Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Side 12
12 MÁNUÐAGUR 29CÁGÚST 1988. Útlönd Ný vika mótmæla hefst í morgun hófust mótmæli á nýjan leik í Rangoon, höfuðborg Burma, en mótmæli síðustu vikna hafa orð- ið tveimur leiötogum stjórnarinnar að falli. Mótmælendur söfnuðust saman á götum borgarinnar og kröfðust þess að stjórn Sósíalistaflokksins segöi af sér. Mótmælendur bíða þess að leiðtogar stjórnarandstöð- unnar taki af skarið. Einn helsti leiötogi mótmælenda, Áung: Gyi, sagði í gær að ástandið i landinu væri að fara úr böndunum. Vest- rænir stjórnarerindrekar segja að vaxandi hætta sé á stjórnleysi í landinu taki stjórnvöld ekki til sinna ráða. Yfirvöld hafa látið marga þá sem gist hafa fangelsi lausa: síðustu daga, annaðhvort vegna þrýstings Mótmæli hófust á nýjan leik i frá stúdentum eða af eigin frum- Burma í morgun. Simamynd Heuter kvæöi. Til uppþota hefur komið i fangels unum. Eldur braust út í stærsta fangelsi landsins, sem er í Rango- on, þegar fangarnir efndu til uppþota. Soyuzi TM-6 skotið á loft Sovésku Soyuz Tm-6 geimfari var skotiö á loft snemma í morgun. Innan- borðs eru þrír geimfarar, þ.á.m. fyrsti afganski geimfarinn. Geimfarinu er ætlað að gera rannsóknir svo og aö koma viö hjá tveim- m' sovéskum geimförum um borð í sovésku Mir-geimstöðinni. Tveir geimfaranna munu dvelja í stöðinni í viku en sá þriðji, læknir, mun dvelja hjá geimfórunum tveimur á Mir-geimstöðinni þangað til þann 21. desember. Þann dag munu geimfararnir tveir 1 Mir-stöðinni, sem dvalið hafa þar í tæpt ár, einnig snúa til jaröar á ný. Ný sfjórnarandstaða á Fllippseyjum Þjóðaratkvæðagreiðsla í nóvember Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, i miðju, ásamt tveimur öðrum meðlimum nýrrar hægri flokka samsteypu. Símamynd Reuter Varaforseti Filippseyja, Salvador Laurel, tilkynnti um helgina að hann hefði stofnað nýja stjórnarandstöðusamsteypu gegn Corazon Aquino for- seta. Laurel sakaði Aquino um vanhæfni í starfi og sagði að fólkið í landinu hefði misst trúna á hæfileika forsetans til stjórnunar. Hann sagði ríkis- stjórnina vera spillta og hafa brugðist fólkinu. Laurel hvatti Aquino til að segja af sér og boða til nýrra kosninga. Samsteypa Laurels er samtök séx hægri flokka, þ.á.m. stjórnmálaflokks Ferdinands Marcos, fyrrum forseta, sem steypt var af stóli. Laurel hvetur til uppstokkunar á ríkisstjórninni og að núverandi stjóm- unarhættir verði endurskoðaðir. Hann leggur til aö bandarískar herstöðv- ar verði áíram á eyjunni, a.m.k. í áratug og aö kommúnistaflokkurinn veröi leyfður svo framarlega sem meðlimir hans sverji af sér ofbeldi. Rocard, forsætisráðherra Frakklands, hefur verið á ferðalagi um Nýju Kaledóníu. Simamynd Reuter Forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, tilkynnti í gær að þjóðar-atkvæðagreiðsla ura framtíö Nýju Kaiedóníu, sem er frönsk ný- lenda í Kyrrahafinu, færi að öllum líkindum fram þann 6. nóvember. Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem yrði sú fyrsta í Frakklandi í 16 ár, myndi að öllum líkindum veröa tun friðarsamning þann sem Kanakar og frönskumælandi búar eyjarinnar skrifuöu undir þann 20. ágúst sl. Reuter DV Wojciech Jaruzelski, leiðtogi Pól- lands, viðurkenndi um helgina að ríkisstjórn landsins bæri ábyrgð á vandamálum þeim sem komið heföu af stað verkföllum undanfarinna tveggja vikna og lagði ákvörðunar- vald um framtíð stjórnarinnar í hendur þingi landsins sem fljótlega mun koma saman. Jaruzelski sagði að afloknum tveggja daga fundi miðstjórnar pólska kommúnistaflokksins að hann vildi ná sáttum við þá sem vildu halda stjórnarskrárbundinni reglu í landinu og lýsti hann yfir stuðningi við hugmynir um hringborðsum- ræður um vandamál verkamanna í Póllandi. Zbigniew Messner, forsætisráð- herra Póllands, skýrði miðstjórnar- fundinum frá því um helgina að mis- tök hefðu átt sér stað í efnahagsmál- um og lægju þau að hluta til grund- vallar þeim verkföllum sem staðið hafa í landinu undanfarnar vikur. Lech Walesa, leiótogi Samstöðu, ræðir við fréttamenn við Lenin-skipa- smíðastöðina í Gdansk um helgina. Simamynd Reuter FJörutíu og sjö létu Irfið á flugsýningu Áhorfendur forðuðu sér eftir bestu getu. Simamynd Reuter Ljóst er nú að fjörutíu og sjö manns létu lífið og nokkur hundruö slösuð- ust þegar þrjár ítalskar herþotur rákust saman á flugsýningu í Ram- stein í Vestur-Þýskalandi í gær. Ein þotnanna hrapaði niður í hóp af áhorfendum sem fylgdust með flug- sýningunni. Lögreglan í Ramstein og talsmenn bandaríska hersins í V-Þýskalandi hafa ekki staðfest þennan fiölda lát- inna en talsmaður bandarísks her- sjúkrahúss í Landstuhl sagði að fiörutíu og sjö lík hefðu fundist. Um tvö hundruð og þrjátíu manns voru í sjúkrahúsum í Ramstein og nágrenni í nótt vegna bruna og bein- brota af völdum slyssins. Um fimm- tíu þeirra voru taldir alvarlega slas- aðir. Alls er talið aö um Qögur hundruð manns hafi meiðst. Slysið varð þegar sveit tíu herþotna frá ítalska flughernum var að sýna hstir sínar. Tvær af þotunum rákust þá saman, báðar á um fiögur hundr- uð kílómetra hraða á klukkustund. Þoturnar tvær hröpuðu báðar á akra við flugvöllinn en sú þriðja, sem varö fyrir braki úr þeim, hrapaði beint niður á fiugvöllinn rétt við áhorf- endaskarann þar. Þotan hrapaði á bifreiðar en brak úr henni og logandi eldsneyti lenti á áhorfendum. Slysum við flugsýningar hefur fiölgað mjög undanfarin ár og eru nú uppi raddir um að takmarka mjög heimildir til að halda þær. í september 1982 létu fiörutíu og sex manns lífið þegar herþyrla fórst við flugsýningu í Mannheim. Fyrr á þessu ári fórst ný Airbus farþegaþota við flugsýningu í Mul- house í Frakklandi. ítalska herþotan sprakk í loft upp rétt við áhorfendahópinn. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.