Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. Sandkom Herra dómsforseti JónÓttar Ragnarsson, inatvælafncö- ingur, sjón- varpsstjóri, þáttageröar- maðurog dómsforseti, vaktimiklaat- hygliífyrsta þættisínumi þáttarööinni nRödd fólksins". í þætt- inura fer Jón Ottar raeö aðalhlut- verkið - sjálfan dómsforsetann. Þetta er ekki stærsta hlutverkið - en aðal- hlutveridð samt. Þegar Jón Óttar dómsforseti gekk í eða úr salnum stóðu allir viðstaddir á fætur. Það var ekki borin minni viröing fyrir Jóni dómsforseta en hæstaréttardómur- um. Það var ekki annað að sjá en Jón forseti kynni vel við þá miklu virð- ingu sem honum var sýnd. Annars stálu kviðdómendur senunni, Þeir eyöilögðu gjörsamlega málið með því að taka ekki afstöðu. Vonbrigði for- setans voru greinlleg. Fór HelgiPé i litgreiningu? Sandkorns- ritai'ihefur heyrtailtaðþví fu!l>Tt.afgoinl- umaðdáanda HelgaPéturs- sonar.aðkapp- innhljótiað hafafáriðíht- greiningu. Sú samasegirað nú orðiö sjáistfréttamaðurinn ekki í sjónvarpi nema íklæddur brúnum fótum. Þegar þess er minnst að Helgi Pétursson var, fyrir einhverjum ára- fjölda, kosinn kynþokkaíyllsti kari- maður þessa lands hljóta Deiri aðdá- endur hans að vilja vita af hverju hann klæöisteingöngu brúnura fót- um í seinni tíð. Þess skal getiö að konunni, sem vitnaö var í, finnst Helgi hinn penasti brúnklæddur. Dónaskapur í Borgamesi Borgfirsk ungmenni virð- astveraafar fijálslynd.svo ftjálslyndað þaulátasig ekkirounaura aðdítnsattakin áböllura. í blaðinuBorg- flrðingiersagt frá nýlegum dansleik, sem haldinn var í Borgamesi, þar sem ungmenni tóku upp á þeim áigæta sið aö fækka fötum á dansgólfinu og það allveru- lega. Lögreglumenn staðarins, sem viröast ekki kunna gott að meta, hófú afskipti af ftjálslyndiungmennanna. Þegar löggan hélt á brott og taldi að allir væru orðnir uppgefiúr á nektar- danslnum hófit ungmenninn fyrri iðju á ný. Nektardansinum lauk á sólódansi einnar yngismeyjarinnar. Blaöiö fyrrnefnda segir að stúlkan hafi dansað af mikilli innliftm lýrir alla sem á vildu horfa. Kenndurvið bæklun sína EirikurJóns- son, fréttttstjóri Stjömunnarog fymunblaða- maðuráDV.er ekkippvin- sæUhjáfyrrum starísfélaga sínum.Gunn- ariV.Andrés- syniljósmynd- ara, þessa dagana. Elríkur sagði sannarogtímbærarfréttirafleikDV og Moggana í fréttatíma á mánudag. Þaö var allt satt sem Eiríkur sagöi, ÐV vann öruggan sigur, Gunnar V. var besti maður vallarins og Gunnar er framsóknarmaður. Eiríki fipaðist aðeins þegar hann sagöi Gunnar vera félagaí Framsóknarfélagi Reykjavik- ur. Það er Gunnar ekki Hann er hins vegar trúr og tryggur framsóknar- maður. Gunnar hefitr ltaft á orði að Eiríkur hefði getaö sleppt því að kenna sig við bæklun aina, það er framsóknarmennskuna. Umsjón: Sigurjón EgMsson Skák DV Baráttan um efstu sætin magnast - Beljavsky er að sleppa með jafntefli gegn Kasparov Greinilegt var að heimsmeistarinn Garrí Kasparov ætlaði sér að vinna Alexander Beljavsky í 13. umferð heimsbikarmótsins í gær og skjótast þar með upp í efsta sætið. Kasparov tefldi stíft til vinnings og haíði betra tafl lengst af en er skákin fór í bið eftir 62 leiki var útlit fyrir að Beljav- sky myndi halda jöfnu. Ljúki biðskákinni með jafntefli í dag verður heimsmeistarinn enn hálfum vinningi á eftir efstu mönn- um, Beljavsky, Ehlvest og Tal. í fjór- um síðustu umferðunum teflir hann við Timman, Sax, Ehlvest og Nikolic. Nú fer hver að verða síðastur að draga af sér slyðruna. Biðstaðan í skák Kasparovs og Beljavskys er þannig: Beljavsky, sem hefur svart, lék bið- leik í 62. leik. Ungverjinn Sax jafnaði taflið næsta auðveldlega með svörtu mönnunum gegn Jóhanni Hjartarsyni. Jóhann hefur unnið skákir sínar í mótinu á svart en með hvítu virðast vopnin ekki eins beitt. Sax bauð jafntefli snemma sem Jóhann hafnaði. Er hann svo gaf tvo hróka gegn drottn- ingu Ungverjans voru flestir famir að spá jafntefli. Þó tefldi Jóhann stöð- una til vinnings, einkum með hlið- sjón af timaskorti mótheijans. Sax þurfti að leika nokkra nákvæma leiki en það vafðist ekki fyrir honum og eftir 43 leiki sömdu þeir um jafntefli. Margeir og Andersson tefldu lítt spennandi skák fyrir áhorfendur en hafa þó líklegast skemmt sér kon- unglega sjálfir. Andersson vélaöi peð af Margeiri og undi sér vel viö að reyna að nudda taflið af honum. Margeir er hins vegar þekktur fyrir kunnáttusemi sína í erfiöum stöðum. Þó fór svo um síöir að Svíinn hóg- væri hafði betur. Er skákin átti að fara í bið, gafst Margeir upp. Tíðindalítil jafntefli gerðu heims- meistaramir fyrrverandi Tal og Spassky, áskorendurnir Speelman og Jusupov og Portisch og Ehlvest. Ribli náði hins vegar ögn betra tafli J. HJARTARSON Jóhann Hjartarson og Sax sömdu um jafntefli i gær. gegn Nikolic og gat teflt áhættulaust áfram, svo hann sættist ekki á jafn- tefli fyrr en í 48. leik. Skák Jón L. Árnason Timman og Sokolov háðu fræðilega orrustu í opna aíbrigði spænska leiksins. Fyrstu 22 leikirnir vom eins og í skák þeirra á heimsbikarmótinu í Belfort, sem Sokolov vann. Endur- bót Timmans í 23. leik virtist koma Sokolov á óvart. Hann lagði út í vafa- samar sóknaraðgerðir sem Timman fékk hmndið á smekklegan hátt. Eft- ir snjallan „millileik" stóö Timman uppi með riddara meira og síðustu leikirnir vom formsatriði. Sokolov gaf í 48. leik. Fjörugasta skákin Mest var fylgst með skák Jóhanns og Sax og tafli Kasparov við Beljav- sky. Báðar þessar skákir voru vissu- lega spennandi og skemmtilega tefld- ar. Fjömgasta skák kvöldsins var hins vegar milli Kortsnoj og Nunn. Kortsnoj stýröi þar hvítu mönnun- um og lagði mikið á stöðu sina strax í byijun. Nunn svaraði með peðsfórn og náði meö henni nokkm frum- kvæði. Trúr sinni sannfæringu fór Kortsnoj að seilast eftir öðru peði en liðsskipanin sat á hakanum. Nunn náði hættulegum færum með snot- urri skiptamunsfóm. I miklu tíma- hraki lék Kortsnoj síðan af sér manni og þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst honum ekki að bjarga skákinni. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: John Nunn Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Bg5!? Rbd7 6. f4 Möguleikar skákarinnar em ótæmandi. Eftir sex leiki í svo þvældri byrjun sem kóngsindverskri vörn er komin fram óþekkt staða! Óhætt er að segja að Kortsnoj tefli byrjunina djarfmannlega og Nunn bregst við með því að snúa taflinu yfir í nokkurs kanar Benkö-bragð. 6. - Ö-O 7. Rf3 c5 8. d5 b5!? 9. cxb5 a6 10. Rd2 Rh5 11. Df3 f6 12. Bh4 Rxf4! 13. Dxf4 g5 Þannig vinnur svartur manninn aftur og eftir 14. Bxg5 hxg5 15. Dxg5 yrði biskupinn stórveldi á hornalín- unni og hrókurinn sterkur eftir f- línunni. 14. Df2 gxh4 15. Dxh4 E.t.v. hefði hvítur mátt láta þetta peð kyrrt liggja og reyna að koma mönnum sínum fram á borðið í stað- inn. 15. - Re5 16. Be2 axb5 17. Bxb5 Da5 18. Dg3 Db4 19. Hbl 19. - Hxa2! 20. Rxa2 Dxb5 Skiptamunsfómin gefur bersýni- lega mikla möguleika. Hvítur fær ekki hrókað stutt og á d3 vofir yfir óþægileg riddaraskák. Hvíti kóngur- inn strandar á miðborðinu. 21. Rc3 Da6 22. Kdl f5 23. Hfl Hf6 24. exf5 Hótunin 25. - Hg6 vár erfið viður- eignar. Kortsnoj grípur til þess ráðs að gefa skiptamuninn til baka með góðu. 24. - Bxf5 25. Hxf5 Hxí5 26. Kc2 Kh8 27. Rb3?! Þessi og næsti leikur virðast byggð- ir á misreikningi. Kortsnoj var nú kominn í mikið tímahrak. 27. - Bh6 28. Hal? Hf2+! Hvítur kemst ekki hjá mannstapi, því að eftir 29. Dxf2 Dd3 yrði hann mát. 29. Kbl Hfl+ 30. Kc2 Hxal 31. Rxal Dxal 32. Dh3 Dcl+ 33. Kb3 c4+ 34. Ka2 Rd3 35. Dc8+ Kg7 36. Db7 Bg5 37. Re4 Bf6 38. Rxd6 Kg6 39. Rc8 c3 40. d6 Dxb2+ 41. Dxb2 cxb2 42. d7 Rb4 + 43. Kbl Rc6 44. g4 Kg5 45. h3 Kh4 46. Rb6 h6 47. Rd5 Kxh3 48. Kc2 Og Kortsnoj gafst upp. -JLÁ Gestabókin Áhorfendur vom nokkuð margir á 13. umferð heimsbikarmóts Stöðvar 2, en alls munu um 450 manns hafa komið á skákmótið í gærkveldi. Meðal þeirra sem mættu vom: Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur, Magnús V. Pétursson heildsali, Ásgeir Þór Ámason lögfræðingur, Leifur Jósteinsson hankastjóri, Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjómar, Petra Leuwerink, kona Kortsnojs, ívar Jónsson skrifstofu- stjóri, Hflmar Viggósson banka- stjóri, Elvar Guömundsson skák- maður, Símon Hallsson endur- skoðandi, Hrólfur Hjaltason við- skiptafræöingur, Björgvin Gunn- laugsson tölvufræöingur, Jakob Hafstein borgarfulltrúi, Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða/Landsýnar, Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Visa, Baldvin Jónsson hæstaréttar- lögmaður, Sverrir Kr. Bjamason hljóðmeistari, Guðmundur Sveinn Hermannsson blaðamaður, Ólafur Orrason skákfrömuður, Helgi Sæ- mundsson ritstjóri, Stígur Herlufs- son hárskeri, Sæmundur Pálsson lögreglumaður, Bjöm Ámason múrari, Kristján Guðjónsson skrif- stofustjóri, Geir Sveinsson hand- boltakappi, Eggert Þorleifsson leik- ari, Hallmar Sigurðsson leikhús- stjóri, Jóhann Þórir Jónsson útgef- andi, Sveinn Hauksson læknir, Jón Sigurðsson líffræðingur, Þröstur Árnason skákmaður, Stefán Jón Hafstein fréttamaður, Guöfinnur R. Kjartansson framkvæmdastjóri, Árni Ármann Ámason lögfræðing- ur, Magnús Magnússon, fyrrver- andi ráðherra, Siguröur Haralds- son verslunarmaður, Bragi Kristj- ánsson skákmaður, Sigurður Sig- urðsson, fyrrverandi fréttamaður, og Reynir Ólafsson jámsmiður. -ÍS. Þessir tefla saman í 14. umférð í 14. umferð heimsbikarmótsins sem tefld verður á fimmtudaginn tefla saman: Margeir-Nunn Spasski-Kortsnoj Beþavsky-Tal Timman-Kasparov Sax-Sokolov Ehivest-Jóhann Nikolich-Portisch Júsúpov-Ribli Andersson-Speelman -ÍS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.