Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Page 8
8
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
Utlönd
Hótar brottrekstri
Vinnumálaráöherra Póllands hót-
aöi um tíu þúsund kolanámumönn-
um brottrekstri ef þeir hættu ekki
verkfallsaðgerðum og sneru til vinnu
á ný. Samningaviðræður verka-
mannanna og yfirvalda kolanáma
rak í strand í gær en framleiðsla ligg-
ur alveg niðri í námunum.
Vinna í fimm námum hggur aiveg
niðri. Að auki lögðu hafnarverka-
menn í Szcezin niöur vinnu í samúð-
arskyni viö kröfur námumanna.
Verkfahsmenn krefjast þess að fá
að stofna óháð verkalýðsfélag auk
betri starfsskilyrða og hærri launa.
Vinnumálaráðherra og félagsmála-
ráðherra Póhands lýstu því yfir að
verkfahið væri ólöglegt og að ahir
verkamennirnir ættu það á hættu að
missa vinnuna.
Talsmaður yfirvalda kolanáma í
Jasztrzbie, þar sem verkfóU lama nú
þrjár námur, sagði aö viðræður um
óháð verkalýðsfélag hefðu átt sér
stað en að ákvörðun um slíkt yrði
að koma frá yfirvöldum í Varsjá,
höfuðborginni.
Samstaða, hið bannaða verkalýðs-
félag, sendi frá sér tilkynningu í gær
þar sem aðgerðir námumannanna
voru studdar og sagði Lech Walesa,
forystumaður Samstöðu, í gær að
verkföU sem shk væru eina leiðin tU
umbóta í landinu.
Kolanámumenn f Póllandi hafa verið í verkfalli í á fjórða sólarhring.
Símamynd Reuter
Nýr
leið-
togi
Sósíalistaflokkur Burma kaus í
morgun Maung Maung til þess
aö gegna hlutverki flokksleiðtoga
og þar með æðsta manns lands-
ins. Maung Maung hefur verið
saksóknari ríkisins í Burma und-
anfarið og hefur verið náinn sam-
starfsmaður fyrrum leiðtoga sós-
íalistaflokksins, Ne Win.
Maung Maung tekur við emb-
ætti af Sein Lwin sem neyddist
til að segja af sér vegna mikilla
mótmæla í landinu fyrir viku.
Aðgerðir lögreglu og fjölmiðla
umdeildar í Þýskalandi
Harðar dehur hafa nú risið í Vest-
ur-Þýskalandi vegna aðgeröa og
framkomu lögreglu og fjölmiðla
meðan á hðlega tveggja sólar-
hringa eltingarleik við bankaræn-
ingja og mannræningja stóð und-
anfama daga. Eltingarleiknum
lauk með því að lögregla réðst á
bifreið mannræningjanna á þjóð-
vegi og yfirbugaði þá en þó ekki
fyrr en þeir höfðu myrt tvo gísla,
ungan pflt og unga stúlku.
Mál þetta átti upphaf sitt í útibúi
Deutsche Bank í bænum Gladbeck.
Þar tókst ræningjunum, þeim
Hans-Jurgen Rösner og Dieter
Degowski, sem báðir eru taldir hafa
verið undir áhrifum flkniefna, að
koma höndum yfir fjármuni sem
námu nær tíu mihjónum íslenskra
króna og komast undan á bifreið
með tvo gísla.
Lögreglan elti ræningjana um tvö
hundruð kUómetra vegalengd tU
Bremen þar sem þeir slepptu gísl-
unum úr bankanum en tóku þess
í stað. herskUdi langferðabifreiö
með þrjátíu farþegum.
Lögreglunni tókst um svipað leyti
að ná á sitt vald unnustu annars
ræningjans en henni var sleppt eft-
ir að ræningjamir skutu tU bana
ungan ítalskan dreng, Emanuel de
Giorgi.
Ræningjamir óku langferöabif-
reiðinni inn fyrir landamæri HoU-
ands þar sem þeir slepptu öUum
gíslunum nema tveim ungum
stúlkum. Þeir komust síðan yfir
Hans-Jurgen Rösner, elnn mannræningjanna, stakk skammbyssu upp
I munn sér til að sýna blaðamönnum að hann myndi fremur láta lifiö
en gefast upp. Simamynd Reuter
farþegabifreið og snem aftur tU
Þýskalands.
Leiknum lauk síðan, sem fyrr
segir, þegar lögreglan réðst á ræn-
ingjana og yfirbugaði þá á hrað-
braut og kostuðu aðgerðimar aðra
stúlkuna hfið en hin er hættulega
særð eftir.
AUan tímann, sem eltingarleik-
urinn við ræningjana stóð, fylgdu
fjölmiðlar þeim fast eftir. Öðru
hvom stöðvuðu ræningjamir ferð
sína tU þess að ræða viö fjölmiðla
og tókst þannig að koma viðhorfum
sínum og markmiðum á framfæri
við allan almenning sem fylgdist
með í sjónvarpi og öðrum fjölmiðl-
um.
Þykir mörgum gagnrýnendum
fjölmiðlar hafa leikið þar ósæmi-
legt hlutverk og að lögreglan hefði
átt að koma í veg fyrir sýningu
þessa.
Talsmenn lögreglunnar benda
hins vegar á að reynt hafi verið aö
stöðva fréttamenn eftir því sem
kostur var og staðfesta fuUtrúar
fjölmiðla þær fuUyrðingar með
umkvörtunum um að lögreglu-
menn hafi „hindrað þá í starfi“.
Búast má við nokkrum eftirmála
að máh þessu, einkum þar sem
stjómmálamenn hafa þegar gagn-
rýnt aðgerðir lögreglunnar opin-
berlega. Þá hefur talsmaður flokks
Helmut Kohl kanslara lýst þeirri
skoðun sinni að framkoma fjöl-
miðla hafi verið hneykslanleg, að
þeir hafi gert opinbera trúðsleika
úr lífi og dauða samborgara sinna.
Lik ítalska drengslns borið á brott.
Símamynd Reuter
I . >.- .1.I I .. I I I ■ I............III.. j
áJfe'
.
Dleter Degowski, annar mannræningjanna, heldur skammbyssu við höku eins gislanna meðan hann ræðlr
við fréttamann. Ræningjarnir skutu síðar Silke Bíschoff, sem var átján ára gömul, til bana. Símamynd Reuter