Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 11 DV Líbanska þingið stjórnlaust Ástandið í Líbanon versnaði enn frekar í gær þegar þingmönnum tókst ekki að kjósa nýjan þingforseta, en þingið er síðasti leikvangurinn þar sem kristnir og múhameðstrúar- menn geta rætt málin. Nú hefur þetta stríöshrjáða land engan forseta, tvær ríkisstjórnir sem keppa um völd og óvirkt þing. / Elsti þingmaöurinn, Kazem Al- Khalil, sem er áttatíu og fjögurra ára gamall múhameðstrúarmaður, sagði í ræðu, „Ég vil tilkynna andlát þessa lands.“ Þijátíu og níu þingmenn af sjötíu og sex þurftu að vera viðstaddir til að hægt væri að kjósa nýjan þingfor- seta, en aðeins tuttugu og sex mættu þannig aö kosning gat ekki farið fram. Þetta er í fyrsta sinn síðan Líbanon fékk sjálfstæði 1943 að þinginu mis- tekst að kjósa sér forseta. Þykir mörgum sú staðreynd lýsa vel því ástandi sem nú ríkir í landinu. Reuter Hussein Husseini, fráfarandi forseti líbanska þingsins, yfirgefur hér þing- húsið eftir að þingmönnum hafði mistekist að kjósa nýjan þingforseta. Simamynd Reuter Ríkiseinokunarmaður fær nóbelsverðlaun Franski hagfræðingurinr. Maurice Allais fékk nóbelsverðlaunin í hag- fræði í ár. Verðlaunin fékk hann fyrir rann- sóknir sínar og kenningar um hvem- ig ná megi hagkvæmni í rekstri stórra ríkiseinokunarfyrirtækja. Allais er sjötíu og sjö ára að aldri og tahnn vera faðir nútímahagfræði í Frakklandi og hafa kenningar hans verið notaöar við skipulagningu franskra ríkiseinokunarfyrirtækja, svo sem frönsku jámbrautanna og rafveitunnar. Allais lagði grunninn að kenning- um sínum með tveimur ritum sem komu út árin 1943 og 1952. Þau þóttu hins vegar allt of löng, leiðinleg og torskilin til að bera hróður Allais út fyrir landamæri Frakklands. Fyrra ritið er 900 bls. og það seinna 800 bls. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Samuelson, sem hlaut nóbelsverð- launin árið 1970, hefur sagt um ARa- is að ef hann hefði skrifað sín fyrstu verk á ensku en ekki frönsku og hamið pennann aðeins betur hefði heil kynslóð hagfræðikenninga tekið nýja stefnu. Állais er í raun ekki sérfræðingur í þjóðhagfræði eins og flestir sem hingað til hafa fengið nóbelsverð- launin í hagfræði. Flestar rannsókn- ir hans hafa snúist um aðferðafræði og ákvarðanatökuferh innan stórra ríkisrekinna einokunarfyrirtækja. í raun má segja að sérsvið hans sé rekstrarhagfræði þótt hann fari nokkuð út fyrir það svið í seinni rannsóknum sínum. Sjálfur segist Allais hafa fengið verðlaunin, sem nema nítján milljón- um króna, fyrir rit sem kom út árið 1984 og heitir „Hugtök um offramboð og tap og endurmyndun kenninga um stöðugt hagfræðilegt jafnvægi og hámarksnýtingu“. Skýrir nafnið á þessu riti væntanlega hvers vegna Allais þykir ekki Upur penni og hvers vegna kenningar hans hafa farið fyr- ir ofan garð og neðan hjá jafnvel færustu hagfræðingum, sem þó eru vanir að lesa miklar og torskUdar langlokur. Rannsóknir AUais á hagkvæmni í rekstri stórra ríkiseinokunarfyrir- tækja.eru í nokkurri andstöðu við þær kenningar sem hafa verið áhrifamestar í Bandaríkjunum und- anfarin ár og áratugi. Það er vegna þess meðal annars aö í þeim felst viöurkenning á að ríkið eigi að reka stór einokunarfyrirtæki en þorri bandarískra hagfræðinga, sem hlotið hafa viðurkenningar á undanfómum áram, gengur út frá því að umsvif ríkisins eigi að vera eins UtU og Maurice Allais, nóbelsverðlaunahafi i hagfræði, talar við blaðamenn ð heimili sínu skammt utan við Paris rétt eftir að hann frétti að hann hefði Útlönd Ákærðir fyrir hryðjuverk Bjamí Hmnksson, DV, Bordeaux: Réttarhöld era hafln í Bordeaux í Frakklandi yflr íjóram Kor- síkubúum sem sakaðir era um hryöjuverkastarfserai. Tveir þeirra era ákærðir fyrir árás á herbúðir á Korsíku áriö 1982 þar sem einn hermaöur lét Ufið og annar særðist alvarlega. Hinir tveir era ákærðir fyrir að geyma og flytja skotvopn en ákærar yfirvaldsins byggjast að mestu leyti á vitnisburöi annars þeirra. Þessi réttarhöld eru rajög mikil- væg I augum þeirra Korsíkubúa er löngum hafa krafist sjálfetæðis eyj- arinnar og aðskUnaðarhreyfmg Korsíku telur niðurstöðu þeirra ráða miklú inn ffamtíðaraðgerðir hreyfingarinnar. Sakbomingamir flórir era taldir meðlimir sjálfstæð- ishreyfingarinnar og jafiivel helstu foringjar hennar. Viðbúnaður lögreglu er því mik- Ul í Bordeaux og bæði ákæravaldiö og lögfræðingar sakbominganna búa sig undir snúin réttarhöld. Ýmis atvik hafa tafið fyrir, eins og til dæmis hræðsla læknisins sem rannsakaöi tvo fjórmenninganna skömmu eftir handtöku þeirra á Korsíku. Hann ber nú fyrir sig veikindum svo hann þurfi ekki að bera vitni PóUtísk hUð réttarhaldanna verður Uklega tímafrek og þegar má sjá fyrir atvik í réttarsalnum, tafir og útúrsnúninga. Til dæmis eyddu hinir ákærðu góðum tima í að þylja upp nöfn á þeim fangelsum sem þeir hafa setið i þegar dómar- inn spiuði þá um heimilisfang. Óleysanlegfc morðmál Gunnar Guamundsacn, DV, Khife Þann 8. nóvember 1986 fékk hinn sex ára gamU Jóakim leyfi til þess að fara einn í bakaruð í fyrsta sinn. Það reyndist einnig hið síöasta. Jóakim var stunginn tU dauöa á hrottalegan hátt af óþekktum ástæðum. Eftir tæplega tveggja ára rann- sókn á málinu hefur lögreglan gefið það upp á bátinn sem óleysanlegt. Lögreglan þykist nú með vissu vita hver morðinginn er en getur ekki hróflað við honum þar sem hann var aðeins fiórtán ára þegar raorðið var framið. Samkværat dönskura lögum er enginn undir fimmtán ára aldri sakhæfur. Sá sem taUnn er hafa framið moröið varð hins vegar fimmtán ára daginn eftir að ódæðisverkið var framiö. MáUÖ hefur vakið mikla umræðu í fjölmiðlum og einmitt verið tekið tU umræðu í þjóðþinginu. Meðal annars hefur veriö skorað á dóms- málaráðherrann, Erik Ninn Hans- en, að gera lagabreytingu svo hægt sé að draga raorðingjann fyrir rétt. Því hefur dómsmálaráðherrann neitaö á þeirri forsendu að ein- hvers staðar verði aö draga mörkin og neðar en í flmmtán ára sé ekki hægt að fara. Foreldrar Jóakims neita að gefast upp þótt lögreglan hafi gert þaö. Þeir ætla að fara í skaðabótamál við foreldra drengsins sem talinn er hafa myrt Jóakim. Ef þau vinna máUð neyðist saksóknari ríkisins tíl þess að höfða mál á hendur hon- um fyrir morð. Þaö er þó óvíst hvort dómsmála- ráðherrann þvingar lögregluna tU að gefa upp nafn hins grunaða og foreldra hans. KARATEFÉLAG VESTURBÆJAR Byrjendanámskeið er að hefjast. Góð aðstaða. Leitið uppiýsinga í síma 12355 og 12815. SHOlOKÍWf KARhTiE STENDURENN FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR -OL^é-h-** LÆKJARGÖTU 22 • HAFNARFIROI • SlMI 50022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.