Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 48
60
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988.
Fólk í fréttum
Eyjótfiir K. Sigurjónsson
Eyjólfur K. Sigurjónsson er í efna-
hagsnefnd ríkisstjórnarinnar. Eyj-
ólfur Kolbeins fæddist 24. ágúst 1924
í Vestmannaeyjum og lauk námi í
Verslúnarskóla íslands 1943. Hann
var endurskoöandi hjá Birni E.
Árnasyni 1943-1949 og lauk prófi
sem löggiltur endurskoöandi 1949.
Eyjólfur var í framhaldsnámi í end-
urskoðun í Bry ant College og Col-
umbiaháskóla 1949-1950 og vann í
endurskoöunardeild Sameinuöu
þjóöanna 1951-1952. Hann hefur
rekiö sjálfstæða endurskoðunar-
skrifstofu í Rvík frá 1953 og verið
endurskoðandi ÍSAL frá stofnun
1966. Eyjólfur var umdæmisstjóri
Lions á íslandi 1965-1966 og formað-
ur framkværndanefndar bygging-
aráætlunar 1969-1980. Hann var
formaöur stjórnar Verkamannabú-
staða í Rvik 1971-1980 og stjórnar-
formaður Alþýðublaðsins 1974-1975.
Evjólfur var formaður félags lög-
giltra endurskoðenda 1986-1987 og
hefur verið í bankaráði Lands-
bankans frá 1986. Eyjólfur kvæntist
9. júní 1951 Unni Friðþjófsdóttur, f.
28. september 1930, skrifstofumanni.
Foreldrar hennar eru Friðþjófur Ó.
Jóhannesson, afkomandi Skúla
Magnússonar landfógeta, útgerðar-
maður á Vatneyri við Patreksfjörð,
og kona hans, Jóhanna C. Jóhann-
esson. Börn Eyjólfs og Unnar eru
Friðþjófur Karl, f. 7. nóvember 1952,
kennari í Rvík, kvæntur Guðnýju
Gunnarsdóttur menntaskólakenn-
ara; Jóhanna Katrín, f. 19. mars
1954, magister í mannfræði, gift
Áskeli Mássyni tónskáldi; Sigurjón
Árni, f. 14. mars 1957, guðfræðingur
í doktorsnámi í Kiel í Þýskalandi,
kvæntur Martina Brogmus sér-
kennara, og Eyjólfur Kolbeins, f. 28.
júlí 1960, tölvufræðingur í Rvík,
kvæntur Unni Valdimarsdóttur
skrifstofumanni.
Systkini Eyjólfs eru Árni, f. 27. _
september 1925, forstöðumaður Út-
lendingaeftirlitsins, kvæntur Þor-
björgu Kristinsdóttur menntaskóla-
kennara; Líney, f. 7. maí 1928, gift
Matthíasi Matthíassyni, rafvirkja í
Rvík, Þórey Jóhanna, f. 21. maí 1930,
læknir í Rvík; Páll, f. 5. ágúst 1931,
forstjóri ístaks, kvæntur Sigríði
Gísladóttur; Þórhildur Ásthildur, f.
22. júlí 1938, gift Bjarka Elíassyni
yfirlögregluþjóni í Rvik, og Snjólaug
Anna, f. 23. mars 1942, kennari í
Rvík, gift Tryggva Viggóssyni lög-
fræðingi.
Foreldrar Eyjólfs eru Sigurjón Þ.
Árnason, prestur í Rvík, og kona
hans, Þórunn Kolbeins Árnason.
Föðurbróðir Eyjólfs er Björn, afi
Jóns L. Árnasonar stórmeistara.
Föðursystir Eyjólfs er Snjólaug,
amma Guðmundar Árna Stefáns-
sonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði.
Siguijón er sonur Árna, prófasts í
Görðum á Álftanesi, Björnssonar,
af Harðabóndaættinni, bróður Sig-
urðar, afa Magnúsar Magnússonar,
dagskrárgerðarmanns í Edinborg.
Móðir Sigurjóns var Líney, systir
Jóhanns skálds. Líney var dóttir
Sigurjóns, b. á Laxamýri, Jóhannes-
sonar, b. á Laxamýri, Kristjánsson-
ar, ættföður Laxamýrarættarinnar,
bróður Jóns, langafa Jónasar frá
Hriflu.
Þórunn er dóttir Eyjólfs Kolbeins,
prests á Staðarbakka, Eyjólfssonar,
prófasts í Árnesi, Jónssonar, b. á
Kirkjubóli í Skutulsfirði, Þórðar-
sonar, b. í Kjarna í Eyjafirði, Páls-
sonar, ættföður Kjarnaættarinnar.
Móðir Eyjólfs Kolbeins var Elín
Björnsdóttir, prests á Stokkseyri,
Jónssonar, bróður Guðrúnar,
ömmu Sveins Björnssonar forseta.
Móðir Björns var Elísabet Björns-
dóttir, prests í Bólstaðarhlíð, Jóns-
sonar, ættfóður Bólstaðarhlíðarætt-
arinnar. Móðir Þórunnar var Þórey,
systir Þórðar, langafa Jóns Sigurð-
arsonar, forstjóra Álafoss. Þórey
var dóttir Bjarna, b. á Reykhólum,
Eyjólfur K. Sigurjónsson
Þórðarsonar og konu hans, Þóreyjar
Pálsdóttur, b. á Reykhólum, Guð-
mundssonar, bróður Þorbjargar,
langömmu Ólafs Thors. Móðir Þór-
eyjar var Jóhanna Þórðardóttir,
systir Jóns Thoroddsen skálds.
Afmæli
Sigurjon Einarsson
Sigurjón Einarsson sóknarprest-
ur, Klausturvegi 11, Kirkjubæjar-
klaustri, varð sextugur í gær.
Sigurjón fæddist að Austmanns-
dal í Vestur-Barðastrandarsýslu og
ólst upp í Arnarfirðinum. Hann lauk
stúdentsprófi frá VÍ1950, embættis-
prófi í guðfræði viö HÍ1956, stund-
aði framhaldsnám í kirkju- og mið-
aldasögu og almennri trúarbragða-
sögu við háskólann í Vínarborg
1957- 58, við háskólann í Köln
1958- 59, við Erlangenháskóla 1959, í
Kaupmannahöfn 1967-68 og rann-
sóknir á sögu siðbótarinnar í Kaup-
mannahöfn 1975-76.
Siguijón hefur kennt viö ungl-
ingaskólann í Gerðum í Garði; á
Brúarlandi í Mosfellssveit; við
Gagnfræðaskóla Kópavogs; hélt
unglingaskóla á Kirkjubæjar-
klaustri ásamt konu sinni og var
stundakennari við Kirkjubæjar-
skóla. Hann var sóknarprestur í
Brjánslækjarprestakalli 1959-60 og
hefur verið sóknarprestur á Kirkju-
bæjarklaustri frá 1963.
Hann var oddviti Kirkjubæjar-
hrepps 1978-82, sýslunefndarmaður
Vestur-Skaftafellssýslu frá 1986,
kirkjuþingsmaður Suðurlandskjör-
dæmis frá 1985, formaður fræðs-
luráðs Vestur-Skaftafellssýslu
1964-74, í fræðsluráði Suðurlands
frá 1982 og í skólanefnd Fjölbrauta-
skóla Suöurlands frá 1982 auk fleiri
trúnaðarstarfa.
Kona Sigurjóns er Jóna Þorsteins-
dóttir bókasafnsfræðingur, f. 21.2.
1927, dóttir Þorsteins Kristjánsson-
ar, sóknarprests í Sauðlauksdal, en
hann fórst með ms Þormóði í febrú-
ar 1943, og konu hans, Guðrúnar P.
Jónsdóttur.
Börn Sigurjóns og Jónu eru: Æsa,
f. 23.9.1959, listfræðingur, búsett í
París, gift Daniel Baussien, verk-
fræðingi og tónlistarmanni, og Ket-
ill, f. 19.8.1966, lögfræðinemi. Sam-
býliskona hans er Inga Ingvars-
dóttir lögfræðinemi.
Uppeldissystkini Sigurjóns eru:
Stefán Tnoroddsen, f. 12.6.1922, fv.
útibússtjóri Búnaðarbankans í vest-
urbæjarútibúi, kvæntur Erlu Hann-
esdóttur frá Bíldudal; og Rut Saló-
monsdóttir, húsmóðir á Patreks-
firði, gift Ölver Jóhannessyni verk-
stjóra.
Foreldrar Sigurjóns voru Einar
Bogi Gíslason, b. og sjómaður á
Bakka í Arnarfirði, og kona hans,
Vigdís Andrésdóttir ljósmóðir. Föð-
ursystir Sigurjóns er Ragnhildur,
ekkja Ólafs Þ. Kristjánssonar skóla-
stjóra, móðir Kristjáns Bersa skóla-
meistara. Einar var sonur Gísla, b.
á Króki í Selárdal, Árnasonar, b. á
Öskubrekku, Árnasonar, b. í Neðri-
Bæ, Gíslasonar, prests í Selárdal,
Einarssonar, Skálholtsrektors,
Jónssonar, langafa Guðnýjar,
ömmu Halldórs Laxness. Móðir
Árna í Neðri-Bæ var Ragnheiður
Sigurjón Einarsson
Bogadóttir, b. í Hrappsey, Bene-
diktssonar, ættfóður Hrappseyjar-
ættarinnar, langafa Sigurðar Breið-
fjörð. Móðir Gísla á Króki var Jó-
hanna Einarsdóttir, prests í Selárd-
al, Gíslasonar, bróður Árna í Neðri-
Bæ. Móðir Einars var Ragnhildur
Jensdóttir, b. í Feigsdal Gíslasonar.
Móðursystir Sigurjóns var Ólína,
móðir Stefáns, uppeldisbróður Sig-
urjóns, og Magdalenu, móður Halld-
óru Þorvarðardóttur, prests í
Fellsmúla. Vigdís var dóttir Andrés-
ar, b. á Efri-Vaðli á Barðaströnd,
Björnssonar, b. á Grænhóli, Sig-
urðssonar. Móðir Vigdísar var Jóna
Einarsdóttir, vinnumanns í Siglu-
nesi, Guðbrandssonar.
Tfl hamingju með daginn
90 ára__________________________
Benedikt ólafsson,
Skipagötu 5, Akureyri.
Þuriður Jónasdóttir,
Yrsufelli 28, Reykjavik.
Guðbjörn Benediktsson,
Dalbraut25, Reykjavík. Hann verð-
ur ekki heima á afmælisdaginn.
85 ára
Sigurður Sv. Sigiujónsson
Hellisbraut 11, Neshreppi.
80 ára
Maris Haraidsson,
Dalbraut 20, ReyKjavík.
Rögnvaldur Jónsson,
Flugumýrarhvammi, Akrahreppi.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Snorrabraut 58, Reykjavík.
75 ára
Stefán Þorsteinsson,
Grundarbraut 44, Ólafsvík.
Jóhannes Guðmundsson,
Syðri-Þverá, Þverárhreppi.
Björg Sæmundsdóttir,
Aðalstræti 87, Patreksfirði.
70 ára
Þórður Eyjólfsson,
Aðalstræti 16, Bolungarvík.
Regina Guðmundsdóttir,
Nónvöröu 6, Keflavík.
60 ára
Logi Jónsson,
Kleppsvegi 8, Reykjavík.
Sigurjón Friðriksson,
Ytri-Hlíð 2, Vopnafirði.
Kristján Valgeirsson,
Rauöarárstíg 30, Reykjavík.
50 ára
Agnar Þór'Aðalsteinsson,
Sléttuhrauni 15, Hafharfirði.
Helgi Þór Jónsson,
Urðarteigi, Berunesi.
Eggert Eggertsson,
Sunnuhlíð 8, Akureyri.
Jón Þorgeirsson,
Ægisgrund 16, Garðabæ.
40 ára _________________________
Ólafía S. Magnúsdóttir,
Bakkaseli 36, Reykjavík.
Guðlaugur Ævar Hilmarsson,
Stapasíðu 13B, Akureyri.
Jens Jónsson,
Garðsvík, Svalbarðsstrandar-
hreppi.
Jón Vigfússon,
Efri-Brúnavöllum II, Skeiðahreppi.
Þorgeir Vigfússon,
Efri-Brúnavöllum B, Skeiöahreppi.
Sigurður Andrésson,
Brekkulandi 6, Mosfellsbæ.
ólafía Ingibjörg Gísladóttir,
Hlíðartúni 22, Höfn í Hornafirði.
Herdís Jónsdóttir,
Rjúpufelli 8, Reykjavík.
Olafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson stýrimaöur,
Sólheimum 27, Reykjavík, er fimm-
tugurídag.
Olafur fæddist í Keflavík en ólst
upp á ísafirði og í Borgarnesi. Hann
lauk fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1963
og síðar farmannaprófi við sama
skóla 1980.
Ölafur var háseti og stýrimaður á
farskipum, bátum og togurum frá
1952 en eftir 1980 hefur hann verið
stýrimaður á farskipum, síðustu
árin hjá Ríkisskip. Hann er nú yfir-
stýrimaður og afleysingaskipstjóri á
ms. Esju.
Ólafur er kvæntur Guðbjörgu
Pálmadóttur, dóttur Pálma Sigurðs-
sonar, fv. skipstjóra, og Stefaníu
Marinósdóttur frá Vestmannaeyj-
um en þau eru nú búsett í Garðabæ.
Ólafur og Guðbjörg eiga eina dótt-
ur, Rósu, f. 21.1.1971, en hún er
símastúlka hjá leigubílastööinni
Hreyfli í Reykjavík. Guðbjörg á tvær
dætur frá fyrra hjónabandi. Þær
eru: María Kristín, f. 17.1.1962, fisk-
vinnslustúlka í Reykjavík, en sam-
býlismaður hennar er Hörður Inga-
son; og Hafdís, f. 24.7.1964 en sam-
býlismaður hennar er Oddur Gunn-
ar Hauksson. Ólafur átti eina dóttur
fyrir hjónaband. Hún er Ragnhildur
Halldóra, f. 24.5.1964, en sambýhs-
maður hennar er sænskur og búa
þau í Svíþjóð. Móðir Ragnhildar er
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Olafur á þrjú systkini samfeðra.
Ólafur Ragnarsson
Þau eru: Elín Jóna, búsett í Noregi;
Ragnhildur Helga, búsett í Borg-
arnesi; og Brynjar, búsettur í Garði.
Ólafur á fimm systkini sam-
mæðra. Þau eru: Kristbjörg Mark-
úsdóttir, búsett í Hveragerði; Guð-
mundur Þ. Guömundsson, búsettur
í Reykjavík; Ragna Moyjer, búsett í
Bandaríkjunum; og Pétur og Karl
Wooton, búsettir á Englandi, en þar
hefur Auður móðir þeirra verið gift
og búsett um áratuga skeið.
Foreldrar Ólafs eru: Ragnar Ás-
mundsson, fv. verkamaður og hús-
vörður við grunnskólann í Borgar-
nesi, og Auður Ólafsdóttir frá Hnífs-
dal. Þau slitu samvistum. Ragnar
giftist síðar Halldóru Jónsdóttur og
ólst Ólafur upp að mestu leyti hjá
þeim, fóður sínum og fósturmóður
í Borgarnesi.
Leiðréttingar
í grein um Einar Odd Kristjáns-
son, 16. ágúst, var ranghermt frá
móður Herdísar og Ólínu Andrés-
dætra. Hún hét Sesselja Jónsdóttir
og var einnig móðir Maríu Andrés-
dóttur í Stykkishólmi.
Rangfærslur urðu í grein um Ólaf
Ólafsson 13. ágúst. Móðir Áslaugar
Jónsdóttur, konu Ingvars Vil-
hjálmssonar, var Sigríður Ásgeirs-
dóttir, b. á Lambastöðum, Finn-
bogasonar, og konu hans, Ragn-
hildar Ólafsdóttur, b. í Bakkakoti í
Bæjarsveit, Sigurðssonar, sem fyrr
átti Ólaf Ólafsson á Lundum, og
voru þau foreldrar Ólafs í Lind-
arbæ, fóöur Ólafs.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hveturafmælisbörn og aðstand-
endur þeirra til að senda því myndir
og upplýsingar um frændgarð og
starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar
þurfa að berast í síðasta lagi tveimur
dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir