dregið sé úr eftirspurn í hag-
kerfinu og sparnaður sé aukinn þannig
að jafnvægi geti myndast milli fram-
boðs á peningum og eftirspurnar.“