Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. 3 Fréttir Helgarumferðin 1 Reykjavik: A þriðja hundrað teknir fyrir umferðariagabrot Á þriðja hundrað manns voru teknir fyrir ýmis umferöarlagabrot í Reykjavík um helgina. Þar af voru yfir 100 teknir fyrir of hraðan akst- ur, 60 sem ekki virtu umferðarljósin, auk annarra sem voru ölvaðir eða brutu á annan hátt af sér í umferð- inni. Af þeim sem óku of hratt voru nokkrir sviptir ökuleyfi strax. Er meðalaldur þeirra, sem misstu öku- leyfið, rúm 22 ár. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki um neina rassíu að ræða. Væri umhugsunarvert á haustdög- um, þegar farið er að dimma, hálku er að vænta og skólaböm eru á ferð, hvort ekki væri ástæða til að fara með gát í umferðinni. Þyrfti fólk að huga að því hverjum væri að kenna að nú stefnir í metár hvað varðar umferðarslys. Væm mannleg mistök og kæruleysi þar aðalorsökin. Eins og DV skýrði frá á laugardag munu óeinkennisklæddir lögreglumenn í bílum fylgjast náið með því á næst- unni að ökumenn virði umferðarljós- in. Mun ekki veita af ef marka má tölur helgarinnar þar sem 60 virtu ekki umferðarljósin. -hlh 11 ...«" .... Landsbankinn: Næturvörðum sagt upp Öllum kvöld- og næturvörðum Landsbankans hefur verið sagt upp störfum. Standa forráðamenn bank- ans í viðræðum við vaktfyrirtæki um að hafa eftirlit með bankanum að næturlagi. Ari Guðmundsson, starfsmanna- stjóri Landsbankans, sagði í viðtali við DV að 4-6 vikur væra síðan fyrstu vörðunum heiði verið sagt upp. Tækju uppsagnimar gildi eftir þrjá mánuði minnst frá því að þær hefðu verið afhentar starfsmönnun- um. Þessar breytingar væra gerðar i fullu samráði við starfsmannafélag Landsbankans. Ekki kvaöst Ari vilja gefa upp við hvaða vaktfyrirtæki forráðamenn bankans væra að semja, það væri „einkamáT. -JSS Pottur á eldavél: íbúarnir sváfii í reyknum Slökkvihð var kallað að íbúðarhúsi við Njálsgötu í fyrradag. Fólk haíði orðið vart við mikinn reyk í húsinu. Þegar slökkvilið kom á vettvang var búið að brjóta upp útihurð. Ibúar hússins reyndust vera heima og í fastasvefni. Skemmdir á íbúðinni urðu einhveriar en engan mun hafa sakað. Þá var slökkvilið fengið í gær til að soga vatn vegna leka í klósett- kassa í íbúö við Grenimel. Klósett- kassi tók að leka án þess að íbúarnir yrðu þess varir. Vatnið fann sér leið niður á næstu hæð og olli skemmd- um þar. Slökkviliðið sogaði vatnið úr íbúðinni. -sme Akranes: Eldur í íbúðarhúsi Eldur varð laus í íbúðarhúsi við Heiðarbraut á Akranesi í fyrrakvöld. Eldurinn var í kjallara hússins. Allt slökkvilið Akraness var kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum elds- ins. Tjón af völdum elds og reyks er töluvert. Eldsupptök era ekki kunn. Álitið er að eldurinn hafi komið frá frysti- kistu sem er í kjallara hússins. -sme Dósasöfiiun lokiö: Um300þúsund dósum skilað Um 300 þúsund dósum var skilaö inn í dósasöfnunarátakinu sem lauk um helgina. Það þýðir að um 600 þúsund krónur hafi verið greiddar út fyrir dósimar. í DV í gær misritað- ist að dósasöfnuninni lyki um næstu helgi. Það er rangt, henni lauk á laug- .ardaginn. -hlh Þú breytir flóknum hlut í einfaldan með einu símtali ogeinniundirskrift. 5AMVINNU TRYGGINGAR - með betri tryggingu á lægra verði. Hringdu strax í dag eða kvöld! ísíma 68*14*11 Vegna mikillar eftirspumar undanfarin kvöld munum við svara spumingum og selja nýju F-trygginguna samfleytt frá kl. 9:00-23:00 í dag og á morgun. Við þökkum frábærar undirtektir og biðjumst velvirðingar á því að á stökum álagspunktum nær skiptiborðið ekki öUum símhringingum inn. m Allt að ^\J /Llafeláttur af venjulegum iðgjöldum er ávísun á áþreifanlegan spamað á hverju ári!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.