Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1988, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988.
35
Fólk í fréttum
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður
Vemdar, hefur verið í fréttum
vegna málefna Verndar. Jóna Gróa
er fædd 18. mars 1935 í Rvík og lauk
prófi frá VI1953. Hún var skrifstofu-
maður í Rvík og lestrasalsvörður
hjá Alþingi 1964-1971. Jóna var
þingritari 1971-1972 og rak Bílaleig-
una Fara 1972-1977. Hún var skrif-
stofumaður hjá SÁÁ1978-1982 og
hefur verið í stjórn Vemdar frá 1981,
formaður og framkvæmdastj óri frá
1982. Jóna var í fræðsluráði Rvíkur
1982-1986, í atvinnumálanefnd
Reykjavíkur frá 1982, formaöur frá
1986, formaður atvinnumálanefndar
höfuðborgarsvæðisins frá 1986 og
formaður feröamálasamtaka höfuð-
borgarsvæðisins frá 1988. Hún var í
stjórn Strætisvagna Rvíkur frá 1982,
varaformaöur frá 1986, í stjórn Líf-
eyrissjóðs borgarstarfsmanna og
borgarfulltrúi í Rvík frá 1986. Jóna
giftist 1954 Guðmundi Jónssyni, f.
27. apríl 1932, vélstjóra. Foreldrar
hans vom Jón Jóhannes Ármanns-
son, stýrimaður í Rvík, og kona
hans, Guðlaug Guðmundsdóttir.
Böm Jónu og Guðmundar em Ing-
unn Guölaug, f. 9. ágúst 1954, stöðv-
arstjóri skrifstofu Flugleiða í Salz-
burg, sambýlismaður hennar er
Rudi Kanapp; Sigurður, f. 10. mai
1957, lögfræðingur í Kópavogi, sam-
býhskona hans er Sigrún Kristjáns-
dóttir tölvufræöinemi; Helga, f. 10.
ágúst 1958, stjórnmálafræðinemi í
HÍ, var gift Úlfari Rafnssyni fram-
reiðslumanni, d. 2. ágúst 1987; og
Auður Björk, f. 15. ágúst 1966, viö-
skiptafræðinemi, sambýlismaður
hennar er Ægir Birgisson verslun-
armaður. Systir Jónu er Mattína, f.
15. mars 1944, gift Siguijóni Krist-
jánssyni, framkvæmdastjóra í Rvík.
Foreldrar Jónu em Siguröur Guð-
mundsson, málarameistari í Rvík,
og kona hans, Ingunn Sigríður Jóns-
dóttir. Föðursystir Jónu er Guörún,
móðir Alfreðs Flóka. Sigurður er
sonur Guðmundar, togaraskipstjóra
í Rvík, Guðnasonar. Móðir Guð-
mundar var Björg Jónsdóttir, b. í
Gröf í Ytrihreppi, Jónssonar, bróður
Þorsteins, langafa Berthu, móður
Markúsar Amar Antonssonar. Þor-
steinn var einnig langafi Víglundar
Þorsteinssonar. Móðir Sigurðar var
Mattína, systir Siggeirs afa Ásgeirs
Friöjónssonar fíkniefnadómara.
Mattína var dóttir Helga, b. í Mið-
felli í Ytrihreppi, Bjarnasonar, bróö-
ur Jóns, föður Einars myndhöggv-
ara og langafa Stefáns Más Stefáns
sonar, prófessors í lögfræði. Systir
Helga var Guðfinna, amma Einars
Bjarnasonar prófessors og lan-
gamma Trausta Valssonar arki-
tekts. Móðir Helga var Helga Hall-
dórsdóttir, b. í Jötu, Jónssonar, ætt-
foður Jötuættarinnar, foður Guð-
finnu, langömmu Steinunnar, móð-
ur Gunnars Hall aöstoðarhagstofu-
stjóra. Móðir Mattínu var Rósa
Matthíasdóttir, b. í Miðfelli, Gísla-
sonar, b. á Sóleyjarbakka, Jónsson-
ar, b. á Spóastöðum, Guðmundsson-
ar, b. á Kópsvatni, Þorsteinssonar,
ættfóður Kópsvatnsættarinnar.
Ingunn Sigríður er dóttir Jóns,
stýrimanns í Rvík, Guömundsson-
ar. Móðir Jóns var Ingunn, systir
Margrétar.móöurAuöar Auðuns, .
fyrrv. ráðherra. Ingunn var dóttir
Jóns, prests á Stað á Reykjanesi,
Jónssonar, bróður Guðlaugar,
ömmu Kristínar Jónsdóttur hstmál-
ara. Móðir Ingunnar Sigríðar var
Gróa Jóhannesdóttir. Móðir Gróu
var Ríkey, systir Þuríðar,
langömmu Onundar Ásgeirssonar,
fyrrv. forstjóra Olís, fóður Ragnars,
Jóna Gróa Sigurðardóttir.
bankastjóra Iðnaðarbankans. Önn-
ur systir Rikeyjar var Jensína, móð-
ir Gunnars Ásgeirssonar forstjóra.
Bróðir Ríkeyjar var Finnur, langafi
Böðvars Bragasonar lögreglustjóra.
Ríkey var dóttir Eiríks, b. á Hrauni
á Ingjaldssandi, Tómassonar, bróð-
ur Halldóm, langömmu Halldóra,
móður Magnúsar Torfa Ólafssonar
blaðafulltrúa. Halldóra var einnig
langamma Maríu, móður Gunnars
B. Guðmundssonar hafnarstjóra.
Afmæli
Garðar Benedikt Ólafsson
Garðar Benedikt Ólafsson, fyrrv.
efnisvörður hjá Rafveitu Ákur-
eyrar, Eyrarlandsvegi 27, Akureyri,
er áttræður í dag. Garðar Benedikt
varð gagnfræðingur frá Gagnfræða-
skóla Akureyrar 1926. Hann vann
ýmsa vinnu til sjós og lands til um
1930 en hóf þá akstur bifreiða hjá
KE A og vann þar við akstur, af-
greiðslu og birgðahald til 1947.
Garðar var efnisvörður hjá Rafveitu
Akureyrar 1947-1983. Garðar
kvæntist 12. maí 1938 Jakobínu
Önnu Magnúsdóttur, f. 30. ágúst
1920. Foreldrar Jakobínu vora
Magnús Þorsteinsson, b. á Grund í
Amameshreppi, og kona hans,
Amþrúður Friðriksdóttir. Böm
Garðars og Jakobínu eru Jóhannes
Óli, f. 16. maí 1939, vallarstjóri í
Rvík, kvæntur Huldu Jóhannsdótt-
ur starfsmannastjóra; Anna, f. 20.
október 1941, verslunarmaður í
Rvík, gift Ólafi M. Ólafssyni véla-
manni; Magnús Öm, f. 11. júní 1951,
skipstjóri í Rvík, sambýliskona hans
er Hrafnhildur Jóhannsdóttir
sjúkraliði; Kristján Bjöm, f. 15. febr-
úar 1953, verkfræðingur í Álaborg,
kvæntur Helgu Alfreðsdóttur
þroskaþjálfa; Ingvar, f. 9. apríl 1957,
rafmagnseftirlitsvörður á Akureyri,
ogBergur, kjörsonur, f. 15. mars
1957, skipstjóri í Grundarfirði,
kvæntur Margréti Andersen Frí-
mannsdóttur. Systkini Garðars era
Bára, f. 17. apríl 1911, gift Kristjáni
Aðalsteinssyni, skipstjóra í Rvík, og
Hreinn, f. 8. janúar 1924, verkstjóri
í Rvík, kvæntur Sólveigu Sigurðar-
dóttur skrifstofumanni.
Foreldrar Garðars voru Ólafur
Sumarliöason, stýrimaður á Akur-
eyri, og kona hans, Jóhanna Bjöms-
dóttir. Ólafur var sonur Sumarliöa,
sjómanns í Holti í Álftaveri, Ólafs-
sonar, b. í Holti, Gíslasonar, b. á
Seljalandi í Fljótshverfi, Jónssonar.
Móðir Ólafs í Holti var Sigríður
Lýðsdóttir, sýslumanns í Vík í
Mýrdal, Guðmundssonar og konu
hans, Margrétar Eyjólfsdóttur
spaka, lögréttumanns á Eyvindar-
múlai Fljótshlíð, Guðmundssonar.
Móðir Sumarliða var Margrét Jóns-
dóttir, b. í Svartanúpi í Skaftártung-
um, Ámasonar og konu hans, Guð-
rúnar Vigfúsdóttur. Móðir Ólafs
Sumarliðasonar var Guðríður Þor-
steinsdóttir, b. á Hrauni í Grindavík,
Jónssonar og konu hans, Guðbjarg-
ar Jónsdóttur. Jóhanna var dóttir
Björns, tómthúsmanns á Akureyri,
Garðar Benedikt Olafsson.
Jóhannssonar, b. á Stóra-Eyrar-
landi í Eyjafirði, Guðmundssonar,
b. á Meðalheimi í Ásum í Húna-
vatnssýslu, Guðmundssonar. Garð-
ar og Jakobína dvelja í dag hjá
Kristjáni syni sínum á Næssundvej
47,9220 Álborg-Öst í Danmörku.
Asta Amadóttir
Ásta Árnadóttir.
Ásta Ámadóttir, Álfheimum 34,
Reykjavík, er sjötug í dag.
Asta er fædd á Kúskerpi í Húna-
vatnssýslu en ólst upp í Hrísey, á
bænum Akri. Átján ára fór Ásta til
Siglufjarðar og var þar til ársins
1945 en flutti þá til Akraness og bjó
þar hátt í hálfan annan áratug. Til
Reykjavíkur kom Ásta árið 1961 og
hefur búið þar síðan. Ásta hefur í
rúman áratug starfað í Hagkaupi.
Ásta giftist 22.6.1940 Jónasi Már-
ussyniríkisstarfsmanni, f. 11.1.1909,
d. 24.1.1982, syni Márasar Símon-
arssonar, f. 3.8.1879, d. 14.4.1968,
og Sigurbjargar Jónasdóttur, f. 25.5.
1888, d. 5.12.1958, en þau áttu alltaf
heimaíFljótum.
Böm Ástu og Jónasar era Jónas,
f. 31.8.1941, lögregluþjónn; Guðrún
Björg, f. 25.7.1943, d. 5.3.1945; Guö-
rún Björg, f. 25.3.1945, húsmóðir;
Sólveig, f. 21.3.1962, háskólanemi.
Ásta átti tólf systkini en átta
þeirra eru á lífi. Hún á sjö barna-
börn.
Foreldrar Ástu vora Ámi Sigurðs-
son, f. 19.8.1886, d. 6.7.1958, og Guð-
rún Jónasdóttir, f. 18.1.1894, d. 12.6.
1961.
Jón Þórisson
Jón Þórisson leikmyndateiknari,
Brávallagötu 14 í Reykjavík, er fer-
tugurídag.
Jón er fæddur og alinn upp á
Siglufirði. Frá árinu 1965 starfar
hann við leikmyndagerð og hefur
gert fiölda leikmynda fyrir leikhús,
sjónvarp og kvikmyndir. Til dæmis
gerði Jón leikmyndir fyrir kvik-
myndimar Útlagann og Land og
syni; leikhúsverkin Saumastofuna,
Rommy og Hárið; sjónvarpsmynd-
imar Vér morðingjar og Hælið.
Jón er kvæntur Ragnheiöi Stein-
dórsdóttur, f. 26.6.1952, leikkonu,
dóttur Steindórs Hjörleifssonar
leikara og Margrétar Ólafsdóttur
leikkonu.
Barn þeirra er Steindór Grétar, f.
1.10.1985.
Systkini Jóns eru Fylkir, f. 8.10.
1941, tæknifræðingur hjá Sjónvarp-
inu; Helga, f. 10.10.1943, gjaldkeri;
Jens, f. 15.11.1946, augnlæknir;
Konráð, f. 20.3.1952, líffræðingur;
Vörður, f. 12.6.1958, leiktjaldamál-
ari; Þorbjörg, f. 25.9.1959, danskenn-
ari.
Foreldrar Jóns era Þórir Konráðs-
son, f. 10.7.1916, bakari, og Hrönn
Jónsdóttir, f. 4.1.1918, húsmóðir.
Þau bjuggu lengi á Siglufirði en eiga
núna heima í Reykjavík.
Jón Þórisson.
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því mynd-
ir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar
þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Til ham- ingju með daginn
85 ára
Sœmundur Þórðareon, Merkurgötu 3, Hafnarfiröi.
80 ára
Þuríður Emilsdóttir, Hverfisgötu 88b, Reykjavík.
75 ára
Elínborg Sigurðardóttir, Aðallandi 1, Reykjavik. Magnús Jochumsson, Kletthlíð 12, Laugardalshreppi. Sólveig Sigurðardóttir, Suðurgötu 51, Reykjavik.
70 ára
Jakobína Kristmundsdóttir, Síðumúla 21, ReyKjavík.
60 ára
Bjarni Sigurðsson, Aragötu 12, Húsavík. Einar Kristjánsson, Vesturgötu 161, Akranesi.
50 ára
Margeir Björnsson, Mælifellsá, Lýtingsstaðahreppi. Jóhann Bjarnason, Túngötu 6b, Suðureyri. Sigurjón Stefánsson, Steiná 3, Bólstaðarhlíð. Sæbjörn Jónsson, Krosshömrum 10, Reykjavik. Skjöldur Tómasson, Einilundi lOe, Akureyri. Hallbera Ágústsdóttir, Mánasundi 6, Grindavík. Stefán Már Stefánsson, Háteigsvegi 30, Reykjavík.
40 ára
Anna Ragnaredóttir, Goðalandi 19, Reykjavik. Pétur J. Jónasson, Steinageröi 18, Reykjavik. Guðjón Sigurðsson, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi. Arnhjörn Gunnareson, Hraunbraut 4, Grindavík.