Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
15
Verða sjátfir
þjóðarböl
„Verði rikisbankarnir gerðir að hlutafélagsbönkum, lánasjóðir atvinnu-
veganna sameinaðir, fólksflóttinn til höfuðborgársvæðisins látinn halda
áfram og aðstöðumunur vegna búsetu ekki minnkaður, þá hefur einstakl-
ingsfrelsið brugðið sér i líki frjálshyggjunnar... “ segir i greininni.
Davíð Stéfánsson, skáld frá
Fagraskógi, segir í kvæði sínu,
Blysíbr, eftirfarandi:
Þeir sem gefa þjóðum lög
þurfa mikið veganesti.
Verða aö skynja dulin drög
drauma fólksins, hjartaslög,
bænir þess og bresti.
Þeim er skylt að eygja í anda
inn í framtíð sinna landa
miða þá sín miklu tök
'við manndóm sinn og æðstu
rök.
Löggjafar sem lítið skilja
lúta aldrei fólksins vilja,
koma öllu á vonarvöl,
verða sjálfir þjóðarböl.
Þessar ljóðbnur Davíðs hafa aldr-
ei átt eins vel við og nú. Þær lýsa
á undraverðan hátt ástandinu í
okkar þjóðfélagi eins og það er í
dag. Það er engu líkara en að þær
hafi verið settar saman nú í síðari
hluta júlímánaðar 1988, þar sem
skáldið hafi haft þjóöfélags-
mynstrið fyrir augum sér og það
stjómleysi sem hér hefur veriö í
rúmt. ár, þar sem ráðherramir em
aðeins sammála um eitt, að vera
ósammála.
Nú er svo komið að margir
stjórnarþingmenn halda uppi
hörðum áróðri gegn sinni eigin rík-
isstjóm þótt þeir hafi stutt hvert
málið af öðm í þinginu, sem að
sjálfsögðu hefur leitt af sér þaö
ástand sem nú ríkir í landinu. Era
því þessir stjórnarþingmenn, með
einni undantekningu, ábyrgir fyrir
því hvemig komiö er.
Það broslega viö allan þann
skrípaleik, sem landsmenn eru nú
vitni að, er að t.d. formaður Fram-
sóknarflokksins leikur það hlut-
KjaUaiinn
Stefán Valgeirsson
alþingismaður
verk að vera einn harðasti þing-
maðurinn í að deila á ríkisstjórn-
ina. Og erfitt mun að finna sterkari
orð í íslensku máli til að lýsa gjörð-
um ríkisstjórnarinnar en hann við-
hefur. Hann t.d. líkir efnahags-
ástandinu nú við það þegar Róm
brann forðum. Þessi sami maður
er einn af ráöherrum ríkisstjórnar-
innar, formaður eins flokksins sem
myndaði ríkisstjórnina og ber því
enn meiri ábyrgð á gjörðum henn-
ar en hinn almenni þingmaður
stjómarliðsins. Ef hann vildi firra
sig ábyrgð af gjörðum ríkisstjóm-
arinnar er aðeins ein leið til fyrir
hann, þ.e. að leggja til við þingflokk
sinn að shta stjórnarsamstarfinu.
Ef sú tillaga hans nær ekki fram
að ganga í þingflokknum ætti svar
hans að vera að segja af sér sem
ráðherra. Með því einu móti getur
hann haldið reisn sinni.
Ef líkingamál hans hefur átt við,
er það var viðhaft, að efnahags-
ástandið sé því líkast að eldur fari
um eigur manna, þá er ástæða fyr-
ir slíkri samlíkingu tvöfalt meiri í
dag. En þó situr formaður Fram-
sóknarflokksins sem fastast í ráð-
herrastól sínum og ekkert fararsnið
sést á honum. Hann horfir á báhð
eins og Neró gérði forðum þegar
Róm brann. Hvort hann spÚar á
eitthvert hljóðfæri skal ósagt látið.
Það er á ahra vitorði að Stein-
grímur Hermannsson þingmaður
er 1 harðri stjómarandstöðu við
. ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar og
ráðuneyti hans. En hvemig það
kemur heim og saman við setu
formanns Framsóknarflokksins í
þessu ráðuneyti er svo annað mál.
Margir telja aö öllum stjórnar-
þingmönnum, sem em að reyna að
láta líta svo út að þeir séu komnir
í stjórnarandstöðu, þyki ekki fýsi-
legt að fara út í kosningar með það
veganesti að þeir beri ábyrgð á
gjörðum og aðgeröaleysi ríkis-
stjórnarinnar, t.d. í efnahagsmál-
um. Er þaö skiljanlegt.
En haida þessir góðu menn að
þeir verði teknir alvarlega þegar
þeir fara að spila sömu plötuna sem
þeir spiluöu fyrir síðustu kosning-
ar, hafandi í huga hvernig búið er
aö fara með einstaklinga og fyrir-
tæki, t.d. með vaxtaokri? Sýnir ekki
slíkt framferði það mikið virðingar-
leysi fyrir hinum almenna kjósanda
að hætt sé við að svona sjónhverf-
ingar hiafi öfug áhrif, aö blekkinga-
vefurinn sé það gegnsær?
Hvað formanni Framsóknar-
flokksins viökemur þá hitti hann
okkur að máh 10 að tölu úr Samtök-
um jafnréttis og félagshyggju í
Norðulandskjördæmi eystra fyrir
10 mánuðum. Þar afhentum við
honum og Páli Péturssyni úttekt
okkar á innihaldi stjórnarsáttmál-
ans. Þar gerðum við m.a. grein fyr-
ir hvers vegna við gætum ekki átt
samleið meö Framsóknarflokkn-
um og stutt ríkisstjóm Þorsteins
Pálssonar, en það var skilyrði af
hendi Framsóknarflokksins fyrir
minni inngöngu í þingflokkinn.-
Þessi úttekt var svar okkar sam-
taka við boði Framsóknarflokksins
til undirritaðs um að ganga í þing-
flokkinn.
Þar sögðum við fyrir hvernig fara
myndi ef eftir þessum stjómarsátt-
mála yrði farið. Þar sögðum \ið
m.a.:
„Þessi umfjöllun og athugasemd-
ir okkar við starfsáætlun ríkis-
stjórnar Þorsteins Pálssonar leiðir
að okkar mati í ljós að það einstakl-
ingsfrelsi, sem ríkisstjómin stefnir
að í grundvallarmarkmiðum sín-
um, sé í raun frelsi þeim til handa
sem sitja að fjármagni og völdum
og leiðir ekki til aukins jafnréttis,
heldur þvert á móti. Þessi skilning-
ur á einstaklingsfrelsi gengur þvert
á þá skilgreiningu Samtakanna að
raunverulegt frelsi einstakhngsins
fehst í því að geta tekið ábyrgð á
eigin lífi og samfélaginu. Okkur
sýnist aö þaö gangi eins og rauður
þráður í gegnum hvert atriði af
öðru í starfsáætluninni, að þeim
sem ráða fjámagninu sé ætlað að
deila og drottna í okkar þjóðfélagi
í næstu framtíð, ef eftir þessum
stjórnarsáttmála verður farið.
Verði ríkisbankarnir gerðir að
hlutafélagsbönkum, lánasjóðir at-
vinnuveganna sameinaðir, fólks-
flóttinn til höfuðborgarsvæðisins
látinn halda áfram og aðstöðumun-
ur vegna búséfú ekki minnkaður,
þá hefur einstaklingsfrelsið brugð-
ið sér í líki fijálshyggjunnar, ýtt
enn frekar undir misréttið og það
geta Samtök jafnréttis og félags-
hyggju ekki stutt.“
Við vitum nú og heyrum aö fleiri
myndu vilja Lilju kveðið hafa:
Löggjafar sem htið skilja,
lúta aldrei fólksins vilja,
koma öhu á vonarvöl,
verða sjálfir þjóðarböl.
Stefán Valgelrsson
„Nú er svo komið að margir stjórnar-
þingmenn halda uppi hörðum áróðri
gegn sinni eigin ríkisstjórn þó þeir hafi
stutt hvert málið af öðru 1 þinginu... “
Kópavogur - glópavegur
Gatnakerfi Kópavogs líkist
einna helst soönu spagettíi á diski.
Hvers vegna svo er veit ég hreint
ekki. í þessu unga bæjarfélagi hefði
í upphafi mátt nýta fengna þekk-
ingu íslendinga á skiplagi gatna en
það virðist hafa steingleymst, eins
og flest annað í þeim bæ.
Það er algert lágmark að Kópa-
vogsbúar rati um eigin götur, en
þegar þeir eru farnir að villast inn
í hvern ranghalann á fætur öðrum
er eitthvað meira en lítið að.
Hraðahindrun - lögreglan
Einn er sá hlutur sem ekki hefur
gleymst og það er að sáldra niður
hraðahindrunum hingað og þang-
að á ólíklegustu stöðum um bæinn.
Gott og vel, hossur til að hægja á
umferðinni en ekki til að eyðileggja
bílana. Þær eru allar svo meira og
minna vanskapaðar að þó fariö sé
yfir þær á löglegum hraða þá á
maöur á hættu að stórslasa sig og
bílinn. Ekki virðast þær heldur
hafa mikið að segja hér í Kópavog-
inum því lögreglan setur hvert
metið á fætur öðru í að sekta öku-
menn fyrir brot á hámarkshraða.
Vafalaust er þetta allt saman á
einni og sömu götunni því ekki eru
þær svo margar sem bjóöa upp á
hraðakstur, svo handónýtar sem
þær eru. Það er því tillaga mín að
settar verði hindranir á þá götu
sem hraðakstur er hvað mest
stundaður. Það myndi spara lög-
reglunni stórkostlega vinnu, svo
mikla að hægt væri að framkvæma
þá góðu tillögu að leggja lögreglu-
stöðina í Kópavogi niður og sam-
eina starfsemina Reykjavíkurlög-
reglunni því augljóst þykir að þeir
hafi lítið annað að dunda sér við
en radarmæla.
KiaJlariim
Sigurgeir Orri
Sigurgeirsson
nemi
Göturnar - árfarvegir
Að sjálfu gatnakerfisspagettíinu
slepptu eru göturnar innan þess
margar hverjar búnar sömu gæð-
um til aksturs bifreiða Qg árfarveg-
ir. Undirlagið minnir á vísuna um
heimska manninn sem byggði hús
sitt á sandi. Og olíumölin þar ofan
á er eins og sprungið þurrkasvæði
í Afríku og bætt oftar en brækur
flakkarans. Urðarbraut neðanverð
til dæmis, hún er ótrúleg, af fjöl-
mörgum.
Gangstéttir eru afar sjaldgæfur
hlutur í Kópavoginum. Ekkert er
lágkúrulegra en að aka í rótgrónu
hverfi með fallegum görðum þar
sem kantarnir eru ein drulla, svað
og illgresi. Svo þessir ljótu tré-
staurar sem slúta alls staðar yfir.
skakkir og snúnir. Aðspurð segir
rafveitan að ekki taki því að setja
nýja staura þegar göturnar eru
ófrágengnar.
Það er svo fyndið að í hvert skipti
sem ráðist er í að gera gangstétt
þá er hún oftast á aðeins hluta
götunnar og ævinlega öðrum meg-
in. Má þar nefna Þinghólsbraut og
Borgarholtsbraut ofanverða. Seint
fæ ég skilið hvers vegna í ósköpun-
um skrefið er ekki stigið til fulls.
Þessi stefnuleysissaUðsháttur virð-
ist ætla að loða við bæjarbraginn
um ókomin ár.
í DV fyrir stuttu var frétt um hið
afleita ástand gatna í Kópavogi og
skömmu síðar birtust mjög góð les-
endabréf urn sama efni.
Loksins þegar bæjaryfirvöld
sýndu einhvern smálit í jafnsjálf-
sögðum hlut og gatnagerö fóru íbú-
arnir að kýtast á um hvaða götur
væru mikilvægari en aðrar. For-
gangsröðin er svo erfið, segir Krist-
inn Ó. Magnússon, formaður
starfshóps um gatnamál. Þetta sýn-
ir bara hversu gjörsamlega skipu-
lag framkvæmda í okkar ástkæra
bæ er fokið út í veður og vind.
Ástæðan fyrir þvi að allt var látið
sitja á hakanum í fjölda ára. segir
Kristinn. er sú að bærinn byggöist
svo hratt á'sinum tíma að ekki var
króna eftir til gatnagerðar.
Manni verður ósjálfrátt litið upp
í Grafarvog. Enginn getur neitað
því að bvggðin þar sþrettur upp
hraðar en auga á festir. Þó eru
nánast allar götur þegar malbikað-
ar. jafnvel áður en húsin eru byggð.
Það sést ekki hér. Væntanlega
þurfa íbúar nýju hverfanna í Kópa-
vogi að bíða í mörg ár eftir fullfrá-
gengnum götum. nema hinn frægi
þrýstingur komi til.
Kristinn sá sami sagði einnig að
tekjur á hvern Kópavogsbúa væru
mun lægri en í Reykjavík og það
skýrði málin. Hafa Kópavogsbúar
virkilega svo miklu minni tekjur
en Reykvíkingar aö ekki sé hægt
að ganga frá götunum? Það hlýtur
að vera örlítill maðkur í mysunni.
í frétt frá- ÞJóðhagsstofnun (nr.
5/1988) kemur fram að samkvæmt
úrtaki úr skattframtölum 1987-8
eru íbúar á Reykjanesi með hærri
tekjur en Reykvíkingar. Nú þekur
Kópavogur ekki allt Reykjanesið
en hlutfall hans er nokkuð hátt og
ætti að hafa mikil áhrif á heildina.
Um hreint malbik virðist vera að
ræða hjá Kristni Ó. Magnússyni.
Það er algert bull að Kópavogs-
bær hafi úr minna að moða en til
dæmis Hafnarfjörður. Eru þó götur
og gangstéttir þar í eðlilegu ásig-
komulagi.
Nýbýlavegurinn-?
Eitt furðulegasta gatnafyrirbærið
í Kópavogi er Nýbýlavegurinn.
Þegar gatan var öll tætt í sundur
og lokað héldu ég og fleiri, ef ek,ki
allir. aö nú ætti að breikka þessa
aöalumferðarræð bæjarins, gera
hana greiðfærari og um leið stuðla
aö meira umferðaröryggi.
Eftir um það bil árs hnoð á þess-
um stutta kafla kom í ljós að ekkert .
hafði verið gert annaö en að bæta
\1ð ljósum og ýta götunni niður á
\1ð og búa til stórhættulega vinkil-
beygju rétt við nýju ljósin á gatna-
mótum Túnbrekku. Engum akrein-
um bætt viö þótt nóg pláss væri til
staðar þar sem sú gamla var fyrir.
Eflaust eru þetta einhverjar
áfangaframkvæmdir. En hjálpi
mér guð ef gatan á að halda áfrarn
í beina stefnu. því þá munu vegfar-
endur Nýbýlavegar eiga leið unt
hýbýli fólksins sem býr að neðan-
verðu.
Er ég ekki í nokkrum vafa um
að margur vegfarandinn hefur
hrist hausinn heilmikið og oft á
leið sinni í gegnum þetta einsdæmi
gatnagerðar á íslandi. Og ekkert
bendir til þess aö þeim haushrist-
•ingi linni um sinn.
Hálfnað verk þá hafið er
Ljósi punkturinn við þetta allt
saman er að aldrei nokkurn tímann
hef ég orðið var viö eins miklar
framkvæmdir við götur Kópavogs
og í ár. Ber að þakka þaö. En fasta
venjan í gegnum tíöina er að hlaupa
burt frá hálfkláruöu verki. Þá er
eins gott að byrja ekki. Árið i ár
virðist ekki verða nein undantekn-
ing og því hvet ég alla Kópavogsbúa
að láta í sér heyra, þá sem á annað
borð láta sér annt um bæinn sinn.
Þrýstingúrinn er gott baráttutæki
og því miður nauðsynlegur, þó ekki
sé hann nema til að opna augnalok
sofandi bæjarstjórnar.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
„Loksins þegar bæjaryfirvöld sýndu
einhvern smálit 1 jafnsjálfsögöum hlut
og gatnagerð fóru íbúarnir að kýtast á
um hvaða götur væru mikilvægari en
aðrar.“