Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 41
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
53-í
Fréttir
Flateyri:
Aflabrestur hjá
trillukörlum
Reynir Tiaustason, DV, Flateyri:
Vertíöin hjá trillukörlum á Flat-
eyri hefur algjörlega brugöist í ár og
er algengur samdráttur á afla frá í
fyrra um 40%. Meginástæðan er rysj-
ótt veður svo og hallæri af manna-
völdum, það er sóknarstopp sjávar-
útvegsráöuneytisins.
Konráð Guðbjartsson trillukarl
sagði í viðtali við DV að hann væri
búinn að veiða 27 tonn nú en á sama
tíma í fyrra var hann kominn með
40 tonn. Konráð lýsti óánægju sinni
með stoppdagakeríi ráðuneytisins og
nefndi sem dæmi að í-10 daga stopp-
inu í ágúst hefði bátur sem reri á
aflamarki veitt níu tonn á meðan
aörar trillur lágu bundnar við
bryggju í blíöviðri.
Konráð Guðbjartsson um borö í trillu sinni. Veiðitakmarkanir koma hart niður á trillukörlunum. DV-mynd Reynir.
Hjónin William og Colleen eyddu
brúðkaupsferð sinni á íslandi en þau
eru frá S-Afríku.
DV-mynd Reynir Traustason
Frá S-Afríku til íslands:
Sáu snjó í
fyrsta sínn
á ævinni
William og Colleen Labuschagne
eru ung hjón frá S-Afríku sem dvalið
hafa á Flateyri síðan í fyrrahaust en
eru nú á fórum til síns heima. Að
sögn þeirra hjóna giftu þau sig í fyrra
og héldu til Islands í brúðkaupsferð
og unnu sér inn peninga meö fisk-
vinnslustörfum hjá Hjálmi h/f á Flat-
eyri.
„Þegar við komum til íslands í
fyrrahaust sáum við snjó í fyrsta
sinn á ævinni og við lékum okkur í
nokkra daga við snjókast og aðra
leiki. Það var stórkostleg upplifun,"
sögöu þau William og Colleen. „En
íslenski veturinn var okkur erfiður
því við áttum bara fót sem hentuðu
s-afrísku veðurfari en nú þegar við
yfirgefum ísland að hausti munum
við fagna vori í S-Afríku,“ sögðu þau
að lokum og voru greinilega ánægð
með þá uppstokkun árstíðanna.
Listahátíö á Akureyri:
Tapið
nam 347
þúsundum
Gylfi Kriajánsson, DV, Akureyri:
Halli á þremur listviðburðum á
listahátíö á Akureyri í sumar
nam alls 347 þúsundum króna og
samþykkti menningarmálanefnd
á fundi sínum nýlega að Menn-
ingarsjóöur greiddi þann halla.
A sama fundi var einnig sam-
þykkt tillaga vegna Davíðshúss
og ákveðið aö auglýsa eftir um-
sóknum fyrir árið 1989 sem þyrfti
að skila fyrir septemberlok.
Aukin hlustun
á Ríkisútvarpið
riiu
RIKISUTVARPIÐ
Hlustendur vita greinilega hvaða
miðil er hægt að treysta á í önn dagsins.
Hlustendakönnun SKÁÍS*
fimmtudaginn 25. ágúst sýnir
tvímælalaust aukna hlustun á
Ríkisútvarpið, Rásir 1 og 2. Við þökkum
traustið.
40.1
*Könnunin náði til alls landsins, kannaðir voru sex tímar
yfir daginn. 1488 manns voru spurðir.