Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. Fréttir Dagur og Dagsprent á Akureyri: Allt starfsfólkið fékk uppsagnarbréf Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Öllu starfsfólki dagblaösins Dags og Dagsprents hf. á Akureyri hefur veriö sagt upp störfum frá og með 1. nóvember en hér er um rúmlega 30 manns að ræöa. „Við erum aö skoöa reksturinn en ég reikna meö að allflestir starfs- menn fyrirtækjanna verði endur- ráðnir þótt um éinhverja fækkun geti orðið að ræða,“ sagði Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, í samtah við DV. Hann sagði að reksturinn hefði verið mjög erfiður að undanfömu. Dagur hefði haldið nokkuð auglýs- ingamagni sínu fyrstu mánuði ársins en að undanfórnu hefði verið um 4-5% samdrátt að ræða og árið í heild muni sennilega koma út með 2-3% minnkun auglýsingamagns. Jóhann sagði að blaðið hefði nokkuð haldið sínu hvað varðaði áskrifendur. Jóhann Karl sagði að það myndi liggja fyrir um næstu mánaðamót hvernig framhaldið yrði en allur til- kostnaður viö útgáfu blaðsins hefði aukist mjög. Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður Dags og Dagsprents, sagði í Degi í gær að erfiðleikar atvinnulífs- ins útheimtu hagræðingu. Dagur ætti að sumu leyti við sömu erfið- leika að stríða og atvinnulífið í heild, þ.e. að kostnaöur hefði hækkað meira en tekjur og vaxtakostnaður væri hár. Hann sagði einnig að hugs- anlega yrði um endurráðningu starfsfólksins að ræða meö breyttu vinnufyrirkomulagi, t.d. væri mjög þýðingarmikiö að dregið yrði úr yfir- vinnu eins og hægt væri. Vantar fímm flotgalla í Engey RE: Hver galli kostar um tuttugu þúsund - segir útgerðarstjórinn „Astæðan er sú að þetta eina skip í öllum togaraflotanum er eftir með svo marga menn. Við eigum tvö eins skip - á hinu skipinu eru átján menn. Það stefnir í að það verði átján menn einnig um borð í Engey. Við keyptum því ekki fleiri búninga;" sagði út- gerðarstjóri togarans Engey RE. Tuttugu og þrír skipverjar eru í áhöfn skipsins. Um borð eru aðeins átján flotgahar. Því vantar fimm gaha um borð í skipiö svo einn gahi sé fyrir hvern skipveija. - Er útgerðin ekki að taka áhættu með þessu? „Ég veit ekki hvort tekin er ein- hver áhætta með þessu. Þessir togar- ar fara ekki niður með manni og mús. Þetta eru það stór og öflug skip. Hver galli kostar um 20 þúsund krón- ur og við kaupum ekki sex galla fyr- ir einhvern skamman tíma. Fækkun- in um borð getur orðið þá og þegar. Þeir eru oft ekki nema tuttugu og tveir á sjó í einu. Mér hefur heyrst á Sjómannafélagi Reykjavíkur að það verði gert í næstu samningum. Það er að verða liðin tíð að svo margir menn séu um borð,“ sagði útgeröar- stjórinn. -sme KÆLl' OG FRYSTISKAPUR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæö: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hillur í hurð. Sjálfvirk afþýðing í kæli. Vinstri eða hægri opnun Fullkonln viðgerða- og varahlutaþjónusta. UMBOÐIÐ AKUREYRI Helmilis- og raftækjadelld HEKIA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 RAFLAND, SUNNUHLIÐ. 02,1 - 90,1 - 92,4 - 93,5 SÍLFUR Sérlega öflug, næm og góð útvarpstæki í þremur litum með FM - LW - MW og stuttbylgju - tæki sem ekki bregðast í vinnunni, ferða- laginu, eldhúsinu, eða hvar sem er. IHúer útvarp í tísku Þýsk völundarsmíð. Verð aðeins 3.568.- Umboðsmenn um land allt. • • STONVARPSMIÐSTOÐIN HF. J NÚ Á TVEIM STÖÐUM - SÍÐUMÚLA 2, SÍMI 68 90 90, OG LAUGAVEGI 80, SÍMI 62 19 90.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.