Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. T .ífcgHll Kristín Sætran innanhússarkitekt hefur rannsakað mikilvægi réttrar heimilislýsingar. Hún segir lýsingu vera ákaflega mikilvægan þátt í viðleitni til að skapa þægilegt um- hverfi innanhúss á löngum vetri eins og er á íslandi. Einnig telur hún að rétt lýsing þurfi ekki að vera dýr - aöalatriðiö er að gera sér góða grein fyrir samspih skugga og birtu. Hálfskuggar eru þannig mikilvægir til að augað þreytist ekki. Eitt ljós gefur harða birtu en nokkur saman mynda ákveðinn „tónstiga" og stuðla að þægilegu andrúmslofti. Fyrir þá sem vinna mikið heima við verður einnig að vera rétt lýsing við borð o.s.frv. Það skapar velhðan, bæði andlega og líkamlega. DV bað Kristínu að lýsa þeim þáttum sem taka verður tihit til þegar lýsing á heimilum er skipulögð. Lýsing mótar umhverfið Einfóld atriði geta skipt sköpum hjá fólki sem les eða vinnur við Ijós, bæði heima við og í vinnunni. Því betri sem lýsingin er því minna þreytumst við. En hvemig er þá rétt lýsing? Mikilvægt er að gera sér góða grein fyrir fyrirkomulagi lýsingar því að hún er grundvöllur fyrir góðri hðan heima fyrir. Ljósið formar aht sem við sjáum í kringum okkur - það mótar um- hverfið og hefur sálræn áhrif á okkur, meðvituð sem ómeðvituð. Þannig ræður lýsing úrshtum um hvemig við skypjum rýmið og þar af leiðandi hvemig við notum það. Ljósmagn og Ijósgjafar móta her- bergi ekki síður en veggimir. Þvi er staðsetning lampa og Ijósgjafa mikhvægur þáttin- í að stuðla að velhðan. Aðalatriöið er að gera sér grein fyrir þörf á lýsingu og vita hvar hún er mest, t.d. með tilhti til skugga. Blindun og tónstigar (þrep) Undir vissum kringumstæðum skapar sterkt Jjós blindun. En blindun getur einnig stafað af ójafhri lýsingu, t.d. þegar of mikih munur er á lýstum og skyggðum flötum. Þetta verður þreytandi þeg- ar til lengdar lætur, svipað og með hljóð. Blindun stafar líka óbeint af endurkasti borðlampa af gljáandi flötum. Kristfn Sætran innanhússarkitekt gefur lesendum hollráð um skipu- lagningu lýsingar á heimilum. DV-mynd Hanna Hér hefur lýsingin verlð jöfnuð út. Milliskuggar hafa myndast sem gerir það að verkum að augað á auðveld- ara með að vinna sig upp „tónstigann" (Ijósþrep). Lýsingin er afmörkuð og þægileg. DV-mynd BG Nokkur atriði um rétta lýsingu: Lýsing er best í þrepum Lýsingu er hægt að skipa niður í tónstiga, líkt og með hti. Vel lýst rými þarf ekki nauðsynlega að vera bjart heldur vel skipulagt. Tónam- ir eru þægilegir fyrir augað í góðri lýsingu. Þannig er auganu gert mögulegt aö færa sig þrep fyrir þrep frá dimmu skoti yfir að ljós- asta hluta lampans án stökkbreyt- inga. Færslan er ómeðvituð, augað fer þrep fyrir þrep án óþæginda á milli mismunandi birtustyrks. Vanti hins vegar birtuþrep virkar Ijósið óþæghega og blindandi. Of skær birta virkar fráhrind- andi og þá er erfitt aö greina það sem stendur 1 skugga. Eitt kertaljós virkar óþæghega standi það í Ijós- lausu herbergi. Tvö kertaljós hafa gerólík áhrif - þar hafa þrep mynd- ast. Rétt heimilislýsing er þegar hún er áberandi breytileg. Hom em þannig mismunandi lýst. Mið- punktar heimilisins, þar sem þarf að athafna sig, eiga aö vera best lýstir - yfir boröum þar sem unnið er eða lesið. Annars staðar skal vera daufari birta til að „fylla tón- stigann“. Staðsetning ljósgjafa Megingalh á lýsingu heimila er of sterk og of jöfn lýsing. Með því móti er aðahýsing herbergis of sterk en samt vantar næghega góða vixmu- eða lestrarlýsingu. Th aö koma í veg fyrir þetta er heppheg- ast að deyfa aðalljós en leggja áherslu á að hafa sterkari Jjósgjafa þar sem þeirra er þörf. Þess verður samt að gæta að ljóssvæði blandist ekki um of. Ef aðgát er ekki höfð getur rýmið oröið of jafnlýst. Þá hverfur þæg- indatilfinningin og herbergið htur út eins og sýningarbás. Þegar þetta gerist missir rýmið „karakter"; skuggaeiginleikar hverfa. Hepphegra er aö hafa lýsingu lága - reyna frekar að lýsa gólfið heldur en að flóðlýsa loftið. Hins vegar gefa vegglampar gjama þæghega lýsingu upp á viö. Þess konar ljósgjafar em vel að merkja fyrir ofan augnhæð og blinda því ekki. Lampar, sem vísa niöur, eiga ekki aö vera of ofarlega. Borðlampar í hæfilegri hæð Þar sem setið er er mikhvægt að ekki sjáist í peruna á borðlampan- um fyrir ofan. Sérstaklega skal taka tilht th bama í þessu sam- bandi því að sjónhæð þeirra er lægri. Lampinn má þó ekki vera þannig aö hann skyggi á þá sem sitja á móti viö borðið - þessi atriði er vert að hafa í huga þegar borð- lampar em keyptir. Þegar setið er við vinnu er gott að hafa sérstakt vinnu- eða lestrar- Ijós. Það er þó ekki eina atriðið. Til að þreytast ekki um of verður að aðgæta að lampi sé ekki beint í sjónlínu þegar htið er upp - annar lampi má ekki keppa viö vinnuljós- iö. Best er að hafa daufara Ijós ann- ars staðar en þar sem htið er upp frá vinnunni - Ijósgjafa sem jafnar út birtuna. Augað leitast ávhlt við aö finna sterkustu birtuna sem fyr- ir hendi er. Þess vegna truflast og þreytist sjónin þegar önnur ljós em of sterk. Mikhl munur á lýsingu flata hhð við hhö skapar blindu og þar af leiðandi þreytu. Hærri lýsing takmörkuð Við heimilislýsingu er rétt að tak- marka háa lofflýsingu ef mögulegt er. Lýsing hátt uppi verður að vera dauf th að skapa ekki óþægindi. Hár Ijósgjafi lýsir gjama upp staði sem hafa takmarkað ghdi, bæði hvað snertir rúmskynjun og notk- un rýmisins. Óhætt er að fullyrða að loftijós hentar ekki sem vinnuljós. Einnig er mikhsvert að taka með í reikn- inginn að loftijós geta gert skugga frá öðram lægra staðsettum Ijós- gjöfum „ójafiia og ómarkvissa". Lampalýsing yfir borðum, við veggi, hjá stólum o.s.frv. nægir yfirleitt sem almenn birta. Lampaval er gert markvisst með því að miða við stefhu og nýtingu íjóssins frá þeim - að þeir nýtist th þesfe sem þeir em ætlaðir til. Einn- ig þarf að aðgæta að Ijósið jafnist vel út, án þess að of skörp skh séu mörkuð. Auk þess skal miða viö að lampi blindi ekki undir neinum kringumstæðum. Skuggar gefa líf Mikhvægi skugga á heimili er ótvírætt. Þeir gefa líf - „karakter". Án þeirra verður herbergi dautt og umhverfiö varla athyghsvert. Her- bergi, sem ekki telst áhugavert, má auðveldlega breyta á jákvæðan hátt með góðri lýsingu. Th era svoköhuð efri og neðri mörk fyrir Ijósmagn. Líthl ljós- gjafi, t.d. eitt kertaljós, gefur harða, stóra skugga en enga hálfskugga sem em nauðsynlegir fyrir rúm- skynjun. Milhtónamir í hálfskugg- um gera augunum kleift að færa sig átakalaust á mihi lýstra og skyggðra flata. Hlutir, sem era á skyggðum svæðum, hverfa í raun- inni þegar lýsing kemur eingöngu frá endurkastsljósi. Dekkstu fletir herbergja skapast við stóra skugga sem faha af hús- gögnum en hálfskuggar fyha upp á milh dökkra og Ijósra flata. Að síð- ustu er svo hth „snertiskugginn“ sem einnig er nauðsynlegur. Hann sést t.d. þegar blýantur snertir pappír. Þessi skuggamyndun er nauðsynleg viö nákvæmnisvinnu eins og teikningu, skriftir og handavinnu. Sé herbergi skugga- laust eöa skuggahtið verður erfitt að greina fiarlægðina á milli blý- ants og pappírs. -ÓTT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.