Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 13 Fréttir Ungmennafélag á kúpunni vegna mistaka íþróttafulltma Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkrókj: Þaö á ekki af litlu ungmennafé- lagi í^Austur-Húnavatnssýslu að ganga í sambandi viö gerð íþrótta- vallar sem hafin var fyrir 4 árum. Tvívegis hafa rangar teikningar veriö sendar frá embætti íþrótta- fulltrúa ríkisins og bæði þurft að lengja og breikka völhnn eftir að hann átti að heita fullgerður. Hefur þetta valdið félaginu miklum auka- kostnaði og félögunum erfiði. Félagssvæði Ungmennafélagsins Vorboðans nær yfir Engihlíðar- hrepp og Vindhælishrepp í A-Hún. og í félaginu eru 82 félagsmenn. Fyrir 4 árum réðst félagið í stór- framkvæmdir, gerð grasvallar. Hallandi melur í landi Bakkakots var jafnaöur og síðan þakinn. Framkvæmdirnar voru að lang- mestu leyti unnar í sjálíboðavinnu, utan vinnu stærri vinnuvéla, s.s. jarðýtu, vörubfla og veghefils sem fenginn var tfl að slétta völlinn. Dráttarvélavinna var að sjálfsögðu öfl í sjálfboðavinnu. Þegar völlur- inn var þakinn fyrir 2 árum voru 20-40 félagar að vinnu dag eftir dag. Þegar farið var að mæla út fyrir hlaupabrautunum kom babb í bát- inn. Hlaupahringurinn, sem átti að verða 400 metrar, varð ekki nema 370 metrar. Við eftirgrennslan kom í ljós að um ranga teikningu var að ræöa. Fengu Vorboðar þá senda nýja teikningu og gerði hún ráð fyrir að lengja þyrfti völlinn um 20 metra. Var það gert, en ekki voru Vorboðafélagar enn ánægðir með hlaupabrautina þegar því verki var lokið, fannst beygjumar ansi krappar. Þegar betur var að gáð kom í ljós að seinni teikningin var einnig röng og átti að vera komin úr umferð fyrri 2 árum. Vorboðafélagar standa því frammi fyrir því að þurfa að breikka völlinn um 7 metra. Kostar það enn frekari sjálfboðavinnu og vélavinnu þar sem sneiöa þarf úr brekku fyrir ofan völlinn, sem í framtíðinni verður áhorfenda- stæði. Á fjölmennum fundi i félag- inu nýlega var ákveðið að fara fram á að aukakostnaður við vallargerð- ina yröi greiddur úr íþróttasjóði þar sem hann væri tilkominn vegna rangra teikninga frá emb- ætti íþróttafulltrúa ríkisins. Að sögn Valdimars Guðmanns- sonar í Bakkakoti, formanns fé- lagsins, stendur vallargerðin nú í ca 2 milljónum með allri sjálf- boðavinnu. Þar af hefur fengist 250 þúsund króna styrkur úr íþrótta- sjóði. Þórhallur Ásmundason, DV, Sauöárkróki: Þessa dagana er að berast inn um bréfalúgur hvers heimilis f kjör- dæminu spumingaflsti þar sem kannaöur er áhugi á fuUorðins- fræðslu. Könnunin er gerö f sam- vinnu Pjölbrautaskólans á Sauðár- króki, grunnskófa á Norðurlandi vestra og Bændaskólans á Hólum. Spurningalistann er tnjög auðvelt að útfyUa og vonast aðstandendur könnunarinnar til að allir útfylli hann, hvort sem þeir hafa hug á námi eöa ekki, og sendi sem fyrst. Nefndar eru alls kyns námsgrein- ar, aUt sem nöfhum fjáir að nefna, auk hefðbundinna námsgreina, s.s. skattaskil, félagsleg réttarstaða „Maður hefur heyrt raddir hér sem tala um nauðsyn þess að fólk eigi kost á einhvers konar fram- lialdsnámi. Þetta er hugsað bæði sem möguleiki fyrir fólk að vinna sér inn pimkta í ákveðnum grein- um við Fjölbrautaskólann á Sauð- árkróki og einnig lika bara til gagns og gleði eins og maður segir. Hug- myndin er að miöla þessu á mflli skóla eins og mögulegt er, t.d. ef hér á Skagaströnd væri aðifl sem gæti annast kennslu i stærðfræði þá myndu Blönduósingarnir koma hingað, og svo mætti hugsa sér að á Blönduósi fengist einhver til að kenna ensku og þá væri tilvaflð fyrir nemendur héöan að fara þangaö. Maður bíður svo bara starfsfólks í landbúnaði, ættfræði, spenntur eftir viðbrögðum fólks," réttarstaða lífeyrisþega og fjölmiðl- sagöi PáU Leó Jónsson, skólastjóri un. á Skagaströnd, í samtafl við DV. Unnið að þvi að taka vinnupalla kirkjuturnsins niður. DV-mynd Róbert Stykkishólmur: Vinnupallar teknir af kirkjuturninum Róbert Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Vel gengur með nýju kirkjuna í Stykkishólmi. Síðustu daga hefur verið unnið að því að taka niöur vinnupalla af tuminum. Búið er að mála turninn og er það mikið tfl- hlökkunarefni fyrir Hólmara að sjá kirkjuna eins og hún kemur til með að Uta út. Meðan einn hópurinn er að rífa paUana þá er annar hópur aö leggja þakpappa á hluta þaksins. Margir hafa lagt hönd á plóginn við þessa miklu byggingu. Sóknamefnd bað fréttaritara DV að koma á framfæri þakklæti til allra velunnara kirkj- unnar. Ca«on Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrilvélin, sími 685277 Selfoss: Kjötiðnaðarmenn útskrifaðir Regína Thorarensen, DV, Selfossi: leiðsla mikfl og góð undir stjórn viskusamur eins og hann á kyn tfl í Björns Inga, sem er duglegur og sam- báðar ættir. Kjötvinnsla verslunarinnar Hafn- ar hér á Selfossi varð fjögurra ára 22. september sl. Sunnudaginn 16. október voru afhent sveinsbréf á fundi hjá Félagi ísl. kjötiðnaðar- manna í Reykjavík og voru þar á meðal þeir Guðmundur Geirmunds- son og Helgi Grétar Helgason, báðir frá Selfossi. Þeir era fyrstu nemend- urnir sem Bjöm Ingi Björnsson meistari útskrifar á Selfossi. Þess má geta að Björn Ingi læröi ungur kjötiðnað í Reykjavík og setti strax upp kjötvinnslu í Suðurveri, StigahUð 45, Reykjavík, að loknu námi. Hann flutti til Selfoss fyrir rúmum fjóram árum. . Hjá kjötvinnslu verslunarinnar Hafnar vinna 18 manns og þar af eru fimm útlærðir kjötiðnaðarmenn og fjórir nemar. Kjötvinnslan hjá versl- uninni er vaxandi fyrirtæki og fram- Nýsveinar ásamt prófdómurum. Talið frá vinstri: Númi Geirmundsson og Einar Sigurösson, prófnefndarmenn, Helgi G. Helgason og Guðmundur Geirmundsson, nýsveinar, Björn Ingi Björnsson meistari og Gísli Árnason prófnefndarmaður. Bílamarkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboða auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og öllum verðflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.