Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. 31 LífsstOl Notalegast að hafa marga Ijósgjafa Viö ákvöröun á rafmagns- dósum og tenglum, sérstaklega í heimahúsum, er heppilegt aö hafa nógu marga möguleika til að vinna úr, þó innan eðlilegra marka. Segja má að notalegasta umhverfið skapist með notkun fleiri heldur en færri ljósgjafa. Aðstæður breytast einnig í hí- býlum t.d. vegna innréttinga og húsgagna og þá verður þörf á breyttrilýsingu. Erfitt er að setja fram mjög afmarkaðar reglur varðandi lýsingu þar sem hún er svo háö umhverfinu. Hins vegar má benda á helstu meginatriði með tilliti til helstu herbergja í hús- um.“ Margir ljósgjafar í stofunni - Stofanersjálfsagtsástaður sem mest er dvalið í á veturna. Notalegasta umhverfið í stof- unni skapast með því að nota frekar mörg ljós á afmörkuð svæði, án þess þó að ljóssvæði þeirra blandist. Lampi yfir sófa- borði á að lýsa sem mest niður en aðeins þó til hliðar svo að fólk sjái hvert annað þegar það talast við. Endurkast af borðinu getur einnig lýst upp andlit. Hreyfanlegir standlampar eða kastarar frá vegg eru ágæt les- ljós í stofu. Þannig er hægt að beina ljósinu á ákveðna fleti. Kastarar í lofti eru hins vegar varhugaverðir efþeireruof sterkir og stórir. Þeim verður aðbeinafráaugum. Ef stofa og borðstofa eru sam- tengdar verður að gæta að sam- spili þar á milli. Sterkari lýsing öðrum hvorum megin dregur athygli augans að sér og truflar og þreytir. Þarna verður að jafna mismuninn ef svo má Heimilið segja. Efborðstofulýsinger sterkust á sjálfu borðinu en jafnast samt út (flóölýsir ekki) getur stofulýsing verið dempuö ísamræmiviðþað. Eldhús og borðstofa Við matarborðið veröur að aðgæta að enginn blindist - að hvergi sjáist í peruna. Samt verður að aðgæta að lýsing nái yfir allt borðið. Undir efri skáp- um í eldhúsinnréttingu er best að hafa ljós með kappa fyrir framan og láta birtuna koma niður. Sé boröstofuborðið mikiö not- að verður að huga að sömu hlutum og með eldhússborð. Sé það mjög stórt er ekki úr vegi að hafa tvö ljós. En birtan verð- ur aö jafnast út og gefa einnig almenna lýsingu í borðstof- unni. í göngum er mjög heppilegt að lýsa með vegglömpum eða háum loftljósum, jafnvel inn- felldum ef kostur er. En þá verður að forðast ofbirtu. í forstofu, þar sem spegill er, veröur að gæta að því að hafa ljósgjafa sinn hvorum megin til að ekki skapist óþægilegir skuggar. Svefnherbergi og bað Við rúm er nauðsynlegt að hafa lesljós - stillanleg með til- liti til þess hvort legið er eða setið. Staðsetning almennu lýs- ingarinnar er heppilegust við fataskáp. í svefnherbergi sem annars staðar verður að huga að því að afstaða við ljósgjafa breytist eftir því hvort mann- eskja stendur, situr eða liggur. Almennu lýsinguna verður því að hugsa vel út hverju sinni. Á baðherbergjum spilar speg- ill stórt hlutverk. Lýsing við spegil er best báöum megin frá honum. Almenna lýsingin á baðherbergi getur verið í lofti eða á veggjum, bein eða óbein - þessu verður að haga eftir innréttingum þar sem annars staðar. -ÓTT. Á myndunum hægra megin sést lýsing í dökku og Ijósu herbergi. Ljósstyrkurinn er sá sami á öllum myndunum. Lamparnir hægra megin eru staðsettir of hátt en það er aðeins til að fá réttan samanburð miðað við óbeinu lýsinguna vinstra megin og „rússalýsinguna". Þar sem fletir eru mjög dökkir er lýsingin óviðunandi þvi hlutir, sem standa þar, hverfa (vinstra megin að ofan) - hörð lýsing. Þar sem óbeina lýsingin er (loftið upplýst) eru skuggar aðeins inni í skápnum og undir borði, vinnulýsing er óviðunandi. Loftið er oflýst og virkr\in er þreytandi. í Ijósa herberginu, hægra megin, er vinnulýsing nægilega góð og loftið hæfilega bjart. Hlutir, sem standa i skugga, eru sýnilegir vegna hálfskugga sem eru ávallt æskilegir. í dökka herberginu fyrir neðan er vinnulýsing einnig í lagi og loftlýsing hæfileg, hálfskuggar eru á veggjum. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.