Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 800 kr.
Verð I lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
íþróttaþing
íþróttaforystan þingaði um síðustu helgi á Egilsstöð-
um. Slíkar samkomur vekja ekki sömu athygli og kapp-
leikir eða stórmót en eru engu að síður mikilvægur hð-
ur í umfangsmikilh starfsemi íþróttahreyfingarinnar.
íþróttaþing eru haldin annað hvert ár. Þar er kosin
stjórn Iþróttasambands íslands, stefna mörkuð í veiga-
meiri málum og forsvarsmenn sérsambanda og héraðs-
sambanda bera saman bækur sínar. í íþróttahreyfmg-
unni eru starfið og keppnin borin uppi af einstökum
félögum og samböndum og á þeim aðilum brennur eld-
urinn. En íþróttahreyfingin sameinast í íþróttasam-
bandi íslands sem á að standa vörð um almenna hags-
muni íþróttanna í landinu og sameina kraftana og pen-
ingana til aukinnar útbreiðslu og árangurs.
Af skiljanlegum ástæðum hefur íþróttastarf aðahega
beinst að keppnisíþróttum og keppnisfólki. Það er og
hefur verið þungamiðjan í íþróttaiðkun hér sem annars
staðar. Á síðari árum hefur sú gleðilega þróun orðið að
almenningur hefur í vaxandi mæh lagt stund á íþróttir
án þess að hafa keppni í huga eða til að stefna að afrek-
um eða titlum. Gildir það um flestar íþróttagreinar og
hefur sú þátttaka að miklu leyti farið fram utan hinna
hefðbundnu íþróttafélaga. Þar má nefna skíði, sund,
hvers konar boltaleiki og almenna heilsurækt. Það hlýt-
ur að vera eitt stærsta verkefni íþróttasamtakanna að
örva þennan áhuga og leiða stjórnvöldum fyrir sjónir
að íþróttahreyfmgin er reiðubúin th að taka almenn-
ingsíþróttir upp á arma sína í auknum mæh ef henni
eru sköpuð skilyrði til þess.
Því miður á íþróttahreyfingin fuht í fangi með að
standa undir eigin rekstri og þeim kröfum sem gerðar
eru til keppnisíþróttanna. Samt eru forystustörf að
mestu unnin í sjálfboðavinnu og íslenskir íþróttamenn
eru áhugamenn en ekki atvinnumenn. Meðan það
ástand varir getum við gert okkur takmarkaðar vonir
um árangur á heimsmæhkvarða. Þátttaka í ólympíu-
leikum og heimsmeistarakeppni byggist þá áfram á þvi
að vera með en ekki til að hljóta sigra.
Á íþróttaþinginu á Egilsstöðum kom fram að tekjur
ÍSÍ af lottói eru áætlaðar rúmlega hundrað og fimmtíu
mihjónir á næsta ári. Það er mikil búbót fyrir fjársvelta
hreyfingu. Samt er sú upphæð aðeins brotabrot af því
fjármagni sem hreyfmgin þarf á að halda til að standa
undir almennu lágmarksstarfi. Það yrði mikið áfah fyr-
ir íþróttirnar ef ríkisvaldið ákveður að skattleggja lottó-
ið eða lottóvinninga í ofanálag við rýrari framlög á fjár-
lögum. Vonandi kemur ekki til þess enda hljóta ríkis-
valdið og Alþingi að meta gildi íþróttanna út frá æsku-
lýðs- og heilbrigðisástæðum. Ef starfsemi íþróttahreyf-
ingarinnar á að vera tekjuhnd fyrir ríkissjóð hafa hlut-
irnh’ heldur betur snúist við.
Á sama tíma og af sömu ástæðum á íþróttaforystan
að varast það sjálfskaparvíti að heíja deilur um skipt-
ingu lottófjárins. Lottóið var sett á laggimar til að sam-
eina og styrkja íþróttahreyfinguna, ekki til að sundra
henni í innbyrðis deilum. íþróttaþing eiga að leggja á
ráðin um eflingu íþróttanna, ekki að vera vettvangur
rifrilda. Það eru víst nógu margir sem hafa horn í síðu
íþróttanna þótt íþróttamennirnir sjálfir efni ekki til
þess óvinafagnaðar að deila um skiptingu köku sem er
hvergi nærri of stór. íþróttaforystan á að standa samein-
uð um aukinn skilning, auknar flárveitingar og aukna
þátttöku. Þannig gerir hún sjálfri sér og þjóðinni allri
best gagn. Ellert B. Schram
Ég sat á dögunum gagnmerka
ráðstefnu um stefnumörkun í heil-
brigðismálum. Mér er til efs að
annar flokkur hafi lagt svo mynd-
arlega til atlögu við þennan erflða
og margþætta málaflokk sem Al-
þýðubandalagið gerði þama.
Fyrirlesarar sameinuðu það að
vera bæði skemmtilegir og fræð-
andi og stundum þótti mér það lak-
ast að vita þennan eöa hinn fyrir-
lesarann utan dyra hjá okkur alla-
böllum þótt ekki sé ég með neitt
framúrskarandi flokksbhndu.
Vandamál, vandamál
Það mætti vissulega af mörgu
taka og stundum þótti mér myndin
alldökkt dregm svo að mér fannst
við vera á leiðinni til vandamála-
þjóðfélagsins af því að allir eru að
fást við vandamál og eru lærðir til
þess að finna vandamál, skilgreina
vandamál, gera könnun á vanda-
málum, leggja til aðferðir til lausn-
ar, svona mátulega óljósar, og gera
í raun allt nema leysa sjálf vanda-
málin, enda vinnur auðvitað eng-
inn til að verða atvinnulaus.
En þetta var nú útúrdúr sem Ugg-
ur nærri kaldhæðnislegum útúr-
snúningi en oft hríslast þó um mig
Nákvæmlega eins verk unnið hér af tannlækni - sérfræðingi - helmingi
dýrara hér en i Sviþjóð?
Heilbrigði -
Hvað er nú það?
hroUur þegar ég hlýði á fólk flytja
margar og lærðar tölur þar sem
engm ljóstýra fmnst sem vert sé
að greina frá til þess nú að hressa
í manni sálartötrið. Og haustiö er
nú einu sinni komið með hroU vetr-
arkvíöans í marga kulsækna sál.
Þetta var ekki það sem einkenndi
þessa ráöstefnu, langt í frá, þó einn-
ig örlaöi þar á. Ég hefi setið miklu
- margfalt meiri - vandamálaráð-
stefnur en þessa og sjálfur tekiö
einhvem þátt í að mála myrkra-
höföingjann á vegginn. Sem betur
fer era björtu hliðarnar á mannlíf-
inu ærið margar og mikið til í því
sem einn ráðstefnugesta sagöi, sem
gist hafði fjölda þjóðlanda og
kynnst fóUci þar og þéss aöbúnaði,
að heim kominn gæti hann aldrei
nógsamlega þakkaö hvað við ætt-
um gott, hver gæfa þaö væri í raun
aö vera íslendingur og búa m.a. viö
það velferðar- og jafnréttiskerfi í
heilbrigðisþjónustu sem viö geram.
Og ég er ekki í vafa að satt sé.
Sérfræðingaveldi
Það koma vissulega fram stað-
reyndir sem ekki er nein ánægja
tíl að Uta. Það er alvarlegt hversu
sérfræðingaveldi læknastéttarinn-
ar er oröið mUcið ofurveldi innan
heUbrigðisgeirans, hversu ofvöxt-
urinn þar er geigvænlegur, kostn-
aðurinn firnamUciU og það sem
verst kann aö vera með mikUU só-
un í kjölfarið á fjármunum sam-
félagsins án þess í raun að neinn
iyóti svo sem vera ætti. í þessu era
alltaf einhverjar ýkjur en einnig
talsverð uggvænleg sannindi. Og
þaö er tU umhugsunar ef sams kon-
ar - nákvæmlega eins verk unnið
af tannlækni - sérfræðingi að sjálf-
sögðu er helmingi dýrara hér en
ef starfsbróðir hans i Svíþjóð hefði
unnið verkiö. Utanfór hefði borgað
sig. Ég sagði ef, en þetta var bein
fuUyrðing.
„Já“ er jákvætt...
Annars hlustaði ég grannt eftir
því sem sagt var um vímuefnin og
vondar afleiðingar þeirra. Ég hugs-
aöi m.a. tíl þeirra nú sér í lagi þeg-
ar rúmir fjórir mánuðir eru í þá
viðbót sem Alþingj samþykkti á sl.
vori og ausa skyldi yfir þjóðina allt
frá bernsku tU eUi. Þegar ég heyrði
aö aðeins 4 af 2814 ára nemendum
í bekk einum - aðeins 4 - höfðu
ekki neytt áfengis þá var það ein-
faldlega áfaU fyrir mig. En ég hugs-
aði sem svo: Getur verið að eftir
bjórbaðið mikla kunni sömu niður-
stöður að vera að finna 1 12 ára
bekk? Sá er a.m.k. ótti minn.
KjaHarinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
Ágætur heilsugæslulæknir kvað
áfengismálastefnu okkar svo ,já-
kvæða“. Menn segöu já viö allri
aukningu, aUri viöbót, alls staðar
já, enda gróðapúkinn hvarvetna á
gægjum. Þaö var þörf lexía og hefur
nú að mestu birst í Þjóðviljanum.
Lýsing annars læknis á því
hversu fangar - afbrotamenn ýms-
ir - lýstu uppvexti sínum að yfir-
gnæfandi hluta var ótrúleg en
áreiðanlega ekki ýkt.
Óreglan á æskuheimilunum var
númer eitt, oft samfara upplausn
heimihs, börnin urðu að bjarga sér
sem best þau gátu meðan foreldr-
arnir - fyrirmyndimar - uppalend-
ur þeirra vora að reyna aö höndla
himinsdýrð, vín „menningarinn-
ar“ - hinnar ,jákvæðu“ drykkju
landans.
Þó að ég hafi áöur rætt um vissa
ofdýrkun vandamála víða í þjóð-
félaginu fer því miður ekki hjá því
að orðið vandamál er vægasta orð-
ið yfir áfengisofneyslu íslendinga,
áfengisneyslu væri mér nær sanni
að segja.
Hinn fallni reyr
Samhengið við sjúkdóma ýmsa
og þá alvarlega kom ofurvel fram
á þessari ráöstefnu. Samhengiö við
hin ótímabæra dauðsfóU, viö slysin
ógurlegu, viö upplausn flölskyldna
og svona utan enda, þetta sam-
hengi er alltof hræðilega ógnandi
tU þess að unnt sé að láta sem ekk-
ert sé, hvað þá að syngja áfenginu
lof og prís svo sem ýmsir gera
ótæpilega.
En samfélagiö er ,jákvætt“, það
fyrirgefur flest af því að svo margir
eiga einhvem hlut að máU, eru
uppsprettan á einn eöa annan veg.
Og svo kemur lausnarorðið um
þaö að láta nægja að „reisa faUinn
reyr“, sinna meðferð og lækningu
í stað forvama, öflugra og mark-
vissra, sem almenningur taki
öflugan þátt í. Það er vanrækt, það
vantar flármagn, þá er viflaleysið
í algleymingi. Þó var í þaö vitnað
beint á ráðstefnunni að Sviar hefðu
samreiknaö það að meira en flór-
faldur „gróði" þeirra af ríkiseinka-
sölu áfengis væri sá kostnaður er
af áfengisneyslu hlytist. Kostnað-
urinn var 4:1 áfenginu í óhag. Og
ekki er okkar mynd fegurri. Dapur-
legasta staðreynd þessarar ráð-
stefnu, þeirra ágætu erinda sem
þama voru flutt, var hins vegar
einmitt sú hve aUtof stutt við erum
á veg komin í almennu forvamar-
starfi, sem þó var meginvegvísir í
löggjöfinni um heUbrigðisþjónustu
sem nú er að verða fimmtán ára.
Það er líka dapurlegt að sjá hversu
aUtof langan vinnudag fólk leggur
á sig, sumpart af nauðsyn, sumpart
af kröfum til ímyndaöra, uppaug-
lýstra þarfa.
Þolendur þessa, börnin, sem
verða þá oft hart úti, era þolendur
sem síst skyldi.
Ef velmegunar„statusinn“ í húsi
í haUarlíki, lúxusbifreið og óhófs-
íburöi og sóunarlífsmunstri setur
börnin út í horn í eiginlegustu
merkingu, þá er Ula farið.
Ekki er þaö betra ef samfélagið
býr svo hraklega að öðrum að of-
þrælkun erfiðisins er lífsnauösyn
tíl að mega höfði halda í Ufsbarátt-
unni.
Eitt er víst. Umhugsunarefnin
urðu mér endalaus og er þá ekki
til einskis eytt þeim degi er í þetta
fór.
Vandamálið er svo það hvemig
úr megi greiða sem flestu á farsæl-
an veg.
Helgi Seljan
„En samfélagið er ,jákvætt“, það fyrir-
gefur flest af því að svo margir eiga
einhvem hlut að máli, eru uppsprettan
á einn eða annan veg.“