Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Fréttir Breyttur grunnur lánskjaravísitölu: Getur hækkað húsnæðislán eina milljón á fjörutíu áram - frá 1970 hefði nýi grunnurinn hækkað lán um 16,8 prósent umfram gamla grunninn Rikisstjórn Steingríms Hermanns- sonar stefnir aö því aö launavisitala vegi helming til móts viö framfærslu- og byggingarvísitölu í grunni láns- kjaravísitölu. Ef þetta fyrirkomulag heföi gilt síöan 1970 hefðu lán frá þeim tíma hækkaö 16,8 prósent meira en þau heföu gert ef miðað heföi ver- iö viö óbreytta lánskjaravísitölu. Ástæðan er sú aö laun hafa á undan- fórnum áratugum hækkað að jafnaði meira en framfærslukostnaður. Til þess að sýna hvaöa áhrif breytt- ur grunnur lánskjar'avisitölu getur haft skal tekið dæmi af húsnæöisláni. Hámarkslán Húsnæöisstofnunar var í sumar rúmar 3,2 milljónir króna. Samkvæmt lögum hækka þessi lán miöað við lánskjaravísitölu. Greiöslubyröi þeirra sem taka þau er einnig bundin lánskjaravísitölu þar sem greiðslum höfuðstóls og vaxta er jafnaö út allan lánstímann. Ef þetta húsnæðiskerfi hefði verið sett á 1970 væri sá sem tók lán þá aö greiða sömu greiðslur af hámarks- láni til stofnunarinnar og sá sem tók lán áriö 1975 eöa 1985. Ársfjórðungs- greiðsla í dag er um 40.650 krónur eöa 162.600 á ári. Þetta væru þær fjár- hæðir sem lántakendur Húsnæöis- stofnunar væru að greiöa ef þetta kerfi hefði verið sett á árið 1970 og allar ríkisstjórnir síðan þá hefðu hvorki hækkað né lækkað há- markslánið. Ef grunni lánskjaravísitölunnar hefði hins vegar veriö breytt árið 1970 á sama hátt og ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar stefnir nú að væru þessir sömu lántakendur að greiðá 47.475 krónur ársfjórðungs- 80 60 40 20 Gamla og nvja ljánskjaravísitalan | Etdrf vísitala [] Nýrri visitala # Punktarnir sýna hvenær nýja vísitalan er hærri á umliðnum árum i • • n I 21 Z2 22 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86'87 Súluritið sýnir útreikninga gömlu og nýju lánskjaravísitölunnar á árabilinu 1971 til 1987. lega. Það er 6.825 krónum meira á mánuði. Ársgreiðslan á láninu yrði því 189.900 í stað 162.600 eða 27.300 krónum hærri. Það er eitt gleðiefni varðandi nýjan grunn á lánskjaravísitölu og hús- næðislánin. Ef allar ríkisstjómin síð- an 1970 hefðu haldið sig við það að láta hámarkslán Húsnæðisstofnunar hækka í takt við lánskjaravísitölu þá væru þau í dag um hálfri milljón hærri. Greiðslubyrði þeirra sem tækju þessi lán yrðu að sama skapi þyngri í framtíðinni ef gert er ráð fyrir að laun vaxi svipað umfram verðlag á næstu áratugum og þau hafa gert að undanfómu. Ef menn gera ráð fyrir því má ætla að þeir sem tóku lán árið 1970 í dæm- inu hér að ofan þurfl sífellt að greiða hærri og hærri afborganir á næstu árum en ef miðað væri við núgild- andi vísitölu. Ef laun og verðlag þró- ast með sama hætti til ársins 2010 og þau hafa gert síðan 1970 þyrftu þessir menn að greiða um 1 til 1,2 milljónum meira aftur til húsnæðis- stofnunar en þeir hefðu þurft að gera ef miöað hefði verið'við þá vísitölu sem nú gildir. Á meðfylgjandi súluriti sést hækk- un lánskjaravísitölu á áranum 1970 til 1987. Til viðmiðunar er hækkun lánskjaravísitölu ef grunnurinn væri sá sem ríkisstjómin stefnir að. í hon- um er l^unavisitala reiknuð til helm- inga á móti byggingarvísitölu og framfærsluvísitölu. Eins og sést á súluritinu hefði nýi gmnnurinn ell- efu sinnum leitt til meiri hækkunar lána, einu sinni koma þeir eins út og fimm sinnum hefði nýi gmnnur- inn leitt til minni hækkunar lána. Nýir rekstraraðilar á Hótel Ork: „Nýttfyrirtæki með nýfu nafni uii „Við áttum og rákum veitinga- staðinn Skarfinn i Geilo í Noregi í átta ár. Við höfum meðal annars annast einkaveislu fyrir Ólaf Nor- egskonung og opinbera veislu fyrir Harald og Sonju. Flest af starfs- fólkinu, sem starfaöi hjá okkur í Noregi, kemur með okkur hingað,“ sagði Siguröur L. Hall. Siguröur, sem er matreiöslu- meistari, hefur ásarat eiginkonu sinni tekiö alla aðstöðu til veitinga- rekstrar á Hótel Örk til leigu í flmm ár. Þau hafa mikla reynslu af rekstri veitingastaða. Veitingastaö- urinn Skarfurinn, sem þau ráku í Geilo í Noregi, naut raikilla vin- sælda. Geilo er eitt mest sótta ferðamannasvæðiö á Norðurlönd- um og sérstaklega vinsæit hjá þeim sem stunda vetrariþróttir. Geilo er nokkura veginn mitt á milli Oslóar og Bergen. - En hveraig stendur á því að Svala og Siguröur era komin tii íslands og em að hefja veitinga- rekstur á Hótel Örk? „Viö tókum upp á því á gamals aldri að eignast bara. Dóttir okkar er nú tveggja ára gömul Við höfum ekki átt frí um jól, páska eða aðrar hátíðir í mörg ár. Okkur þótti þvf tilvalið að koma heim nú. Dóttir okkar fær þá að alast upp í nám- unda við afa og ömmur. Við emm að leita okkur að húsnæði hér $ Hverageröi. Þaö er ekki hægt aö reka þetta nema búa á staönum,“ sagði Svaia. - Erað þiö ekkert bangin við þetta, bæði hvað varðar skuldastöðu hót- elsins og eins vegna þeirrar hörðu samkeppni sem er raeðal veitinga- húsa? „Þetta veröur nýtt fyrirtæki með nýju nafni Okkur er ijóst að þaö verður mikiö verk að fá hingaö góöa aðsókn. Þegar er búið aö panta fyrir hópa í vetur. Það er fyrír árshátíðir, ættarmót og eins vegna fleiri tilefna. Þetta hótei er eitt þaö fallegasta á landinu. Viö ætlum aö auka flöibreytni í mat Viö höfum á fyrstu hæðinni a la carte-veitingasal. í blómasalnum á annarri hæð verður veitingastaður meö léttari mat. Þaö eiga allir aö geta komiö hingað og fengiö eitt- hvað viö sitt hæfi. Leigusamningur okkar viö Helga Þór Jónsson er þinglýstur og viö teijum víst að hann haldi. Auk þess keypti Hótel Örk hf. eignina á upp- boöinu í gær. Viö höfum átt ánægjuleg viðskipti viö Helga Þór Jónsson og viö eigum ekki von á að þaö breytist,“ sagöi Sigurður L. Hall. „Þetta er tækifæri sem býöst ekki nema einu sinni á ævinni. Viö er- um full bjartsýni og sannfærö um að hér megi gera góða hluti. Það hafa margir haidiö að Helgi Þór hafi viljað að leigusamningurinn væri gerður fáum dögum fyrir upp- boðiö. Þaö er ekki rétt Viö vildum fá þetta á hreint sem fyrst. Það eitt að vera að koma til landsins eftir þrettán ára dvöl í Danmörku og Noregi gerir þaö aö við viljum ekki vera x óvissu. Búslóðin okkar er enn á hafnarbakkanum. Við erum því óskaplega fegin aö þetta skuli vera komiö á fast,“ sagði Svala Ól- afsdóttir. Þau hjónin em 35 og 36 ára göm- ul og hafa lengst af starfað viö veit- ingarekstur. Þaö var Helgi Þór Jónsson sem haföi samband við þau aö fyrra bragði og bauð þeim veitingaaöstöönna til leigu. Þau sögðust vera ánægð með leigu- samninginn. -srae Lögreglustöðin eyðilagðist í eldi: Fangi kveikti eld í rámdýnu Lögreglustööin í Vestmannaeyjum gjöreyöilagöist í bruna í gær. Upptök brunans munu hafa veriö í fanga- klefa skömmu fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Fangi, sem var í klefan- um, er grunaður um að hafa kveikt eld í rúmdýnu. Eldurinn náöi í veggi hússins. Mikill vindur var í Vest- mannaeyjum í gær og magnaöi hann eldinn mikið. Lögreglustööin, sem var í forsköluðu timburhúsi, er ónýt. Það náðist að bjarga skýrslum og fleiri nauðsynlegum gögnum. Fanginn, sem gmnaður er um að hafa kveikt eldinn, var fluttur til Reykjavíkur. Ekki er fariö aö yfir- heyra hann. Lögreglan hefur fengið inni í stjórnsýsluhúsinu í Vestmannaeyj- um. Engir fangaklefar era tiltækir í Vestmannaeyjum. -sme Núgildandi lánakjör Ný lánakjör Ársgreiðslur af láni Húsnæðisstofn- unar á verðlagi sept. 1988 Miðað er við að lán hafi verið tekið 1970 og greitt af því samkvæmt núgildandi reglum Húsnæðisstofn- unar. Samanburður greiðslubyrði húsnæðislána miðað við núgildandi lánakjör og ný lánakjör með breyttri vísitölusamsetningu. Af þessu, og reyndar einnig áhti launþegasamtaka og Seðlabanka, má sjá að breyttur grunnur lánskjara- vísitölu er engin gleðitíðindi fyrir skuldara. Hins vegar geta sparifjár- eigendur fagnað honum. -gse Hótel Örk h/f keypti Hótel Örk: Kaupyerðið nægir hvevgi fýrir áhvflandi skuldum kapphlaup viö tímann, áfiýjun hugsanleg? Þó svo Hótel Örk hafi verið selt á 230 milljónir króna á nauðungarsölu í gáer, sitja margir kröfuhafar eftir með sárt enniö. Lauslega er áætlað að á eigninni hvili skuldir sem séu 100 milljónum hærri en það sem fékkst fyrir eignina á uppboðinu. Þá eru ótaldar skuldir sem ekki hafa lögveö. Þær nema tugum milljóna. Hótel Örk h/f átti hæsta boð í eign- ina, 230 milljómr króna. Næsthæsta boð var frá Framkvæmdasjóði ís- lands, 200 milljónir. Þrátt fyrir að eignin hafi verið slegin Hótel Örk h/f fer fjarri aö þetta fræga uppboðsmál sé á enda. Uppboðshaldari fer nú yfir tilboð og greiðslugetu tilboðsgjafa, Hótel Arkar h/f. Tíminn er mesti óvinur Helga Þórs Jónssonar. Hann hefur undir hönd- um tilboð í 49 prósent hlutaflár frá hollensku fyrirtæki. Það getur tekið lengri tíma fyrir Helga Þór að semja . endanlega viö Hollendingana en upp- boðshaldari tekur í að meta tilboð Hótel Arkar h/f. Þá er sá möguleiki, og menn óttast að hann verði ofan á, að Helgi Þór áfrýi uppboðinu til Hæstaréttar. Ef sú leið verður farin geta hðið einhver misseri þar til end- anleg lausn finnst á þessu máli. Framkvæmdasjóður íslands á næsthæsta boð, eins og fyrr sagði, eða 200 milljónir króna. Það boð stendur í ákveðinn tíma og því getur hugsanl^ga farið svo að Fram- kvæmdasjóður eignist Hótel Örk. Hróbjartur Jónatansson, lögmaöur sjóðsins, segir að erfitt sé að meta hvemig hagsmimum sjóðsins sé best Helgi Þór Jónsson og Pétur Þór Sig- urðsson lögmaður bera saman bækur sínar fyrir uppboðið. Pétur Þór bauð, fyrir hönd Hótel Arkar h/f, hæst allra, eöa 230 milljónir. borgið. Hann segir að óvissa sé um markaðsverð byggingarinnar þar sem Hótel Örk h/f á álla innanstokks- mum og eins vegna leigusamning- anna. Leigusamningarnir hefta alla hugsanlega kaupendur nema Hótel Ork h/f. Hvemig sem allt þróast er ljóst að margir af þeim sem eiga kröfur á Helga Þór Jónssön hafa hvergi fengið lausn sinna mála. Annað er að veð- röð er ekki ljós. Deilt er um hvar hin ýmsu veð eiga aö vera. Sú óvissa er tilkomin vegna alls kyns veðheim- ilda og krafna á áhvílandi skulda- bréfum. Uppboðshaldari sker úr um endanlega röð veðskulda. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.