Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Side 14
Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVHINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, aúglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr, - Helgarblað 90 kr. Fjöreggið hjá róturum Rótarinn 1 spilverki sjóðanna mun hafa hinn nýja félagsmálasjóð gæludýranna í Reykjavík, þar sem fyrir eru sjóðir hinnar svokölluðu byggðastefnu. Þannig munu gerðir ríkisstjórnarinnar efla vöxt Reykjavíkur sem skömmtunarstaðarins, er strjálbýhð mænir á. Kópaskersmenn munu segja Stefáni Valgeirssyni, að þeir geti fremur sótt skömmtunina til Reykjavíkur en til Akureyrar. Það er reynsla byggðastefnumanna, að þægilegast er að geta á einum stað skriðið milli ahra þeirra stofnana og sjóða, sem skammta gæludýrum fé. Gott dæmi um mikilvægi einnar skömmtunarmiðju í landinu er eitt helzta ágreiningsefnið í Fjórðungssam- bandi Norðlendinga. Það er óánægja jaðarbúa svæðis- ins, vestan og austan Eyjafjarðar, með að þurfa að sækja þjónustu hins ágæta sambands til Akureyrar: Hin hefðbundna byggðastefna, sem einnig mætti kalla byggðastefnu óskhyggjunnar, byggist einmitt á auknum aðgerðum stjórnvalda til að afla Qár og skammta það til þeirra verka, sem mikilvægust eru að mati rótarans í spilverki sjóðanna og að annarra beztu manna yfirsýn. Þessi stefna er hornsteinn hinnar miklu og vaxandi miðstýringar í þjóðfélaginu, þeirrar stefnu, sem oft er kennd við Framsóknarflokkinn, en er raunar rekin af öllum stjórnmálaflokkunum. Miðstýringin hefur eðh málsins samkvæmt aðeíns eina þungamiðju, Reykjavðí. Hin gagnstæða stefna, sem einnig mætti kalla byggoa- stefnu raunveruleikans, vill flytja ákvarðanir og ábyrgð frá einni valdamiðju yfir til einstaklinganna og mikils fjölda samtaka þeirra í fjölskyldum, fyrirtækjum, félög- um og sveitarfélögum, hvar sem er í landinu. Byggðastefna raunveruleikans biður ekki um enn einn skömmtunarsjóðinn í Reykjavík ofan á alla hina. Hún sendir ekki fuhtrúa sína til að skríða á hnjánum milli kontóra í Reykjavík til að þiggja ruður af nægta- borði hinna afar góðgjörnu stjórnmálamanna landsins. Raunhæf byggðastefna hafnar slíkum ræfildómi, sem drepur byggðir landsins í dróma. Um leið og hún hafnar miðstýringu vill hún einnig leggja niður miðstýrða skráningu á gengi krónunnar og miðstýrða skömmtun kvóta til að veiða fisk og selja hann fyrir gjaldeyri. Ef fiskveiðheyfi væru boðin út og væru í frjálsri sölu og ef gengi krónunnar væri ákveðið á markaði þeirra, sem hafa gjaldeyri, og hinna, sem vUja gjaldeyri, mundi gífurlega mikið vald, bæði fjárhagslegt og annað, flytj- ast af ríkiskontórum í Reykjavík til sjávarsíðunnar. Því miður hefur fólkið í landinu ekki borið gæfu til að skilja muninn á byggðastefnu raunveruleikans og óskhyggjunnar. Það hefur sett fjöregg sitt í hendur góð- gjarnra rótara í sphverki sjóðanna. Þessir rótarar hfa á miðstýringu frá Reykjavík og vilja auka hana. Ekki má gljeyma hágsmunum rótaranna. Þeir ganga aUir með lítinn ráðherra og bankastjóra 1 maganum. Stýring og skömmtun er þeirra líf og yndi, auk þess sem hún gefur töluvert í aðra hönd. Sá, sem einu sinni er orðinn rótari, viU efla völd rótara, einkum sjáhs sín. Hinn nýi miUjarðasjóður, sem á að efla velferð fyrir- tækja á vegum Sambands íslenzkra samvinnufélaga og annarra shkra gæludýra, verður í Reykjavík, þar sem miðstýringin og skömmtunin er fyrir. Hann er ný grein á meiði hefðbundinnar byggðastefnu óskhyggjunnar. Vonandi verður hún leyst af hólmi af raunhæfri byggðastefnu, sem hafnar miðstýringu og veitir í þess stað frelsí frá sjávarútvegskvótum og gengisskráningu. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. . BOREARSTABFSMENN SYNtlM SAW5TDDU X- 4ALwU-.yVV.yv.T-T öflug, samhent verkalýðshreyfing og sigur á verðbólgunni er lausnin. Látið lánskjara- vísítöluna í friði! í yflrlýsingu ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgeröir í efnahagsmál- um er að finna eftirfarandi klausu um lánskjaravísitölu: „Ríkisstjórnin hefur falið Seðla- bankanum að breyta grundvelli lájrskjaravísitölu þannig að vísjfala layna hafi helmingsvægi á móti framfærsluvísitölu og vísitölu byggingarkostnaðar, sem hafi fjórðungsvægi hvor. Jafnframt verði heimilað að velja viðmiöun við gengi sem lánskjaravísitölu. Með þessari breytingu er dregiö úr misgengi launa og lánskjara sam- hliða því sem sparifé er varið fyrir verðlagsbreytingum. Ríkisstjórnin ætlar sér að koma í veg fyrir víxl- hækkanir verðlags og lánskjara, þegar jafnvægi í efnahagsmálum er náð.“ Hvernig má þetta verða? Spumingamar, sem hlaðast upp, eru margar: 1. Hvenær á að tengja lánin við launin á þennan máta? Ef teng- ingin á sér stað eftir langvarandi launastöövun og kjararýmun gefur augaleið að þessi vísitala mun auka skuldabyrðina meira en gildandi lánskjaravísitala. Allar tilraunir launafólks til aö bæta sér kjararýmun undanfar- inna mánaða munu koma á full- um þunga á húsbyggjendur og mest þá sem mest skulda. 2. Nú koma launabreyt.ingar að sjálfsögðu fram í bæöi fram- færslu- og byggingarvísitölu þannig að vægi launanna yröi meira en helmingur vísitölunn- ar, nema sérstakar ráðstafanir veröi geröar þar aö lútandi. 3. Hugsumokkursvoaðlánskjara- vísitala þessi hin nýja væri kom- in í gagnið og ASÍ semdi um 20% kauphækkun til sinna félags- manna, samningar hinna væru enn bundnir til einhverra mán- aða. Helmingurinn af þessari hækkun kæmi inn í lánskjara- vísitölu til haskkunar í því hlut- falli sem ASÍ er á launamark- aönum, þ.e.a.s. lánskjaravísital- an mundi hækka um a.m.k. 5-10% - einnig hjá hinum sem enga kauphækkun. fengju. Því varla hefur nokkrum dottið í hug að vera með margar láns- kjaravísitölur - eina fyrir hvert stéttarfélag! 4. Og hvernig á launavísitalan aö vera samsett? Á eingöngu að mæla samningsbundnar taxta- KjaJlarinn Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB hækkanir eða á einnig að taka launaskrið - yfirborganir - inn í dæmið? Mundu auknar yfir- borganir hækka lánskjaravísi- töluna og þar með skerða kjör þeirra sem ekki njóta þessara yfirborgana? 5. Og hvað varðar verndun spari- fiárins þá er það auðvitað hin hliðin á krónunni. Eiga spari- fjáreigendur - sem fyrst og fremst eru launafólk og ellilíf- eyrisþegar - einnig að sjá sparifé sitt rýrna meðan kaupmáttur- inn dvín, til að síðan sjá spariféö rjúka upp þegar kaupið hækkar? 6. Launabreytingar eiga sér stað í stórum stökkum við gerð samn- inga en standa síðan í stað - jafn- vel langan tíma. Fjárhagsskuld- bindingar - einkum húsbyggj- enda og fyrirtækja - eru geröar til lengri tíma. Launavísitalan mundi skapa miklu meiri óvissu á fiármálamarkaðnum en nú er. 7- Hjá okkur sem störfum í verka- lýðshreyfingunni vaknar eðh- lega einnig spumingin um hvaða áhrif slík vísitala mun hafa á brothætta samstöðu launafólks. Það mun verða beint efnahagslegt hagsmunamál skuldara (eins og til dæmis hús- byggjenda) að enginn fái launa- hækkun nema þeir. 8. Hvernig á síðan að tengja gengið inn í þetta alh saman? Núver- andi lánskjaravísitala er tengd genginu órjúfandi böndum í gegnum framfærslu- og bygging- arvísitöluna. En er ástandið þá gott núna? Undir öllum venjulegum kring- umstæðum er ekkert yfir láns- kjaravísitölunni að kvarta, þ.e.a.s. ef menn eru á því að skuldarar eigi að endurgreiða lán sín. Allar verö- breytingar í þjóðfélaginu skila sér í gegnum lánskjaravísitöluna, þar með taldar launahækkanir í þeim mæli er þær leiða til veröhækkana. En þó ætla megi - til lengri tíma litið - að þessar stæröir allar hald- ist í stórum dráttum í hendur þá koma tímabil þegar misgengið verður mikið. Eftirminnilegasta dæmið er líklega frá 1983 þegar rík- isstjórn skerti kjör launafólks verulega á meðan lánskjaravísital- an hélt áfram upp á við. Misgengi sem þetta verður aldrei leiðrétt með sjálfvirkri vísitölu. í fyrsta lagi var það ekki lánskjara- vísitölunni að kenna heldur kjara- skerðingu þeirri er ríkisstjórnin kom á og i öðru lagi hefði verið unnt á þeim tíma að laga töluvert af þeim alvarlegu skakkaíollum, sem fylgdu aðgerðum ríkisstjórn- arinnar, með sérstökum ráðstöfun- um. Lausn vandans Þessi hnútur verður sem sagt ekki leystur með nýjum vísitölum heldur með því að koma í veg fyrir kjaraskerðingar, þ.e. öflug, sam- hent verkalýðshreyfing, og með því að vinna á verðbólgunni. Aþrar lausnir eru því miöur ekki til. Björn Arnórsson. „Undir öllum venjulegum kringum- stæðum er ekkert yfir lánskjaravísi- tölunni að kvarta, þ.e.a.s. ef menn eru á því að skuldarar eigi að endurgreiða lán sín.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.