Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Fréttír Margir smábátar hafa sokkið á þessu ári: Er ástæðan skuldabyrði og vankunnátta sjómanna? - neðansjávarmyndavél mim væntanlega marka tímamót í rannsóknum sjóslysa Einn þeirra smábáta sem skemmst hafa á þessu ári. Jón Pétur II ST brann á Faxaflóa. Einn maður var um borð og var bjargað um borð í annan bát. DV-mynd Ægir Már „Eftir hin mörgu slys á smábát- um á síðustu misserum virðist vera brýn þörf á hertum reglum um út- gerð þeirra og auknum kröfum um menntun þeirra manna sem fara með stjóm þeirra.“ Þetta er tilvitn- un í ársskýrslu Rannsóknamefnd- ar sjóslysa fyrir 1987. Alls hafa sjö smábátar ýmist sokkið eða brunnið það sem af er þessu ári. Flest slysin hafa orðið í góðu veðri og í öllum tilfellum nema einu var einn maður um borð. Sterkur orðrómur er um að brögð hafi verið að því að menn hafi sökkt bátum sínum þegar séð hefur verið fram á vonlausan rekstrargrundvöll. Flestir sem DV rfeddi viö og þekkja vel til þessara mála segjast hafa heyrt slíkar sög- ur og marga grunar að sú sé raun- in. Margir smábátar hafa verið keyptir með aðstoð íjármögnunar- leiga. Kvótinn á þessum bátum leyfir vart slíkan rekstur. Þó svo að menn hafi sig alla við ná þeir vart að afla fyrir afborgunum hvað þá nauðsynleguin kostnaði og launum. Vilja fá neðansjávarmyndatökuvél Slysavarnafélagið, Rannsóknar- nefnd sjóslysa, tryggingafélög og fleiri leggja mikiö kapp á að keypt verði kvikmyndatökuvél sem tekur myndir neöansjávar. Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri Slysa- vamafélagsins, segist vongóður um að kvikmyndatökuvél verði keypt innan skamms. Slík vél kost- ar sex til sex og hálfa milijón. Með vélinni verður unnt að rannsaka flök báta á sjávarbotni. Það ætti að verða öllum mikið gleðiefni. Alla vega þeim sem hafa hreina sam- visku. Á þessu ári hafa sjö smábát- ar ýmist sokkiö eða brunnið á hafi úti. Það eru fleiri tilfelli en saman- lagt á síöustu þremur árum. í góðu veðri og einn um borð Fyrsti smábáturinn sem först á þessu ári, þar sem mannbjörg varð, var Víöir SH. Hann strandaði- viö Akurey. Tveir menn voru um borð. Þeim var báðum bjargað. Orsakir slyssins má rekja til ölvunar skip- verja. Um miðjan júfí fórst Laufey Bjamadóttir SH frá Ólafsvík um tíu sjómílur frá heimahöfn. Laufjy Bjarnadóttir var nýr tæplega tíu tonna bátur. Veður var ágætt. Einn maður var um borð. Honum var bjargað. Um miðjan ágúst fórst Blær um sextán sjómílur suövestur af Látra- bjargi. Suðaustangola var er slysið varö. Eina skipverjanum var bjarg- að um borð í annan bát. Fáum dög- um síðar sökk Villi AK, sex tonna bátur frá Akranesi, um 16 sjómílur norðvestur af Akranesi. Einn mað- ur var um borð og var honum bjargað. Veður var gott. Skipveij- inn á Villa yfirgaf bátinn áður en hann sökk til botns. Slysavarnafé- lagiö reyndi allt sem hægt var, þeg- ar báturinn maraði í kafi, til aö koma í veg fyrir aö hann sykki til botns. Það tókst ekki og nú er Villi á hafsbotni. Viku síðar varð annað óhapp, nú í Hornafjarðarósi. Þar fórst Haf- mey SF frá Höfn. Einn maður var um borð. Hahn synti til lands og^ telur^ig hafa vorið á sundi í tutt* ugu mínútur. Bátinn rak á land Sigurjón M. Egilsson skömmu síðar. Það var ekki liðin vika þegar fréttist af næsta tilfelli. Þá brann Jón Pétur II ST norðar- lega á Faxaflóa. Eina skipverjanum var bjargað um borð í Jóa á Nesi SH. Báturinn sökk ekki og var dreginn til lands. Jón Pétur var um níu tonn og nýlegur bátur, byggður úr áli. Enn liðu aðeins fáir dagar þar til fréttir bárust af einu slysinu í viðbót. Þytur SF sökk út af Staf- nesi. Einn var um borð og bjargaö- ist um borð í annan bát. Þytur var tekinn í tog og þess freistað að draga hann til lands. Sú tilraun tókst ekki og báturinn sökk. Koma þarf á skyldufræðslu og auka eftirlit Rannsóknamefnd sjóslysa hafði, eins og fyrr sagði, þungar áhyggjur í fyrra. Þær verða líklega ekki minni í ár. í árskýrslunni sagði nefndin: „Nefndin telur að stór- auka þurfi eftirlit með búnaði minni báta jafnframt því sem koma þarf á skyldufræðslu fyrir alla sem stjórna smábátum, hvort sem er í atvinnuskyni eða til sportsiglinga. Leggur nefndin til að haldin verði námskeiö fyrir menn er ætla sér að stunda siglingar á slíkum bátum þar sem kenndar verði siglinga- reglur, undirstöðuatriði í siglinga- fræði ásamt meðferð nýtísku sigl- ingatækja fyrir slíka báta auk helstu atriöa góðrar sjómennsku, þ.e. hvað ber helst aö varast og hveiju er gott að kunna skil á í starfi sjómanna. Það skal áréttað að um margt gilda aðrar reglur til sjós en í landi. Að slíku námskeiði loknu fái menn skírteini og leyfi til aö sljóma bátum af tiltekinni stærð. Er síst minni ástæða til að gera slíkt að skyldu fyrir stjórn- endur smábáta en stjórnendur bif- reiða og bifhjóla Það setur óneitanlega svip á þessi tíðu slys á smábátum að grunsemd- ir em um að hin mikla ljölgun smábáta og erfið greiðslustaða út- gerðarmanna bátanna sé hluti af skýringunni. Slíkt er erfitt aö sanna. Neðansjávarmyndavélin mun væntanlega geta sannað hvort bátunum hefur verið sökkt viljandi eða ekki. Þeir sem DV hefur rætt við segjast allir hafa sínar grun- semdir en enginn er tilbúinn að kveða upp dóm að svo stöddu. Hitt er aftur viðurkennt að kunnáttu- leysi margra sjómanna á minni bátum er ákveðiö og viðurkennt vandamál. Lögum ekki fylgt eftir Samkvæmt lögum er skylt að lög- skrá á alla báta sem era sex metrar eöa lengri. Á þessu er mikill mis- brestur og oft hafa stærri bátar lent í slysum þar sem enginn réttinda- maður hefur veriö um borð. Guð- jón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, og Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rannsóknamefndar sjóslysa, hafa báðir sagt við DV aö því miður hafi löggjafmn látið slíkt óátalið of oft. Með hinni miklu fjölgun smábáta hafa menn, sem litla eöa enga þekk- ingu hafa á sjómennsku, gerst út- gerðarmenn og skipstjórnendur. Þess era dæmi að Slysavamafélag- ið hafi þurft að fara út og fylgja smábátum til hafnar ef dregið hef- ur úr skyggni. Skipstjórnarmenn, sem þannig hafa reikað um ráð- villtir og oft á almennum siglinga- leiðum, era hvergi hæfir til aö stjórna skipi. Þeir stefna eigin ör- yggi og annarra í mikla hættu. Fréttaljós Guörún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands: Hefur ekki orðið vör við andstöðu „Ég hef nú veriö að hlera eftir því hvort einhverjir veröi á móti hunda- haldi en við höfum ekki orðið vör við neinn gagnaöila,“ sagði Guörún Guðjohnsen, formaöur Hundarækt- arfélags íslands. Guörún sagöii að félagið heföi ekki enn ákveðiö hvem- ig undirbúningi fyrir kosningamar um hundahald yrði háttaö og reynd- ar væri óvíst hvort farið yrði út í nokkrar aögerðir. „Annars hefðum viö viljað lengri tíma en fjögur ár til aö fá reynslu á hundahald því að þetta er ekki lang- ur tími. Ég held að mikill meirihluti þeirra sem era á móti hundahaldi byggi á vankunnáttu og fordómum. Því heföi þurft lengri tíma til að upp- lýsa þá.“ Guðrún sagöi aö veriö væri að byggja upp fræöslu og kynningar- starf á vegum félagsins. Liöur í því væri starfsemi hundaskólans og hlýöniskólans þar sem fólk fengi fræöslu um meðferð hunda. í félag- inu era 1.500 manns og era langflest- irþeirrahundaeigendur. -SMJ Kosningar um hundahald: Kosta um tvær milljónir „Kjörskráin fyrir kosningamar um hundaháld er sú sama og var notuö fyrir forsetakosningamar í sumar. Viö hjá borginni eram mjög formlegir í þessu og reynum að hafa þetta eins alvarlegt og hægt er,“ sagði Ólafur Jónsson, lögfræðingur hjá ReyKjavíkurborg, um hundahalds- kosningamar sem verða 24. til 30 október. Ólafur sagöi að slegið hefði veriö á kostnaöinn og yröi hann rúmlega tvær milljónir kr. Kosningin fer fram í anddyri Laug- ardalshallar frá 24. til 30. október, að báöum dögum meötöldum. Þar veröa þijár kjördeildir og þrír menn viö hveija kjördeild. Ætlunin er að hefja talningu kl. 16 sunnudaginn 30. okt. og er búist viö aö henni veröi lokiö ámiönætti. -SMJ Fríkirkjan: Beðið eftir úrskurði fógeta Einsogskýrthefúrveriðfi'áhef- manna neitaöi Berta aö taka á ur séra Gunnar Bjömsson leitað til móti listanum og visaöi á lögfræö- borgarfógeta í þeim tilgangi að fá ing stjórnarinnar. Var honum af- úr því skoriö hvort hann sé ekki hentur listinn og eftir aö sjá hvort enn prestur Fríkirkjusafnaöarins. sfjómin efnir til fundar. Hafa Er reiknaö meö úrskurði fógeta í Gunnarsmenn gefið henni hálfan dag eöa á morgun. Aö sögn Jóns mánuð til að gera upp hug sinn, Ögmundar Þormóðssonar, stuðn- aö öðrum kosti efiii þeir sjálfir til ingsmanns séra Gunnars, er ftindar. óraögulegt að segja hver úrskuröur Óvist er hvort tveir prestar messa fógeta verður þar sem ýmis forms- í Fríkirkjunni á sunnudag og ekkl atriði og minnsti vafi geta orðið búist viö niöurstöðu þar aö lútandi séraGunnariíóhag.Efúrskurður- fyrir helgi. Eins og staöan er nú innveröurséraGunnarióhagstæð- má séra Gunnar vera með ýmsar ur er skaöabótamál fram undan. athafhir í kirkjunni en ekki messa. Stuðningsmenn Gunnars héldu á Að sögn stuöningsmanna er séra fund Bertu Kristinsdóttur með Gunnar ekki lengur á launaskrá undirskriftir 109 safnaðarmeðlima, hjá Fríkirkjunni. þar sem óskaö er eftir safnaðar- -hlh fundi hið fyrsta. Aö sögn Gunnars-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.