Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Síða 32
32 t .ífcgtim MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988. DV Gamla brauðið bilar síst Víða leynast gömul húsgögn hér á landi Þar sem svo stutt er frá torfbæjar- menningunni er ekki mikið um göm- ul íslensk húsgögn. En gömul hús- gögn gefa persónulegt yfirbragð. Antikhúsgögn, sem eru í eigu íslend- inga, eru yfirleitt vönduð smíð og yfirleitt innflutt. Mikið er um mass- ífa eik, þónokkuð er um mahóni og beyki en minna af húsgögnum, t.d. úr hnotu og birki. En það er ekki bara hér á landi sem gömul dönsk húsgögn eru eftirsótt. Nýjustu fréttir herma að sjálfir ítalir séu farnir að kaupa dönsk antikhús- gögn í stórum stíl frá Danmörku - þau þykja mjög vönduð. Gamalt og nýtt samán Ekki þarf nauðsynlega að skilja gamalt frá nýju. Það er svo merkilegt að sé farið að á varfæmislegan hátt er auðveldlega hægt að blanda sam- an nýjum ög gömlum húsgögnum - án þess að það sé hallærislegt. Sé um hrópandi andstæður og samkeppni aði ræða gengur þetta auðvitað ekki. ímyndum okkur að við séum í stofu þar sem er borðstofuborð úr gleri með stólum úr stáli og leðri. Annars staðar stæði svo leðursófi eða jafnvel sófi i Chesterfield-stíl. Þetta hljómar allt stórslysalaust ennþá. Síðan sett- um við gamlan útskorinn „sólíd“ eik- arskáp á parketgólfið út við vegg. Þetta ætlar að ganga. En kæmi nú eitthvaö fleira - fleiri stólar í öðrum stíl, kommóða eða annað, þá er stíllinn farinn að bresta. Þaö er einfalt að klúðra smekklegri niðurröðun, hvort heldur er um gömul eða ný húsgögn að ræöa. En þaö er líka auðvelt að fylgja einfoldu línunni. Þannig á ekki aö hafa of margt saman, ekki hrópandi and- stæður. Aðalatriðið er að láta hlutina njóta sín án þess að annað taki frá þeim. Með öðrum orðum: samkeppni um athygli á ekki að ríkja á milli húsgagna - þau eiga að vinna saman. Mikið innflutt Mikið er um dönsk antikhúsgögn á íslandi. Það er eins og með svo margt annað sem á rætur sínar að rekja til sögulegra atburða. Hér á landi er líka mikið af enskum húsgögnum sem byijað var að flytja inn í stórum stíl frá Englandi um og eftir stríð. Reyndar segja margir að ótrúlega mikið sé til af antikmunum á landinu, meira heldur en flestir gera sér grein fyrir. Bæði fyrir og eftir stríð komu t.d. margir námsmenn heim frá Danmörku með eitthvað fallegt í pokahominu. Þeir komu jafnvel með danska konu eða eigin- mann með sér - þama komu hús- gögn, borðbúnaður og fleira heim til Islands. Á stríðsámnum fór svo talsvert að bera á þvi að húsgögn bærust til landsins frá Englandi. Asbjöm Ólafs- son mun hafa flutt heilu skipsfarm- ana heim af húsgögnum um þetta leyti og íslenskir sjómenn, sem sigldu með aflann til Englands, færðu gjama vaminginn heim. Þeir fengu t.d. silfurmuni fyrir lítinn pening. Sumir eru að safna Kunnur íslenskur arkitekt telur heppilegt að hanna eitt herbergi í „antikstíT, sé á annað borð smekkur fyrir slíku. Þetta getur átt við íbúðir þar sem mikið pláss er og fólk vill gjama hafa eitthvað af gömlum hús- gögnum. Húsið, þar sem þessi húsgögn standa, er nýlegt. Arkitektúr er mjög athyglisverður en þarna standa saman ný og gömul húsgögn. Stólarnir tveir vinstra megin og borðið eru frá árinu 1880. Þarna fara gamli og nýi tíminn vel saman. En ef annars konar húsgögnum væri bætt við færi stíllinn að bresta. Gamalt og nýtt fer best saman á einfaldan hátt. Gömlu húsgögnin eru frá Antikhúsinu. DV-mynd GVA Þessi húsgögn eru frá Antikhúsinu í Þverholti. Hér sést glöggt að kaupa má gömul og notuð húsgögn sem geta passað víða. DV-mynd Brynjar Gauti Mikið er til hér á landi af gömlum húsgögnum frá Danmörku. Reyndar eru dönsku húsgögnin orðin svo vinsæl að sjálfir ítalir eru farnir að kaupa gömul húsgögn þaðan. DV-mynd KAE Þá myndi passa best að gera þetta rækilega. Þannig væri hægt að hafa eikarskrifborð með gömlum les- lampa, þungar flauelsgardínur (leiktjöld fyrir sviðið) og antikskáp eða bókahillur. Viður myndi þá passa á gólfi með einhverjum mott- um eða teppi á, eikarparket t.d. Mál- verk myndu svo eiga vel við á veggj-, um. Varðandi málverk er það oft álita- mál hve mikið skal hafa af listaverk- um á veggjum. Séu t.d. mörg málverk á sama vegg ber flestum saman um að þau séu í „samkeppni" hvert við annað. Ein stór mynd nýtur sín oft betur ein á vegg heldur með öðrum. En sumir eru að safna. íbúðin, sem maður býr í, er ekki bara fyrir aðra. Fólk verður að geta sinnt hugðarefn- um sínum og komið listmunum sín- um fyrir á þann stað sem það sjálft óskar. Samt sem áður má alltaf reyna að leitast við að stilla upp á sem smekklegastan hátt. Einfaldur smekkur kemur vel út. Ef erfðamál kemur upp Margir lenda í þeirri aðstöðu að missa náinn ættingja. Þá erfa böm foreldra sína og fá húsgögn í sinn hlut. En hvað á að gera viö þau, blanda þeim saman við húsgögnin sem fyrir eru? Heimilið Fólk er oft á þannig aldri þegar það erfir að það hefur allt til alls. En þá hefur það líka nægilegt rými. Með því móti er hægt, eins og að ofan greinir, að taka eitt herbergi undir það sem fellur í arf - gera sér bóka- herbergi t.d. Þetta er jákvæðara heldur en að láta falleg húsgögn, jafnvel frá aldamótum, standa ein- hvers staðar í geymslu. Ef rými er ekki fyrir hendi og húsgögnin fara ekki saman við það sem fyrir er er besta lausnin vafalaust að kveðja til listmunasala eða hafa samband við antikverslun. Alltaf er til fólk sem hefur not fyrir gamalt. Nýtísku stólar hannaðir árið 1920 Stundum er talað um að antik telj- ist þeir hlutir sem orðnir era eitt hundrað ára. Tollalög settu þannig mörk áður fyrr við þennan aldur húsgagna, til að þau teldust antik. Samkvæmt 100 ára reglunni geta húsgögn frá árinu 1920 varla talist antik þótt margir láti þetta orð út úr sér í þeim tilgangi. Ennþá síður á antik við þegar húsgögn, sem hönn- uð eru árið 1920, eru framleidd árið 1988. Þama er þó ákveðið samhengi á milli. Þama eru gamli og nýi tíminn í samkrulli. Með Bauhaus-stílnum árið 1920 hófst nútímahúsgagnagerð. Hún miðaðist við að aðlaga fegurð fram- leiðslu véla. Notaðar voru nýjar hug- myndir og mikið spáð í möguleika vélarinnar. Þannig var fegurð látin halda sér í tækninni við að gera ódýr húsgögn. Chesterfield-sófamir era nú há- móðins og gardínur í stíl við áklæð- ið. Hönnun er nefnilega í mörgum tilfellum mikluð eldri heldur en við gerum okkur grein fyrir. Framleiðsl- an er svo aftur ný. Það er jú það sem gildir svo oft. Hins vegar er mikið af gamaldags húsgögnum í verslun- um í dag. Vínarstóllinn Þótt Bauhausstfilinn hafi ekki komið fyrr en á þriðja áratug þessar- ar aldar er enn lengra síðan fyrsti nútímastóliinn var framleiddur. Vín- arstóllinn svokallaði var fyrst fram- leiddur árið 1848. Þetta þóttí (og þyk- ir enn) fallegt húsgagn sem allir áttu að geta keypt. Til að sanna ágætí stólsins var hon- um hent niður úr Eiffeltuminum án þess að hann brotnaöi. Hér voru feg- urð og styrkleiki samankomin. Neyt- endur ærðust og keyptu stóla sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.