Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1988, Qupperneq 52
FRETT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1988. Hættuástand er á Ólafsfírði: 70 íbúðarhús yfirgefin vegna aurskriðuhættu - enginn hefur slasast þrátt fyrir að sjö skriður hafi fallið á bæinn Ajgjört neyöarástand hefur rikt á Ólafsfiröi siðasta sólarhring. Margar aurskriður hafa falliö úr fjallinu Tindaöxl, ofan við bæinn. Gífurlegt vatnsveöur hefur verið á ÓlafsfirðL Tvær skriöanna hafa veriö öðrum stærri. Sú fyrri féll um klukkan hálffjögur í gærdag og hin um kvöldmatarleytið. Almannavarnanefnd Óiafsfiarð- ar lýsti yfir hættuástandi í gær. í dag verður metið hvort því veröur aflétt. Skýjað er á Ólafsfirði og því litlar líkur á aö hættuástandi verði aflétt. Þó kemur þaö til greina í skamman tíma i dag. Vatnsveðrinu slotaði rnikið í nótt. Gert er ráð fyrir rigningu síðar í dag. íbúar um sjötíu íbúðárhúsa, sem standa efst í bænum, hafa oröið að yfirgefa hús sín. íbúar þeirra húsa gistu ýmist hjá vinum og vandamönnum, sem búar neðar í bænum, eða voru í Gagnfræðaskólanum i nótt. Engin slys hafa orðið á fólki. Þó mátti litíu muna er skriða féll um miöjan dag í gær. Skriðan hreif með sér tvo bfla. f öörum bilnum voru hjón með ungt barn. Þrátt fyrir að bflhnn bærist töluvert meö skriðunni sakaði fólkið ekki. Allt aö 30 sentímetra vatn á götum Auk aurskriðanna, sem hafa valdiö miklu eignatjóni, eru götur í neðri hluta bæjarins undir vatni. Vatnið nemur víða tuttugu til þrjá- tiu sentímetrum á dýpt. Niöurfoli eru mörg hver stífluð eöa anna ekki hinum mikla vatnselg sem er á götunum. Drykkjarvatn bæj- arbúa er mengað af óhreinindum. Flugvöllurinn er óíær sökum vatns og aurbleytu. Brim í firðinum er mikiö og stendur það beint á höfn- ina. Höfnin á Ólafsfirði hefur veriö mjög erfið vegna þess hversu mik- ill sandur berst í hana þegar vind- átt er af noröaustri eins og nú. Mikið tjón fyrirsjáanlegt Fyrsta skriðan, sem féllúrTinda- öxl, féll í gærmorgun. Þá var al- mannavarnanefnd staðarins köll- uð út, svo og björgunarsveitir. f efri hluta bæjarins hafa mörg íbúöarhús, garöar, götur og fleiri mannvirki orðiö illa úti. Aur og grjót hefur víða komist i kjallara húsa. í neðri hluta bæjarins.hefur vatn náð að flæða inn í hús. í morgun hófst fundur almanna- vamanefiidar. Á fundinum átti að ákveða hvort hættuástandinu yrði aflétt. Eftir er aö meta tjónið sem orðiö hefur á Ólafsfirði. Greinilegt er að það er gífurlega mikið. -sme Hættuástand: Landhelgis- ' gæsluþyrian er til taks á Akureyri „Viö höfum flutt þyrlu Landhelgis- gæslunnar til Akureyrar. Hún er höfð þar ef eitthvað kemur fyrir fólk á Ólafsfirði eða Siglufirði. Báöir þess- ir staðir em einangraðir sökum vegaskemmda," sagði Guðjón Pet- ersen, framkvæmdastjóri Álmanna- varna ríkisins. Flugvöllurinn á Ólafsfiröi er ófær sökum aurbleytu. Höfnin er illfær þar sem brimið stendur á höfnina. Vegurinn um Ólafsfjaröarmúla er ófær. Á hann hafa fallið margar skriður. Lágheiði er einnig ófær þar sem skörð hafa komið í vegi beggja vegna heiðarinnar. -sme LOKI Þaö fór greinilega allt í hundana um helgina Tíkin Contessa var valin fallegasti hundurinn á hundasýningu HRFi sem haldin var í Reiðhöllinni í gær. Á mynd- inni eru einnig annar dómaranna, Ole Staunskjær, og Sonja Felton, eigandi verðlaunahundsins. Alls voru 170 hundar sýndir og þótti hátíðin heppnast vel. DV-mynd S 5 laxakvíar rak á land: Tjónið losar 30 milljónir „Það rak fimm kvíar með laxaseið- um upp á land í veðrinu í fyrrinótt og um 250 þúsund seiði drápust. Tjónið losar um 30 milljónir, en við vitum enn ekki hve mikið kvíarnar eru skemmdar. Þær voru allar á legu á víkinni við höfnina í Straumsvík. Við vorum með fleiri kvíar með fiski utar, en þær sluppu alveg,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, einn eigenda Haflax hf., við DV í morgun. Kvíamar hafa verið dregnar út á sjó aftur og verður fljótlega hægt að kanna skemmdirnar á þeim. Þrátt fyrir þetta tjón sagði Álfheiður að það yrðu líklega keypt ný seiði, en yfrið nóg væri af seiðum í landinu. Hafi Haflax veriö með laxakvíar við Straumsvíkurhöfn undanfarin 3 ár og ekki ástæða til að leggja upp laup- ana. „Þarna var allt sem hjálpaðist að. Veðrið var snarvitlaust og um leið stærsti straumur ársins. Norðanátt- in var einnig mjög óhagstæð fyrir okkur, en þá blæs beint inn í Straumsvíkurhöfn. Við höfum veriö með kvíar þarna í tvo vetur, en kall- arnir þarna segja þetta það lang- versta sem þeir hafa séð.“ -hlh Kalt áfram Norðan- og norðaustanátt verður um allt land, víðast 5-7 vindstig, rigning á Norður- og Norðaustur- landi en úrkomulítið fyrir sunnan. Hiti verður á bilinu 5-12 stig. Hrímbakur EA: Ungur piltur missti framan af fæti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ungur piltur á togaranum Hrím- bak frá Akureyri missti allar tær af öðrum fæti og framan af ristinni er hann varð fyrir slysi fyrir helgina. Skipiö var aö veiðum úti fyrir Norðurlandi er slysið varð. Klemmd- ist pilturinn í skutrennuloka með þessum afleiðingum. Hann var flutt- ur í land á Siglufirði og þaöan í bíl til Akureyrar en unniö hefur veriö að rannsókn málsins um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.