Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. Erlend myndsjá Það eru ekki bara kúrdar sem halda því fram að írakar beiti efnavopnum í hernaði sínum. Hér má sjá íranska byltingarverði ásamt dreng með íraska sprengju sem þeir fullyrða að hafi innihaldið efnavopn. Simamynd Reuter Kúrdar á flétta Skæruliðahópur kúrda heldur því fram að íraskir hermenn hafi drepið eða sært fleiri þúsund kúrda með efnavopnum. Krefjast skæruliöarnir að óháðir aðilar, svo sem Sam- einuðu þjóðimar, Amnesty Intemational og Alþjóða nefnd Rauða krossins, rannsaki mál- ið í þeim sextiu og flmm þorpum í norðaustur- hluta íraks þar sem efnavopnum á að hafa verið beitt. Nú dvelja um hundraö þústrnd kúrdar í Tyrklandi þangað sem þeir hafa flúið frá írak síðustu daga. Bardagar milh íraka og skæru- liða kúrda eru sagðir halda áfram. Konur og börn hafa komið sér fyrir í flótta- mannabúðunum þar sem þau munu dvelja um óákveðinn tima. Símamynd Reuter Þúsundir kúrda, þar á meðal konur og börn, á flótta frá írak til Tyrkiands þar sem þeir hafa fengið dvalarleyfi. Íraskir hermenn eru sagðir halda áfram árásum sínum á bæi kúrda í norðurhluta íraks. Simamynd Reuter mmí Bænastund i flóttamannabúöum. Myndin er tekin i dal nokkrum í Tyrklandi um einn kíló- metra frá landamærum íraks. Simamynd Reuter Tyrkneskir hermenn standa vörð um hóp kúrda sem lögðu niður vopn sín eftir að hafa flúið frá írak til Tyrklands vegna árása íraska hersins. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.