Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. UtLönd Tvísýnar kosningar í Chile Augusto Pinochet, forseti Chile, getur átt von á haröri kosningabar- áttu fyrir foresetakosningamar, sem fram fara þann fimmta októb- er næstkomandi. Pinochet er eini frambjóöandinn, sem er í kjöri, en hann þarf aö fá yfir helming greiddra atkvæða til aö ná endur- kjöri. Kosningamar í október veröa fyrstu forsetakosningamar, sem fram fara í landinu síöan Pinochet komst til vaida árið 1973, eftir bylt- ingu. Pinochet er nú sá leiðtogi landsins sem lengst hefur setið á valdastóli frá því að landiö fékk sjálfstæði. Samkvæmt skoðanakönnunum á Pinochet, sem er sjötíu og tveggja ára aö aldri, við erfiðleika að stríða í borgum, en fylgi hans er meira í sveitum, en mikill fjöldi kjósenda er enn óákveðinn. „Þetta verða geysilega jafnar kosningar,” er haft efitír evrópskum sendiráðsmanni í Santíagó, höfuðborg landsins. Sigur hjá Pinochet þýðir að hann mun sitja á forsetastóli í átta ár í viðbót, frá og með mars á næsta ári að telja. Jafnvel þótt hann bíði ósigur mun hann sitja í embætti í eitt ár í viöbót áður en hægt verður að ganga til kosninga með fleiri frambjóðendum. Þær kosningar yrðu haldnar rnn leið og þing- kosningar fara fram. Umdeildur ferill Þúsundir manna biðu bana, voru fangelsaðir eða sendir í útlegð eftir að Pinochet, sem einnig er yfirmað- ur herafla Chile, steypti marxista- stjóm Salvadors Allende af stóli Augusto Pinochet, herforingi og forseti Chile, annar frá hægri, með þremur öðrum helstu leiðtogum hers- ins, sem fyrir viku útnefndu hann eina frambjóðandann í forsetakosningunum, sem fram fara 5. október. árið 1973. Allende beið bana í bylt- ingunni. Erlend mannréttindasamtök saka Chiieher enn iðulega um brot á mannréttindum, en skoðana- kannanir benda til að kjósendur muni leggja meiri áherslu á efna- hagsframfarir í landinu og loforð hersins um stjórnarfarslegan stöð- ugleika. Andstæðingar Pinochets í þess- um kosningum er bandalag sextán stjómmálaflokka, sem spannar allt frá kristilegum demókrötum á miðjunni til sósíalista á vinstri vængnum. Kosningabandalagið reynir nú að fá kjósendur til að hafna Pinochet í kosningunum, með því að merkja við „Nei“. Tals- menn bandalagsins segja að ef Pinochet verður hafnað í kosning- unum muni þeir beita sér fyrir því að forsetakosningum verði hraðað og umbætur gerðar á stjómar- skránni. „Valið stendur um aldrað einræði eða lýðræði,“ segir leiðtogi sósíalista, Ricardo Lagos. Samkvæmt stjórnarskrá þeirri sem nú gildir hefur herinn eftirlit í þjóöfélaginu og hefur vald til að „vara“ ríkisstjórnina viö hættuleg- um stjómmálastefnum í þjóðfélag- inu. Gott efnahagsástand Stjórnarandstaðan hefur ekki valið sér leiðtoga og Pinochet hefur lýst því yfir að valið standi um stöð- ugleika eða upplausn, og vitnar með því í þá stjómmálalegu og efnahagslegu óreiðu, sem ríkti undir stjórn Allendes, þegar verð- bólgan fór yfir 500%. Ólíkt því sem er í öörum löndum Suður-Ameríku, þar sem verðbólga er gífurleg og hagvöxtur lítill, hefur hagvöxtur í Chile verið um 5% að jafnaði undanfarin fimm ár, og verðbólga er rétt um 10%. Hagfræðingar stjórnarandstöð- unnar halda því fram að þessi ár- angur hafi náðst á kostnaö lífskjara í Chile. Öflugt eftirlit með kosningunum Stjórnarandstaðan fær fimmtán mínútur á dag til afnota á sjón- varpsstöövum, án endurgjalds, og fær að hafa fulltrúa sína viöstadda á öllum kjörstöðum svo og við taln- ingu atkvæða. Þrátt fyrir að áróður stjórnvalda muni verða mun meira áberandi í sjónvarpi en áróður stjórnarand- stöðunnar, eru leiðtogar stjórnar- andstöðunnar á þeirri skoðun að sú staðreynd, að tryggt er að stjórn- in mun ekki geta falsað niðurstöð- ur kosninganna, gefi þeim góöar vonir um sigur. „Við munum sigra, rétt eins og Davíð bar sigurorð af Golíat," segir einn forystumanna andstöðunnar. Efast um mátt hersins Bengal- flói arbrot sem krafist hafa sjálfs- stjómar. Er herinn áhtinn vera einn sá agaðasti í Suðaustur-Asíu. Vestrænn stjórnarerindreki kveðst þess fullviss að herinn geti brotið á bak aftur mótmælin í Rangoon þó svo að þaö myndi hafa miklar blóðsútheUingar í fór meö sér. Hins vegar er stjómarerind- rekinn ekki jafnviss um að aðgerð- ir hersins yrðu jafnárangursríkar annars staðar í landinu. Eitra drykkjarvatn Stjórnarandstæðingar í Burma em í engum vafa um að ef til þess kæmi að stór hluti hersins tæki til við að skjóta á óbreytta borgara aftur myndu einhveijir hermann- anna hefja skothríð á móti félögum sínum. Búist hafði verið við aö næstkom- andi fimmtudag yrðu aðalmótmæl- in gegn einræði sósíalistaflokksins í Burma. Þá á að hefjast aUsherjar- verkfall sem á standa þar tíl stjóm Maung forseta fer frá. Það var hins vegar strax í gær sem hundrað þúsund manns, munkar, nunnur, stúdentar, læknar, hjúkmnarkon- ur og aðrir, fylktu liði og kröfðust afsagnar Maungs. Margs konar starfsemi Uggur niðri vegna verkfalla og áætlunar- flug frá Burma til ThaUands féll niður í gær. Óstaðfestar en þrálátar fréttir hermdu að stjórnvöld hefðu sleppt glæpamönnum úr fangelsum til þess að koma á ójafnvægi á þeim svæðum sem borgararnir hafa á valdi sínu. Segir orðrómurinn að refsiföngunum sé ætlað aö vinna skemmdarverk og eitra drykkjar- vatn borgaranna. tókst þaö ekki í ágúst'og nú em miklu fleiri mótmælendur á götun- um,“ er haft eftir einum sérfræð- ingi í málefnum Burma. I gær þustu hundrað þúsund manns út á stræti höfuðborgarinn- ar til þess aö mótmæla stjórninni. Síöastliðinn fimmtudag söfnuðust hundmð þúsunda saman til þess að krefjast þess að sósíaUstaflokk- ur landsins léti af völdum eftir að hafa verið einn við stjómvöUnn í tuttugu og sex ár. Þann 12.ágúst síðastUðinn lauk blóðugri átján daga stjóm Sein Lwins forseta þega hermenn skutu Hermenn i Rangoon í Burma skutu til bana þúsund mótmælenda í ágúst síðastliðnum. Nú er hins vegar dregið í efa að herinn vilji eða geti beitt vopnum aftur gegn borgurunum. Símamynd Reuter KÍNA til bana mörg þúsund manna. Síð- an hefur herinn lítið haft sig í frammi á meðan mótmæhn hafa vaxið. Agaðurher Stjóminni hefur ekki tekist að fá stúdenta til þess að yfirgefa skrif- stofur hins opinbera sem þeir hafa hertekið og túlka sérfræðingar það sem svo að herinn geti ekki eða vilji ekki lengur halda stjóminni við völdin. Herinn í Burma hefur áratugum saman háð harða baráttu viö þjóð- Stjómarandstaðan í Burma kveðst ekki láta af mótmælum sín- um fyrr en stjóm Maungs forseta sé faUin. Hemaðarsérfræðingar efast um að herinn í Burma hafi mátt eða viija tíl þess að bæla niður mót- mælaölduna í landinu. „Hemum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.