Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 8
8 MÁNÚDÁGUR 29. ÁGÚST 1988. Viðskipti______________________________________________________________dv DV kannar stríðið á gosdrykkjamarkaðnum: Kókið trónir á toppnum og íscola kemur á óvart Kóka kóla er langvinsælasti drykk- urinn á gosdrykkjamarkaðnum sam- kvæmt könnun sem DV hefur gert hjá þremur þekktum stórmörkuðum á Reykjavíkursvæðinu. Það sem kemur hins vegar á óvart er góð sala á íscola, nýja svarta drykknum frá Davíð Scheving. Að vísu er íscola á miklu lægra verði en kók og pepsí. Kaupmennirnir eru allir sammála um að þessi drykkur Davíðs hafi heppnast og sé allt annar en Sól-kóla drykkurinn sem var sorgarsaga og Davíð hætti raunar með. Kókið með 70 prósent Kókiö hefur sem fyrr um 70 prósent Peninganiarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 20-25 Bb Sparireikningar 3jamán. uppsogn 22-25 Bb 6mán. uppsogn 23-26 Bb 12mán.uppsögn 24-28 Ab 18mán. uppsogn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 8-12 Bb Sértékkareikningar 10-25 Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 4 Allir Innlánmeðsérkjörum 20-34 Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,26-8 Vb Sterlingspund 9,75-10,50 Vb Vestur-þýsk mórk 4-4.50 Vb.Sp Danskar krónur 7.50-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp.Úb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 34-41 Sp V;öskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 35-38 Sp Utlán verötryggö Skuldabréf 9-9,50 Sp.Bb Útlán til framleiðslu ísl. krónur 34-37 Úb.Lb,- Sb.Sp SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp ' Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp Vestur-þýsk mörk 7-7,50 Allir nema Vb Húsnaeðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 56,4 4.7 á mán. MEÐALVEXTIR Overðtr. ágúst 88 41,0 Verðtr. ágúst 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala ágúst 2217 stig Byggingavisitalaágúst 396 stig Byggingavisitalaágúst 123,9 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% 1. júlí. VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1.7526 Einingabréf 1 3,239 Einingabréf 2 1.858 Einingabréf 3 2.069 Fjolþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1,511 Kjarabréf 3.228 Lífeyrisbréf 1.628 Markbréf 1,695 Sjóðsbréf 1 1,555 Sjóðsbréf 2 1,379 Tekjubréf 1,545 . Rekstrarbréf 1,2718 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Almennar tryggingar 115 kr. Eimskip 269 kr. Flugleióir 240 kr. Hampiðjan 116 kr. Iðnaðarbankinn 168 kr. Skagstrendingur hf. 158 kr. " Verslunarbankinn 120 kr. Útgeróarf. Akure. hf. 123 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb=Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum. 7-up frá Sanitas hefur meiri sölu en Sprite og Límó. Eins hefur Sanitas nokkuð góða stöðu með greipið sitt og tónikið. Of mikið úrval af gosdrykkjum Allir eru kaupmennimir sammála um að gífurleg spenna einkenni gos- drykkjamarkaðinn. „Þá eru tegund- irnar alltof margar. Það gengur eng- an veginn að bjóða fólki upp á 130 tegundir af gosdrykkjum. Það fer mikil vinna í þetta. Ég efast ekki um að kaupmenn eiga eftir að grisja úr og velja og hafna, hvort sem fram- leiðendurnar halda áfram að koma með fleiri tegundir eða ekki.“ Beðið eftir svörtum Agii Nokkur eftirvænting ríkir nú á markaðnum eftir svarta drykknum frá Agli Skallagrímssyni en búist er við honum á markaðinn ánæstunni, líklegast um mánaðamótin septemb- er-október. Það einkennir markaðinn enn fremur að sífellt minna selst af gosi í gleri. Menn telja að glerið verði dottið alveg út af markaðnum eftir eitt ár eöa svo. Þetta er brothættur markaður Það breytir því samt ekki að gos- markaðurinn á íslandi verður alltaf markaður gífurlegrar baráttu. Hann er brothættur. Það koma strax nýjar sölutölur ef menn standa sig ekki í samkeppninni. -JGH Kókið hefur afgerandi forystu á gosdrykkjamarkaðnum á helsta keppinautinn, pepsí. Gífurleg samkeppni rikir nú á gosdrykkjamarkaðnum. af markaðnum á móti um 25 prósent hjá pepsí. íscola gerir hið ótrúlega og kemst á blað með nokkur prósent síðustu vikurnar. „íscola virkar vel og er mikið keypt,“ sagði einn kaup- maðurinn. „Ég sel mjög vel af íscola á þessu verði. Þetta er allt annað dæmi en Sól-kólað sáluga.“ Á meðan dósin af kók og pepsí er í kringum 38 krónur er íscola á um 25 krónur. Þessi verðmunur sýnist verka. Spurning er reyndar öllu frek- ar hvort Davíð sé að gefa drykkinn, láti sér engan hagnað duga á meðan hann berst af öllu afli við að festa sig í sessi á markaðnum. Egill sterkur í appelsíninu Olgerð Egils Skallagrímssonar hef- ur rpjög trausta stöðu í sölu á appel- síni og malti. Egils-appelsínið selst mest og er það og Egils-maltið nánast einrátt. „Egill er firnasterkur í malt- inu, ætli hann sé ekki með um 80 prósent af þeim markaði," segir einn kaupmaðurinn. Davíð selur lítið af Sól-appelsíni, samkvæmt könnuninni. „Það dæmi gengur ekki" upp hjá honum. Hins vegar er hann góður í greipinu. Hann er líka á nokkurri hreyfingu með Límó og Sóló.“ Trikk Davíðs er tilboðsverð Aðaltrikk Davíðs er tilboðsverð á drykkjum hans. Hann selur alla drykki sína á mun lægra verði en keppinautamir. Á móti kemur að hann nær sölu. Menn spyrja sig frek- ar hvað gerist þegar hann hækkar verðið. Dettur salan harkalega niður eða hafa drykkir hans öðlast sess? Ferðaskrifstofa ríkisms: Söluverðið er um 20 milljónir Búist er við tíðindum af sölu hluta- bréfa ríkisins í Ferðaskrifstofu ríkis- ins í dag eða á morgun. Starfsmenn fyrirtækisins hafa forkaupsrétt að hlutabréfunum. Þeir eru nú að ræða hvort þeir eigi aö leggja fram tilboð eða ekki. Ef tilboöið kemur verður það að vera í kringum 20 milljónir króna. Ferðaskrifstofan er metin á um 32 milljónir króna. Selja á tvo þriðju hluta fyrirtækisins en ríkið ætlar að eiga einn þriðja áfram. Starfsmenfi- irnir eru því aö íhuga núna hvernig þeir geti greitt þessar rúmu 20 millj- ónir króna. „Við eigum að vera búin að svara fyrir lok þessa mánaðar þannig að timinn er knappur. Ef við komum með tilboð í hlutabréfin verður það í dag eða á morgun, þriðjudag,“ segir Kjartan Lárusson, forstjóri ferða- skrifstofunnar. Hvernig sem allt veltur er klárt mál að stofnfundur nýs félags, Feröa- skrifstofu íslands hf., verður haldinn 7. september. Þetta nýja félag yfirtek- ur Ferðaskrifstofu ríkisins. Leggi starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkisins ekki fram kauptilboð í tvo þriðju hluta hlutabréfa hins nýja fyr- irtækis verða hlutabréfin seld á al- mennum markaði. „Ef við kaupum ekki tel ég víst að til séu aðilar í ferðaþjónustunni sem séu tilbúnir að kaupa hlut í hinu nýja fyrirtæki. Á það hefur þó ekkert reynt, enda boltinn ennþá hjá okk- ur,“ segir Kjartan. -JGH Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofu rikisins. Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Miklagarðs: Það er möguleiki á öllu núna Jón Sigurðsson á fundi með starfsfólki Miklagarðs í siðustu viku. „Nú er ég í fríi og ekki að ráða mig neins staðar." DV-mynd JAK „Það er að sjálfsögðu möguleiki á öllu en ég er ekki í viðræðum við neina um vinnu. Númer eitt er að hvíla sig og koma sér i Skorradal- inn þar sem ég á sumarbústað," segir Jón Sigurðsson, fyrrum for- stjóri Miklagarðs. Jóni bauðst að verða fram- kvæmdastjóri sameiginlegs rekst- urs Miklagarðs og Kron. Hann hafnaði boðinu þar sem hann taldi sig ekki fá að ráða nægilega miklu um sameininguna. „Ég vil vera skipstjóri á minni skútu, ráða minni skipshöfn, hvar ég veiði og hvernig veiðarfæri ég nota,“ sagði hann. Að sögn Jóns hafa nokkrir rætt við hann um nýtt starf. „En það er ekkert meira. Nú er ég kominn í frí.“ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.