Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Spurningin Hver er fallegasti karl- maðurinn á íslandi? Bergþóra Magnúsdóttir, vinnur á saumastofu: Jón Páll Sigmarsson. Helga Guðmundsdóttir hjúkrunar- kona: Maðurinn minn auðvitaö. Hrafnhildur Arnardóttir nemi: Mað- urinn minn. Ásta Guðmundsdóttir nemi: Kærast- inn minn. Björk Aðalsteinsdóttir afgreiðslu- stúlka: Ég geri ekki upp á milli þeirra. íslenskir karlmenn eru yfir- leitt mjög fallegir. Guðrún Þórisdóttir verkakona: Eð- varð Þór Eðvarðsson sundkappi. Lesendur dv -----------^-----------------------------------—■ ■ ■ ----------- Islensk sjónarmið verði kynnt: 100 milljarða gjaldstofn Bernharð Steingrímsson skrifar: Fréttir utan úr heimi herma að nýlega hafi Bandaríkjamenn sam- þykkt 69 milljarða króna greiðslu til Filippseyinga vegna afnota af her- stöðvum þar í landi. Miðað viö þessa upphæð ætti herstöðin á Keflavíkur- flugvelli, sem er talin sú mikilvæg- asta í heiminum í dag, að vera metin á upphæð sem ekki er lægri en 100 milljarðar króna í leigu- og áhættu- þóknun okkur til handa. Nú þegar almenningur í Bandaríkj- unum og sumum ríkjum Evrópu læt- ur ginnast af áróðri Greenpeace- samtakanna og sker upp herör gegn íslenskum hagsmunum eigum við ekki annarra kosta völ en láta þessar þjóðir gjalda fáfræði sinnar með ríf- legri þóknun fyrir þá áhættu sem hernaðarbrölt þessara þjóða skapar okkur. Við höfum ekki haft aðstöðu til að kynna okkar málstað í hvalamálinu vegna þess kostnaðar sem því fylgir en það er vitað mál að ef við beygjum okkur í því máli þýðir þaö ekkert annað en nauman gálgafrest því af- leiðingarnar eru augljósar. íslenska þjóðin býr við þá óhugn- anlegu áhættu hvern dag að verða steikt lifandi í kjarnorkubáli vegna þeirra þjóða sem nú vilja kippa und- an okkur lífsafkomunni og fyrir slíka framkomu eigum við að steinhætta þeirri ókeypis áhættuþjónustu sem við stundum og fara þess í stað að dæmi Filippseyinga og selja áhætt- una dýru verði. Við gætum notað drjúgan hluta þeirra 100 milljarða, sem fengjust, til þess að kynna íslenskan málstað er- lendis og afganginn má nota til að hjálpa því fólki hér heima sem er að missa aleiguna vegna óstjórnar í þjóöfélaginu. Þingmenn okkar hafa ekki sýnt meiri dug um dagana en að skella yfir þjóðina hverju fjár- málastórslysinu á fætur öðru. Það er því kominn tími til að þeir inni þó a.m.k. eitt ærlegt verk af hendi og innheimti þessa áhættu- þóknun. Þetta er okkar eina vopn og hver getur meinað okkur að nota það þegar við erum að berjast fyrir lífi okkar? „Þessar þjóðir gjaldi fáfræði sinnar og áróðurs meö ríflegri þóknun okk- ur til handa.“ Eitt af auglýsingaplak- ötum Greenpeacesamtakanna. „Margir kaupa ekki annað en ameríska bíla, segja þá m.a meiri öryggistæki i umferðinni," segir í bréfinu. Kyrming á nýjum bílum: Vantar um þá amerísku Bílaáhugamaður skrifar: í bílablaöi DV eru athygliverðir þættir um bíla. Þetta fylgiblað DV er áreiðanlega mikið lesiö af þeim sem hugsa eitthvað að ráði um þennan þarfasta þjón nútímans og ég veit ekki betur en það geri flestir nú á dögum, jafnvel þótt þeir viðurkenni ekki slíka umhyggju. Nokkra menn þekki ég sem þykjast hafa slíka andúð á allri tækni og þar með talið bílum að þeir segjast ekki lesa neitt sem viökemur bílum, nýj- um árgerðum eða því sem tengist þeim, t.d. viðgerðum og viðhaldi eða tískusveiflum í bílaiðnaði. - Þessum sömu mönnum er þó svo umhugað um bílana sína að þeir mega ekki heyra smátíst í bílnum sínum svo aö þeir séu ekki farnir á verkstæði með hann til að fá úr þvi skorið hvað nú sé eiginlega að! Þessum sömu mönnum myndi ekki detta í hug að fara til læknis þótt þeir þjáðust af einhverju sem þeir kveldust af. Einum þeirra veitti nú t.d. ekki af að heimsækja tannlækni við tækifæri. En bíllinn gengur fyrir og það er hann sem fær umhyggjuna og bílviðgerðarmaðurinn greiðsluna en ekki tannlæknirinn. En nú kem ég að mínu áhugamáli sem er að óska eftir meiri umfjöllun um ameríska bíla, t.d. hinar nýju gerðir. Hverjar eru þær, hvað kosta þær og hverjar eru helstu nýjung- arnar í hinum nýju amerísku bílum? - Hér eru nefnilega margir sem aldr- ei kaupa annað en ameríska búa, segja þá sterkari, vandaðri og meiri öryggistæki í umferðinni en aðra og minni bíla. Það er því vel þegið að fá eitthvað bitastætt um þá amer- ísku. Veröhækkanir 1 verðstöövun: Einkennilegur rökstuðningur Árni P. hringdi: Eitt af mörgu einkennilegu, sem maður heyrir í þjóðfélaginu, er rök- stuðningurinn fyrir því hvernig verð hækkar á nánast hverju sem er og er látið viðgangast af viökomandi eftirliti í sömu andrá og svokölluö veröstöðvun er sett á með lagaboði. Þessi rökstuðningur hljóðar eitt- hvað á þessa leið. - „Við“ (alltaf talað í fleirtölu þegar enginn þorir að vera ábyrgur) vorum löngu búnir að gera ráð fyrir hækkun, raunar snemma í sumar, en það fórst fyrir að tilkynna hækkunina, þar til nú! - Já, er þaö ekki aldeilis merkilegt aö það skuli bara alveg hafa gleymst að tilkynna um hækkunlna? En hvað gerir eftirlitið sem á að hafa vald til að kæra þá aðila sem brjóta svo augljóslega lögin um verð- stöðvunina? - Nákvæmlega ekki neitt. Og það gerir heldur enginn annar nokkurn skapaðan hlut. Og það er þess vegna sem allir þora til við alla í þessu þjóðfélagi. Lög hér á landi hafa nánast enga þýöingu í æ fleiri málum og þess vegna er nú komið sem komið er. Nýr Kastljósþáttur í Sjónvarpi: Lofar góðu Bjöm Sigurðsson skrifar: í gærkvöldi, sunnudagmn 23. þ.m„ var á dagskrá fyrsti þátturinn af þeim sem kallast Kastljós á sunnudegi og er nýr klukkutíma frétta- og fréttaskýringaþáttur sem verður á hverjum sunnudegi í vet- ur. Þessi þáttur lofar góðu, að minu mati, einkum vegna þess aö fréttir í sjónvarpi á sunnudagskvöldum eru yfirleítt litlar og illa unnar, hver sem ástæðan er. Þessi þáttur í gærkvöldi var góð blanda héðan og þaðan og ágætt er að hafa einn aöila sem mikið hefur verið í um- ræðunni hveiju sinni til að koma þarna og sitja fyrir svörum. í gærkvöldi var það fjármálaráö- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, sem sat fyrir svörum og var fróð- legt að heyra hverju maðurinn sá svaraði þeim fréttamönnunum þegar þeir spurðu hvort það teldist spamaður að framkvæma ekki það sem aldrei hefði verið inni á fjár- lögum eða nokkru sinni verið kort- lagt til fjár! Og enn eftirtektarverð- ara var að heyra hugmyndirnar um frestun greiðslu lifeyristrygg- inga! Þessi nýi þáttur lofar sem sé góðu og tekur áreiðánlega talsvert frá Stöð 2 á þessum tíma, þótt þaö sé mér ekkert keppikefli. - Ef þeir hjá RÚV fylgdu nú breytingunum eftír með því að hafa aðalfréttir kl. 9 eöa jaötvel 10 aö kvöldinu stykkju þeir verulega fram úr og margir myndu veröa fegnir aö losna við frétta- tímana kl. 19.30 og svo aítur kl. 22.00. Góð morguntón- list á Stjörnunni Elísabet Magnúsdóttir hringdi: Ég hef tekið eftir þvi að í nokkrum lesendabréfum hefur veriö kvartað undan háværri tónlist hjá sumum útvarpsstöðvunum á morgnana, svona rétt þegar fólk er að rísa úr rekkju og undirbúa sig til að fara til vinnu. Einnig að morgunútvarp rás- ar 2 sé ekkert sérstakt og mikill lest- ur úr blöðum og fréttir sem séu þó engar fréttir sé megin uppistaðan. Eg vil taka undir allt þetta og meira til því mér finnst að raunverulega sé alveg ónauðsynlegt að útvarpa nokkru öðru á morgnana, a.m.k. svona snemma dags, en góðri, rólegri tónlist. Fólk er einfaldlega ekki í neinu formi til að meðtaka einhvem áróður eða vandamál á þessum tíma dags en vandamálin eru, eins og allir vita, komin í umræðuna strax um sjöleytið á morgnana. Á útvarpsstöðinni Stjömunni kemst maður þó næst því aö geta átt ánægjulega stund með útvarpinu ef maður vill á annað borð hlusta á það svo snemma dags. Þar er leikin róleg og þægileg tónlist frá kl. 7 til 9. Þeir á Stjörnunni taka því alveg rétta stefnu að mínu mati. - Svona árla morguns, jafnvel allt til kl. 10, eru áreiðanlega fáir sem vilja hlusta á annað en þægileg og vel valin lög. Þátturinn íslenskt mál Ó.D.Á. skrifar: lendum glymjanda og margs konar Ég hlusta alltaf á þáttínn íslenskt fánýtt hjal er annars vegar. mál síödegis á laugardögum. Ég Jón Aöalsteinn Jónsson sagöi að varö fyrir vonbrigöum þegar til- þeim íslenskumönnum stæðu tíl kynnt var að yfirmenn útvarpsins boða fieiri mínútur ef þeir vildu heföu ekki viljað lengja hann úr tíu flytja sig af besta hlustunartíman- minútumuppífimmtán.Röksemd- um en þaö vildu þeir ekki. Hann imar voru þær að laugardagurinn lét þess getíð að þátturinn heföi væri svo góður hlustunartími. - verið á laugardögum frá árinu 1971 Líklega svo góður að ekki mætti og í fyrstu staðið tuttugu mínútur, eyöa honum í íslenskt mál! síðan mörg ár fimmtán mínútur Mér finnst þetta algjört hneyksh. eða þangaö tíl í hittifyrra. Hann er Það er ekki veriö aö spara tímann nú endurtekinn á mánudögum kl. þegar dægurlagatónlist meö út- 15.45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.