Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Síða 13
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988.
13
Lesendur
Kjartan spyr af hverju Vonarstræti, sem er við norðurhlið væntanlegs ráðhúss, þurfi að vera einstefnuakstursgata
á meðan framkvæmdir eru við húsið.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Tvær fyrirspurnir
- til gatnamálastjóra
Kjartan hringdi:
Ég er héma með tvær fyrirspurnir
til gatnamálastjóra varðandi mið-
bæjarkjarnann. Fyrri spurningin
varðar ráðhúsbygginguna. Vegna
framkvæmda við ráðhúsið hefur
Vonarstræti verið breytt í einstefnu-
akstursgötu í stað tvístefnugötu eins
og hún var áður.
Ég get ekki skilið af hverju þetta
þarf að vera því framkvæmdir taka
aðeins pláss frá gangstéttinni sem
var þarna en ekki götunni og geta
tveir bílar, jafnvel strætisvagn og
bíll, auðveldlega mæst þama. Þess
má geta að öðru leyti að ég er ein-
dreginn stuðningsmaður ráðhússins.
Vegna þess að Vonarstrætinu var
breytt í einstefnu þá myndar sú að-
gerð teppu í bæinn því mjög margir
fara þess í stað Vesturgötuna og
Hafnarstrætið. Það eykur svo á ann-
að vandamál sem varðar spurningu
mina númer tvö.
Gatnamótin á mótum Hafnarstræt-
is og Lækjargötu era mikil slysa-
gatnamót. Nú er búið aö setja ljós
þar sem virðast þó ekki leysa vand-
ann. Ég spyr hvort enn séu tvær
akreinar á Hverfisgötu sem tekur við
Hafnarstræti þegar komið er þvert
yfir Lækjargötuna. Það er ekki
merkt þannig en ég þykist þó vita að
þarna eigi að vera tvær akreinar.
Ég skil ekki af hverju þær era ekki
línustrikaöar og merktar með örv-
um, það getur ekki verið svo mikil
aðgerð. Það er nefnilega mjög algengt
aö bílstjórar hægra megin á Hafnar-
stræti keyri í veg fyrir vinstri akrein-
ina á Hverfisgötunni, og það er að
mínu áliti vegna skorts á merking-
um.
Eins og sjá má liggur bifreiðin alveg niðri á hindruninni með fimm manns
i bílnum. Hindrunin er þvi mjög varasöm bifreiðum.
Hraðahindranir
Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði,
skrifar:
Mikillar óánægju gætir nú meðal
bifreiðarstjóra, sem aka þjóðveg 96
sem hggur í gegnum Búðakauptún,
vegna hraðahindrana sem starfs-
menn Búðahrepps hafa sett beggja
vegna þorpsins. Það er lögun þeirra
sem veldur óánægjunni en hún er
ekki hentug fyrir bifreiðir, hvorki
stórar né smáar. Til dæmis er hæðin
á hindruninni sem er yst í þorpinu,
hjá Heiði, um 16 cm og 2,70 m er
mesta lengd.
Það skal tekið fram að þetta var
mælt í viðurvist lögregluþjóns og
fleiri. Bens bifreið var stöðvuð á
hindraninni og í hana settust fimm
manns en enginn farangur var í
henni. Þá lá bifreiðin alveg niðri á
hindraninni svo að erfitt hefði verið
að hreyfa hana án þess að eiga það
á hættu að skilja pústkerfið eftir.
Það skal tekiö fram að margir hafa
skemmt bíla sína á hindranunum ef
þeir hafa ekki tekið eftir þeim í tíma.
Hindranirnar era merktar beggja
megin við þær en margir hafa kvart-
að undan því aö þær séu ekki nægj-
anlega vel merktar.