Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1988. 29 DV kannar ferskleika fisks: Ný ýsa ekki alltaf ný - eitt sýni af átta reyndist óætt íslenskur fiskur er sá besti í heimi, hrein og ómenguð náttúruafurð. Staðhæfmgar af þessu tagi heyrast oft þegar Islendingar ræða um fisk- inn sem við lifum öll á. En hvernig er fiskurinn sem við kaupum í kvöldmatinn úti í búð? Er það glænýr og spriklandi gæðafisk- ur? DV fór á stúfana og keypti fisk í matinn í 4 fiskbúðum og 4 stórmörk- uðum og hverfaverslunum. Öll sýnin voru síðan sett í svokall- aða TMA-mæhngu hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, undir hand- leiöslu Sigurðar Einarssonar. TMA- mæling er notuð til að meta fersk- leika fisks. Sýni eru tekin af öllum fiski sem fer til útflutnings og því er komin mikil reynsla á notkun þessarar að- ferðar hér á landi. TMA stendur fyr- ir trimethylamin, sem er lausbundið köfnunarefnissamband sem mynd- ast viö skemmdir í fiskinum. Eitt ýsuflak á hverjum stað Keypt var eitt lítið ýsuflak á hveij- um stað, 3-500 grömm. Á öllum stöðunum var kílóið af ýsunni selt á 280 krónur nema í Hag- kaupi, en þar kostar kílóið 276 kr. Niðurstaðan úr mælingunum ásamt skynmati, þ.e. áferö, lit og lykt, varð sú að öll sýnin utan eitt reynd- ust vera í lagi. Fiskur keyptur í Versluninni Aust- urstræti 17 kom verst út í TMA- mælingunni. Mikið los var í fiskinum og lyktin hreint ekki góð. í Fiskbúð Garðars á Frakkastíg og Fiskbúöinni Amarbakka var einnig talsvert los í fiskinum og nokkuð skorti á að flökin væm fallega hvít. Engu að síður komu þessi sýni þokkalega út í mælingunni. En þess ber að gæta aö slæmt bragð getur verið komið af fiskinum og hann tals- vert farinn að tapa gæöum án þess að skemmdir mæhst í TMA-prófi. Bestar niðurstöður fengu sýni úr Fiskbúrinu á Langholtsvegi, Nóatúni í Hamraborg og Versluninni Star- mýri. í öllum tilfellum vom flökin hvít og stinn og fersk og góö lykt af þeim. Þessi sýni komu best út í mæl- ingu á TMA-prófmu. Að sögn kunnugra versla flestir á fiskmörkuðunum. Þangaö fara fisk- salar og innkaupastjórar stórmark- aða til þess að kauþa fisk. Þó eru í hópi fisksala nokkrir sem hafa sín föstu viðskiptasambönd við sjómenn og útgeröarmenn. Þeir fara oft lang- an veg til Suðurnesja og um ná- grenni Reykjavíkur til þess að finna gott hráefni. Fiskur geymist heill í ís í 6-9 daga. Vepjan mun sú að fisksalar geyma fiskinn heilan eins lengi og kostur er og flaka jafnharðan til þess að selja. Nýr og góður fiskur á að vera fall- ega hvítur, flökin stinn og ekkert los í þeim. Þegar fiskur er keyptur ætti kaupandinn að fá aö lykta af honum Samstarf verkalýðs Aðeins á Verkalýðsfélagið Eining á Akur- eyri greiðir laun starfsmanns Neyt- endafélags Akureyrar. Það er eina dæmið um beina samvinnu verka- lýös- og neytendafélaga í dag. Víöa um land er óbeint samStarf milli þessara félaga. Þannig njóta neytendafélögin í Borgarnesi og Vestmannaeyjum góös af húsnæði og vinnuaðstöðu verkalýösfélag- anna. Eina markvissa tilraunin sem gerð hefur veriö til þess að fá neyt- enda- og verkalýðsfélög til sam- starfs á breiðum grundvelli var gerð 1986. Þá voru verðlagsákvæði felld inn í kjarasamninga. Aðilar'tóku síðan höndum saman um eftirlit meA vöruverði í versl- unum. Þessu samstarfi lauk í raun á þessu ári þegar verkalýðsfélögin kostuðu útgáfu kynningarbækl- ings fyrir Neytendasamtökin. I Danmörku eiga fulltrúar ólíkra LífsstOl Það sem auglýst er sem ný ýsa er ekki alltaf ný ýsa. Eitt sýni af átta i könnun DV reyndist óhæft til neyslu. Sýni úr Versluninni Austurstræti 17 féll á prófinu. og gaumgæfa vel Ut og áferö. greinilega nokkur misbrestur á því stendur til boða sé fyrsta flokks hrá-~ Samkvæmt framanskráðu er aðfiskursemneytendumíReyKjavík efni. .pa og neytendafélaga: Akureyri félagasamtaka sæti í danska neyt- endaráðinu. í Svíþjóð eru neyt- endasamtökin í heild rekin af rík- inu. Neytendur Víða úti á landi er starfsemi neyt- endafélaga lítil. Starfið er allt unniö í sjálfboðavinnu. Ekki er aö efa að þaö gæti oröið neytendafélögum lyftistöng ef samstarf tækist við verkalýðsfélög með þeim hætti sem er á Akureyri. Aðilar innan ASÍ, sem DV hafði samband við, bentu á aö verkalýðs- félög væru víöa smá og tæplega í stakk búin til slíks. -Pa Philips lækkar verð á farsímum Verð á Phihps farsímum hefur lækkað um 5% síðan í febrúar á þessu ári. Þaö er þrátt fyrir tvær gengisfellingar á timabilinu, 6% í fe- brúar og 11% í maí. Þessi verðlækkun er afleiðing verðstríðs milli farsímaframleiðenda í Danmörku. Philips farsími kostar í dag 119.440 krónur án ísetningar og stofngjalds. Að sögn forráðamanna Heimilis- tæKja, umboðsaöila Philips á íslandi hafa þeir sótt nyög fast að fá lækkuiP* erlendis frá. ísetning og stofngjald kostar rnn 15 þúsund krónur fyrir hvem síma. Síminn tilbúinn í bílnum kostar því um 135 þúsund krónur. Þetta er dæmi um að verölækkanir erlendis skila sér þrátt fyrir aUt til íslenskra kaupenda. -Pa V SJÁI DREGIÐi L B. i FSTÆÐISMENN OKT. OPIÐTILKL. 22 . % HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.