Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1988.
31
Mikið gengið í
unglingavinnimm
„Viö ferðumst nú aðallega í strætó
eða göngum bara,“ sögðu þeir ein-
róma ísak og Geir, 14 og 16 ára.
En hjóla krakkar á ykkar aldri ekki
mikið?
„Nei, það eru nú oftast krakkar sem
eru tólf ára og yngri. Annars eru
auðvitað súmir sem hjóla. Og svo
strætó. En ég þarf mikið að ganga í
unglingavinnunni, hún er úti um all-
an bæ,“ sagði Geir.
- Ætlið þið að halda áfram að ganga
og taka strætó? Nú urðu þeir dálítiö
dularfullir á svipinn félagarnir. „Ja,
sko, maður sér nú til kannski með
bíl. Þeir eru alltaf að verða ódýrari
og ódýrari. Ætli maöur kaupi ekki
bíl.“ Aður en um það var spurt, var
þetta leyndarmál. Nú kepptust þeir
hvor um annan þveran að skeggræða
ferðamáta framtíðarinnar í sínu lífi.
Hér var eitthvað til að hugsa um.
Og fyrirmyndir? Þær eru nægar.
Góðar sem ...
Lífsstm
Sé eftir að hafa ekki tekið bílpróf
A Lækjartorgi varð á vegi DV
Guðbjörg Björgvinsdóttir - fót-
gangandi á leið í strætó. Hennar
beið enginn bíll á bílastæði. Hún
var að versla.
„Ég hef ekki bílpróf en sé nú svo-
lítið eför því að hafa ekki tekið
það. Annars fælir umferöin mann
frá sér. Mig langar ekkert núna að
taka bílpróf. Fyrir skömmu var ég
úti á Ítalíu. Þar er nú aldeilis mikil
traffik - en engin slys. Furðulegt
aö hér sé ekki betur að málum stað-
ið. Framúrakstur, hraði og annað
gerir að verkum að hættur skap-
ast.“
- Ferðast fólk úr þinni íjölskyldu á
bfl?
„Já, flestir ef ekki allir. Mér
finnst að krakkar séu nú of ungir
til að fá að taka bílpróf. En ég fer
allra minna ferða um nágrennið
heima fótgangandi. En svo kemur
maöur svo oft í bæinn. Aðallega til
að versla fyrir börnin og skoða mig
um. Þá fer ég í strætó."
-
,Eg kem í bæinn og versla fyrir börnin,“ sagði Guðbjörg Björgvinsdóttir.
Helga Lára, níu mánaða, á leiðinni heim með hjólapabba, Grétari Helgasyni
Ekki keyrður
svo glatt niður
Grétar Helgason úrsmiður bæði
vinnur og býr í miðbænum. Hann
hefur notað reiðhjól í áraraðir bæði
heima og erlendis. Börn eru engin
fyrirstaða. Hann hjólar með þau jafnt
sem sjálfan sig. Helga Lára, níu mán-
aða dóttir hans, sat alsæl í barna-
stólnum þegar pabbinn ræddi við
■ DV.
„Já, viö hjónin fórum stundum út
að hjóla með börnin, alveg eins og
aðrir fara í sund. Stelpurnar eru
mjög ánægöar með það. Sú elsta hjól-
ar með á sínu hjóli á gangstéttinni.
Það er ágætt fyrir þá sem búa í bæn-
. um að hjóla. Þetta er svona „tran-
sport“ með börnin á leikskóla og í
vinnuna. Og umferöin, þó að hún sé
mikil verður maður ekki keyrður svo
glatt niður.“
- Hvernig er með brekkurnar í mið-
bænum?
Jú, ég teymi hjólið oft með annarri
hendi. Það er auðvelt. Og svo er
miklu huggulegra að láta sig renna
niður Bankastrætið í staðinn fyrir
að ganga. Það er líka áhugav.ert að
svo virðist sem yfirvöld séu að gefa
hjólreiðamönnum meiri gaum. Við
Breiðholtsbrautina t.d. hefur verið
gerður ljómandi stígur. Þó aö það sé
ekki auðvelt að hjóla í bænum er
þetta allt í áttina.
Getum nú hætt við strætó
Tómas Sigurðsson og Lárus
Helgason eru piltar sem um þessar
mundir eru að fá bílpróf., ,Það kem-
ur ekkert annað til greina en að fá
sér bfl,“ sögðu þeir. „Og keyra á
löglegum hraða að sjálfsögðu,"
sagöi Tómas,
Drengirnir voru frekar fáorðir
um málefni dagsins. Aðalatriðiö 1
þeirra huga var aö geta keyrt um
bæinn á bíl. „Nú þarf ekki að taka
strætó lengur, þegar maður er bú-
inn að fá próf,“ sagði Lárus. Og
Tómas bætti því viö að bflarnir
mættu bara vera færri - þá væri
betra aö athafna sig á götunum.
Hjá fjölskyldu Lárusar eru tveir
bílar. Það þykir sjálfsagt Bílleysi
er óþægilegt orð fyrir marga.
„Þaö kemur ekkert annað til greina i
an aldur,“ sögöu þeir Tómas og Lárus.
„Yfirleitt sérðu gamalt fólk og krakka i strætó. í mesta lagi konur. Karlmenn
á mínum aldri sjást ekki. Þeir eru á bilum,“ sagði Valgerður Halldórsdóttir.
Hjólum, göngum
eða keyrum
Þau voru upptekin við að skoða
banana, mæðginin Valgerður Hall-
dórsdóttir og sonur hennar, Friðrik.
Skyldu þau vera á bíl sem þau hefðu
lagt einhvers staðar í nágrenninu?
Eða voru þau nýkomin úr strætó eða
þara á tveimur jafnfljótum? Blaða-
maður giskaði á „bílkostinn" áður
en þau voru spurð?
„Viö komum með strætó. Annars
værum við á hjóli núna ef veðrið
væri betra,“ sagði Valgerður. „Ann-
ars þarf auðvitað að ganga heilmikið
ferðist maður með strætó. En í vest-
urbænum, þar sem viö búum, hjólum
við mikið. Börnin fara í strætó og fá
fjölskyldubílinn stundum lánaðan.
Dóttir mín hjólar nú reyndar alltaf í
vinnuna og tekur svo strætó á vet-
urna.“
- Vinir ykkar og kunningjar, hvernig
ferðast þeir á mflli?
„Yfirleitt í bílum verð ég að segja.
í þessari geggjuðu og ruddalegu um-
ferð. Og ef þú ferð í strætó þá sérðu
yfirleitt gamalt fólk og krakka og í
mesta lagi kvenfólk. Karlmenn á
mínum aldri sjást ekki í strætó. Frek-
ar konur með börn, karlarnir eru á
bílnum í vinnunni.