Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. 33 T.ífcgtin Geretti og listar: Að fylgja smekk eða hefð - enn hægt að fá smíðað með gamla laginu Þegar verið er að gera upp gamalt húsnæði þarf oft að endumýja tré- verk sem haft er til skrauts. Þannig má nefna geretti, gólflista, glugga- pósta og fleira í þeim dúr. En hvert skyldi vera bést að snúa sér til að útvega sér tréverk sem passar viö húsið? Hér er í rauninni um tvo kosti að ræða. Annar er sá að fylgja sín- um smekk og hanna með nýju efni samkvæmt eigin samvisku. Hinn er sá að reyna að halda byggingar- stílnum eins og kostur er og reyna að útvega sér eins efni og fyrir var. í dag er enn mögulegt að láta smíða fyrir sig geretti og annað slíkt. Shppfélagið lumar t.d. á gömlum .tönnum fyrir fræsara sem geta oft mótað nákvæmlega óskað mynst- ur. Unnið eftir meginreglu DV hafði samband við Geirharð Þorsteinsson arkitekt og leitaði álits hjá honum um hvort hægt sé að styðjast við meginreglu við end- ursmíði tréverks. Hann segir að skemmtilegast sé, ef hægt er, að hafa húsnæðið með sömu stílbrigð- um og það var byggt í. „Stundum eru ekki nægilega miklar leifar í húsinu til að styðjast við en yfirleitt er hægt að komast að því hvernig stílhnn var,“ segir Geirharður. „Aðalatriðið er að fólk geti fundið sér eina formúlu til að vinna eftir og haldi síðan sínu striki. í tréverki innanhúss eru viss spor í viðnum sem eru skyld. T.d. eru lík spor í gerettum og gluggapóst- um o.s.frv. Þannig má segja að hægt sé að spinna stílbrigði út frá gerettum sem annars setja mikinn svip á heimhið. Með því móti koma fyrir ákveðnar endurtekningar í formi ýmissa þátta húsnæðis." Uppruni eða eigin smekkur „Þegar ráðist er í endurnýjun má segja að hægt sé að fara tvær leiðir. Að fylgja eigin smekk er önnur leiðin - reyna að finna þá leið sem maður sjálfur telur að passi best. Hin leiðin er að fara eft- ir upprunanum - hefðinni. Þá er reynt að halda sem allra mest í öll stílbrigði hússins eins og þaö var upphaflega. En þetta verður að ákveða strax í upphafi. Reyndar er það svo að yfirleitt sigrar hefðin. Húsin áður fyrr voru byggð með mjög hnitmiðuöum sth- brigðum. Húsin voru tiltölulega ht- h en hönnunin var mjög nákvæm. Smáhlutir voru svo notaðir til að fuhnægja fegurðarghdi eins og tré- verk innanhúss, s.s. geretti og gólf- hstar, en skrautbitar úti. Smáhlut- irnir eru ótrúlega mikhvægir. Þetta skraut er að miklu leyti upp- runnið frá Danmörku eða Þýska- landi í gegnum Danmörku. Svo- kahaður Schweitzerstíll er t.d. al- gengur hér á landi. Ef fólk er að hugsa um að ráðast í endurbætur sjálft, án fagmanns, er ráðlegast að styðjast við eina ákveðna áætlun. Þannig verður húseigandi að taka fastan pól í hæðina og vera svolítið strangur við sjálfan sig. Stundum eru endur- bætur unnar á 1-2 árum og þá er vissara að hlaupa ekki eftir tíma- bundnum tískustraumum sem kunna að skjóta upp kollinum. Sthnum verður að hadda. Við höfum kallana Hjá Shppfélaginu í Reykjavík er Hjá Slippfélaginu eru enn til tennur fyrir fræsara sem geta formað geretti, gólflista og fleira með gamla laginu. Þeir gömlu kunna vel til verka. DV-myndir Brynjar Gauti Trébitar af þessu tagi eru notaðir til skrauts utanhúss á gömlum byggingum. Heimilið Hann var að skoða trélista meö gamla laginu, sem enn eru til á lager. af því sem óskað er. Ef mynstrið er ekki th er hægt aö sthla eins konar pinnakerfi sem mótar óskað lag tannarinnar. Olafur Thorarensen verkstæðis- formaður segir að hægt sé að sinna flestum óskum sem upp koma af þessu tagi. Hann sagði að fyrstu metramir af sérsniðnu efni væru starfrækt trésmíðaverkstæði sem talsvert er komið th ára sinna. Verkstæðiö er m.a. enn búið tækja- kosti gamla tímans. Þar finnast t.d. gamlar tennur fyrir fræsara í ýms- um formum. Tennumar geta fram- kahað ýmis form gamaha hsta og geretta og fleira í þeim dúr. Sumt er reyndar til á lager. Best er fyrir viðskiptavini að koma með prufu dýrastir þar sem jafnmikh vinna fer í að sthla vélarnar fyrir 1 metra efnis og 100 metra. „Við erum búnir gömlum tækja- kosti og svo höfum viö hka kahana sem kunna vinnubrögðin," sagöi Ólafur. „Einn maðurinn hjá okkur er 84 ára og er búinn aö starfa þarna frá 18 ára aldri. Það hafa margir leitað th okkar með óskir um efni með gömlu formi. Yfirleitt vih fólk nákvæm- lega eins efni og var fyrir. En það er samt eins og fólk hafi thhneig- ingu th þess aö vilja aöeins upplifa gamla tímann að hluta th. En það er ahtaf hægt að laga gamla tímann að deginum í dag.“ -ÓTT Gömul og ný hús Ýmsar gerðir Fánastengur Kverklistar Hurðir og gluggar Loftbitar Listar Rammalistar Klæðningar Skrautlistar Hrandriðalistar Þakkantar Geretti Glerfalslistar Gólflistar Trésmíðaþjónusta SLIPPFÉLAGIÐ Vernd og viðhald eigna Mýrargötu 2, sími 10123-28811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.