Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 19 Einn með bíladellu Kenneth Behring, sem eitt sinn seldi notaöa bíla, hafði alla tíð átt sér draum. í staö þess aö selja bOa vildi hann eiga sérstaka bíla. Nú hefur hann látið draum sinn rætast. Behr- ing, sem er sextugur, er í dag marg- faldur milljónamæringur og bíla- safnið hans er shkt að sérhver olíu- fursti þætti fullsæmdur af. Auðæfi sín hefur hann öðlast með fasteigna- viðskiptum. í dag opnar hann fyrir almenning Behring feafnið, skammt utan við San Fransisco. í safninu, sem er höll úr gleri og graníti og kostaði litlar fimm hundruð og fimmtíu milljónir króna í byggingu, ætlar hann að hafa úrval- ið af tvö hundruð og fimmtíu bíla flota sínum til sýnis. Sjálfur áætlar Behring að bílar hans séu að virði samtals tæplega fimm milljarðar króna. Sumir þeirra eru reyndar svo verö- mætir að hann geymir þá inni á stofugólfi í húsinu sínu sem er að sjálfsögðu búið fullkomnu þjófavam- arkerfi. í safninu verða margir eðalvagn- amir til sýnis og liggur mikil saga á bak við suma þeirra. Einn þeirra, 1926 árgerð af Isotta Fraschini, var í eigu Rudolph Valentinos. Dekkin undir honum eru algerlega úr hvítu gúmmíi. Annar var í eigu Ðorothy di Frasso greifynju. Það er Rolls Ro- yce Phantom II, árgerð 1933. Greifynjan, sem dó í svefni árið 1954, með skargripi fyrir um tíu milljónir króna um hálsinn, lét sér- smíða bílinn fyrir sig. Var það til að slá út helsta keppinaut hennar í Hollywood á þeim tíma, Constance Bennett. Bíllinn var hannaður með kvenlegum línum og sérstaklega til þess gerður að hægt væri aö bera Kenneth Behring, sem eitt sinn seldi notaða bíla en lét sig alltaf dreyma um að eiga glæsilega bíla, strýkur hér hendinni yfir Hispano-Suiza bíl sinn sem kostar um það bil tvö hundruð milljónir. barðastóra hatta í honum. finnst mest til koma er annar af Einn af þeim bílum sem Behring tveimur Hispano-Suiza bílum, sem smíðaðir voru fyrir bresku Rotschild bankafjölskylduna. Hann á einimgis þann sem var hannaöur fyrir karl- inn, en hinn var fyrir konuna. Behr- ing segist hafa þurft að kaupa 150 bíla frá safnara í Suður-Kaliforníu til aö fá þennan bíl og tvo eða þrjá aðra sem honum leist vel á. Afganginn seldi hann strax aftur. í safni hans er grár og svartur Mercedes Benz frá árinu 1939. Þessi bíll er merkilegur fyrir þær sakir að hann var í eigu Adolfs Hitler. Bíllinn er skotheldur og rúðurnar í honum eru fimm sentímetrar að þykkt. Bíll- inn er ekki á besta stað í safninu og segir Behring ástæðu þess vera þá að sér finnist hann ljótur, ekki nógu listrænn, en honum finnst bílarnir sínir vera list sem eigi eftir að stand- ast tímans tönn. Behring, sem á svæðið sem safnið stendur á, hefur nýverið byggt sér hús rétt viö safnið. Stofan í húsinu er byggð sérstaklega utan um sjö bíla sem hann heldur sérstaklega mikið upp á. Þar er Duesenberg blæjubíll frá árinu 1935 með 265 hestafla vél sem Clark Gable átti og var á þegar hann heillaði Carole Lombard upp úr skónum. Nokkur skref í burtu er Bugatti frá árinu 1939, sem franska ríkisstjómin gaf íranskeisara í brúð- argjöf. Behring segist ætla að verja því sem eftir er af lífinu til að bæta við bílasafn sitt, og segist ætla að verða sér úti um sem flestar perlur úr sögu bílanna. Fyrsti bíllinn, sem Behring eignaö- ist, var tvennra dyra Pontiac, árgerð 1928, sem kostaði þrjú þúsund og fimm hundruð krónur. Fjendur friðmælast Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur ekki alltaf átt þægileg éða skemmtileg samskipti við frétta- mennina sem starfa við það að afla frétta úr Hvíta húsinu. Mörgum finnst hann gera allt of lítið að því aö tala viö blaðamenn og halda blaðamannafundi. Á síðari tímum eru þaö tveir bandarískir forsetar sem minnst samskipti hafa átt við fjölmiðlafólk. Reagan forseti vökvar nýgróður- setta rauðviðarplöntu á búgarði sin- um, Rancho del Cielo, i Kalifornfu sfðastliðinn laugardag. Nancy Re- agan fylgist áhugasöm með. Það eru þeir Ronald Reagan og Ric- hard Nixon. Það er því athyglisvert að það eru einmitt þessir tveir forset- ar sem náð hafa mestum vinsældum meðal bandarísku þjóðarinnar og unnið stærstu kosningasigrana. Ef til vill er þetta umhugsunarefni fyrir bandaríska stjórnmálamenn, og reyndar stjórnmálamenn alls staðar. Hætta að tala við blaðamenn og vin- sældirnar eru tryggðar. Fjölmiðlar hafa reynt allt hvað af- tekur að ráðast á Reagan og gera hann tortryggilegan í augum banda- rísku þjóðarinnar en hann hlær að öllu saman og passar sig á að láta fréttamenn aldrei ná tali af sér nema þá helst undir hávaða af þyrluspöð- um og má með sanni segja að kalt stríð hafi ríkt á milli forsetans og fjöl- miöla þótt eldheitt ástarævintýri hafl á sama tíma staðið yfir á milli forset- ans og þjóðarinnar. En fjendur friðmælast á hátiðar- stundum og nú líður aö því að Reag- an láti af embætti og flytji aftur heim til Kaliforníu. í tilefni þessara tíma- móta ákvað Hvíta húss pressan aö gefa íjandvini sínum gjöf og fyrir valinu varö rauöviöartré sem að sjálfsögðu var gróðursett á búgarði forsetans í Kaliforníu, Rancho del Cielo. Sennilega hefur gleöi frétta- mannanna verið slík að hugsa til þess aö þeir losna senn viö Reagan og fá fómarlamb sem þeir eiga í fullu tré við. Þessir öryggisveróir þurfa nú ekki aö gera upptækt áfengi hjá ólympiuþátt- takendum. Nú mega iþróttamennirnir teyga allt það áfengi sem þeir geta i sig látlð. Grænt ljós á sukk Mikil gleöi braust út meöal þeirra íþróttamanna, sem þegar eru komnir til Seoul til aö taka þátt í ólympíu- leikunum, þegar yfirvöld í ólympiu- þorpinu ákváöu aö nema úr gildi áfengisbann sem þar hafði gilt. Nú munu íþróttamennirnir geta skálaö fyrir unnum sigrum og einnig drekkt sorgum sínum ef svo ber undir. Forráöamenn erlendra hópa kvört- uðu eftir aö öryggisverðir höföu gert upptækt brennivín sem bandarískir og hollenskir íþróttamenn reyndu að smygla inn í þorpiö. Banninu var aflétt nokkrum klukkustundum síð- ar. Þessi ákvöröun vakti sérstaka ánægju hjá Frökkum. Þeir hafa þeg- ar gert ráðstafanir til að fá þrjá bfl- farma af víni senda til ólympíuliðs síns. Og svo héldu sumir að áfengi heföi slæm áhrif á getu íþróttafólks! Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Bruce Willis og Demi Moore kona hans eiga von á stúlkubarni síöar í þessum mánuði. Reyndar átti það að vera leyndarmál hvert kyn barnsins væri, en Bruce, sem viröist eiga dálítiö erfitt með að halda nokkru leyndu, glopraði kyninu út úr sér alveg óvart. Hann sagði að sér þætti það vera sérlega spennandi að verða faðir, og að hann vildi gjarnan kenna væntanlegu barni að hlæja, og bætti svo við að það fyrsta sem hann myndi gera væri að kenna henni að hlæja. Það er svona að klikka á smáatriðunum. Joan Kennedy fyrrum eiginkona Edwards Kennedy og móðir barnanna hans, lenti heldur betur í því um daginn. Hún var langt komin meö að skrifa bók, þar sem hún lýsir baráttu sinni og sigri gegn áfeng- inu, er hún var tekin fyrir að aka ofurölvi. Vesalings konan er enn- þá alveg miður sín eftir að yngri sonur hennar, Patrick, þurfti að gangast undir skuröaögerö vegna æxlis. Það er eðlilegt að þetta valdi ótta hjá Joan, því að hér áður fyrr missti eldri sonur henn- ar annan fótinn af völdum krabbameins. Eddie Murphy var víst ekki til sóma á dögunum þegar verið var að kvikmynda síðustu mynd hans og lá viö oftar en einu sinni að hann myndi lenda í slagsmálum viö John Landis sem var leikstjóri þeirrar myndar. Einnig var hann alltaf seinn og dónalegur viö leikbún- ingastjórann, sem reyndar var eiginkona Landis. Myndin er tal- in verða góð, en Murphy hefur neitaö aö vinna nokkurn tímann aftur með Landis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.