Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1988, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988. Frjálst,óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Skemmdarverk grænfriðunga Bandarískir grænfriðungar hafa haft sig í frammi að undanfórnu. Þeir efndu til mótmæla í sjötíu og fjórum borgum Bandaríkjanna nú í vikunni. Ástæðan er hvala- dráp íslendinga og ganga mótmælin út á að letja fólk til kaupa á íslenskum fiskafurðum í hefndarskyni fyrir hvalveiðamar. Hér er auðvitað um vísvitandi skemmd- arverkastarfsemi að ræða gagnvart íslenskum hags- munum enda berast fregnir um það hingað að tveir af stærstu fiskkaupendunum vestra hafi látið undan þrýst- ingi og segjast hafa dregið úr viðskiptum. Ekki er þó allt sem sýnist því Magnús Gústavsson hjá Coldwater hefur upplýst að samdráttur í fiskkaupum þessara aðila eigi fyrst og fremst rætur að rekja til þess að íslendingar hafi ekki haft það magn af fiskafurðum til framboðs sem er í samræmi við eftirspum en viðsemj- endur okkar láti það líta svo út að samdráttinn megi rekja til áróðurs grænfriðunga. Við eigum ekki að láta þessa uppákomu taka okkur á taugum. Annars værum við að viðurkenna að málstað- ur okkar stæði á vafasömum fótum og grænfnðungar hefðu eitthvað til síns máls. íslendingar hafa undanfar- in ár stundað hvalveiðar í vísindaskyni .og margsýnt fram á að með þeim er ekki verið að stofna hvalastofnin- um í hættu. Þeir hvalir, sem þannig em veiddir, em að sjálfsögðu seldir til þeirra sem hvalaafurðimar vilja kaupa, eins og eðlilegt er. Málstaður grænfriðunga bygg- ist á tilfinningasemi og honum er hossað í skjóli mikill- ar fáfræði fólks sem lítið sem ekkert veit um hvali og lífríki þeirra. Helst er að skilja á þessu fólki að engan hval megi veiða, þeir eigi að vera friðhelgir, án tilhts til lífkeðjunnar í hafinu, án tillits til þeirrar staðreyndar að hóflegar hvalveiðar em í þágu annarra sjávardýra og hins náttúrulega umhverfis neðansjávar. Áróðurinn gegn hvölunum er mestur í munni þeirra fáu sem hafa hann uppi. Fyrir liggur að allur almenning- ur í Bandaríkjunum lætur sér fátt um finnast. Hama- gangurinn gegn íslendingum fer fyrir ofan garð og neð- an og hefur sáralítil sem engin áhrif á matarvenjur vestra. Sannleikurinn er sá að eftirspurn eftir íslenskum fiski hefur aukist í Bandaríkjunum og reyndar víðar og samdráttur í sölu fyrir vestan haf á sér skýringar í þeirri einfóldu staðreynd að betra verð fæst fyrir fiskinn annars staðar. Hvers vegna ættu íslendingar að við- halda lífskjaraskerðingu hér heima með stöðugri sölu á íslenskum fiskafurðum á markaði sem er miklum mun lakari en aðrir mögulegir markaðir? Við erum ekki eins háð Bandaríkjamarkaði og áður, þökk sé því átaki sem gert hefur verið hér heima og í Evrópu með gámafiski, ferskum og ísuðum fiski sem fer beint á markaðinn. íslendingar eiga ekki að hörfa undan einhliða og ósanngjömum áróðri grænfriðunga. Skemmdarstarf- semi þeirra um þessar mundir sýnir aðeins veikan málstað þeirra og einnig hitt að ofstækisfólk ræður ferð- inni. Það svífst einskis og lætur sér fátt um finnast þótt verið sé að gera tilraun til að kippa fótunum undan undirsstöðuatvinnuvegum íjarlægra þjóða. Grænfrið-' ungar halda að þeir séu að koma við kaunin á okkur. En það hefur ekki verið siður íslendinga að láta undan erlendum kröfum og óréttlátum málflutningi. íslending- ar hafa öðlast sjálfstæði og varðveitt sjálfstæði sitt með því að standa fast á sínu. Við látum ekki goluþyt græn- friðunga hrekja okkur af leið. Ellert B. Schram „Nixon er raunsærri, hann sér ekki málin i eins rómantisku Ijósi og Reagan, enda sameinaði hann ekki þjóð- ina um skoðanir sínar,“ segir greinarhöfundur. - Frá heimsókn Nixons til Sovétríkjanna árið 1972. Nú er hún Giýla gamla dauð Stundum, þegar ég les bréf frá húsmóður í vesturbænum í Vel- vakanda, dettur mér í hug lýsing Ronalds Reagan á Sovétríkjunum; heimsveldi hins iila. Sá hugsunar- háttur er æði útbreiddur enn í dag. Sú var tíðin að heimsmyndin var svört og hvít, allt gott kom frá Ameríku, allt illt kom frá Rússum, menn skiptust í komma og al- mennilegt fólk og allt var auðskiiið og á hreinu. Þeir sem voru ekki með okkur voru á móti okkur, kommúnisminn tók á sig hinar lævíslegustu myndir. Einn hæst- virtur þingmaður Sjálfstæðis- flokksins stendur enn í þeirri trú að ég sé kommi af því að mér finnst HaUgrímskirkja ljót. Samkvæmt þessum hugsunarhætti var öllum heiminum skipt í tvennt, hvert ríki var annaðhvort með eða á móti, öll mál voru skoðuð í sambandi við kommúnisma og kapítahsma og þar með búiö. Þessum skoðunum fylgdi ákveðinn friöur í sálinni, ekki var veriö að pína hana með óþarfa flælgum og sannfæringar- krafturinn vísaði öllum málaleng- ingum á bug. Allt illt er Rússum að kenna, það er aldrei of varlega farið þegar hiö illa er annars veg- ar. í grófum dráttum lítur heimur- inn enn svona út í huga margra Bandaríkjamanna, samtöl viö þá geta veriö lærdómsrfk. Þaö eru ein- mitt viðhorf af þessu tagi sem eiga stóran þátt í gífurlegum persónu- legum vinsældum Reagans forseta, hann er ekki að flækja málin að óþörfu. Bandaríkin eru þaö sem flestir Bandaríkjamenn vilja trúa að þau séu, boðberi og vemdari alls hins góða, einhvers konar He- man í baráttu viö hiö illa, og hiö illa er risinn í austri. Það er mikils- vert, þegar sameina á þjóðina, að hún eigi öll sameiginlegan óvin og því hlutverki hafa Rússar gegnt meö prýði allt frá stríðslokum. Meöan óvinurinn er einn og af- markaður eru skilin skörp og auð- skilin en þegar inn í myndina fara aö koma þriðju aöilar, eins og hin nýju efnahagsstórveldi Japans og Evrópubandalagsins, veröa málin flókin og sálarróin raskast. Þess mun næsti Bandaríkjaforseti gjalda, hvort sem þaö verður Bush eöa Dukakis. Rússagrýlan Rússagrýlan var raunveruleg á sínum tíma. Þaö var ekki aö ástæðulausu sem NATO var stofn- að, um þær mundir létu Sovétmenn ófriölega í Evrópu og veöur öll vá- lynd. Síðari heimsstyijöldin var í fersku minni. Sovétmenn höfðu hunsað þá samninga sem gerðir voru í stríöinu og þröngvaö komm- únisma sínum upp á fjölda ríkja í Evrópu. Þeir voru enn gráir fyrir KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður jámum en Bandaríkjamenn höfðu leyst upp stríðsher sinn. Um þær mundir áttu kommúnistar víða mikið fylgi, þeir gerðu byltingartil- raun í Grikklandi og á Italíu voru þeir stærsti flokkurinh. Síöan kom kjarnorkusprengjan, sem Banda- ríkjamenn héldu að Rússar hefðu stohö frá sér, uppreisnir í Austur- Þýskalandi og Ungverjalandi, Sputnik, Kúbudeilan og ótalmargt fleira sem jók hraeðslu manna við risann í austri. Á þessum árum vom kommúnistaríkin í hugum margra ein heild, skuggabaldrar í Moskvu stóöu á bak viö ótal sam- særi um að svipta frelsisunnandi menn um allan heim frelsi sínu, trú og siöum og hneppa þá í ánauð. Samsæriskenningar þrifust sem aldrei fyrr, kommúiústar og njósn- arar leyndust í hverju skúmaskoti. í Bandaríkjunum varð McCarthy samnefnari fyrir þá sem svona litu á málin, hann var ekki einn um það, á tímabfli var hann einn virt- asti stjómmálamaður landsins. Sá hugsunarháttur, sem McCarthy var fulltrúi fyrir, dó ekki meö hon- um, margir Bandaríkjamenn hafa furðulegustu hugmyndir um sam- særi heimskommúnismans. En á þessum árum lögðu margir gmnn að ferli sínum á vettvangi stjóm- málanna, þeirra á meöal forsetam- ir Richard Nixon og Ronald Reag- an. Nixon varö landsfrægur fyrir störf sín í óamerísku nefndinni, fyrir störf sín við að afhjúpa sam- særi kommúnista varð hann nógu vinsæll til að ná kjöri í öldunga- deildina og síöan varð hann vara- forseti Eisenhowers. Ronald Reag- an var um þessar mundir formaður leikarafélagsins í Hollywood og átti þar þátt í því aö fjöldi manns var settur á svartan Usta kvikmynda- veranna vegna gruns um kommún- isma. Báðir þessir forsetar hafa síð- ar átt stóran þátt í að bæta sambúð- ina við Sovétríkin, en grundvallar- skoðanir þeirra á þeim hafa ekki breyst, að minnsta kosti ekki skoð- anir Reagans á heimsveldi hins illa. Nixon er raunsærri, hann sér ekki málin í eins rómantísku ljósi og Reagan, enda sameinaði hann ekki þjóðina um skoðanir sínar. Nixon tók upp samband við Kína og batt enda á Víetnamstríðiö, Reagan hef- ur nú samið við Sovétríkin í fyrsta sinn um takmarkaða kjamorkuaf- vopnun. Gafst hún upp á rólunum Nú er Rússagrýlan ekki lengur f tísku, það breyttist þegar Sovétrík- in hættu aö vera eins konar óskil- greindur óhugnaður og tóku á sig ásjónu eins og hvert annað ríki. Sú ásjóna var að vísu ófrýnileg en ekki óskapnaöur lengur. Ásjónan birtist smám saman, eftir því sem Sovétríkin urðu meira hemaðar- stórveldi og baráttan gegn þeim færðist frá hugmyndafræðilegu sviði yflr á viðleitni til samkomu- lags við þau. Nú er svo komið aö Sovétríkin era viðurkennd sem jafnoki Bandaríkjanna á hemaðar- sviöinu, og jafnvel vel það að sumra áliti. Þótt þverstæðukennt sé á þetta rætur að rekja til Kúbudeil- unnar, þar urðu Sovétmenn aö hopa og sóra þess dýran eið að hopa aldrei aftur. Síðan hefur vig- búnaður þeirra, ekki síst á höfun- um, gert þá aö jafningjum í augum Bandaríkjamanna, og sem jafningj- ar hafa risaveldin getað náð þeim áföngum í átt til bættrar sambúöar sem raun ber vitni. Meðan Sovét- menn vora veikari aðilinn. vora þeir ekki reiðubúnir til neinna til- slakana. Nú er Gorbatsjov oröinn eftirlæti fjölmiðlamanna, Sovétríkin hafa tekiö á sig mennska mynd, allt aö þvi jákvæða, og Bandaríkjamenn hafa misst sinn besta óvin sem sameinaöi þá og gaf þeim markihið og tilgang á alþjóðavettvangi. En minningin um þá gömlu góðu daga lifir enn og miklu víðar en í les- endabréfum í Velvakanda. Gunnar Eyþórsson „Bandaríkin eru þaö sem flestir Banda- ríkjamenn vilja trúa að þau séu, boö- beri og vemdari alls hins góða, ein- hvers konar He-man 1 baráttu við hið illa... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.