Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988. LífsstOI Bílleysi fremur sjaldgæft: Gengið til góðs götuna fram eftir veg Sumum finnst yndislegt aö eiga ekki bíl, hvort sem það er vegna þess aö þeir eiga ekki fyrir trygg- ingum og rekstrarkostnaði eða vegna þess að allir verð . ekki eins sjúklega háðir blikkKassanum og raun ber vitni. í Reykjavík eru skráðir urn 50.000 bílar. Innan við tveir eru um hvern bíl. DV kannaði nýlega viðhorf nokk- urra vegfarenda á samgöngumál- um - innanbæjar. Við fyrstu sýn voru þeir harla ánægðir með það hlutskipti sitt að vera fótgangandi, hjólandi eða í strætó. En bíllinn er ætíð skammt undan i huga fólks. Gengið eða hjólað í byggðarkjörnum Þrátt fyrir bílamergðina eru margir sem hafa komið auga á þann væna kost að ferðast á hjóli eöa jafnvel fótgangandi. Á anna- tímum má segja að sé óðs manns æði að „hætta" sér í miðbæinn. Einn viðmælenda DV sagði' t.d. að það margborgaði sig að hjóla bara um miðbæinn. Að fmna stæði og annað er bæði tímafrekt og dýrt. Þannig eru brekkur gengnar og hjólað á jafnsléttu eða niður í móti. Víða erlendis eru bæir þannig upp byggðir að sérstakir kjarnar þjóna helstu þörfum fólks. Þannig eru helstu stofnanir og verslanir á sama stað í úthverfum. Þá er bíll óþarfur. Fólk gerir því sjálfu sér kleift að verja peningum sínum í annað sem það annars eyddi í kaup og rekstur á bíl. íslendingar, sem búsettir hafa verið erlendis, hafa flestir veitt þessu athygli. Þegar heim er komið haga þeir svo feröum sínum í sam- ræmi við þetta. En oftast er rennt hýru auga til þess kosts að kaupa sér bíl. Oftast er á reiðum höndum einhver afsökun fyrir því. En byggðarkjarnar eru margir hér á landi. íslendingar virðast meira hafa opnaö augu sín fyrir þeirn möguleika að hjóla þá t.d. í matvörubúðina. Þó bílaflotinn stækki þá stækkar hjólaflotinn einnig. Strætófarþegum hefur fækkaó Eins og hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum hefur farþegum rneð al- gjarna sögð skýringin á mikilli bílanotkun. Reykjavíkursvæðið er stórt. Tímaskortur virðist hiyá okkur ótrúlega mikið og umferöar- þunginn er oröinn gífurlegur. Og strætó situr jafnt í súpunni sem önnur ökutæki. Og hjá ungu fólki er tíðarandinn augljós skv. samtölum sem DV hefur átt við þaö. Bílar hafa lækkað í verði. Flestum þykir „töff' að hafa bíl. Strætó er góóur valkostur. Krakkar, eldra fólk og konur eru í miklum meirihluta. Karlmenn sjást sjaldnar. menningsvögnum fækkaö á síð- ustu árum. Þetta mun vera með meira móti hér á landi. Þó rekstrar- kostnaður bíls geti slagað hátt í söluverð hefur.raunin samt orðiö þessi. Veðrátta og dreifð byggö er Athugum hvort tvo bíla þarf í samtali við DV sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri að hann og kona hans væru hætt að nota tvo bíla. „Við komum auga á það einn daginn að við þurfum ekki að haga okkur svona. Tveir bílar eru óþarfi.“ - En er ekkert gert til þess að stuöla að minni bílanotkun? „Þar hittir þú naglann á höfuðið. Það er lítið sem ekkert gert til þess. Yfirvöld standa aðeins í ströngu við að samþykkja fleiri bílastæöi. Vel- megunin er einfaldlega svona mik- il. Það væri ráð að fólk athugaði sinn gang og legði bílnúmer inn til að forðast kostnað og athuga svo aðra valmöguleika." -ÓTT. Yill ekki bíl I vesturbænum beið maöur ein- samall í strætóskýli. í rigningunni tók hann á rás frá pylsuvagni og út í skýh. Þegar komið var að hon- um, spurði hann: „Sástu að það var næstum búiö að keyra yfir mig? Svona er umferðin.“ Hér var kom- inn Helgi Magnússon sem segist ekki vilja bíl. „Ég hjóla bara og geng allt. Reiö- hjól eru orðin þannig að maður finnur ekki fyrir því að ferðast á þeim. í nágrenninu eru flestir staö- ir sem ég þarf aö komast á. Bíll er algjör óþarfi. Ég skil ekki af hveiju svona margir eru alltaf aö flýta sér á þessum bflum. Oft velti ég fyrir mér hvort þeirra bíði eitthvað skemmtilegra heldur en mín.“ - Hefur þú bílpróf? „Nei, en ég hef verið að velta fyr- ir mér að taka próf - en aöeins í einum tilgangi. Ekki til að komast á milli staöa innanbæjar. Heldur til þess að geta ferðast um landið á eigin vegum. Hvað varðar umferðarþunga vil ég benda á að það væri gott ef umferðarvörðum fjölgaði. Þeir eru mikið þarfaþing. Manstu nokkuð eftir þættinum í kananum í gamla daga sem byrjaði á því að konan sló með regnhlíf í húddið á bíl? Það var vegna þess áð hún var ekki sátt við umferðina. Þetta atriði kemur oft upp í húga minn.“ ökumanna en hans. X-------------- Hjólið er funmtíu ára og dugar enn „Ég.skal segja þér það aö ég fer allra minna ferða á hjólinu," sagði Ketill Sigfússon á áttræðisaldri. Hann virtist meö sínu skemmtilega viömóti vera hressasta persóna mið- bæjarins - bæði á líkama og sál. „Það hefur aldrei komið neitt fyrir mig. Ég hef alltaf hjólað. Fer í versl- ' anir, banka eöa pósthús, allt á svarta fáknum.“ - En hvað er hjólið gamalt? 50 ára og dugar enn. Að vísu hef ég skipt um bögglabera og slöngur og svoleiðis. Mér þykir líka ákaflega Heimilið vænt um það. Veistu, um daginn þegar ég var að hjóla hjá Hlemmi kallaði á eftir mér ung stúlka. Hún vildi fá að vita hvaða tegund hjólið væri. Mér fannst þetta nú hálfskrýt- ið. En hún hafði búiö í Danmörku og þar eru svona hjól mjög eftirsótt. Það var gaman að þessu. - Ertu sðttur við umferðina? „Mér er alveg sama hvernig um- ferðin er. Ég held mig bara við mitt hjól. Ef maður þarf að ferðast upp í Breiðholt er bara að taka strætó. Og konan gengur yfirleitt. Mér finnst betra að hjóla en ganga. Annars datt mér nú í hug að kaupa bíl fyrir stuttu - kominn á þennan aldur sérðu - en hætti við.“ Svo mikill var kraftur og lífsgleði Ketils að það lá viö að hann spólaði af stað þegar hann kvaddi. ,Mér finnst betra fyrir kroppinn að hjóla en ganga,“ sagði Ketill Sigfússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.