Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988. 29 DV Yiðey verður vinsæl - enda margt að skoða Viðeyjarstofa hefur fengið andlits- lyftingu og þjóðin fylgst spennt með framkvæmdum síðustu árin. Stofan var síðan opnuð formlega á afmæli móður sinnar, Reykjavíkurborgar, 18. ágúst síðastliðinn, við mikla við- höfn. Og viti menn, allt í einu er þessi friðsama eyja með gamla látlausa húsinu og' litlu kirkjunni orðin einn vinsælasti staðurinn að heimsækja um helgar. Þessa dagana er enginn maðiir með mönnum ef hann fer ekki út í Viðey. Ef ekki til að fara í brúðkaup eða á ráðst.efnu þá til að borða ljúffengan mat á gamaldags veitingastað eða fara í kaffihlaðborð með afa og ömmu. Nú eða þá bara til aö fara í hressandi göngutúr og skoða þess fallegu eyju í nálægð. ----------------------------------- Stærri en margan grunar Það er reyndar ótrúlegur fjöldi borgarbúa sem aldrei hefur komið út í Viðey þótt hún blasi við augum upp á hvern dag. Marga hefur langað og þeir hafa alltaf verið á leiðinni. En einhvem veginn hefur því ekki verið komið í verk. Kannski hafa þeir þurft að eiga erindi þarna út. Viðey, sem er stærsta eyjan á Kollafirði, er mun stærri en margir gera sér grein fyrir. Hún er um 2,6 km að lengd og breiðust er hún rúm- ir 700 m. Eyjan er grösug, með hólum og hæðum. Hæst er hún á Heljar- kinn, um 32 m yfir sjávarmáli. Þarna er því hægt að fara í heilmikinn göngutúr. Ýmslegt skemmtilegt er hægt að skoða í eyjunni. Gróðurfar og fugla- líf er fjölbreytt. Hafa fundist hreiður 26 fuglategunda þar og er svart- bakurinn algengastur. Töluvert æðarvarp er um alla eyna, á Vestur- eynni er sílamáfur og á Heimaey er nokkuð um kríu og stelk. Stóð til að stofna konungsgarð Um sögu Viðeyjar er það helst aö segja að í fyrra leiddu fornleifarann- sóknir í ljós að búið hefur verið þar þegar á 10. öld. Kirkja virðist hafa verið komin þar strax á 12. öld og árið 1226 var vígt munkaklaustur reglu heilags Ágústínusar kirkjufóð- ur í eyjunni. Stóð klaustur þetta í rúmar þrjár aldir eða til ársins 1539. Þá voru munkarnir reknir burt og eyjan lýst eign konungs. Fljótlega eftir það var tekinn upp lútherskur siður hér á landi og öll klaustur lögð niður. Um tima stóð til að stofna skóla í Viðey og síðar kon- ungsgarð en hvort tveggja fórst fyrir. Fyrsta steinhúsið Viðeyjarstofa er elsta hús landsins sem enn stendur í upprunalegri mynd. Var hún byggð sem embættis- bústaður handa Skúla Magnússyni, Eins og sjá má á þessari gömlu mynd veitti kirkjunni og stofunni ekki lagfæringu. Tíðarandi Fyrir þá sem vilja sjá það helsta á eynni er ágætt að ganga til hægri frá sjávargötunni austur með Heljarkinn, beygja siðan upp með skurði sem þar er, upp á veginn sem liggur austur á Sundabakka. Hægt er að beygja út af veginum á leiðinni og fara niður að Kvennagönguhólum. Þar má meðal annars skoða rétt og litinn helli sem kallast Paradís. Þaðan er siðan haldið austur á Sundabakka og jafnvel út í Þórsnes. Eftir að gengið hefur verið til baka eftir veginum er ágætt að fara um Gönguskarð síðasta spölinn að Viðeyjarstofu. Þá er gengið framhjá Danad- ys og minnismerki Skúla. Frá stofunni er ágætt að ganga vestur eftir eyjunni og fylgja þar gömlum vegarslóða. Þrjár skemmtilegar tjarnir eru þafna og fagurt umhverfi. Til baka getur verið gaman að ganga með ströndinni að Viðeyjarnausti, Virkinu og aftur heim að Stofu. LífsstQl Maríusúð, nýja Viðeyjarferjan, er i stöðugum farþegaflutningum út i eyjuna þessa dagana. Eins og sjá má er ekki langt út i Viðey. fyrsta íslenska landfógetanum. Við- eyjarstofa var fyrsta steinhúsið á ís- landi og fullgerð árið 1755. Gagngerar endurbætur hafa einnig veriö geröar í Viðeyjarkirkju, næst- elstu kirkju landsins. Nýtt pípuorgel er í kirkjunni og þar hefur verið tek- ið upp reglulegt helgihald, messur yfir sumartímann. Nú er kirkjan að auki lánuð til annarra athafna svo sem hjónavígslna og skíma. Þeir sem óska slíkra athafna biðja um þær hjá staðarhaldara í síma 680573. Margir mætir menn hafa búið í Viðey í gegnum aldirnar. Er þar fyrstan að nefna Skúla Magnússon landfógeta en iðnstofnanir hans mynduöu fyrsta þéttbýhskjarnann í Reykjavík. Ólafur Stephensen stift- amtmaður settist að í Viðey á efri árum og síöan tók Magnús sonur hans við og flutti meðal annars einu prentsmiðju landsins þangað. Var eyjan þá mikil menningarmiðstöð því Magnús var forystumaður fræðslu- og upplýsingastefnunnar hér á landi. Félagsheimili í vatnsgeymi Eirikur Briem prestaskólakennari keypti Viðey árið 1903 og hóf Eggert sonur hans búskap þar. Milljónafé- lagið svokallaða tók síðan austur- hluta eyjarinnar á leigu og var með mikil umsvif þar. Var þá rekin útgerð á Sundabakka. Fleiri héldu áfram útgerð í Viðey allt til ársins 1943. Fór þorpið þá í eyöi. Er skóhnn nú eina húsið sem eftir stendur en einnig er þar gamall vatnsgeymir frá dögum Milljónafé- lagsins. Er hann nú félagsheimili'" brottfluttra Viðeyinga. Síöasti einkaeigandi eyjunnar var Stephan Stephensen, kaupmaöur í Verðandi, og átti hann hana í 44 ár eða þangað til Reykjavík keypti meg- inhlutann árið 1983. ÍSlenska ríkið hafði áður eignast Viðeyjarstofu og þjóðkirkjan fengið Viðeyjarkirkju að gjöf frá Stephani og Ingibjörgu konu hans. Voru bæði húsin og land það sem þeim fylgdi færð Reykjavíkur- borg að gjöf á 200 ára afmæh hennar fyrir tveim árum. Fyrir þá sem áhuga hafa á aö dvelj- ast í Viðey má geta þess að leyft hef- ur verið að tjalda við skála Hafsteins Sveinssonar í Áttæringsvör. Þar er útigrill sem hægt er að fá afnot af . og yfir sumartímann hefur salemis- aöstaða þar verið opin. -gh Heimild: Videy, bæklingur Reykjavikur- borgar, 2. útg. 1988. Bjartir tímar framundan - hjá Hafsteini ViðeYjarfeijiimaniii í 18 ár Einn er sá maöur í Reykjavik er haldið hefur meiri tryggö við Viðey en Qestir aörir í gegnum árin. Haf- steinn Sveinsson hefur nú í sam- fellt 18 sumur verið með bátsferðir út í eyjuna. Til aö byrja með var hann með htinn hraöbát, Moby Dick. Árið 1973 byrjaöi hann með feijuna Skúlaskeið sem sigldi í mörg her- rans ár án nokkurra óhappa. Ný- lega fékk Hafsteton sér svo nýja glæsilega feiju, Mariusúð og kem- ur hún til með aö vera með mestan hluta farþegaflutninga hér eftir, enda tekur hún um 70 farþega. En gamli báturinn verður áfram not- aður I vöruflutninga og mun víst ekki veita af því töluverð starfsemi er nú hafin úti í Viðey. Aðspurður sagðist Hafsteinn á- nægður meö að Reykvíkingar væru loksins búnir að uppgötva þessa perlu, sem þeir eiga, rétt úti á sund- inu. „Ég hef ahtaf haldiö mikiö upp á Viðey. Þetta hefur verið raikil barátta og oft hef ég haldið sigl- ingaáætlun út í hana á þijóskunni einni saman. Bryggjumar, sem ég smíðaöi iðulega sjálfur þarna úti, fóru gjaman illa í veðrum og þá þurfti maður að byggja upp á nýtt aftur og aftur. En nú er komin ný traust bryggja í Viðey. Aöstaöan i landi hefur heldur ekki verið upp á marga fiska fyrir feijuna. Maður hefur oft veriö á hrakhólum og má segja að þetta hafi bara gengiö fyrir einstakan velvilja starfsmanna Eimskips í Sundahöfn," sagði Hafsteinn. En nú er bylting til hins betra i gangi i höfninni. Þar er nú veriö að byggja góöa aðstöðu fýrir ferj- una með skjólgörðura. „Þetta veröa geysileg viðbrigði og til þess að ég mun ekki þurfa að vakna upp um miðjar nætur til að færa bátinn i slæmu veðri. Þessi aðstaða í landi er auðvitaö nauðsynleg þvi ekki er nóg að leggja bara veg að öðrum enda brúarinnar,“ sagði Hafsteinn sem nú sér fram á betri tíma. Hingað til hefur Viðeyjarfeijan einungis siglt yfirsumarmánuðina. október, en það getur fariö eftir En nú er allt útiit fyrir að áætlun- veðri. Og í framtíöinni, þegar hafn- arferðir verði út i eyjuna fram í araðstaðan veröur fullgerö, sér i 1 t J . ; i ViœYJARSTOFÁ ím zi, nstymo ViD£YJARK£?KJA VIDHYJAPiFERJA „Það er ekki nóg að leggja bara veg aö öðrum enda brúarinnar.“ Haf- steinn Sveinsson Viðeyjarferjumaður við nýtt skitti f Sundahöfn. hann fram á að hægt verði að halda uppi sighngum þangað allan ársins hring. Enda mun kannski ekki veita af ef veitingasala veröur þama áfram ásamt ráðstefnum og öðrum mannfognuöum. Að undanfómu hefur Hafsteinn haft mikið að gera. Sérstaklega þó um helgar en þá fara margir að skoða og borða í Viöeyjarstofu. Eins hafa brúðkaupin aukið far- þegafjöldann til muna. Um þessar mundir er hami með fastar ferðir út í eyjuna mánudaga til miövikudaga á klukkutíma fresti, frá 13-18. Fimmtudaga til sunnudaga fer hann síöan á heila tímanum allan daginn og fram á kvöld, kl. 13-23. Fargjaldið er 300 kr. báðar leiðir fyrir fullorðna, 100 kr. fyrir 6-14 ára böm og ókeypis fyrir yngri. Nánari upplýsingar um ferðir er liægt að fá í síraa 985- 20099. Siglingin út í Viðey tekur ekki nema nokkrar raínútur. -gh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.