Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 15 Gerum Mývatnssveit að þjóðgarði Náttúru Mývatnssveitar stafar vaxandi hætta af mannvist og ágangi. Náttúran hefur breyst mik- ið af völdum ræktunar, bygginga, vegagerðar og verksmiðju, ekki síst á sl. 30 árum. Hægt er að benda á ótal dæmi um náttúruspjöll af völd- um alls þessa, þ.e. jarðrask, t.d. hóla sem teknir hafa verið til ofaní- burðár í vegi eða rutt í burtu vegna bygginga. Tveir af hinum frægu gervigígum á Skútustöðum hafa t.d. verið teknir, annar í vegi, hinn til að rýma fyrir leikvelli við barna- skólann. Gljúfurversvirkjun Hefðbundinn landbúnaður var fram á fimmta og sjötta áratug þessarar aldar hluti af vistkerfi svæðisins. Bændur höíðu ekki yfir að ráða tækni til umtalsverðra breytinga á náttúrunni. Þá komu annars vegar Kísihðjan en hins vegar áform um stóra virkjun og vatnsveitur í grennd Mývatns, svo- kaUaða Gljúfurversvirkjun. í virkjunarmálinu stóðu Mývetn- ingar og margir aðrir Þingeyingar saman og hrundu þeirri áætlun í félagi við aðra náttúruverndar- sinna meö hatrammri baráttu sem m.a. var notað dínamit í, sæUar minningar, er stíflan við Hólskvísl við upptök Laxár var eyðUögð. Sá atburður var jafnframt einn af stærstu vendipunktunum í sögu náttúruverndar á íslandi. Verksmiðjan Öðru máU gegndi um Kísiliðjuna. Þar var engin samstaða og and- stæðingar hennar hafa bæði fyrr og nú verið kafkeyrðir sem aftur- haldssamir úrtölumenn. Með KisU- iðjunni jókst mannvist stórkost- lega svo og jarðrask. Með henni náði gullgrafarahugsunarháttur- inn yfirhöndinni og öU urðum við á einn eða annan máta háð henni. Hún megnaði aö magna upp illdeU- ur í sveitinni. Lífæð sveitarinnar varð ekki lengur heíðbundinn landbúnaður. Vitaskuld skyldi enginn hafa neitt við blómlegt atvinnulíf að at- huga né fjölskrúðugra manhlíf þótt deUt sé um þessa þætti. En þegar lífríki einstaks svæðis frá náttúr- unnar hendi er ógnað hefði verið ástæða til að staldra viö og spyrja spurninganna fyrirfram. Enginn veit með nokkurri vissu hvaða áhrif efnisnámið úr botni Mývatns hefur á lífríkið, allra síst til lang- frama. Enginn veit heldur hversu mikil áhrif vaxandi mannvist og ferðamannastraumur hafa á hin viðkvæmu vistkerfi. Rannsóknir eftir á eru góðra gjalda verðar en svara ekki spurn- ingunum sem þurfti að spyija fyrir 20-25 árum þegar ráöist var í tU- tækið. „ . .. að bjarga vatninu“ Á hinn bóginn er röksemdafærsla fylgismanna efnistöku Kísihðjunn- KjaUaiirm Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í Mývatnssveit ar svo ósvífin að því er haldið fram í fúlustu alvöru að efnistakan muni bjarga vatninu frá því að fyUast upp! Efnisnám bjargar ekki vatninu. Efnisnám er röskun á lífríkinu og er shk röskun í fullkominni mót- sögn við það að lofa náttúrunni að hafa sinn gang og fylla upp vatnið eða hluta þess. Hugmyndin um að efnisnám raski ekki er fráleit. Fyr- ir utan allt þetta er Kísihðjan sjálf og nánasta umhverfi hennar and- styggilegt sjónlýti. Þegar Mývatns- og Laxársvæðið var friðlýst með sérstökum lögum 19.74 var það gert á þann hátt vegna þess að svæðið er í einkaeign. Væri svæðið í þjóðareign hefði verið miklu einfaldara að lýsa það sem þjóðgarð. En er ekki tími til kom- inn að fara að huga að því að gera Mývatnssveit að þjóðgarði og leggja atvinnustarfsemi niður í áfóngum? KísiUðjuna að sjálfsögðu í fyrsta áfanga. Er nokkuð fráleitt að hugsa sér að safnað verði fé inn- anlands og utan til að gera þennan fagra draum að veruleika? Ingölfur Á. Jóhannesson „En er ekki tími til kominn að fara að huga að því að gera Mývatnssveit að þjóðgarði og leggja atvinnustarfsemi niður 1 áföngum?“ „Með Kísiliðjunni jókst mannvist stórkostlega svo og jarðrask," segir greinarhöfundur. Flugslysin og flugkennslan Nýútkomin skýrsla um flugör- yggismál hefur að vonum vakið talsverðar umræður manna á með- al. Inn í þær blandast svo nýlegt flugslys við Reykjavíkurflugvöll sem vakti víst marga til umhugs- unar um hvað mögulega gæti gerst ef eitthvað ber út af. Þvi er ekki að leyna að margur maöurinn, bæði fréttamenn og aðrir, hafa rætt þetta í samhengi. Má segja að þaö sé ekki óeðlilegt en verður stundum til þess að blandað er saman óskyldum hlutum. í fyrrgreindri skýrslu er meöal annars íjallað um flugkennslu hér- lendis og hún gagnrýnd nokkuö. Þeir sem stunda flugkennslu og rekstur flugskóla verða að sjálf- sögðu að taka gagnrýni og gaum- gæfa hana. Til gagnrýninnar verð- ur líka að gera kröfur. Þegar ábyrg- ir aðilar, eins og hér hafa um fjall- að, setja hana fram verður hún aö vera sanngjöm og byggð á stað- reyndum en ekki hleypidómum. í skýrslu þessari er sér í lagi vikið að flugkennslu úti á landsbyggð- inni og tilvera hennar ein og sér er væntanlega ein af stærri orsök- um flugslysa og óhappa hér á landi því nefndin leggur eindregið.til aö hún sé aflögð með öllu og flug- kennsla fari hvergi fram nema á Akureyri og að sjálfsögðu í Reykja- vík. Þung rök Nú hlýtur nefndin aö hafa þung rök fyrir þessari niðurstöðu. Ástæður hennar hljóta að vera þær að flugmenn, sem lært hafa hjá þessum flugskólum, eigi hlutfalís- lega meiri hlut að flugslysum og óhöppum en aðrir. Nefndarmenn hljóta aö hafa kynnt sér rekstur flugskólanna og fullvissað sig um að flugkennslu og þjálfun sé þarna ábótavant umfram það sem tíðkast í þeim skólum sem þeir þekkja best tU. í nefndinni era m.a. menn sem sjálflr stunda flugkennslu eða hafa KjaHaiixm Þorkell Guðbrandsson skrifstofumaður gert og/eða staðið að rekstri flug- skóla, að því er undirrituðum er tjáð af fróðum mönnum. Þeir ættu þvi væntanlega að vera færir um að dæma í þessu efni. Það er því ástæðulaust að vanmeta orð þeirra. Ekki skal gert lítið úr því, að þeir flugnemar, sem hljóta grunnþjálf- un sína við aðstæður eins og við Reykjavíkurflugvöll til dæmis, læra mikið í þeim fræðum sem lúta að flugi í mikilli umferð. Veðurfar er einnig hið fjölbreytilegasta á þessu svæði þannig að menn fá jafnframt tækifæri til að slást við höfuöskepnurnar og kynnast átök- um þeirra. Það hefur hins vegar oft hvarflað að mönnum hvort þessir menn fái nægilega þjálfun í yfirlandsflugi því oft hefur virst að æði mörg þeirra siysa, sem orðið hafa hérlendis og manntjón orðið í, hafi átt sér stað við slíkar aðstæð- • ur þar sem menn hafa bæði lent í •að vanmeta aðstæöur og sjálfa sig og ennfremur goldið ókunnugleika síns á landinu sjálfu og staðbundn- um veðurfarsþáttum. Skemmtiflug er ákaflega vinsælt meðal íslenskra einkaflugmanna og menn bregða sér gjarnan í lengri og skemmri ferðir út um allt land. Er þá gjarnan lent við alls konar aðstæður og oft hefur ófróðum sveitamanni komið í hug, þegar verið er að lenda og taka á loft við slíkar aðstæður, að eitthvaö vanti á þjálfun þeirra í að fást viö mis- jafna velh. Iðulega verða flugmenn svo fyrir barðinu á hinu duttlunga- fulla íslenska veðurfari og brenna sig misjafnlega harkalega á því. Ekki hæfir? Sá sem þessi orð ritar hefur í nokkur ár átt þess kost að fylgjast með rekstri eins af minnstu flug- skólum landsbyggðarinnar. Skól- inn hefur útskrífaö allmarga einka- flugmenn sem nokkuð öruggt má telja að heföu alls ekki átt þess kost að læra flug hefði þessi skóh ekki verið til. Nú getur verið að þar sé einmitt komið að kjarna máls- ins, slíkir menn eigi einfaldlega ekki að fá að snerta á flugvél. Til þess að rökstyðja slíka fullyrðingu þyrfti aö sýna fram á að þessir menn hafi átt þátt í slysum, mistök- um og óhöppum og það umfram aðra flugmenn á líku róli. Nú má vera að staðreyndin sé sú, enda þótt höfundi þessara lína sé ekki kunnugt um það, að þeir hafi reynst Ula sem flugmenn, annað- hvort flestir eða óeðUlega margir þeirra. Það hefur þá fariö mjög leynt. Dæmi eru hins vegar um hitt að menn hafi komist mjög langt á þessu sviði þrátt fyrir að hafa sótt sína upphafsmenntun í þennan skóla. Formaður flugslysanefndar segir i inngangi að síðustu skýrslu henn- ar að hann hafl haft þau orð á fundi um flugöryggismál að það sé ekki hægt að kenna dómgreind. Vera má aö dómgteind landsbyggðar- manna sé minni en íbúa Akureyrar og Reykjavíkur, um það skal ekki sagt hér, en margt bendir til þess að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu. Öryggi í flugi eins og annarri umferð má lengi bæta. Fyrirbyggj- andi aðgerðir eru því afar nauðsyn- legar og öll umræöa um hvernig auka má öryggi og fækka slysum af hinu góða. Þegar hins vegar kemur að því að taka ákvarðanir um örlagaríkar breytingar á þessu sviöi verða menn að vera þess full- vissir að þær séu til bóta og hafa góð rök fyrir þeim. Flugkennslu má bæta, það er flestum ljóst. Að því er líka sjálf- sagt að vinna. Aðgerðir, sem úti- loka .einstaka þjóðfélagshópa og landsvæði frá þátttöku í hinni „heillandi og skemmtilegu íþrótt sem flugiö er“ (svo vitnaö sé tjl orða eins nefndarmanna á prenti), og byggðar eru á knappri rök- semdafærslu, svo ekki sé meira sagt, auka ekki á öryggið. Svo mik- ið er víst. Þorkell Guðbrandsson. .. nefndin leggur eindregið til að ... flugkennsla fari hvergi fram nema á Akureyri og að sjálfsögðu í Reykja- vík.“ Flugvélar eru ákaflega vandmeðfarin tæki að áliti greinarhöfundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.