Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. 21 LífsstíU Verslunarhúsnæði í höfuðborginni: Offramboð en þó byggt meira Tómir rekkar og hiliur. Myndin er tekin á Eiðistorgi. DV-myndir KAE húsnæði á jarðhæð. Þama var til Offjárfesting húsa tölvuþjónustan Andi en henni og hár fjármagns- var lokaö fyrir skömmu. Húsnæðið kostnaður er til leigu. Ef undan er skilið húsnæðið á Einnig má sjá merki um sam- horni Snorrabrautar og Hverfis- drátt á Laugaveginum. Þar hafa götu og húsnæði Kjötbæjar eiga nokkrar verslanir lokað að undan- allir þessir staðir eitt sameiginlegt. Verslun að loka i Kringlunni. Versþtnum er lokað og engin kem- ur í staðinn. Þetta er að verða dag- legt brauð í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta er enn verið að byggja hús- næði undir verslanir. Dæmi um stóra verslunarmiðstöð í byggingu er „litla Kringla", versltmarmið- stöð sem verið er að byggja í nýja miðbænum, við hlið Kringlunnar. Dæmi eru um verslunarhúsnæði á besta stað sem ekki hefur tekist að leigja og því staðið autt svo mánuðum skiptir. Slíkt húsnæði er að finna í versl- unarmiðstööinni á Eiðistorgi á Seltjarnamesi. Torgið er hjarta bæjarfélagsins og mikið um versl- anir. Það er þó eins og ekki hafi gengið sem skyldi að reka verslun á þessum stað. Þar skipta verslanir Neytendur oft um eigendur og öðrum er hrein- lega lokað. Á annarri hæð við torg- ið er húsnæði sem hefur verið til leigu allt þetta ár a.m.k. en ekki tekist að fá leigjendur. En þetta er ekki eina ónýtta versl- unarhúsnæðið við Eiðistorg. Að minnsta kosti tvær aðrar verslanir hafa lokað að undanfornu og er ekki að sjá að húsnæði þeirra hafi verið ráðstafað enn. Verslunareigendur við torgið segjast þó sjá fram á betri tíð með blóm í haga. Ástæðan er sú að Hagkaup hefur yfirtekið húsnæði Nýjabæjar og telja verslunareig- endur að ef tilvist Hagkaups á þess- um stað glæði hann ekki lífi þá geti ekkert bjargað honum. Erfiðleikar í Kringlunni En það er ekki bara við Eiðistorg sem sjá má merki um sámdrátt í verslun. Teikn era á lofti í Kringl- unni, sjálfu musteri íslenskrar smásöluverslunar. Þar er ein versl- un að leggja upp laupana þótt hús- næði hennar hafi sjálfsagt þegar verið ráðstafað. Á efstu hæð Kringlunnar er að finna stórt húsnæði sem ekki hefur verið nýtt nema endram og eins. Þar var til að mynda haldinn bóka- markaður og síðar sameinuðust nokkur tölvufyrirtæki um að halda þar útsölu á tölvuvöram. Að öðra leyti stendur þetta húsnæði ónotað og getur það varla verið hagkvæmt. Gamli miðbærinn Frá Kringlunni og niður í gamla miðbæinn. Þar er einnig að sjá merki um samdrátt. Á Snorrabraut, milli Laugavegar og Hverfisgötu, er stórt húsnæði sem ekki er nýtt til neins. Þarna var áður til húsa ferðaskrifstofan Terra sem lagði upp laupana síð- astliðinn vetur. Síðan þá hefur þetta húsnæði staðið autt þrátt fyr- ir að það sé í nýbyggöu glæsihúsi á besta stað í bænum. Þar skammt frá, á horni Hverfis- götu og Snorrabrautar, er að finna autt húsnæði. Þar hafa ýmsar verslanir tyllt niður fæti en ekki enst. Nú síðast var þarna sérversl- un með brimbretti og allt sem þeim fylgir. Nú stendur húsnæðið autt, engum til gagns. Beint á móti, í stórhýsi Alþýðu- bandalagsins á Hverfisgötu 115, er einnig að finna autt verslunar- fórnu en yfirleitt komiö aörar í staöinn. Síðasta dæmið er verslun- in Kjötbær en talsvert er síðan henni var lokað. Ekkert hefur kom- ið í staðinn né hefur Kjötbær opnað að nýju. Það er hins vegar ljóst að ekki er hagkvæmt að láta verslun- arhúsnæði standa autt við Lauga- veginn þar sem það er dýrast. Þeir era allir í nýjum byggingum og á góðum staö. Það er bara ekki vel gerlegt að reka verslun ef fjár- magns- eða leigukostnaður tekur of stóran hluta af veltunni. Til að starfa við slík skilyrði þarf viðkomandi verslun að vera ansi stöndug. -PLP Verslunarhúsnæðl til leigu á Hverfisgötu 115. Enn við Eiðistorg. Þetta húsnæði hefur staðið autt svo mánuðum skiptir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.