Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 4
4 MroVIiqmcyR 26. QffTpEflS ,1988. Frétdr_________________________________________r Bifreiðaskoðun Islands: Fullkomin bílaskoðun í sjö brauta skoðunarstöð - tímahrak þar sem skoðunarstöðin er enn á teikniborðinu Myndin sýnir bremsuprófun í skoöunarstöð eins og þeirri sem Bifreiðaskoð- un íslands mun byggja. Ekiö er upp ó valsa og sjá fullkomin mælitæki um að mæla bremsurnar. „Bifreiðaskoðun íslands á að vinna að skoðun bila með svipuöu mark- miði og Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur haft. Aftur á móti er stefnt að því að gera skoðunina miklu fullkomnari og tæknivæddari en verið hefur," sagði Karl Ragnars, forstjóri Bif- reiðaskoðunar Islands hf„ við DV. Rikið á helming í Bifreiöaskoðun íslands hf. Hinn helmingurinn skipt- ist jafnt milli Tryggingafélaganna annars vegar og ýmissa aðila að Bíl- greinasambandinu hins vegar. Bif- reiðaskoðun íslands mun leysa Bif- reiðaeftirlit ríkisins af hólmi. „Bifreiðaskoðun er úttektaraðili og á að sjá um að reglum um gerð og búnað ökutækja sé fullnægt. Bif- reiðaskoðun gerir í raun ekkert ann- aö en að taka bíl í skoðun og skrifa á hann skoðunarvottorð. Viö höfum ekkert lögregluvald og getum þvi ekki tekið bíl úr umferö. Ef bíll er í óökufæru ástandi setjum við miða á númeriö sem gefur til kynna að við- komandi bíll megi ekki keyra á götu. Ef hann gerir það kemur til kasta lögreglunnar." Færanlegar skoðunarstöðvar Bifreiöaskoöun íslands mun byggja skoðunarstöð fyrir allt höfuðborgar- svæöið á Lynghálsi auk skoðunar- stöðva úti á landi. Hefur ekki veriö tekin afstaða til hvar stöðvarnar úti á landi eiga að vera eöa hvenær þær verða byggðar. „Fyrirtækið verður með færanleg- ar stöðvar þar sem sama aöstaða til bifreiöaskoðunar verður og í föstu stöðvunum. Það er stefnt aö því að gæði bifreiöaskoðunar verði hin sömu um allt land. Það eru viss vandamál tengd því þegar menn í heimahéraði verða að sjá af skoðun- arstöðvum Bifreiöaeftirlitsins en færanlegu stöðvarnar eru til þess gerðar aö menn, hvar sem er á landinu, þurfi ekki að keyra langt til skoöunar." Nákvæm skoðun í hituðu húsi Skoðunarstöðin fyrir höfuöborgar- svæðið er enn á teikniborðinu. Þar er gert ráð fyrir sjö skoðunarbraut- um og stuöst aö miklum hluta við sænska fyrirmynd. „Skoðun bíla mun fara fram í lok- uöu upphituðu húsi. Eftir að bíll kemur inn lokast hurð að baki hans og skoðunin hefst. Fyrst er almennt útlit skoðaö, ljós, rúður og vélarrúm. Þar á eftir er bíllinn híföur upp á lyftu svo hægt sé aö skoða undir- vagninn og stýrisbúnaðinn. Það er mikið lagt upp úr því að meðan á skoðun stendur geti eigandi bílsins staðiö við hlið skoðunarmanns til að fá skýringar og leiðbeiningar. Þá verður eigandanum betur ljóst hvaö er að og eins mikilvægi þess að hafa öryggistæki bílsins í lagi. Á lyftunni verður útblástur mældur með tilliti til mengunar og vélarstillingar. Þá er ekið nokkra metra aö bremsupróf- unarstað þar sem bíllinn ekur upp á sérstaka valsa. Sérstök mælitæki gefa þá til kynna hvort bremsumar eru í lagi. Að skoðun lokinni, eftir um tuttugu mínútur, er skrifað skoð- unarvottorð. Þar kemur fram hvort eitthvað og þá hvaö er í ólagi. Verða sérstakir skoðunarmiðar í samræmi við ástand bílsins límdir á miðju nýju númeranna. Ef eitthvaö er í ólagi ber bíleiganda að mæta til eftir- skoðunar innan ákveðins tíma. Verða ákveöin verkstæði þá með leyfi til eftirskoðunar og til að út- skrifa bíla í lagi.“ Sama tíðní skoðunar - Hvenær eiga bílar þá að koma til skoðunar og hve oft? „Tíðni skoðunar verður sú sama og í dag. Hvenær menn eiga að koma með bíla sína til skoöunar mun lík- legast ráðast af síöasta tölustafnum í númerinu sem þá vísar til þess mánaðar sem boðun um skoðun er send út. Menn munu þá hafa fimm mánuði til að láta skoða en til að hvetja fólk til að drífa í hlutunum veröur veittur afsláttur af skoðunar- gjaldinu komi menn innan tveggja mánaða. Skoðunarverð er enn óákveðið." í tímahraki - Nú líður aö áramótum og bygging skoðunarstöðvarinnar ekki hafin. „Við erum í töluverðu tímahraki. Það er Ijóst að starfsemi Bifreiða- skoðunar fer ekki á fullt fyrr en á miðju næsta ári og það mun taka enn lengri tíma úti á landi. Þama eru byrjunarerfiðleikar á ferðinni sem óvíst er hvemig verða leystir." Þegar Bifreiðaskoðun íslands var stofnuð var gert ráð fyrir 160 millj- óna króna stofhkostnaöi. Þar af áttu um 75 milljónir að fara í nýja skoðun- arstöð, tæpar 54 milljónir í skoöunar- stöð úti á landi og loks 26 milljónir í annan stofnkostnað. Hvað líður kostnaðarhhðinni í dag? Ekki tímabært að tala um kostnað „Það var gerö frumkostnaðaráætl- un um rekstur þessa fyrirtækis en hún er í endurskoðun þar sem unnið er að nákvæmri kostnaðaráætlun. Það er í heild ekki tímabært að tala um kostnaö." - Em uppi áætlanir um að hala inn tekjur umfram tekjur af skylduskoð- un? „Viö eram með hugmyndir í þá átt að gefa mönnum kost á aukaskoðun og þá verði hægt að panta tíma. Veröi þá boðið upp á mun víðtækari þjón- ustu en við skylduskoðun, til aö mynda athugun á ástandi vélar. Þannig á kaupandi notaðs bíls að geta gengið öruggari að bílaviðskipt- um ef sérstakt skoðunarvottorð ligg- ur fyrir. Mér þætti æskilegt að selj- andi fengi slíka skýrslu áður en bíll er settur á sölu. Eins verður hægt að fá bílinn skoðaðan fyrir löng ferðalög, einnig til annarra landa. Viö leggjum mikið upp úr aö fyrir- tækið fái á sig ímynd góðrar þjónustu og vinsamlegra samskipta viö við- skiptavininn." -hlh I dag mælir Dagfari Aldraðir skomir við trog Það var loksins að maöur sá al- mennilegar tillögur um niðurskurð hjá ríkinu. Menn hafa verið aö tala um samdrátt hjá ríkissjóði, niöur- skurð á framkvæmdum, uppsögn starfsmanna og svo framvegis. Op- inberar framkvæmdir skuli drag- ast saman og auka skal spamaö í ríkisfjármálunum, sem mundi þá fyrst og fremst bitna á ráöuneytun- um og ráðherrar þyrftu aö taka upp viðamikið aöhald með rekstri sinna ráðuneyta. Þetta gæti skapað mik- inn vanda h)á mörgum bágstödd- um opinberum starfsmanninum og menn sjá fyrir sér hina pólitísku erfiðleika, þegar þingmenn þurfa aö samþykkja og jafnvel greiða at- kvæöi meö ýmsum þjóðþrifamál- um heima í héraði ef þessi stefna réði. En Ólafur Ragnar er ekki orðinn fjármálaráðherra að ástæðulausu. Hann er snjall maöur og hug- myndaríkur og hann hefur ekki áhuga á að koma alþingismönnum í klípu eða standa frammi fyrir því að segja upp opinberum starfs- mönnum þá loksins hann er orðinn fjármálaráðherra. Þess vegna er það að Ólafur hefur lagt til aö hall- inn á ríkiskassanum sé réttur við með því að skera niður ellilífeyr- inn. Hér hafa alls kyns gamlingjar vaðið uppi í kerfinu og fengið út úr Tryggingastofnun ómælt fé án þess að þetta gamla fólk þurfi nokk- urn skapaðan hlut á því að halda. Þessu ætlar Ólafur Ragnar að breyta. Hann ætlar að láta rann- saka það ítarlega, hvaöa ellilífeyr- isþegar fá borgaö meira en þeir eiga skilið og taka af þeim þessar óverð- skulduðu greiðslur úr trygginga- kerfinu. Enda hefur Dagfari lengi verið þeirrar skoðunar, eins og Ólafur Ragnar, að ellilífeyririnn sé baggi á þessu þjóöfélagi og þá gaml- ingjamir um leiö. Það er margt gamalt fólk sem hefur margvíslegar tekjur hér og hvar af störfum sínum og er enn að laumast til að vinna sér inn pen- inga. Þetta er náttúrlega algjörlega siðlaust gagnvart kerfinu og í raun- inni er þetta fólk að hafa fé úr ríkis- kassanum á röngum forsendum. Gamalt fólk á ekki að vinna og það á að halda sig innan við fátæktar- mörkin og helst að segja sig á sveit- ina, ef þaö ætlar að halda í þann rétt sinn aö fá greiddan ellilífeyri. Ríkissjóður getur ekki verðlaunað gamalt fólk, sem er svo vitlaust að vera bjarga sér sjálft, með því að borga því ellilífeyri í ofanálag. Þetta sjá allir sem bera hag ríkis- sjóðs fyrir bijósti. Þaö er gott að Alþýðubandalagið skuli hafa komist tfi valda, áður en gamla fólkiö fór endanlega með rík- issjóð á hausinn. ímyndið ykkur þær hörmungar sem hefðu getað orðið ef enginn heföi tekið eftir því aö þaö er ekki eyðsla eða bruöl opinberra stofnana, það eru ekki opinberir starfsmenn sem bera sökina. Hvað þá að það sé ráð- herrum eða ríkisstjómum að kenna hvemig komið er fyrir ríkis- sjóði. Sökin liggur hjá gamla fólk- inu, því glæpsamlega og stjórn- lausa ástandi sem ríkt hefur í greiðslum til aldraöra, sem hafa sótt ellilífeyrinn sinn um hver mánaðamót í blindri ásælni í al- mannafé. Ólafur Ragnar neitar því að hann hafi hugsað sér að hækka aldurs- mörkin upp í sjötíu ár. En hann ætlar aö ná sér niðri á þeim gaml- ingjum sem þiggja ellilífeyri bara af því þeir eru orðnir sextíu og sjö ára. Það er heldur ekki mál ríkis- stjóma hvort fólk verður sextíu og sjö ára. Það er vandamál fólksins sjálfs. Enginn hefur beðið það um að verða sextíu og sjö ára og því er nær að eldast upp í þennan ald- ur. Og þeim er nær að vera að fram- fleyta sér með aukavinnu sem eng- inn hefur beðið það um aö vinna. Næst er náttúrlega réttast aö láta alla þá, sem hafa góðar tekjur, greiöa fyrir sig sjálfa, þegar þeir leggjast inn á spítala, því hvers vegna ætti ríkt fólk og sjálfbjarg- andi að fá fria spítalavist ef það hefur efni á að borga fyrir hana? Alþýðubandalagið og Ólafur Ragn- ar eiga að taka þessi mál föstum tökum og því ber að fagna að form- aður flokksins skuli hafa forystu um að byija á gamla fólkinu og skera þaö niður við trog. Gamla fólkið er baggi á þjóðfélaginu og ríkinu og það er langstærsta pólit- íska verkefni núverandi ríkis- stjórnar að bjarga okkur út úr kreppunni með því að ráðast gegn þessum óþurftarlýð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.