Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 11 DV Útlönd Skæruliðar gera árás í San Salvador Hermenn i San Salvador standa yfir likum félaga sinna sem féllu i árás skæruliða í gær. Simamynd Reuter Vinstri sinnaðir skæruliðar fleygðu sprengjuvörpum inn í aðal- stöðvar þjóðvarðliðsins í San Salvad- or í gærdag. Fjórir hermenn biðu bana við árásina og að minnsta kosti þijátíu og sjö særðust. Er þetta fífl- djarfasta árás skæruliða í höfuðborg E1 Salvadors í nokkur ár. Árásin var gerð nokkrum klukku- stundum eftir að hinn nýi yfirmaður hersins hafnaði friðarviðræðum við skæruliða. Mikil ofbeldisöld hefur ríkt í E1 Salvador undanfarnar vikur og á mánudag drápu skæruliðar fjórða borgarstjórann á einum mán- Uði. Fangar í fangelsi norðan við höfuðborgina gripu þijá gísla um svipað leyti. Skæruliðar hafa undanfarin kvöld gert árásir í höfuðborginni og þykir þaö því tíðindum sæta að þeir skyldu hafa gert árás í gær um hábjartan dag. Flestir þeirra sem slösuðust í árásinni í gær voru nýliðar. Umsjón Ingibjörg B. Sveinsdóttir og Ólafur Arnarson Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, er nú sögð vera í vandræð- um með hvaða afstöðu hún á að taka til lokunar Leninskipasmiðastöðvar- innar i Pollandi þegar hún kemur þangað í dag. Símamynd Reuter Thatcher í vandræðum Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, kemur í opinbera heimsókn til Póllands í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem breskur forsætis- ráðherra sækir Pólland heim. Thatcher gerir ráð fyrir að ræða við bæði stjómina og forystumenn Samstöðu, hinna ólöglegu verkalýðs- samtaka, um efnahagsumbætur og breytingar í stjórnmálakerfmu. Áætlað er Thatcher komi til Gdansk á föstudaginn til viðræðna við Wa- lesa, leiðtoga Samstöðu. Pólska stjómin tilkynnti á mánudaginn að hún hygðist loka Lenínskipasmíöa- stöðinni í Gdansk þar sem Samstaða varð til. Breskir embættismenn segja að lokun skipasmíðastöðvarinnar valdi forsætisráðherranum eríiðleikum. Ef hún fordæmir lokunina getur hún átt von á ásökunum af hálfu pólsku stjórnarinnar þar sem um er að ræða aðgerðir sem eru svipaðar þeim sem Thatcher framkvæmdi í Bretlandi til að koma efnahagnum á réttan kjöl. Ef hún gagnrýnir ekki lokunina gæti virst sem hún styddi ekki beint kröf- ur Samstöðu. Skipasmíðastöðin er tákn andstöðu pólskra verkamanna. Walesa spáir því að lokunin muni valda spennu og deilum. JggP’ AUK/SlA k586-22 SJONVARPIÐ BROSIR - enda hefur það forystu. Sjónvarpsnotkun um landið allt, miðvikudaginn 19. október 1988. Athyglisverðar upplýsingar fyrir auglýsendur! Kl. 15 ' 16 17 18 19 20 21 22 23 19:19 Knattspyrna Stöð 2 Fréttir Kvendjöfullinn RUV Dagatia 17.-19. október katmaði Félagsvísindastofnun sjónvarpsnotkun yfir landið allt og ndði hún til fólks á aldrinum 15-70 ára. Eins og þetta dœtni utn niðurstöður ber ttieð sér nýtur SJÓNVARPIÐ yfirburðavin- sœlda. SJONVARPIÐ ekkert rugl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.