Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 7 Fréttir Kosningin hjá Heimdalli ólögleg? „Töpuðum fyrir landsbyggðinni“ „Þetta framboö mitt skýrir sig al- veg sjálft og sá stuðningur sem þaö fékk. Vera má að það hafi verið mis- tök hjá mér að fara út í það með svo stuttum fyrirvara. Ég hefði kannski unnið ef ég hefði undirbúið það dálít- ið betur. Eg vil hins vegar taka það skýrt fram að ég stend ekki í neinum persónulegum illdeilum út af þessum kosningum. Ólafur Stephensen mun fá aö stjórna þessu félagi í friði,“ sagði Gunnar Jóhann Birgisson lög- fræðingur sem nú um helgina tapaði fyrir Ólafi Stephensen í formanns- slag í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er fram á móti ríkjandi formanni í félaginu og var kosningin mjög jöfn á einum íjölmennasta fundi sem haldinn hefur verið í félaginu. Ólafur sigraði, fékk 246 atkvæði á móti 222 atkvæöum Gunnars Jóhanns. Hin stutta kosningabarátta þótti bera dálítinn keim af þeim for- mannsslag sem varö innan Sam- bands ungra sjálfstæðismanna í fyrra þegar þeir Árni Sigfússon og Sigurbjörn Magnússon áttust við. Er Gúnnar Jóhann talinn til stuðnings- manna Sigurbjörns en Ólafur mun hins vegar vera Árna megin. Kosningin ólögleg „Annars hafa menn hent gaman að ýmsu því sem gerðist á þessum fundi því við töpuðum eiginlega fyrir landsbyggðinni. Það mættu allir stjórnarmenn í nágrannasveitarfé- lögunum og kusu. Þeir hafa ekki kjörgengi í þessu félagi." - Er kösningin þá ekki ólögleg? „Jú, það má eiginlega segja það. En þeir hafa gefið sig í að mæta á fundinn og kjósa. Ef þeir vilja hafa það þannig þá ætla ég ekki að fetta fingur út í það.“ - segir Gunnar Jóhann Birgisson Akureyri: Mikið atvinnuleysi í síðasta mánuði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: í tilkynningu Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar kemur fram að hinn 30. september sl. var 51 skráður atvinnulaus á Akureyri, en á sama tíma í fyrra voru atvinnulausir 32 talsins. Konur voru nú mun fleiri á at- vinnuleysisskrá en karlar, eða 32 á móti 19 körlum. í september var skráður 891 heill atvinnuleysisdag- ur, 544 hjá konum og 347 hjá körlum. Fjöldi atvinnuleysisdaga svarar til þess að 40 hafi verið atvinnulausir allan mánuöinn. Gefin voru út 122 atvinnuleysisbótavottorð í septem- ber með samtals 733 bótadögum. um innan Sambands ungra sjálf- stæöismanna frá því í fyrra áfram og að Árni Sigfússon mætti ekki við því að tapa þessum kosningum. Þeir náðu að virkja sína stuðningsmenn út á þetta. Við vorum hins vegar með þá stefnuskrá að það þyrfti að gera eitthvað í þessu félagi.“ - En verða breytingar á félaginu eft- ir þessa kosningabaráttu? „Það sem aðallega hefur farið fyrir brjóstið á mönnum er hvað virkni félagsins er lítil. Þetta virtist vera orðinn lítill klúbbur og menn minn- ast þeirra tíma þegar félagið var að halda öfluga fundi. Það er ekki langt síöan þetta félag var að reka starf- semi niðri á Hallærisplani fyrir ungl- inga og það var ýmislegt í gangi sem vakti athygli á því. Mönnum fmnst aö kominn sé tími til að það láti meira á sér bera, bæði innan flokks og utan. Ólafur vissi vel af þessari óánægju fyrir framboð mitt en það á eftir að reyna á hve mikið mark verð- ur á því tekið.“ -SMJ Rótgróinn klofningur virðist hafa búið um sig meðal ungra sjálfstæð- ismanna eftir formannsslaginn í SUS i fyrra. Um helgina tapaði Gunnar Jóhann Birgisson kosningu hjá Heimdalli og virðist það staðfesta klofninginn. DV-mynd Brynjar Gauti - Það fór fram smölun fyrir þennan fund af beggja hálfu - á hvaða for- sendum fór sú smölun fram? „Hin armurinn ól dálítið á því að verið væri að halda formannsslagn- ÆFINQASTOÐIN ENGIHJALLA 8 * «46900 I Líkamsrækt fyrir alla! lawMiawiaaBII Dag- og kvöldtímar. leikfimi fyrir byrjendur og framhaldstímar. Nýjung: Notum sérstakar teygjur í tímunum sem gefa meiri og betri árangur. Hjá okkur erstærsti og einn af best búnu tækjasöl- um landsins sem gefur meiri og betri þjálfunar- möguleika. Almenn þrekþjálfun, vaxtarrækt, kraft- lyftingar og þjálfun fyrir ýmsa íþróttahópa og ein- staklinga. Konur, athugið. Best er að koma á dag- inn ítækjasalinn. Ljósaböð, gufuböð og nuddpottar. Höfum mikið úrval af Multi Kraft prótínum, einnig höfum við úrval æfingabelta, hnévafninga og víta- mína. MATARÆÐI-VEITUM RÁÐLEGGINGAR UM FÆÐUVAL. Hjá okkur getur þú borgað með kreditkortum, Eurocard og Vísa. Hjá okkur kostar mánaðarkort í tækjasal kr. 3.200 fyrsti mánuður en endurnýjun 2.800 ef endurnýjað er strax. Við bjóðum einnig upp á sérstaklega hagstætt verð fyrir þriggja mánaða kort sem er á kr. 7.150 og þá færðu fjórða mánuðinn ókeypis. Mánaðarkort í leikfimi, þar sem aðgangur að tækjasal er frjáls, er á kr. 3.500. Gerðu verðsamanburð! BYRJAÐU STRAX- KOMDU ÞÉR í FORM ÆFINGASTÖÐIN ENGIHJALLA8, KÓPAVOGI - SÍMAR: 46900,46901 OG 46902 Húsi Framtíðar, sími 686611 Tegund Suzuki Fox, háþekja, silfur Nissan Sunny LX, hvítur Ford Bronco, Eddy Bauer, blár/br. Mitsub. Lancer GLX, hvítur Fiat Uno 45, svartur Seat Ibiza GLX, blár Suzuki Swift GL, hvítur Peugeot 505 GR st., hvítur Wagoneer Limited, blár Argerð Ekinn Verð 1988 12.000 640.000 1987 26.000 440.000 1987 11.00U 1.375.000 1987 26.000 550.000 1988 7.000 330.000 1986 29.000 330.000 1988 2.000 430.000 1987 28.000 890.000 1987 28.000 1.800.000 Vantar nýlega bíla á söluskrá Vantar Fiat Uno 45, árg. 1987, lítið ekinn, staðgreiðsla Audi 90 2,3 E, svartur, árg. 1988, ekinn 19.000, verð 1.700.000 -------—---—— ------------------------------------------ Framkvæmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson. Sölustjóri: Skúli H. Gíslason. Sölumaður: Kjartan Baldursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.