Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. 19 Svona segja menn að Elvis líti út i dag en margir segjast hafa séð hann bæði á Hawaii og einnig sem John Burrows í Michigan. * • tískan í Bretlandi Blómín verða allsráðandi hjá Bretum i vetur. Nú þýðir ekki fyrir bre- skar blómarósir að láta sjá sig í búningsklefum sundstaða, eða annars staðar þar sem afhjúpa þarf undirfatnað, nema að blómamynstrið sjá- ist vel. Það má búast við þvi að islenskar stúlkur vilji fara að dæmi stallsystra sinna hér fyrir suðaustan okkur og þvi er látln fylga með lelðbeinlngarmynd. Er Elvis lifandi? Aðdáendur Elvis Presley eru nú farnir að trúa því í alvöru að „kóng- urinn“ sé á lífi. Það er fyrst og fremst vegna bókar sem nýlega kom út i Bandaríkjunum og heitir „The most incredible Elvis Presley story ever told“ sem á íslensku mætti útleggja „Ótrúlegasta Elvis Presley sagan sem nokkurn tíma hefur verið sögö“. Höfundurinn er fjörutíu og níu ára gömul amma sem aldrei hefur haft neitt sérstakt dálæti á Elvis . Þetta byrjaöi allt saman með því að Gail Giorgio skrifaði skáldsögu um rokkstjörnu, sem hún nefndi Orion, sem setti á svið eigin dauða. Hún viðurkennir að hún hafi feng- iö innblástur þegar Elvis dó en að sér hafi aldrei komið til hugar að nota nafn hans. Um leið og bókin kom út, árið 1978, byrjaði að rigna yfir hana tilboðum frá stórum bókaútgefend- um og einhveijir vildu líka kvik- mynda söguna. Skyndilega hurfu öll eintök bókar- innar af'markaðnum, rétt eins og hún hefði aldrei komið út. Skömmu síðar hringdi maöur í Gail, sem hafði rödd alveg eins og Elvis, en hann talaði um Elvis í þriðju persónu. Hann skýrði frá því að Elvis byggi á búgarði og stundaði hestarækt. Að sögn Gail var eins og maðurinn hefði hringt til þess eins aö láta vita aö Elvis væri á lífi. Upp úr þessu byrjaði Gail aðsafna öllum upplýsingum sem hún°komst yfir og leita að sönnunum þess að Elvis hefði sviðsett dauöa sinn. Allar þær „sannanir", sem hún komst yfir, hefur hún nú gefið út í bók. Meðal þeirra gagna, sem á fjörur hennar rak, var fimmtán mínútna segulbandsupptaka frá árinu 1981, þar sem Elvds talar um hvarf sitt. Sérfræðingar hafa staðfest að um rödd Presley sé að ræða en hafa einn- ig bent á að mögulegt sé að upptakan hafi verið klippt saman úr litlum bútum sem hafi verið teknir upp áð- ur en hann dó. Á upptökunni talar hann um að hann hafi fundið góðan felustað þar sem hann geti verið í friði. Gail hefur talaö við fólk sem segist hafa séð „kónginn" á Hawaii og í bænum Kalamazoo í Michigan. Þar hefur maður að nafni John Burrows stundum búið á hóteli sem nefnist Columbia Plaza. Síðustu tíu árin hefur Gail varið öllum sínum tíma til að safna upplýs- ingum um brotthvarf Elvis og hún hefur fundið margt furðulegt sem styður þá kenningu að Elvds hafi svdðsett dauða sinn. Það er undarlegt að dánarvottorð hans finnst hvergi. Það er líka undar- legt að maður að nafni John Burrows, sem líkist Elvis mjög mik- ið, keypti flugmiða til Buenos Aires, hinn 16. ágúst 1977, daginn sem Elvis dó. Gail Giorgio skrifaði bókina sem hefur vakið upp nýja von meðal aðdáenda rokkkóngsins um að hann sé enn á lífi. Sviðsljós Ólyginn sagði... Rose Kennedy ættmóöir Kennedyfjölskyldunn- ar er nú orðin níutíu og átta ára gömul og líkamlega er víst nokk- uð farið að draga af henni. Hún fékk slag fyrir fjórum árum og þarf að hafa einhvern til að hjúkra sér allan sólarhringinn, en kerlingin er klár í höfðinu. Hún er eins og herforingi sem stjórnar her sínum og þaö er víst heraginn sem gildir á þeim bæ. Skiptir þá ekki máli hvort við- komandi hermaður er öldunga- deildarþingmaður eða eitthvaö annað, það er hollast að hlýða. sem er að sjálfsögðu betur þekkt- ur sem spæjarinn Columbo, hér á árum áöur, er nú líklega í þann mund að taka fram gamla krump- aða frakkann á nýjan leik. Þetta er nú ekki alveg öruggt en gamlir samstarfsmenn hans ieggja hart að kappanum að bregða sér aftur í gervið. Meðal þeirra er Steven Spielberg en í hyggju er aö hann leikstýri fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð um Columbo. Spielberg var aðstoðarmaður viö gerð þátt- anna þegar þeir komu fyrst fram áriö 1971. Þá var hann nítján ára gamall. John Denver sveitasöngvari með meiru hefur lýst því yfir að hans æðsta ósk sé að semja lag í þyngdarleysi úti í geimnum. Hann sótti um það til NASA að fá aö komast út í geim meö einni af geimskutlum þeirra en þeir höfnuðu henni án um- hugsunar. Þá greip kappinn til þess ráðs að athuga hvort Sovét- menn væru tónlistarunnendur á gervihnattaöld og þeir sögðu já. Nú er bara beðið eftir því að sjá hvort söngvarinn hefur kjark í sér til að puðrast út í himinhvolf- iö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.