Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTOBER 1988. 5 Fréttir GGS: Greiddi orlof með inn- stæðulausum ávísunum Fyrirtækið GGS, sem er skamm- stöfun fyrir Gæöi, góð þjónusta og stööugleiki hf., hefur greitt fólki, sem vann hjá því, orlof með inn- stæðulausum ávísunum. Fyrirtæk- ið rak á sínum tíma skyndibitastað- ina Tommahamborgara og Sprengisand. „Okkur hefur borist ein inn- stæðulaus orlofsávísun sem fyrir- tækið greiddi starfsmanni sínum. Sú ávísun er upp á rúmlega 22 þús- und krónur,“ sagöi Hjördís Bald- ursdóttir, starfsmaöur Félags starfsfólks í veitingahúsum. „Við höfum fahð lögfræðingi okkar mál- ið og hann sér um aö innheimta ávísunina." Hjördís sagði enn fremur að starfsmaðurinn, sem fékk ávísun- ina, heíði lagt hana inn á reikning sinn. Þegar uppvíst heföi orðið að ávísunin var innstæðulaus hefði hann oröið að leysa hana út aftur meö áfóllnum kostnaöi. Hjördís sagði enn fremur aö all- margir hefðu hringt til félagsins vegna þess að þeir heföu fengiö innstæöulausar orlofsávísanir frá GGS. Mundi félagið láta þetta mál til sín taka, svo fremi sem viökom- andi gæfu sig fram. -JSS GGS: Skuldar nær milljón í lífeyris- sjóðs- greiðslur Fyrirtækið GGS hf. skuldar alít að milljón í greiðslur til lífeyrissjóðs Félags starfsfólks í veitingahúsum. Er þá meötalinn vaxtakostnaður. Hafði fyrirtækið tekið lífeyrissjóðs- greiðslurnar af starfsfólkinu en ekki staðið skil á þeim til lífeyrissjóðs FSV. „Það er rétt að þetta er allt í inn- heimtu hjá lögfræðingi," sagði Mál- fríður Ólafsdóttir hjá lífeyrissjóði FSV. „Ég hef orðið aö synja fólki um uppáskrift um húsnæöislán af því að það hefur ekki haft neitt í höndunum og nöfn þess hvergi verið á skrá. Ég verð að vona að þessir fjármunir náist en eins og er get ég ekkert sagt um það.“ Málfríður kvaðst ekki geta sagt til um hversu margir hefðu orðið fyrir því aö teknar heföu verið af þeim greiðslur sem ekki heföi verið skilað í lífeyrissjóðinn. En samkvæmt heimildum DV eru það tugir manna sem orðið hafa fyrir því og nemur upphæð sú, sem er í innheimtu, tæpri milljón króna. GGS hf. hafði stundað þetta um árabil. í fyrstu samþykkti fyrirtækið víxla fyrir greiðslunum, en þeir féllu allir. Þeim greiðslum var náð inn með aðstoð lögfræðings. En síðan seig enn frekar á ógæfuhliðina og' nálgast vanski- laupphæöin nú milljón, eins og áður sagði. -JSS Aflinn fyrstu níu mánuðina: Nær 100 þús- und lestum meiri en á sama tíma í fyrra Heildaraflinn fyrstu 9 mánuði árs- ins varð 1.184.196 lestir en var á sama tíma í fyrra 1.086.545 lestir. Munur- inn hér á liggur í meiri loðnuafla í ár. Hann varð 612 þúsund lestir fyrstu níu mánuðina en í fyrra var hann ekki nema 499 þúsund lestir. Þorskaflinn í ár er minni en hann var í fyrra. Þá var hann 321 þúsund lestir fyrstu níu mánuðina en í ár 295 þúsund lestir. Aftur á móti er ýsuafl- inn heldur meiri í ár eða 38 þúsund lestir en var í fyrra 25.600 lestir. Karfaaflinn í ár var 69 þúsund lestir en í fyrra 64 þúsund lestir og ufsaafl- inn í ár var 53 þúsund lestir en tæp- lega 67 þúsund lestir í fyrra. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP UNO er vinsælasti og mest seldi bíllinn í Evrópu, enda einstaklega vel hannaður, rúmgóður og lipur í akstri. Nú býðst UNO 45 3ja dyra á sérstöku til- boðsverði, kr. 328 þús. Petta er einstákt tækifæri til að að fá mikið fyrir peningana. Tilboðið gildir fyrir síðustu bílana af árgerð 1988. Staðgreiðsluverð kr. 380.000,- Tilboðsverð kr. 328.000,- 50% útborgun, eftlrstöðvar lánaðar í allt að 12 mánuði. FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 685100, 688850. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.