Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 3 Laun bæjarstjóra á Isafirði valda deilum: Fréttir Bæjarstjóm neitar upplýsingum - launin eru á fiórða hundrað þúsund Bæjarstjóri og bæjarstjórn ísa- fjaröar neita aö gefa upp launa- greiðslur til bæjarstjórans. Mikil umræða hefur verið á ísafirði um hversu há laun bæjarstjóra séu. Kristján Jónasson, forseti bæjar- stjómar, segir að hann vilji ekki gefa upp hversu há laun bæjarstjóra séu. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er sama sinnis. Hann telur að honum sé óheimilt að gefa upp laun sín. í blaðinu BB, sem gefið er út á ísafirði, var í lesendabréfi látið að því liggja að bæjarstjóri hefði yfir fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði. Kristján Jónasson sagði þessa tölu vera of háa. Hann vildi ekki segja hversu miklu skeikaði. Samkvæmt skattframtali yfir tekj- ur ársins 1986 og með því að fram- reikna þær með launavísitölu eru laun bæjarstjóra nú rúmlega þrjú hundmð þúsund krónur. Auk laun- anna borgar bæjarstjóri lága húsa- leigu en hann býr ásamt fjölskyldu sinni í einbýlishúsi sem er eign bæj- arsjóðs. Kristján Jónasson, forseti bæjar- stjórnar, segir að launasamningur bæjarstjóra og bæjarstjómar sé óbreyttur frá því bæjarstjóri var ráð- inn. Haraldur L. Haraldsson gegndi embættinu einnig á síðasta kjörtíma- bili. Reyndar sagði Kristján að þegar samningurinn var geröur hefði hann verið byggður á samningi við þann sem gegndi embættinu á undan Har- aldi. Ritstjóri blaðsins Vestfirðings rit- aði bæjarráði ísafjaröar bréf. Þar óskaði hann eftir upplýsingum um laun og aðrar greiðslur til bæjar- stjóra. Bæjarráð varð ekki við óskum ritstjórans. DV er kunnugt um að bæjarstjórar víða á landsbyggöinni eru með há laun. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sig- fús Jónsson, mun vera með svipuð laun og bæjarstjórinn á íafirði, ef ekki hærri. Þá er DV kunnugt um að í sjávarplássi með innan við 1500 íbúa er bæjarstjórinn með hálft þriðja hundrað þúsund krónur á mánuði. Vegglistaverkið um heilagan Frans. DV-mynd Róbert Heilagur Frans afhjúpaður Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í Stykkishólmi síðastliðinn sunnudag að vegghstaverkið Heilag- ur Frans, eftir hstakonuna Sjöfn Haraldsdóttur, var afhjúpað við há- tíðlega athöfn. Það var sett upp við inngang aö hinni nýju heilsugæslu- stöð St. Fransiskusspítalans. Þama var saman kominn fjöldi manns í hinu fallegasta veðri. Lista- konan skýrði verk sitt og var henni óspart klappað lof í lófa. Handverks- menn frá hdnu fræga verkstæöi Dr. H. Oidtmann settu verkið upp en verkstæði þetta hefur verið meö mörg verk eftir íslenska listamenn. Eftir afhjúpunina þágu gestir veit- ingar hjá St. Fransiskussystrum. Stjóm Fríkirkjusafiiaðarins: Prestverk séra Gunnars söfnuðinum óviðkomandi Stjórn Fríkirkjusafnaðarins hefur sent frá sér frétt þar sem fjallað er um höfnun fógetaréttar Reykjavíkur á kröfu séra Gunnars Bjömssonar og stuðningsmanna hans um lög- bann á skoðanakönnun sem haldin var á vegum stjórnarinnar fyrr í mánuðinum og kröfu um að séra Gunnar yrði settur inn í starf safnað- arprests Fríkirkjusafnaöarins með beinni fógetaaðgerö. „Með þessum tveimur úrlausnum fógetaréttar, sem leitað var af hálfu séra Gunnars og stuðningsmanna hans, má öllum vera ljóst að séra Gunnar Björnsson er ekki lengur safnaöarprestur Fríkirkjusafnaðar- ins og hefur ekki verið síðan hann var leystur frá störfum 1. júlí síðast- liðinn. Eru því öll prestverk, sem séra Gunnar hefur framkvæmt síð- an, eða mun framkvæma, ekki á veg- um safnaðarins og honum með öllu óviðkomandi. Er séra Gunnari því óheimilt að nota nafn Fríkirkjusafn- aðarins eða eigur hans, nema með sérstöku leyfi safnaðarstjómar hveiju sinni.“ Segist stjórnin ekki ætla að verða við áskomn 109 safnaðarmeðlima um almennan safnaðarfund eða halda fleiri safnaðarfundi til að ræða uppsögn séra Gunnars. Hafi afstaða safnaðarfólks til setu séra Gunnars sem safnaðarprests komið ótvírætt í ljós. Ætli stjórnin að sitja fram að næsta aðalfundi þar sem kosning nýrrar stjómar fari fram. í lokin segir að stjórnin vænti þess að nú, þegar dómstólar hafa kveðið upp úrskurði sína, „að friður megi komast á, safnaðarstarfinu til efling- ar og kirkjunni til sóma“. -hlh Ekki hefur reynst imnt að fá upp- ;efin laun borgarstjórans í Reykja- vík, Davíðs Oddssonar, nema það eitt að launin em ekki leyndarmál. Inn- an borgarkerfisins hafa menn bent hver á annan. Borgarstjóri, svo og starfsmannastjóri borgarinnar, Jón G. Kristjánsson, em báðir í leyfi. Af samtölum við embættismenn borg- arinnar er það að heyra að laun borg- arstjóra séu miðuð við laun forsæt- isráðherra. Hversu nákvæm viðmið- unin er vita þeir embættismenn, sem ekki era í leyfi, þó ekki nákvæmlega. -sme Fullkomið öryggi - alls staðar Láttu ráda férdinni FIRESTONE Town & Country Traction (TCT) radial snjóhjólbarðar eru af nýjustu kynslóð radial fólksbílahjól- barða og hannaðir með fullkomnustu tölvutækni að ströngustu kröfum um öryggi, þægindi og endingu. Sér- stök „snjógrip“-gúmmíblanda gefur aukið viðnám í snjó og hálku, og hið nýja TCT snjómynstur tryggir ótrúlega góða endingu. Um gæði FIRESTONE TCT snjóhjólbarð- anna nægir annars að segja að þeim fylgir 5 ára ábyrgð framleiðanda — án tillits til aldurs! 4ra mánada greióslukjör Sért þú handhafi Visa eða Eurocard greiðslukorts stendur þér til boða.að greiða hjólbarðana á 4 MÁNUÐUM - án nokkurrar útborgunar *. Er öryggí þítt og Qölskyldu þinnar ekki góðra hjólbarða virði? Vextir og bankakostnaður reiknast aukalega. JOFUR hr Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.