Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
33
Fréttastúfar
Það gerðu margirgóð kaup í Seo-
ul á meðan ólympiuleikarnir fóru
fram. Um 200 Nígeriumenn sóttu
leikana, 80 iþróttaraenn og 120
þjálfarar og fararsijórar. Nigeru-
mennimir hafa greinilega fariö
hamforura i verslunura í Seoul þvi
vamingur sá sem þeir tóku með sér
heira til Nígeríu eftir leikana vó
hvorki raeira né minna en 19,3
tonn! Ekki komst allur varningur-
inn með í einni flugvél og urðu eig-
endur vamingsins aö senda auka-
vél til Seoul ti! aö ná í þaö sera eft-
ir var.
KR-ingar æfa vel
Vetrarstarf frjálsíþróttadeildar KR
er hafið og verður æft í Baldurshaga
klukkan 18.00 á mánudögum og
klukkan 17.00 á flraratudögum og
föstudögum. Þjálfari verður Vai-
björn Þorláksson. Aðalfundur
frjálsíþróttadeildar KR veröur hald-
inn í KR-heimilinu næsta mánudag
og hefst hann klukkan átta.
Wilander heidur sínu
Sænski tennisleikarinn Mats Wi-
lander er enn í efsta sætinu á
heimsiistanum yfir bestu tennis-
leikara heimsins. Ivan Lendl frá
Tékkóslóvakíu er í öðru sæti og
Sviinn Stefan Edberg í þvi þriðja.
Svíar eiga firam menn í tuttugu
efstu sætunum. Svíar skipa tvö
efstu sætin yfir tekjuhæstu tennis-
leikarana. Mats Wilander hefur
þénað um 42 miiljónir króna á
þessu ári og Stefan Edberg kemur
í humátt á eftir með um 40,5 millj-
ónir. Þriðji maöur á listanum er
Boris Becker meö 32 milljónir.
Iþróttir
HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
SJÁLFSTÆÐISMENN
DREGIÐ 8. OKT. OPIÐ TIL KL. 22.
Þýska íþróttablaðið Kicker:
„Ragnar fer
til Darmstadt“
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi:
Vestur-þýska íþróttablaðiö Kicker
segir í nýjasta hefti blaðsins aö for-
ráðamenn 2. deildar liösins Darm-
stadt hafi ákveðið að fá íslenska
landsliösmanninn Ragnar Margeirs-
son til liðs við sig.
Gengi Darmstadt hefur verið afleitt
að undanförnu og liöiö er nú í 17.
sæti af 20. Þjálfari liðsins hefur sett
sex leikmenn út í kuldann og hyggst
næla sér í nýja. Ragnar skoraði sem
kunnugt er tvö mörk á dögunum fyr-
ir Darmstadt í æfingaleik gegn Old
Boys Basel.
Essen komst á toppinn
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi
Tusem Essen, gamla liðið hans
Aifreðs Gíslasonar, er nú komiö á
toppinn í þýska handboltanum. í
sjöttu umferð sigraði Essen lið
Dormagen á útivelh, 14-20. Fyrrum
félagar Kristjáns Arasonar í Gum-
mersbach töpuöu_óvænt á útivelli
gegn nýliöum Fredenbeck, 22-23. Önn-
ur úfslit uröu þau aö Lemgo og Gross-
waaldstadt geröu jafntefli, 18-18,
Massenheim og Dtisseldorf geröu
einnig jafntefli, 17-17, Leutershausen
og Hofweier gerðu jafntefli, 22-22, og
Kiel sigraöi Weiche Handewitt, 19-18.
• Essen er efst í deildinni meö 9 stig
en Grosswaldstadt er meö sömu stiga-
tölu en lakara markahlutfall. Gumm-
ersbach er meö 7 stig, Kiel, Hofweier,
Fredenbeck og Weiche Handewitt 6
stig, Lemgo, Dusseldorf, Leutershaus-
en og Massenheim 5 stig.
Feðgamir standa
saman í slagnum
Einn af forráðamönnum lyfjafyrirtækis í Kanada sagði í gær að fyrirtæk-
ið hefði selt lækni Bens Johnson skammt af hinu ólöglega lyfi sem fannst
í þvagsýni hlauparans eftir 100 m hlaupið í Seoul. Mikil rannsókn stend-
ur nú yfir á máli Johnsons í Kanada og þykir þessi yfirlýsing lyfjafyrirtæk-
isins gefa hlauparanum byr undir báða vængi í baráttunni fyrir sakleysi
sínu. Læknirinn hefur ekki enn viljað tjá sig um málið eftir þessa yfirlýs-
ingu fyrirtækisins. Á myndinni sjást feðgarnir Ben Johnson eldri og yngri
á blaðamannafundi á dögunum en þar lýsti hlauparinn enn og aftur yfir
.sakleysi sínu. Símamynd Reuter
ggvi
iauti
að biðjast
afsókunar
..... ....................
• Þorgils Óttar lætur gamminn geisa í helgarviðtalinu i DV á morgun.
Hann segir meóal annars að hann sé i raun mjög óánægður með fram-
komu forráðamanna HSÍ á ólympíuleikunum.
segir Þorgils Óttar Mathiesen m.a. í viðtall í helgarblaði DV á morgun
„Við leikmennirnir þurfum ekki að biðjast afsökunar á
frammistöðunni í Seoul. Útkoman kom okkur ekki svo
mjög á óvart. Við ræddum þennan möguleika í sumar og
ákváðum að ef eitthvað kæmi upp á myndum við klára
verkefinið,“ segir Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska
landsliðsins, meðal annars í hressilegu viðtali í helgarblaði
DV sem kemur út á morgun.
„Okkur fannst við ekki þurfa að
biðjast afsökunar," sagði Þorgils
Óttar þegar hann var spuröur út í
afsökunarbeiðnina frægu hjá Jóni
Hjaltalín á meðan á leikunum stóð.
„Eg geröi athugasemd viö Jón
vegna þessa. Þetta haföi slæm áhrif
á liðið.“
Um þjálfaramálin segir Þorgils
meðal annars í viðtalinu: „Það kom
aidrei til greina aö Bogdan hætti í
miðju móti. Þá heföum við heldur
ekki verið með." í einu dagblaö-
anna var sagt frá þvi að leikmenn
islenska liðsins fengju 700 þúsund
krónur fyrir gullvérðlaun t Seoul.
„Þetta er alrangt. Við hefðum feng-
ið 100 þúsund fyrir sjötta sætiö og
svo stighækkandi upp i 300 þúsund
fyrir gullverðlaun.
I viðtalinu er nokkuð rætt ura
Bogdan landslíðsþjálfara. Þorgils
Óttar segir: „Bogdan hefur notaö
fáa leikmenn en árangur hefur
skilað sér. Þaö er alrangt að tala
um þetta núna eftir tíu ára starf
hans hér á landi." Þorgils Óttar
segir að Bogdan eigi aö vera áfram
með liöið fram yfir b-keppnina:
„Það væri gott aö skipta um þjálf-
ara eftir b-keppnina."
í viðtalinu er víöa komið við.
Þorgils Óttar segist þegar hafa náö
toppnum á sínura ferli Þá er rætt
um þaö er faöir hans missti ráö-
herrastólinn í Seoul, stjómmál,
landsliösmennina og skemratistaöi
og dómgæslu i alþjóðlegum hand-
knattleik sem Þorgils segir að sé
orðið stórt vandamál. Þá er fyrir-
liðinn spurður hvorthann sé sáttur
við frammistöðu forráðamanna
HSÍ í Seoul. Hann segir meðal ann-
ars i viðtalinu í DV á morgun: „Ég
er í raun mjög óánægður með fram-
komu þeirra.“
-SK