Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
Iþróttir
Hart barist undir kórfunni í leik Hauka og Kefivíkinga. Hér eiga Haukamennirnir Tryi
Jónsson og Ingimar Jónsson í höggi við Axel Nikulásson úr Keflavík.
DV-mynd Brynjar G
Olympíuleikar fatlaðra:
„Vil engu spá um
möguleika mína“
- segir heimsmethafinn Hankur Gunnarsson
Olympíuleikar fatlaðra hefjast í Seo-
ul eftir tæpan hálfan mánuð og á
sunnudag halda íslensku keppendum-
ir, sem veröa alls 14, út á leikana. Einn
í þessum hópi er Haukur Gunnarsson
fijálsíþróttamaður en hann mun
keppa í 100,200 og 400 metra hlaupum.
Haukur á heimsmet í 200 og 400 metra
hlaupi.
„Ólympíuleikarnir leggjast mjög vel
í mig. Ég hef æft af fullum krafti í allt
sumar og kem því vel undirbúinn til
leikanna. Ég hef farið í þrennar æf-
ingabúðir og er nýkominn úr einum í
Vestur-Þýskalandi. Þar gafst mér kost-
ur á að æfa með vestur-þýska liöinu
sem fer á ólympíuleikana. Ég hafði
virkilega gott af verunni þar,“ sagði
Haukur Gunnarsson í samtali við DV
í gær.
„Ólympíuleikarnir verða án efa erf-
iðasta mótiö sem ég hef tekiö þátt í til
þessa. Ég þekki lítið til þeirra einstakl-
inga sem ég kem til með að etja kappi
við. Ég vil engu spá um hvort ég á
möguleika á að komast á verðlauna-
pall. Ég stefni að því að gera mitt besta.
Stefán Jóhannsson hefur verið þjálfari
minn og hann á mikinn þátt í þeim
árangri sem ég hef náö til þessa. Hann
verður með mér á ólympíuleikunum
og er það mikill styrkur fyrir mig,“
sagði Haukur Gunnarsson.
-JKS
• Haukur Gunnarsson.
Úrvalsdelldin 1 körfaknattleLk:
Haukar hófu titil-
vömina með tapi
- lágu fyrir Keflvikingum, 78-82,1 íþróttahúsi Hafnarfjarðar
Islandsmeistarar Hauka byrjuöu
titilvöm sína illa í úrvalsdeildinni í
körfubolta er þeir máttu þola 82-78
tap fyrir Keílvíkingum í Hafnarfirði
í gærkvöldi. Leikurinn var stór-
skemmtilegur og spennandi allan
tímann og áhorfendur, sem voru vel
á fjórða hundraðið, í íþróttahúsi
Hafnaríjarðar voru vel með á nótun-
um.
íslandsmeistarar Hauka hófu leik-
inn með miklum látum og komust í
26-14 eftir aðeins 8 mínútna leik.
Suðurnesjamenn vöknuöu þá loks til
lífsins og náðu að minnka muninn í
32-31. Aftur tóku Haukarnir kipp og
náðu undirtökunum á nýjan leik,
náðu 10 stiga forystu rétt fyrir hlé
og leiddu 51^41 í hálfleik.
Keflvíkingar mættu ákveðnir til
leiks eftir hlé'og settu leikskipulag
Hauka úr skorðum með vel skipu-
lagðri pressuvörn. Keflvíkingar fóru
að hitta markvisst í sóknum sínum
á sama tíma og fátt gekk upp hjá
Haukum. Suðurnesjamenn náðu að
jafna 62-62 og komast síðan yfir. Þeir
héldu síðan forskoti sínu aút fram í
leikslok og fóru með sanngjarnan
sigur, 82-78.
I liði Keflvíkinga var Guðjón
Skúlason óstöðvandi og skoraði
drjúgt fyrir lið sitt. Þá komst Sigurð-
ur Ingimundarson vel frá sínu ásamt
Jóni Kr. Gíslasyni. í liði Hauka bar
mest á þeim Reyni Kristjánssyni og
Pálmari Sigurðssyni.
Stig Hauka: Pálmar 21, Reynir. 20,
Henning 11, Jón Amar 8, Ingimar 4,
Ólafur 2, Tryggvi 2.
Stig ÍBK: Guðjón 29, Sigurður 20,
Jón Kr. 13, Magnús 8, Axel 7 og Al-
bert 5.
-RR
Urvalsdeildin í körfuknattleik:
Stúdentar steinlágu
- töpuöu 48-93 fyrir Grindvíkingum í gærkvöldi
Stúdentar steinlágu fyrir liði
Grindvíkinga í gærkvöldi í íþrótta-
húsi Kennaraháskóla íslands. Lykt-
aði leiknum, sem var liður í íslands-
mótinu í körfuknattleik, 48-93 en
staðan í hléi var 19-44
Nokkurt jafnræði var með liðunum
í upphafi leiksins en er á leið skildi
á milii.
Stúdentar gerðu enda mýmörg
mistöM* flest sem kenna má við byrj-
endur. ‘ *
Náðu Grindvíkingar, sem sýndu þó
hreint ekki sitt rétta andlit, að refsa
fyrir margar yfirsjónir stúdentanna
og lögðu þannig grunninn að mjög
stórum sigri.
í liði stúdenta bar einna mest á
þeim Valdimar Guðlaugssyni og
Ágústi Jóhannessyni en í liði Suður-
nesjamanna voru þeir Ástþór Inga-
son og Guðmundur Bragason mjög
frískir.
Stigin féllu annars þannig:
Lið ÍS: Ágúst Jóhannesson 11,
Valdimar Guðlaugsson 9, Kristján
Oddsson 7, Hafþór Óskarsson 7, Páll
Arnar 6, Þorsteinn Guðmundsson 4,
Heimir Jónasson 2, Auöunn Elíasson
2.
Lið UMFG: Guðmundur Bragason
31, Rúnar Árnason 16, Ástþór Inga-
son 14, Steinþór Helgason 12, Ólafur
Jóhannesson 10, Eyjólfur Guðlaugs-
son 6, Jón Haraldsson 2, Hjálmar
Hallgrímsson 2. -JÖG
Það virðist í meira lagi þjáningarfulit að koma knettinum i köríuna. Rúnar
Árnason, UMFG, hefur þarna leikið fram hjá Valdimar Guðlaugssyni úr ÍS.
DV-mynd Brynjar Gauti
FIRMAKEPPNI
ln y) í INNANHÚSS-
W FÓTBOLTA
Hin árlega firmakeppni ÍR verður haldin dagana
15.-16. okt. og 22.-23. okt. í íþróttahúskBreiðholts-
skóla. Þátttaka tilkynnist í síma 76611 eftir kl. 14.00.
, Þátttökugjald kr. 6.000.
#>
Skólamót
í knattspyrnu
íslandsmót framhaldsskóla verður haldið í
október og nóvember, Þátttökutilkynningar
ásamt þátttökugjaldi, kr. 3.250, sendist skrif-
stofu KSÍ, pósthólf 8511, 128 Reykjavík
(sími 84444) fyrir 13. október.
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS