Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1988, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988. Þórður Guðmundsson, fyrrverandi verslunarstjóri, Hvassaleiti 58, verð- ur jarðsunginn fimmtudaginn 27. október kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Hallfríður Jóhannesdóttir, Álfa- skeiði 64, verður jarðsungin frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði fimmtudag- inn 27. október kl. 15. Ólafur Hafsteinn Einarsson, kennari, Reynimel 90, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 16. október sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu- daginn 27. október kl. 15. Utfór Steinunnar Konráðsdóttur, Hamarsstíg 33, Akureyri, er andaðist þann 21. október, fer fram frá Akur- eyrarkirkju fóstudaginn 28. október kl. 13.30. Guðrún Þorbjörg Steindórsdóttir, Vitastíg 16, er lést í sjúkrahúsi í Róm 15. október, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, 26. október, kl. 13.30. Merming Andlát Helgi Björgvinsson, Suðurvangi 4, Hafnarfirði, andaðist 24. október. Kristín Ólín Einarsdóttir, Lagarási 2, Egilsstaðabæ, andaðist í sjúkra- húsi Egilsstaða laugardaginn 22. okt- óber. Ferðalög Útivistarferðir Miövikudagur 26. okt. kl. 20. Tunglskinsganga. Létt ganga vestan Straumsvíkur. Verð 500 kr., frítt f. böm m. fuUorðnum. Fjörubál. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu (í Hafnarfirði v/Sjó- minjasafnið). Helgarferð 4.-6. nóv. Haustblót á Snæfellsnesi. Góð gisting í Laugagerðisskóla. Skoðunar- og göngu- ferðir við allra hæfi. Ströndin undir Jökli, þjóðleið yfir fjallgarðinn, Hítardal- ur. Sundlaug. Ein máltíð innifalin. Uppl. og farm. á skrifstofu Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst. Tónleikar Tónlistartvíæríngur 1. tónleikar í Gamla bíói í gærkvöldi Tónlistartvíæringur ungra nor- rænna einleikara er haldinn hér í Reykjavík þessa dagana, og það ekki í fyrsta skipti. Þetta eru alltaf skemmtilegir dagar, því þarna kemur saman ijóminn af ungum sólistum frá Norðurlöndum og læt- ur ljós sitt skína fyrir públikkum, umboðsmenn og krítikkera. í gærkvöldi riðu tveir sólistar, frá Svíþjóð og Finnlandi, á vaðið og léku sitt hvort prógrammið á ein- um tónleikum. Þetta var í Gamla bíói. Tónlist Leifur Þórarinsson Fyrst kom fram píanóleikarinn Anders Kilström frá Svíþjóð. Hann Við setningu hátíðarinnar í gær. Fimm af ungu einleikurunum og lengst til vinstri Erik Bach, aðalskipuleggjari. DV-mynd Brynjar Gauti byijaði á furðulegri útsetningu Busonis á d-moll fiðlusjakkonn- unni eför Bach. Ekki hljómaði það nú sérlega sannfærandi, en Kilström hefur finguma í lagi. Síð- an lék hann píanóverk eftir Kaipa- inen (sem gæti verið fmnskur), en á það vantaði tilfinnanlega „prófíl- inn“. Þá sté fram Jan Erik Gustav- son með seUó, ásamt landa sínum Arte Satukangas píanóleikara. Léku þeir félagar seUósónötuna op 40 eftir Sjostakóvíts, þetta yfir- borðslétta tónverk með grátstafina, sem alhr virðast vilja leika nú á dögum. Þetta er í fjórða skipti sem maður heyrir þessa sónötu hér í Reykjavík á tiltölulega stuttum tíma. Gustavson er öruggur spUari og lætur sér greinilega fátt fyrir bijósti brenna. En hann mætti kafa dýpra í músíkina og gá að „intóna- sjóninni". Leikur píanistans Arto Satukangas var einnig öruggur og klár. Sólósvíta Einars Englund, sem Gustavson lék af miklum dugnaði, er ekki djúp eða merkileg músík, en hljómaði laglega í með- fórum selhstans. í lokin lék KUström Beethoven og Chopin, og var Beethoven op 78 í Fís dúr geð- ugur hápunktur tónleikanna. Þessir tónleikar voru góð byrjun á tvíæringnum og bíða menn nú spenntir eftir framhaldinu. LÞ. Metafýsík og mjúkt myrkur - um sýningu Helgu Egilsdóttur Jaröarfarir Sigurður Elíasson lést 11. október. ■» Hann fæddist í Saurbæ í Holtahreppi 19. júní 1920. Foreldrar hans voru Etias Þérðarson og Sigríður Páls- dóttir. Sigurður útskrifaðist úr Garð- yrkjuskólanum á Reykjum 1941. Að námi loknu vann Sigurður árum saman alfarið að garðyrkjustörfum. Hann giftist Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Þau skildu. Útfór Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Stephan Stephensen, Bjarkargötu 4, veröur jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 27. október kl. 10.30. Kveöjuathöfn um Harald Jónsson frá Görðum í Önundarfirði, verður í Neskirkju fimmtudaginn 27. október kl. 10.30. Jóhannes Pétursson, Droplaugar- stöðum, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fóstudaginn 28. október kl. 15. Útfór Guðríðar Árnadóttur verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 27. október kl. 13.30. Fundir Foreldrafélag mis- þroska barna heldur fund í dag 26. október kl. 20.30 í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Gestur kvöldsins er Arthur Mortens og fundar- efnið er: Grunnskólalögin og sérkennsla eldri barna. Að fyrirlestri loknum verða fyrirspumir og almennar 'umræður. Fé- lagar og annað áhugafóik um málefni misþroska bama er hvatt til þess að mæta. Á staðnum verður sömuleiðis til sölu nýútkomin bók um fyrsta norregna MBD þingið, sem haldið var í Sandefjord í Noregi í október í fyrra. Inniheldur hún útdrátt úr öllum reeðum, fyrirspumum og umræðum sem fram fóru á þinginu. Bók þessi er gefin út í takmörkuðu upp- lagi, svo áhugafólk er hvatt til þess að nálgast hana sem fyrst. Opinn fundur hjá ITC Melkorku (áður Málfreyjur) verður í dag 26. októb- er kl. 20 í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Elsk- aðu lífið, þá mun lífið elska þig. Upplýs- ingasími 46751. Gestir em boðnir vel- komnir. Hallfríður Jóhannesdóttir, Álfa- skeiði 64, Hafnarfiröi, lést 11. október sl. Hún var fædd að Grundum í Bol- ungarvík 10. september 1903, dóttir hjónanna Oddnýjar Guðmundsdótt- ur og Jóhannesar Guömundssonar. Hallfríður var tvígift. Hún eignaðist átta börn, sjö þeirra eru á tifi. Sigurð- ur Líkafrónsson, seinni maður henn- ar, lifir konu sína. Útför Hallfríöar verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði fimmtudaginn 27. október kl. 15. Ólafur Jónsson lést 15. október. Hann fæddist aö Seljum í Helgafellssveit 24. júti 1924. Síðast vann hann hjá hreinsunardeild borgarinnar. Ólafur var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni eignaðist hann tvö böm.. Eftirlifandi eiginkona hans er Fanney Björns- dóttir. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Samfélag undir Jökli Laugardaginn 29. október kl. 14 að Tryggvagötu 18, verða jarðakaup félags- ins „Jörð“ undir Jökli kynnt nánar og formlegur stofnfundur Jarðar haldinn kl. 17. Um kl. 21 verður kvöldvaka og matarveisla og um leið opnuð sýning með myndum eftir Tryggva Hansen og Sævar Ciesielski. Allir velkomnir. Tilkyiuiingar „íslenskur jarðvegur“ Rannsóknastofnun landbúnaðarins hef- ur gefið út að nýju ritið „íslenskur jarð- vegur“ eftir Bjöm Jóhannesson (149 bls.). Menningarsjóður sá um frumútgáfuna árið 1960. í endurútgáfunni er viðauki sem greinir í stuttu máli frá ritsmíðum síðasta aldarfjórðungs varðandi eigin- leika, eyðingu og myndun íslensks jarð- vegs, svo og um áhrif áburðarkalks og kalskemmdir. Fyrir námsfólk og áhuga- menn um ræktun og landvemd er þetta gagnleg lesning. Ritið er til sölu á skrif- stofu Búnaðarfélags íslands í Bændahöll- inni og hjá bókasölu stúdenta í Háskóla íslands. Verð er kr. 1.500. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 29. október. Hefst kl. 14. Spilað í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Basarar Kvenfélag Kópavogs-Líkn arsjóður Aslaugar Maack Basar og kaffisala verður í félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 6. nóvember. Þar verða á boðstólum nýbakaðar kökur, pijónavörur, fatnaður og ýmsir munir. Einnig verður selt kaffi með rjómavöffl- um. Vinnufundir félagskvenna em á mánudögum frá kl. 17. Alltaf heitt á könnunni. Fyrirlestrar Fyrirlestur hjá Geðhjálp Geðhjálp heldur fyrirlestur um streitu og áfúif hennar á fjölskylduna á geðdeild Landspítalans í kennslustofu á 3. hæð, fimmtudaginn 27. október kl. 20.30. Fyrir- lesari: Þorvaldur Karl Helgason sóknar- prestur. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Tónlistarhátíð ungra norræna einleikara 3. tónleikarnir verða í Háskólabíói í kvöld 26. október kl. 20.30. Michaela Fukacová Christensen sellóleikari, Olle Persson baritonsöngvari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Leif Ove Andsnes píanó- leikari leika einleik með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Stjómandi er Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Flutt verða sellókonsert eft- ir Dvorák, Lieder eines fahrenden Gesse- len, eftir Mahler, Flautukonsert eftir Carl Nielsen og Píanókonsert nr. 3 eftir Prokofiev. Á síðustu árum hefur gætt mjög aukins áhuga á frumspeki, metafý- sík, og endurreisnartímanum. Þessi áhugi hefur birst í myndlistinni á afar margvíslegan hátt. Ýmist má sjá beinar eftirhermur í póstmódernísk- um anda eöa myndir sem byggja fremur á persónulegu innsæi og næsta draumkenndri túlkun. Það er kannski ekki að undra þótt kosmískt yfirbragð frumspekinnar eigi upp á pallboðið í því kaótíska frjálslyndi sem nú veður uppi. Metafýsíkin byggir jú á tengslum ótikra veruleika og endurreisnin m.a. á tengslum ótikra eðlisþátta. Hvor tveggja stefn- anna var að vísu óijúfanlega tengd almættishugmyndum sinna tíma en vera má að máttur innsæisins nægi til einhverra tengsla og endurvakn- ingar í dag. Þeim íslendingum sem „lagst hafa út“ í nám fjarri heima- högum virðist sérstaklega hætt viö að tileinka sér ofangreindar tengsla- leiðir. Það virðist fara nokkuð eftir loftslagi hvor leiðin verður ofan á; metafýsískt draumsæi eða póstmód- ernískt raunsæi. Þeir sem fara til dvalar í mildu stofuhitaloftslagi virð- ast þó, eftir sólarmerkjum að dæma, hallari undir metafýsíkina og drauminn. Helga Egilsdóttir, sem nú sýnir Mynd nr. 13. á sýningu Helgu Egils- dóttur í Gallerí Borg. málverk í Gallerí Borg, tilheyrir um margt þessum síðari hópi. Verk hennar bera greinileg merki margra ára dvalar við Kyrrahafið en Helga hefur þó þá sérstöðu að geta blandað þau áhrif á sannfærandi hátt norð- lægum hráslaga. Verkin bera nokk- um þjóðsagnakeim. Þau minna ýmist á tótemsúlur Navahóa eða ís- lenska móra og skottur. í verkinu ísarnir braka (nr. 7) birtist næsta óhugnanlegur ofurbangsi sem geng- ur aftur í númerum 9 og 13. Stundum virðist eins og skammdegið gagntaki pensilinn hjá Helgu. Myndirnar Mjúkt myrkur (nr. 8) og Þú labbar um í draumum mínum (nr. 9) virka t.a.m. of dimmar, sé tekið mið af Myndlist Ólafur Engilbertsson. myndefninu sjálfu. Þarna kaffærir myrkrið mystíkina; örlítil mána- skíma hefði gert gæfumuninn. í myndum eins og Þetta er Jesús hérna/er Guð heima (nr. 3) og Hundr- að draumar afturábak og hundrað draumar áfram (nr. 6) er annað uppi á teningnum. Þarna er til staðar sá slagkraftur sem þarf til að tengja andstæður og gera drauminn að raunveruleika. Niðurstaðan hlýtur aö verða forvitnileg ef heldur fram sem horfir. Sýningu Helgu lýkur þriðjudaginn 1. nóvember. -ÓE Tapað fimdið Tinna er týnd Tinna er svört læða. Hún á heima í Barmahlíðinni og hefur ekki sést síðan sunnudagskvöldið 23. október. Hún gæti hafa lokast inni í bílskúr eða geymslu.- Þeir sem hafa orðið hennar varir eru beðnir að hringja í Guðmundu, s. 624555, eða í Dýraspítalann Víöidal, s. 674020.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.