Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Side 22
22
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
Préttir
Heimsókn Vigdísar í Húnavatnssýslur:
Um iður jarðar og víða
velli Húnaþings
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lands, hóf annan dag heimsóknar
sinnar í Húnavatnssýslur á laugar-
dag með því að þiggja kaffiveitingar
á vegum Svínavatns-, Bólstaðar-
hlíðar- og Engihlíðarhrepps í
Húnaveri. Var fjölmenni mætt á
staðinn þar sem Erla Hafsteins-
dóttir, oddviti Bólstaðarhlíðar-
hrepps, bauð Vigdísi velkomna fyr-
ir hönd hreppanna. Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps söng nokkur
lög og þar á eftir var fjöldasöngur.
Vigdís þakkaði fyrir gestrisnina og
sagði méðal annars að hún væri
sjálf ættuð úr Bólstaðarhlíðar-
hreppi, væri af svokallaðri Bólstað-
arhlíðarætt.
I iðrum jarðar
Frá. ættarslóðum var haldið í
heimsókn á athafnasvæði Lands-
virkjunar við Blöndu. Þar tóku á
móti Vigdísi þeir Jóhannes Nordal,
formaður stjórnar Landsvirkjunar,
Halldór Jónatansson, forstjóri
í iðrum jarðar. Vigdis forseti gengur inn göngin að stöðvarhúsi Blönduvirkjunar sem er um 200 metra undir
yfirborði jarðar. Á myndinni má sjá Jóhannes Nordal, formann stjórnar Landsvirkjunar, Halldór Jónatans-
son, forstjóra Landsvirkjunar, og Svein Þorgrímsson staðarverkfræðing. DV-mynd Brynjar Gauti
Landsvirkjunar og Sveinn Þor-
grímsson staðarverkfræðingur.
Var ekið niður næstum eins kíló-
metra löng göng að stöðvarhúsinu,
inni í fjalli, þar sem um 200 metrar
eru upp á yfirborð jarðar. Var
stöðvarhúsið skoðað og teikningar
af framkvæmdum útskýrðar af
staöarverkfræðingi. Frá iðrum
jarðar lá leiðin að staðnum þar sem
Blöndustífla mun rísa og mikið lón
myndast um 25 kílómetra frá stöðv-
arhúsinu. Til marks um stærð þess
svæðis sem Blönduvirkjun með öll-
um mannvirkjum nær yfir má geta
þess að það er jafnstórt og saman-
lagt svæði Búrfellsvirkjunar, Sig-
ölduvirkjunar og Hrauneyjafoss-
virkjunar fyrir sunnan. Eftir skoð-
unarferðina bauð Landsvirkjun
upp á hádegisverð í mötuneyti
starfsmanna á staðnum og -lauk
Á Húnavöllum fékk forseti gefna mynd af Þingeyrakirkju, málaða af Guðráði Jóhannssyni. Var það Sigríður
Höskuldsdóttir, húsfreyja að Kagaðarhóli, sem afhenti Vigdísi myndina fyrir hönd Sveinsstaða-, Torfalækjar-
og Áshreppa. DV-mynd Brynar Gauti
heimsókn Vigdísar í Blönduvirkj-
un með gróðursetningu þriggja
birkihríslna í gróðurreit þar sem
unnið er að ræktun fjölda tijáa.
Leiðin lá síðan á Húnavelh þar
sem var opið hús með veitingum í
boði hreppsnefnda Torfalækjar-,
Sveinsstaða- og Áshreppa. Á Húna-
völlum tók Sigríður Höskuldsdótt-
ir, húsfreyja á Kagaðarhóli, á móti
forseta og gaf henni mynd af Þing-
eyrakirkju, sem Guðráður Jó-
hannsson, heimamaðUr, hafði mál-
að. Ræddi forseti við gestina og
hélt að því loknu til Blönduóss.
í gærköldi var síðan kvöldverður
í boði bæjarstjórnar á Hótel
Blönduósi.
Veður hamlaði ferð út á
Skaga
í gærmorgun var ætlunin að
keyra alla leið að Digramúla úti á
Skaga en vegna veðurs var ekki
farið lengra en að Örlygsstöðum í
Skagahreppi þar sem hreppsstjór-
inn býr. Því gat heldur ekki orðið
af fyrirhugaðri skoðun Kálfsham-
arsvíkur og annarra fagurra staða
norðan Örlygsstaða.
Um hádegi snæddi forseti soðinn
lax á heimili Jóns ísberg sýslu-
manns og þar á eftir var Blönduós
skoðaður og trjám plantað í Hrú-
tey.
Síðdegis var opið hús og kafíiveit-
ingar í félagsheimihnu á Blönduósi
fyrir Húnvetninga og aðra sem
vildu hitta forsetann og var fjöl-
mennt.
Áður en heimsókn Vigdísar í
Húnavatnssýslur lauk var ekið að
Þingeyrum þar sem kirkjan var
skoðuð og um Vatnsdal að Þórdís-
arlundi þar sem tijám var plantað
í síðasta sinn í ferðinni.
-hlh
Frá opnu húsi í Vesturhópsskóia við Þorfinnsstaði i Vesturhópi. Agnar J.
Levy, oddviti Þverárhrepps, flutti þar skemmtilega ræðu og létt var yfir
fólki. Oddvitinn stendur þarna aftan viö Vigdisi. Fjær sést kona oddvitans,
Hlff Sigurðardóttir. Kvenfélagskonur höfðu þar, eins og alls staðar annars
staðar á viðkomustöðum forseta í Húnaþingi, útbúið fyrirmyndar kaffiborð.
- DV-mynd Brynjar Gauti
til að heilsa upp á forsetann. Þar, sem annars staðar, settu börnin mikinn svip á móttökuathöfnina. Eftir að hafa
heilsað gróðursetti forseti þrjár birkihrislur. DV-mynd Brynjar Gauti
Frá móttökuathöfninni á Skagaströnd. Adolf J. Berndsen, oddviti Höfðahrepps, ávarpar forseta að viðstöddu marg-
menni í rokinu og rigningunni. Jón ísberg sýslumaður heldur regnhlíf yfir Vigdísi. DV-mynd Brynjar Gauti