Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988.
5
Haraldur Blöndal bauð verkin upp á Hótel Borg. DV-mynd KAE
Uppboð hjá Gallerí Borg:
Stóð fér á 420 þúsund
Olíumyndin Stóð eftir Jón Stefáns-
son seldist fyrir hæstu upphæðina,
eða 420 þúsund, á listmunauppboð-
inu sem haldið var á Hótel Borg á
sunnudaginn. Það var Gallerí Borg í
samvinnu við Listmunauppboð Sig-
urðar Benediktssonar sem stóð að
uppboðinu. Næstdýrust var mynd
eftir Kristínu Jónsdóttur, sem seldist
á 330 þúsund. í þriðja sæti var stór
olíumynd eftir Gunnlaug Blöndal
sem seldist á 220 þúsund krónur.
Að sögn Úlfars Þormóðssonar,
framkvæmdastjóra Gallerí Borgar,
seldist gifsstyttan Dögun eftir Einar
Jónsson ekki. Styttan fór inn án lág-
marksverðs, og skömmu fyrir upp-
boðið haföi eigandi hennar samband
og tilkynnti að hún yrði ekki seld
undir 550 þúsundum krónum. Mark-
aðsverð hennar er allmiklu lægra.
Gestum gafst síðan kostur á að bjóða
í styttuna, en ekkert boð barst.
Rúmnlega sjötíu verk voru boðin
upp í gær og seldust flest þeirra ■
-JSS
Stykkishólmur:
Síðasta steypan í nýja íþróttahúsið
Robert Jörgensen, DV, Stykkishólnú:
Miklum áfanga var náð við bygg-
ingu hins nýja íþróttahúss í Stykkis-
hólmi sl.fóstudag. Þá fór fram síðasta
steypan í húsinu eins og bygginga-
menn orða það. Burðarbitar í þak
hússins eru komnir og verður þeim
fljótlega komið fyrir.
Hólmarar hafa verið vitni að því
hvemig hægt er að byggja opinberar
byggingar ef kringumstæður leyfa.
Gerður var samningur við ríkið áður
en byggingarframkvæmdir hófust
um fastar greiðslur ár hvert. Á
grundvelli þessa samnings hefur síð-
an verið hægt aðfáfj ármagn til fram-
kvæmdanna.
Mikil undirbúningsvinna var unn-
in með fulltrúum íþróttafélagsins
Snæfells og kennara í Stykkishólmi
til að tryggja sem besta nýtingu húss-
ins.
Verktaki byggingarinnar er Tré-
smiðja Stykkishólms.
Starfsmenn vinna við síðustu steypu íþróttahússins. DV-mynd Róbert.
Halldór Snorrason vegna Lödumálsins:
Ég mun fara fram
á skaðabætur
„Bílasalan á að ganga úr skugga
um að engin veð hvíh á bílunum sem
hún er að selja. Sölumenn hringja
þá í viðkomandi fógetaembætti og
ganga úr skugga um það. Þetta mál
á auðvitað að vera búið að leysa fyr-
ir löngu og ég skil að Jón B. Sigurðs-
son skuli vera orðinn svekktur. Þeg-
ar upp er staðið beinast öll spjót þó
að Bifreiðum og landbúnaðarvél-
um,“ sagði Halldór Snorrason á Aðal
Bílasölunni við DV.
DV hefur skýrt frá máli Jóns B.
Sigurðssonar sem staðgreiddi Lödu á
bílasölu Halldórs í vor án þess að
vita um mörg hundruð þúsund króna
veð í bílnum. Bíllinn hefur nú verið
tekinn af Jóni í annaö sinn vegna
veðanna.
„Ég hef svarað skrifum um þetta
mál einu sinni. Þar talaði ég um að
skaðinn yrði bættur og að Bifreiðar
og landbúnaðarvélar væru sóma-
kært fyrirtæki. Þau orð endurtek ég
ekki. Kristinn Guðmundsson bygg-
ingarmeistari kom með þennan bíl
beint frá umboðinu á söluna til okk-
ar. Þess vegna grennslaöist sölumað-
ur ekki fyrir um veöbönd í bílnum.
Það var okkar ógæfa og við erum
reynslunni ríkari.“
Halldór segir frá því að hann hafi
talað við Kristin Valtýsson hjá Bif-
reiðum og landbúnaðarvélum og að
Kristinn hafi sagt honum að koma
og ná í peninga fyrir andvirði bílsins.
„Guðmundur Gíslason, aðaleig-
andi og upphafsmaður fyrirtækisins,
hafði séð skrif DV um málið í milli-
tiðinni og gefið fyrirmæli um að ekki
kæmi til greina að fyrirtækið leysti
til sín bílinn. Ég sneri því peninga-
laus til bílasölunnar og síðan hefur
máhð staðið í tómu hjakki. Nú fara
þrír lögfræðingar í málið með til-
heyrandi kostnaði. Jón fer í mál við
mig, ég við Kristin og Kristinn við
Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Ég
mun auk þess fara fram á skaðabæt-
ur þar sem ég er ekki vanur því að
borið sé út að mínu fyrirtæki sé ekki
treystandi." -hlh
Fréttir
„Tildrög glæpsins voru þau að
sjöunda júlí 1980 fékk ég mér rauð-
vinskút í ríkinu við Snorrabraut.
Ég settist á bekk á Skólavörðuhæð
og fékk mér sopa úr kútnum. Af-
leiöingar glæpsins eru mér ekki að
fullu ljósar nema aö ég greiddi sex
þúsund króna sekt fyrir. Augljóst
er að glæpurinn hefur veriö mjög
alvarlegur þar sem hann er skráð-
ur á sakaskrá að átta árum liön-
um,“ sagði Magnús Hafsteinsson.
Magnús sótti sér sakavottorð fyr-
ir fáum dögum. Honura til mikillar
undrunar var skráð á sakavottorð-
iö aö hann hefði gert sex þúsund
króna sátt vegna brota gegn 21.
grein áfengislaga. Þar er kominn
rauðvínssopinn fyrir framan Hall-
grímskirkju sumarið 1980.
„Það fer eftir þvf til hvers á að
nota sakavottoröið hvað tekið er
fram á því. Ef verið er aö end-
umýja ökuskírteini þá er aðeins
getiö um umferðarlagabrot og
áfengislagabrot síöustu þriggja ára.
Ef verið er að sækja um byssuleyfi
er allt talið upp. Sama glldir ef ver-
ið er að sækja um starf hjá hinu
opinbera, til dæmis í iögreglunni.
Ef hins vegar er veriö að sækja um
starf hjá einkaaðilum er hægt að
sleppa öllu öðm en hegningarlaga-
brotum,“ sagði Guömudur Arn-
finnsson hjá ríkissaksóknara.
Guðmundur sagði að þau afbrot
sem skráð væru á sakaskrá færu
ekki þaðan aftur. Það væri hins
vegar ekki alltaf nauðsynlegt að
skrifa afbrotin á sakavottorð. Það
fer efdr því til hvers á að nota saka-
vottorðiðhverjusinni. -sme
2ÍÍ3Pac
^STÍPoi^r
Góðar fréttir í sláturtiðinni:
ÓSKADRAUMUR
húsmaeðra og
húsfeðra hefur raest!
------- Ný tegund
sjóHlokandi
frystipoka
með „rennilás'
og aprentuðum merkingarreit.
alfapac - frystipokarnir fást í 3 stærðum.
40 pokar í pakka 18 x 22 cnr
40 pokar í pakka 22 x 32 cm m'ðsterð)
25 pokar í pakka 30 x 40 cm (storir)
0g auk þess atlar stærðir saman í einum pakka:
20 pokar 18 x 22 cm (litlir)
15 pokar 22 x 32 cm (miðstærð)
5 pokar 30 x 40 cm (storir)
alfapac
gæðaplast
fyrir
matvæll
_ petit modfefó
Heildsölubirgðir:
SVEINSSON
HEILDVERSLUN
SÍMAR 621607-671441.