Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÖBER 1988.
15
Gamli miðbærinn
Mönnum hefur orðiö tíðrætt um
þau vandræði sem skapast hafa í
smásöluverslun að undanfomu.
Víst er að ekkert er ofmælt þegar
menn nota sterk lýsingarorð yfir
ástandið eins og það er í dag. Hrun
og kreppa em orð sem æ oftar
heyrast og þau mörgu gjaldþrot,
sem orðið hafa að undanfornu og
eiga eftir að verða, lýsa þessu best.
Þar sem ég starfa fyrir samtökin
Gamla miöbæinn er ég oft spurður
þeirrar spurningar hvort ástandið
sé ekki slæmt í miðbænum, hvort
miðbærinn sé ekki alveg búinn að
vera. - Menn hafa séð greinar og
viðtöl þar semn þessu er haldið
fram og þá gjaman af þeim sem
reka fyrirtæki sín annars staðar
en í miðbænum, samkeppnisaðil-
um, sem í harðri samkeppni vilja
gera sinn hlut sem mestan.
Hins vegar eru þeir einnig margir
sem halda fram þeirri skoðun að
miðbærinn nái sér aftur á strik og
verði áfram sá líflegi verslunar- og
þjónustukjarni sem hann lengst af
hefur verið.
Ótímabær ákvörðun
Víst er að yfir okkur hafa duniö
mörg atvik sem gert hafa sam-
keppnisstöðu okkar verri. Nægir
þar að nefna hina ótímabæru
ákvörðun borgarinnar um hækkun
á bílastæðagjöldum og hina miklu
sektaherferð sem fylgdi í kjölfariö.
Samtökunum tókst að vísu aö fá
borgaryfirvöld til þess að lækka
gjaldið. En sá skaði, sem við urðum
fyrir á þessum tíma, verður seint
bættur. Einnig verður að segjast
að borgarstjórn hefur alls ekki ver-
ið nógu vel á verði þegar upp-
bygging hófst við hinar nýju og
glæsilegu verslunarhallir sem risið
hafa að undanfornu.
Að sjálfsögðu hefðu borgaryfir-
Kjallarmn
Ástbjörn Egilsson
framkvæmdastjóri
samtakanna
Gamli miðbærinn
völd átt að sjá svo um að mið-
bærinn væri betur undir það búinn
að mæta þessari nýju samkeppni
með því að gera fleiri bílastæði og
þannig tryggja það að viðskiptavin-
ir kæmust erinda sinna. Það hlýtur
að vera borgarstjórn kappsmál aö
viðhalda miöbæ í höfuðborg lands-
ins, viðhalda viðskiptasamfélagi
sem hér hefur þróast í gegnum ár-
in. Það er hins vegar ljóst að menn
fást ekki tíl að hefjast handa um
uppbyggingu í miðbænum ef ekki
er séð fyrir nægum bílastæðum.
Dýrar lóðir
Á miðbæjarsvæöinu hafa menn
um árabil greitt mjög há fasteigna-
gjöld, þau hæstu sem borgin hefur
innheimt, þannig að þaö er ekki
óeðlileg krafa að þessum málum
verði kippt í liðinn. Menn hafa sagt
að í Kringlunni hafi eignaraðilar
sjálfir staðið undir kostnaði við
byggingu bUastæða og sagt að hið
sama gætu menn gert í miðbænum.
Viö hjá samtökunum höfum bent á
að þetta er alls ekki hægt að bera
saman og höfum bent á að þeir sem
byggt hafa nýtt eða byggt við og
breytt sínum húsum hafa þurft að
greiða í bílastæðasjóð um langt
árabil hafi þeir ekki getað útvegað
bílastæði á lóðum sínum, og allir
vita hversu þröngt er um í mið-
bænum. Einnig höfum við bent á
að lóðir í miðbænum eru mjög dýr-
ar þannig að kostnaður fyrir einka-
aðila við að útbúa bílastæði yrði
langtum meiri í miðbænum heldur
en í Kringlunni. Borgin á auk þess
margar lóðir í miðbænum sem
hægt væri aö nýta tíl þessara hluta.
Það má líka benda á að ríki og borg
eru stærstu vinnuveitendur í mið-
bænum ásamt bönkunum, og við
höfum einmitt hvatt til að þessir
aðilar standi saman að byggingu
nýrra bílastæða. Ef það yrði gert
„Að sjálfsögðu á að veita almenna þjón-
ustu í öllum hverfum borgarinnar, en
hvaða vit er 1 því að þenja verslanir
út um allan bæ sem vonlaust er að
geti borið sig.“
■m
hefðu
átt að sjá svo um að miðbærinn
i
væri betur undir það búinn að mæta
að útbúa fleiri bílastæði.
og þeir mörgu starfsmenn opin-
berra stofnana, sem starfa í miö-
bænum, ættu kost á langtímastæð-
um myndi losna um stæði fyrir
viðskiptamenn. íslendingar eru
með þeim ósköpum gerðir að
nenna ekki að ganga og vilja helst
allir leggja beint fyrir utan þann
stað þar sem þeir þurfa að reka
erindi sitt. Á sama tíma og mikiö
heilsuæði gengur yfir þjóðina og
allir flykkjast í líkamsrækt vilja
menn sín bílastæði í innan viö 100
metra fjarlægð frá þeirri verslun
eða stofnun sem þeir eiga erindi
við.
VörnIsókn
Eins og áður er sagt hafa þessi
mál öll veikt samkeppnisaðstöðu
okkar í miðbænum en versti vand-
inn er að það er einfaldlega komið
alltof mikiö af verslunum í Reykja-
vík. Það er alveg vonlaust að allur
þessi flöldi geti gengið, þetta heitir
á góðu máli ofljárfesting, og ég full-
yrði að hún hefur ekki átt sér stað
í miðbænum. Offjárfestingin hggur
í hinum nýju verslunarkjörnum í
Kringlu og Mjódd og öllum hinum
víðs vegar um bæinn.
Nú kynni einhver að spyrja: Eru
kaupmenn allt í einu á móti frjálsri
samkeppni? Að sjálfsögðu á að
veita almenna þjónustu í öllum
hverfum borgarinnar, en hvaða vit
er í því að þenja verslanir út um
allan bæ sem vonlaust er að geti
borið sig. Er alveg nauðsynlegt að
þessari nýju samkeppni með þvi
koma málum þannig fyrir að tryggt
veröi að einhverjir fari á hausinn.
Það hefur lengi tíðkast hér að gangi
einhveijum vel sjá menn ofsjónum
yfir því og sem flestir keppast við
að apa eftir, dæmin eru mýmörg;
veitingastaðir, tískuverslanir,
heilsuræktarstöðvar, videoleigur
og svo mætti lengi telja. Á sama
tíma og nýjar tískuverslanir eru
opnaðar, fækkar matvöruverslun-
um og nú er svo komið að mörg
hverfi eru án matvöruverslana og
sumir þurfa langt að fara eftir
nauöþurftum. Það er eitthvað bog-
ið við þetta allt saman. Eins og ég
sagði fara margir illa út úr slíkum
rekstri en flestum stendur á sama
um kaupmenn sem fara á hausinn.
Samúð fólks hefur aldrei náð til
manna eins og kaupmanna. En ég
fullyrði að það eru ekki kaupmenn
í miðbænum sem verst fara því
þeir hafa ekki staðið fyrir ofljár-
festingunni. Nei, þaö eru þeir sem
lagt hafa í dýrar byggingar í nýju
verslunarkjörnunum sem fá mest-
an skellinn, þeir sem alltaf eru að
reyna að telja fólki trú um að mið-
bærinn sé búinn að vera. Þó að við
höfum á undanfornum mánuðum
mætt andbyr vegna ýmissa utanað-
komandi áhrifa eru kaupmenn og
þjónustuaðilar í miðbænum aldrei
ákveðnari en nú að snúa vörn í
sókn og tryggja miðbænum þann
sess sem honum ber í hugum borg-
arbúa og landsmanna allra.
Ástbjörn Egilsson
Hver var að tala um gjaldþrot?
Um fátt er nú meira talaö manna
á meðal en hvernig ýmsum ein-
staklingum og félögum hefur tekist
með hjálp lögfræðinga og ef til vill
ófullkominna laga að draga á lang-
inn gjaldþrot sem eru greinilega
löngu orðinn hlutur. Sitt sýnist
hverjum í þessum efnum og sum-
um finnst jafnvel frábært að fylgj-
ast með því hvernig þessum mönn-
um tekst að leika á kerfið og plata
hið opinbera eins og þessi leikur
er oft kallaður.
Því miður vantar yfirleitt í um-
ræður um mál af þessu tagi þær
sorgarsögur sem hægt væri að
segja um marga smáa aðila sem
hafa í góðri trú glapist á að vinna
fyrir þessa stóru skuldakónga og
hafa jafnvel auk vinnu sinnar lagt
þeim til efni sem þeir þurfa svo
sjálfir aö greiða. Oft er þarna um
að ræða smáverktaka sem taka að
sér stærri verk en þeir eru vanir
að vinna og koma sér þannig í
reynd í þá aðstöðu að fjárhagsleg
framtíð þeirra er algerlega háð því
hvort greiðsla fæst fyrir verkið eða
ekki.
Þessir smáu rekstraraðilar eru
sumir þegar orðnir gjaldþrota og
búnir að tapa öllu sínu á sama tíma
og skuldakóngarnir berja sér á
brjóst og halda því fram að þeir
eigi enga sök. Vandræðin séu öll
að kenna vondu kerfi og köllunum
sem því stjórna. Þeim finnst
ábyrgöin annarra og láta ekki einu
sinni svo lítið að hafa samúð með
þeim sem þeir eru raunverulega
búnir að koma á kaldan klaka fjár-
hagslega og ekki dettur þeim í hug
að láta klára dæmið fljótt til þess
að hver og einn fái þó eitthvað.
Þvert á mótí finnst þeim sjálfsagt
að draga allt á langinn eins og
hægt er með þeim afleiðingum að
KjaJlarinn
Guðmundur Axelsson
framhaldsskólakennari
dæmið verður allt eins og ógn-
vænlegt krabbamein sem teygir
anga sína sífellt lengra út frá aðal-
meininu.
Ekki bara einstaklingar
Jafnvel heilu sveitarfélögin
standa í stórvandræðum samanber
til dæmis nýlegt útvarpsviðtal við
bæjarstjórann í Hveragerði. Þann-
ig að ekki aðeins fáir einstakhngar
eiga í vandræðum heldur er jafnvel
verið aö leika sér með sameiginlega
sjóði þúsunda manna.
Fjölmiðlar birta gjarnan löng við-
töl við skuldakóngana þar sem þeir
greina frá því skælbrosandi að nú
sé von um betri tíð og blóm í haga
og enginn þurfi að óttast um sinn
hag af þeirra völdum. Fæstum dett-
ur í hug aö hagur „fórnarlamba"
þessara herramanna sé nothæft
fjölmiðlaefni. Stundum hefur mað-
ur það jafnvel á tilfmningunni aö
fjölmiðlarnir hlakki með þeim yfir
afrekunum sem eru beinlínis í því
fólgin að halda sér á floti á kostnað
annarra.
Að auki er oft engu líkara en að
mönnum finnist meira en sjálfsagt
að menn, sem hafa byggt upp fyrir-
tæki greinilega af meira kappi en
forsjá og standa svo með aht niðr-
um sig, séu slíkir snilhngar að sjálf-
sagt sé að taka trúanlega alla nýja
arðsemisútreikninga sem þessir
sömu menn gera. Er ekki hætt við
að maðurinn sem reiknaði byijun-
ardæmiö skakkt geri sömu skyss-
urnar í framhaldinu eða jafnvel
aðrar þaðan af verri?
Að minnsta kosti virðist reynslan
sýna að sá sem kominn er í þrot
hefur ríka tilhneigingu til þess að
byggja áætlanir um framtíðina á
kjánalegri bjartsýni. Enda þarf
duglegan skammt af shku ef takast
á að sannfæra sjálfan sig og aðra
um að skip sem þegar er sokkið sé
ennþá á floti og sigli auk þess hag-
stæðan byr.
Sötuskattur
Nú er um þaö rætt að til standi
að loka hundruðum fyrirtækja
vegna vanskha á söluskatti. Talað
er um að jafnvel sé um að ræöa
vanskh svo mánuðum eða árum
skipti hjá einstaka aðha og nefndar
eru stórar tölur í þessu sambandi.
Það er ef til vih óeðlhegt að við
sem berum lítið skynbragð á það
sem þeir upplýstu kaha „bisness“
spyrjum hvernig svona nokkuð
geti gerst nú á tímum. Þegar jafn-
vel einfóldustu störf, eins og það
að gefa út ávísanir og telja peninga,
eru helst ekki fengin öðrum en
fræðingum með háskólamenntun
og varla er th svo léleg skrifstofa
að ekki sé þar tölva og thheyrandi.
Er ekki hugsanlegt að koma upp
einhvers konar viðvörunarbúnaði
í tölvukerfi skattayfirvalda þannig
að fyrr sé tekið í taumana og kom-
ið í veg fyrir að fólk fái tækifæri
til þess að lengja í sinni eigin heng-
ingaról í langan tíma, oft með
hörmulegum afleiðingum fyrir það
sjálft og aðra?
Guðmundur Axelsson
„Er ekki hugsanlegt aö koma upp ein-
hvers konar viðvörunarbúnaði 1 tölvu-
kerfi skattayfirvalda þannig að fyrr sé
tekið í taumana?“