Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
5
Fréttir
Sigurbjöm Bárðarson tamningamaður um hestainflúensu:
Fólk smygli ekki notuðum reiðtygjum
- þörf á kröftugum áróðri
„Ég hugsa mikiö út í hættuna á
smiti en veit aö þaö gildir aUs ekki
um alla hestamenn,- í grein Helga
Sigurössonar dýralæknis í Eiðfaxa
er verið að rnála skrattann á vegg-
inn. Möguleikinn á að hingað berist
hestainflúensa er fjarlægur, kannski
eitt prósent, en eitt prósent er alltaf
eitt prósent," sagði Sigurbjörn Bárð-
arson tamningamaður við DV. Hann
er mikið í ferðum erlendis í tengslum
við hesta og er vel kunnugt um hætt-
una á að hestainflúensa berist hing-
að. Á Evrópumeistaramóti hesta-
manna í Hollandi 1979, þar sem Sig-
urbjörn var, urðu allir hestar ís-
lensku keppnissveitarinnar hesta-
inflúensu aö bráð og því þurftu ís-
lensku knaparnir að keppa á láns-
hestum.
DV sagði í gær frá grein Helga Sig-
urðssonar, „EF...“, sem birtist í nýj-
asta hefti tímaritsins Eiðfaxa. Þar
fjallar hann um hestainflúensu og
þær alvarlegu afleiðingar sem
myndu fylgja í kjölfarið ef hún bær-
ist hingað til lands. Þar kom fram
að útigangshross myndu hrynja nið-
ur ef flensan berst um landið, ákveð-
in svæði yrðu einangruð og gripiö
yrði til harkalegra aðgerða eins og
niðurskurðar.
„Það er of seint að hugsa út í hesta-
inflúensu þegar hún hefur borist til
landsins. Því er þörf á kröftugum
áróðri af hálfu embættis yflrdýra-
læknis. Hann hefur að mínu mati
ekki verið nógu mikill. Það verður
um leiö að vara sig á því að þessi
mál þróist ekki út í móðursýki. Það
verður að skilja hismið frá kjarnan-
um. Aðalatriðið er að fólk sé ekki að
flytja inn eða smygla notuðum reið-
tygjum. Þá er hættunni boöið heim
því veiran, sem veldur hestainflú-
ensu, berst með efnum eins og leöri.“
Sigurbjörn segir að íslendingar séu
að nálgast „ómenninguna" frá meg-
inlandinu æ meir og því rík ástæða
til að vera á varðbergi. Sem dæmi
nefnir hann að hestaflutningabíla,
sem koma með Norrænu, þurfi að
sótthreinsa.
„Eins þarf að gæta að því þegar
útlendir hestamenn koma hingað að
þeir beri ekki með sér smit í fatnaði
eins og reiðbuxum og stígvélum úr
leðri. Þá má ekki gleyma að athuga
hvort hestainflúensa hafl verið á því
svæði sem þeir koma frá. Það er áríð-
andi að sýna ýtrustu varkárni. Það
er mikið í húfi eins og öllum hesta-
mönnum ætti að vera ljóst.“
-hlh
Sigurbjörn Bárðarson tamninga-
maður.
Páll A. Pálsson yfírdýralæknir:
Hesthúsahveifin hættu-
leg ef smit berst hingað
„Það yrði alveg hroðalegt ef hesta-
inflúensa bærist til landsins. Hest-
húsahverfin eru hættulegust. Ef eitt-
hvað kemur upp þar þá er nær von-
laust að stoppa útbreiðsluna,“ sagði
Páll A. Pálsson yfirdýralæknir við
DV.
Páll vildi ekkert segja um viðbrögð
yfirvalda ef hestainflúensa kæmi
upp - hvort skoriö yrði niöur eða
bólusett. Páll segist hafa skrifað
grein um smitsjúkdóma hesta í Hest-
inn okkar fyrir nokkrum árum þar
sem þessi mál hafi verið reifuð.
Hvað fyrirbyggjandi aðgerðir varð-
ar sagði Páll að embættið auglýsti
reglulega í blöðum og tímaritum, þar
á meðal tímaritinu „Icelandic
horse", þar sem vakin væri athygli
á smithættu við innflutning á notuð-
um reiðtygjum og fleiru er gæti borið
smit, auk viðurlaga við slíku. -hlh
ÞIG VELKOMINN
I VIÐ BJÓÐUM
|
I I KOSTAKAUP
KS
$
&
NAUTAKJÖT Svínahnakki, útbeinaður, kr. 804 kg.
Nautahakk, kr. 398 kg, 5 kg eða meira. Bæjonskinka, kr. 836 kg.
Nautahamborgarar, kr. 39 stk. Lambakjöt
Nautabógsneiðar, kr. 512 kg. Læri, kr. 512 kg.
Nautagrillsteik, kr. 512 kg. Frampartur, kr. 399 kg.
Nautapiparsteik, kr. 1.268 kg. Útbeining og fylling frí.
Svínakjöt HANGIKJÖT
Svín í heilu, kr. 392 kg. FRÁ HÚSAVÍK
Svínalæri, kr. 465 kg. Hangilæri, kr. 284 kg.
Svínabógur, kr. 455 kg. Hangiframpartur, kr. 460 kg.
Svínahnakki m/beini, kr. 541 kg. Útbeiningin frí.
URVALS KJÖTVÖRUR
- LÁGT VÖRUVERÐ
OPIÐ FÖSTUD. TIL KL. 20, LAUGARD. KL. 10-16
fet
K o | 9 á
rir.ri ir.L .ríi jui
REYKJAVIKURVEGI 72, SÍMI 53100
$
$
$
%
$
£
$
&
%
STODIN SEM HLUST/X D SR 'jM
... JH TOPPNUM!
Anna Þorláks
VIRKIR DAGAR 10-14.
Anna er „nýjasta" röddin á Bylgjunni. Hún hefur þó starfað á Bylgj-
unni frá upphafi og eignaðist strax stóran aðdáendahóp sem hlustaði
á Ijúfmeti hennar á laugardagskvöldum. Dægurtónlistin ræður ríkjum.