Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
Spumingin
Hvað borðarðu í morgun
mat?
Brynja Gunnarsdóttir: Ég borða ekki
morgunmat.
Bjarni Breiðfjörð: Ég sef á morgnana
- borða í hádeginu.
Berglind Jóhannsdóttir: Einn disk af
Cheerios.
Albert Eyþórsson: Einn tebolla.
Sigurður Árni Reynisson: Ekki neitt.
Jóhann Kristinsson: AUs ekki neitt.
Lesendur
Ríkisútvarpið og innheimtan:
Þeir greiði sem nota
Skattborgari skrifar:
í frétt DV í síðustu viku eru
kynntar hertar innheimtuaðgerðir
Ríkisútvarpsins. Einhverjir spæj-
arar stofnunarinnar eru að grúska
í þjóðskránni og ganga svo í hús
að kvöldlagi og rukka. Þetta þykir
mér heldur óskemmtilegt, eða öllu
heldur hlægUegt.
Hvað á svona leynUögguleikur að
þýða? Þetta minnir á austantjalds-
ríkin og ógeðfeUdar persónunjósn-
ir sem þar viðgangast. - Bankað
upp á heinúlum, tveir frakkklædd-
ir náungar við dymar og segja:
„Borgaðu, - annars..." - Skemmi-
legt eða hitt þó heldur!
Viö greiðum skatta vegna ýmissa
þátta í þjóðfélaginu og sem öllum
ber að taka þátt í, en það er út í
hött að ætla mönnum að greiða
umtalsveröar upphæðir fyrir það
sem þeir nota ekki lengur og hægt
er að fá annars staðar. Samkvæmt
landslögum mega menn reka út-
varp og sjónvarp, rétt eins og hverj-
um er frjálst að gefa út blað. - Ríkis-
útvarpið virðist ekki hafa áttað sig
á þessu.
í stað þess að draga saman segUn
er bara beðið um meiri peninga og
ýmist grátið eða hótað, ef þeir ekki
fást. Þeim sem ekki horfa eða
hlusta á ríkisíjölmiðlana finnst það
að vonum súrt og ósanngjamt að
greiða í einhverja hít dágóðar upp-
hæðir sem nefnast afnotagjöld.
Það á að leggja afnotagjöldin nið-
ur. Þeir sem nota ríkisfjölmiðlana
eiga að greiða fyrir sitt, aðrir ekki.
Þannig gengur það fyrir sig á öðr-
Hertar innheimtuaðgerðir Rikisútvarps. „I stað þess að draga saman
segir hér. - Höfuðstöðvar RÚV við Efstaleiti.
um útvarps- og sjónvarpsstöðvum
hér á landi. - „Ríkið á að ganga á
undan og vera fordæmi," segja
ráðamenn, „aUir eiga að spara
núna, erfiðleikar eru framundan.“
Hvemig væri að Ríkisútvarpið
hagaði sér eins og það væri í sam-
keppni, en ekki eins og það sé
ómissandi, svo ómissandi að spæj-
arar ganga í hús tíl fólks að kvöld-
lagi tíl að rukka. Þessu ríkisUði
væri nær að bæta eigin dagskrá og
seglin er beðið um meiri peninga,“
gera hana áhugaverðari - til þess
hafa þeir okkar peninga. Þá myndu
menn kannski greiða með glöðu
geði. Þá þyrfti kannski ekki að
beita lögregluaðgerðum og persón-
unjósnum.
Olympíuleikar ’88
Sigurður Sigurðsson skrifar:
Þá er nú lokið hinni miklu íþrótta-
hátíð í Seoul. Þátttaka íslendinga þar
varð þeim lítt tU lofs eða sæmdar,
nema síður væri, enda áttu fæstir
þeirra þangað nokkurt erindi. Þegar
til alvörunnár kom fór líka flest á
hvolf, Ukt og bátur siglingakapp-
anna.
Geta verður þó þess að margra
augu glöddust er bömin hennar
HrafnhUdar Guðmundsdóttur, þau
Bryndís og Magnús, unnu sína riðla
í sundinu og annað þeirra setti raun-
ar íslandsmet. En flest annaö var á
eina bókina lært - og hana vonda.
Vantaði þó síst skmm og skjaU
áður en utan var haldið, þaö er næsta
víst. Nei, þama hefði átt að hafa svip-
aðan hátt á og þegar farið var á OL
tíl ÁstraUu forðum. Þangað fóru
tveir íþróttamenn (annar þeirra
hlaut silfurverðlaun) og einn farar-
stjóri.
Auk keppenda fer nú á OL - hvað
eftir annað - íjölmenn sendinefnd og
er ýmsum ráðgáta hvað sumir nefnd-
armanna hafa unnið fyrir íþrótta-
hreyfinguna.
Hér er við hæfi að hafa í lokin hina
gömlu og snjöllu lýsingu Jóns próf-
éssors Helgasonar er á sínum tíma
(1939) biiUst í bók hans, Úr landsuðri:
Ólympíuleikar
Undir blaktandi fánum og herlúör-
um hveUum og gjöUum
sig hópaði þjóöanna safn,
þangað fór og af íslandi flokkur af
keppendum snjöllum
og fékk á sig töluvert nafn:
í þeirri íþrótt að komast aftur úr
öUum
var enginn í heimi þeim jafn.
Hvað er að
gerast í Vemd?
Þorvaldur Sigurðsson skrifar:
Fátt er mikUvægara í okkar þjóð-
félagi en að á markvissan hátt sé
unnið að því að hjálpa og styðja við
bak þeirra ógæfusömu einstakl-
inga sem gerst hafa brotlegir við
lögin og hafa af þeim sökum hafnað
í fangelsi. - Fyrir tæpum þrjátíu
árum braust einstæð afrekskona í
þvi aö stofna samtök sem aðstoða
skyldu og hjálpa fóngum og að-
standendum þeirra, sem því miður
eiga oft um sárt að binda og þá
ekki hvað síst börn og ungUngar
sem þurfa að vita af 'feðrum sínum
innan fangelsisveggjanna.
Ekki þarf að eyða orðum að mik-
Uvægi þessara mannræktarstarfa
sem fangahjálpin er. Hún hefur
verið byggð upp og rekin af félags-
málafulltrúa Verndar, Bimi Ein-
arssyni, sem að mati Félagsvís-
indadeildar Háskóla íslands hefur
í störfum sínum lagt nótt viö dag
til hjálpar. - Með tilhti til þess sem
hér hefur verið drepið á þykir mér
ástæða til þess að fara nokkrum
orðum um síðasta aðalfund Vernd-
ar.
Sá fundur var að mínu mati og
margra annarra sem fundinn sátu,
hneyksU, sem svo sannarlega er tíl
vansæmdar þeim sem þar réðu
ferðinni. Þar á ég fyrst og fremst
við Jónu Gróu Sigurðardóttur sem
ásamt nánasta samstarfsfólki sínu
gerði grófa og einræðiskennda tU-
raun til þess að bijóta ríkjandi hefð
í samtökunum, þ.e. atkvæðisrétt
þeirra sem fundinn sátu en þar
voru auk skjólstæðinga Vemdar
margir af þeim fómfúsu einstakl-
ingum sem allt frá stofnun samtak-
anna hafa starfað þar af stakri elju.
Þessu fólki var og er í fersku
minni hvernig Jóna Gróa, með
stuðningi og fulltingi póUtískra
samherja, yfirtók samtökin og
hrakti frá störfum marga þá sem
hvað ötulast höfðu unnið að heUl
og velferð hinna særöu. - Þessi
mektugi borgarfulltrúi og formað-
ur Verndar sá að til fundarins hafði
komið stór hópur fólks sem hún í
vanmætti sínum áleit að óreyndu
andstæðinga sína og taldi að ef allt
þetta ágæta fólk fengi, samkvæmt
ríkjandi hefð, að greiða atkvæöi
væri hennar formannsferU lokið.
Ég ætla ekki að leggja dóm á
hvernig farið hefði ef menn hefðu
haft þroska til þess að hhta óhlut-
drægum úrskuröi sómaklerksins
sr. Jóns Bjarman. En úrskurður
hans var að alUr fundarmenn
skyldu (samkv. ríkjandi hefð) hafa
fullan atkvæðisrétt. - Þessu gat
Jóna Gróa og hirð hennar ekki
unað og endaði meö því að sr. Jón
sagði af sér fundarstjórn. - Ég biö
og vona að formaður Vemdar tíl-
einki sér kærleiksboðskap Krists
og setji hag bágstaddra skjólstæö-
inga Vemdar ofar eigin frama sem
alls ekki þjónar þeim mörgu sem
eiga um sárt að binda.